Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Frægur furdufugl ÞAÐ FINNST sumum erfitt að skilja hvemig Robert Smith tókst að leiða sveit sína, Cure, í efstu hæðir frægð- arinnar. Ekki var nóg með að allir textar hans virtust snúast um hann og hans ömurlega líf, heldur var útlitið afkáralegt, hvítsminkaður og málaður með ókræsilegan flókann beint upp í loftið. Þrátt fyrr það, eða kannsi vegna þess, hefur Cure selt á þriðja tug milljóna hljómplatna síðan fyrsta smáskífan kom út fyrir átján árum, og sér- kennilegt andlit Roberts Smiths er með þekktustu kenni- mörkum rokksögunnar. Fyrir skemmstu kom út tíunda breiðskífa Cure, Wild Mood Swings, og hefur almennt verið vel tekið; gagnrýnendur skipa henni að vísu ekki í flokk með bestu Cure-skífum sögunnar, en setja hana þó ofarlega á blað. Kannski hefur þar eitthvað að segja að meira ber á kímni Rob- erts Smiths en forðum; jafnvel örlar á kátínu á plötunni, enda ekki seinna vænna að maður sem nálg- ast fertugt sé kominn yfir unglingaangist. Síðasta Cure-plata kom út fyrir fjórum árum og um tíma virtist sem Smith væri búinn að ákveða að leggja sveitinni endanlega og leggja þess í stað fyrir sig myndlist, stjamfræði og fjölskyldustúss. Á endanum fannst honum tími til kom- inn að taka upp aðra plötu þegar hann var kominn með bunka af nýjum lögum. Sveitin tók þau upp utan hljóðvers, svona rétt til að halda í spilagleðina, og fyrir vikið má víða heyra að liðs- menn skemmtu sér hið besta við upptökur. Smith segist sjálfur líta á Cure sem poppsveit; hann kæri sig ekki um að að vera talinn alvarlegur listamaður sem enginn nenni að hlusta á - það komi kannski með hækkandi aldri. Popparl Robert Smith. Drepnir í Hafnarfirði BÍLSKÚRAR Hafnarfjarðar hafa löngum þótt góðir æf- ingastaðir, enda hafa þeir verið margri hljómsveitinni athvarf til tónlistariðkunar. Ýmsir gallar fylgja þó þessu athvarfi, sá stærsti fæð áhorfenda og hlustenda. Því hafa hafnfirskar sveitir brotist fram á hljómvöllinn. Ritstjórn Draupnis, skólablaðs Flens- borgarskóla þar í bæ, hefur gefið út geislaplötuna Drepnir. Á henni eru 10 hafnfirskar sveitir sem fæst- ar eiga langa útgáfusögu að baki. Það eru sveitirnar Botnleðja, Dallas, Ham, Jet Black, Moskvítsj, PPPönk, Skoffín, Stolía og Súrefni, auk þess sem Gullý syngur tvö lög. Flestar eru þær skip- aðar ungu tónlistarfólki úr Hafnarfjarðarbæ. Björn Viktorsson í PPPönk og Skoffíni og Flóki Árnason í Dallas segja enga tónlistarstefnu vera allsráð- andi á plötunni, á henni sé dans-, popp-, pönk- og rokk- tónlist. „Það má eiginlega segja að þetta séu hálfgerð- ar demóupptökur, enda var fullkomnunarárátta sjaldn- ast fyrir hendi við upptök- urnar. Það er þó misjafnt eftir sveitum,“ segja þeir. Upphafs- og lokalag plöt- unnar bera undarlega titla, Dararabbdíríbarei og Bíb- bíllíbabbabúbú og eru nokk- uð sérstök. Þar er á ferðinni Gullý, sem hefur ekki áður látið til sín taka í tónlistar- heiminum. „Við mættum bara heim til hennar með DAT-tæki og hún tók upp þessi tvö óborganlegu lög. Hún er mikill persónuieiki, enda er hún þekkt víðar en í Hafnarfirði," segja Flóki og Björn. Að lokum vilja þeir taka fram að Drepnir sé í raun framtak eins manns, Orra Þórðarsonar, ritstjóra Draupnis, en hann hafi séð um útgáfuna. ÍPJ SuAurríkjamenn Good- ie Mob. Suður- ríkja- rapp í RAPPINU ber helst á hljómsveitum frá austur- og vesturströndum Bandaríkj- anna og síðustu misseri hafa tónlistarmenn þaðan eldað saman grátt silfur. Rappið er blómlegt víðar, til dæmis í Suðurríkjunum, eins og Goodie Mob sannar eftirminnilega á sinni fyrstu breiðskífu. Bófarappið er í algleym- ingi á vesturströndinni og á austurlandi eru allir á kafí í dópi. Eftir því sem marka má Goodie Mob eru Suðurríkjamenn á allt öðr- um og heilbrigðari nótum; rappa helst um ást og skiln- ing, þó ekki sé þar á ferð væmið hippavæl. Fyrsta smáskífa sveitarinnar, Cell Therapy, var beiskjuskotið ákall til litra Bandaríkja- manna að taka höndum saman og sigrast á fáfræði og fordómum, en önnur smáskífan, Soul Food, er hylling til matarmenningar Suðurríkjasvertingja og eggjun til borgarbúa að taka upp heilbrigðara lí- ferni. Til að tryggja réttan undirleik fékk Goodie Mob til liðs við sig Organized Noize, sem m.a. ber ábyrgð á TLC-flokknum væmna, en tónlistargrunnur Goodie Mob er beittari og skarpari. Útsending frá framtíðinni Byltingarmaður LTJ Bukem í ein- kennisklæðnaði sínum. MERKILEGASTA tónlistarstefna seinni tíma er vafa- laust jungle, sem sumir vilja kalla drum ’n bass; geysi hröð danstónlist þar sem öllu mögulegu er hrært sam- an. Algengt var í árdaga jungle, en takturinn er um 160 slög á mínútu, að flétta saman við reggíi, sem er með um 80 slaga á mínútu takt, og sum hver junglelög- in voru einfaldlega að stórum hluta reggílög spiluð á tvöföldum hraða, þannig að raddir urðu að helíumtísti. I kringum jungle skapaðist líka mikil dópstemning sem var við það að gera út af við tónlistina. Þá komu fram nýir spámenn, sem sáu að úr jungle mátti gera margt gott; menn eins og Goldie, Fabio, Doc Scott og LTJ Bukem. vinnu í að miða útgáfunni áfram, aukinheldur sem hann hyggst dunda sér í hljóðveri eftir því sem tæki- færi gefst; enn eigi hann eftir að koma ýmis- ggf ' legu byltingar- " kenndu á plast. Jungle greinist í ótal strauma, þar á meðal jazzcore, sem varð til þegar menn leituðu að leið útúr áðurnefndri helíumradda- mmmmmmmmmí steypu og dópflækju. Þar fór fremstur í flokki LTJ Bukem, sem hrinti eftir Árna jazzcore Matthíosson úr vör með laginu Demons Theme 1992. Lag- ið gaf hann út sjálfur á merki sínu Good Looking, en fram að því hafði Bukem verið í fremstu röð breskra plötusnúða alllengi. Næst á eftir kom annað merkilegt lag, Music, sem átti eftir að hafa enn meiri áhrif á jungleheiminn. Eftir þetta hægðist nokkuð um hjá Bukem, hann var upptek- inn við endurhljóðblöndun fyrir aðra og að reka út- gáfu sína, og því var það ekki fyrr en í síðasta mán- uði að hann sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, tvö- falda reyndar, Logical Progression, þar sem hann fer á kostum, ýmist í eigin lögum eða lögum sem hann hefur unnið upp fyrir aðra. Jazzcore er áberandi á plötunni sem vonlegt er, en þar má einnig finna aðra strauma, ambient, techno og jafnvel housekeim af sumu, en grunnurinn er alltaf bass ’n drum. Flest lög á plötunum eru úr smiðju Bukems, en einn- ig er að finna sitthvað eftir aðra, þar á meðal PFM, Peshay og Aquorious og Photee, sem sannar að Bukem er eins naskur á aðra listamenn og hann er á það sem hann sendir sjálf- ur frá sér. Logical Progr- ession er eins og útsending frá framtíðinni; sýnishom af þeirri tónlist sem á eftir að tröliríða dans- heiminum næstu miss- eri. Bukem er og upp- fullur af sjálfstrausti þegar hann talar um tónlist sína, segist vera kominn þangað sem hann ætlaði sér og framundan sé að leggja meiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.