Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 17 GAGNRÝNANDI Variety kallaði mynd- ina „Clockwork Orange“ tíunda ára- tugarins. Varla hefur nokkurn tíma skapast annað eins æði fyrir einni kvikmynd í Bretlandi og var í kringum „Trainspotting" í vetur. Að lokum varð hún önn- ur aðsóknarmesta kvikmynd Breta í Bretlandi frá upphafi - aðeins Fjögur brúðkaup og jarðarför hefur hlotið meiri aðsókn. Jafnvel „Pulp Fiction", sem var hvergi vinsælli en í Bretlandi, er ekki nema hálfdrættingur á við „Trainspotting", sem stefnir að því að verða ein vinsælasta kvikmynd ársins í heiminum. Trainspotting er gerð eftir samnefndri metsölu- bók Skotans Irvine Welsh, sem á tímabili skaut John Grisham aftur fyrir sig á metsölulistum. Þríeykið á bakvið myndina er leikstjórinn Danny Boyle, handritshöfundurinn John Hodge og fram- leiðandinn Andrew Macdonald, eða hinir sömu og gerðu myndina Shallow Grave, eina af eftir- tektarverðustu myndum síðasta árs. Myndin sú hlaut afar góðar viðtökur og tilboðin streymdu til þremenninganna, m.a. var leikstjóranum Danny Boyle boðið til Hollywood. Þetta var þó aðeins forsmekkurinn að risavöxnu ævintýri. All- ir urðu að sjá Trainspotting, unga fólkið flykktist á hana aftur og aftur, enda þar að fínna tónlist með Blur, Pulp, Iggy Pop, Lou Reed, Brian Eno, Heaven 17, New Order, Elastica og Underworld. Með Trainspotting eru þeir orðnir einhveijir eftirsóttustu kvikmyndagerðarmenn heims og á meðal verkefna sem Danny Boyle hefur hafnað að undanförnu er Alien 4, sem nú er í vinnslu vestan hafs. Þeir eru líka verðugir kvikmynda- gerðarmenn framtíðarinnar, þar sem þeir hafa a.m.k. ekki ennþá ofmetnast vegna velgengni og hornsteinn að samvinnu þeirra er fullkomið traust. Danny Boyle er 39 ára Englendingur, en John Hodge og Andrew Macdonald (með litlu d-i) eru Skotar um þrítugt. Þeir vinna mjög náið saman og sem dæmi veita þeir engin viðtöl nema allir þrír í sameiningu. Það var einmitt þannig sem þetta viðtal fór fram við grænt rúllettuborð í spilavítinu á eftstu hæð Carlton hótelsins í Cann- es, en þar var myndin sýnd við mikla hylli á mestu kvikmyndahátíð heims. Heróín, húmor og fótbolti Andrew heyrði fyrstur þeirra af bókinni, - um borð í flugvél frá Glasgow til London og keypti strax eintak af henni. En hvað heillaði hann helst við bókina? Andrew: „Þetta er einfaldlega ein besta bók, sem ég hef nokkurn tíma lesið. Frásögnin er ein- stök og Irvine Welsh tekst að lýsa fullmótuðum heimi eiturlyfjaneytenda, smákrimma og geð- sjúklinga, sem eiga sér enga framtíð. Þótt ég hafi sjálfur aldrei tekið heróín eða verið hluti af eiturlyfjaheimi hélt ég að ég vissi allt um þennan heim. Þegar ég las Trainspotting varð mér ljóst að svo var ekki. Bókin breytti algerlega hugmynd- um mínum um heim undirmálsfólks." En fjallar myndin umfram allt um eiturlyf? Andrew: „Við erum ekki beinlínis að fjalla um eiturlyf og við erum alls ekki að gera einhvers konar nýja útgáfu af Dýragarðsbörnunum (Christiane F.). Heróín kemur mikið við sögu, en við erum að fjalla um þetta tiltekna fólk og þeirra veruleika. Það vill svo til að mörg þeirra eru á kafi í heróíni. Það sem gerir þessa skáldsögu svo heill- andi er einmitt hvernig hún nálgast eiturlyfja- heiminn út frá forsendum þessara persóna. Yfír- leitt eru eiturlyf notuð eingöngu sem félagslegt vandamál, en í þessari sögu kynnumst við eitur- lyfjaheiminum algerlega í gegnum þessar persón- ur og sagan er þeim trú allan tímann." Engu að síður talar höfuðpersónan, Renton, mikið um að velja sér líf - með eða án fíkniefna? John: „Já, rétt einsog í bókinni þá hafnar hann í upphafi tilteknum veruleika, hversdagslegum hlutum sem við flest eigum sameiginlega. Hann er augljóslega í einhvers konar meðferð og við- horfið breytist frá byijun myndarinnar þar til í lokin.“ Sumir halda því fram að með því að sýna eitur- lyf með svo áherandi hætti - og jafnvel þótt af- leiðingarnar séu augljóslega skelfílegar - sé í rauninni verið að viðurkenna eiturlyf og ýta und- ir neyslu. Hvað segið þið um þessa kenningu? John: „Ég held að myndin sýni hvers vegna ungt fólk ánetjast eiturlyfjum, en hún sýnir líka mjög greinilega hverjar verða afleiðingarnar. Ef ekki væri þetta jafnvægi væri kannski hætta á að þessi kenning ætti við rök að styðjast, en ég held ekki í okkar tilviki.“ Danny: „Sumir væru kannski ánægðir ef aldr- ei yrði minnst á eiturlyf í bókum eða kvikmynd- um, en það er engum gerður greiði með því að loka augunum fyrir jafnalvarlegum hlut og eitur- lyfin vissulega eru.“ Andrew: „Ég held að okkur hafi tekist að sneiða framhjá predikunarstólnum. Við vildum hvorki halda einvíðan fyrirlestur um skaðsemi eiturlyfja né hefja þau upp sem eðlilegt og sjálfsagt fyrir- bæri.“ Þrátt fyrir alvarleikann er myndin mjög fynd- in. Er þetta skosk fyndni fremur en annað? John: „Ekki endilega skosk. Húmorinn var sannarlega í bókinni, en hann skiptir miklu máli til að lýsa þeim heimi, sem krakkamir búa við. Breska kvikmyndin Train- spotting fer nú sigurför um kvikmyndaheiminn og er þegar orðin önnur aðsókn- armesta mynd Breta á eftir Fjórum brúðkaupum og jarð- ----------------?-------- arför. Þorfinnur Omarsson var í Cannes á dögunum og hitti þá helstu aðstandendur þessarar óveniulegu myndar. KVIKMYNDAGERÐARMENN framtíðarinnar. Talið frá vinstri: Andrew Macdonaid, John Hodge, Danny Boyle. Þetta er þeirra aðferð til að komast í gegnum lífið, sem er þeim ekki sérstaklega heillavænlegt. Þau gætu ekki lifað án hláturs.“ En hvað var erfiðast við að koma þessari bók yfir á fiimu? Danny: „Bókin er stanslaust rennsli og í henni er endalaus frásögn, en það var ekki augljóst hvernig ætti að takmarka hana í myndinni. Bók- in er miklu sundurlausari en myndin og John tókst að skrifa úr henni heilstæðari frásögn, sem var mjög mikilvægt. Annað sem vegur á móti sundurleysinu er hlutverkaskipan, en það skipti höfuðmáli að vel veldist í hlutverk Rentons. Við fengum Ewan McGregor einkum vegna þess að hann er frábær leikari og við vildum vinna aftur með honum eftir Shallow Grave, en ekki síður vegna þess að hann hæfir hlutverkinu og náði að færa Renton margar víddir. Það skipti miklu máli að Renton yrði bæði sjarmerandi og óhugn- anlegur. Persóna hans er ennþá mikilvægari í myndinni en í bókinni, þar sem myndin stendur og fellur með honum." Varstu meðvitaður um þetta allan tímann? John: „Ég vonaðist auðvitað til að þetta gengi upp, en engu að síður fannst mér stundum sem aílt væri í lausu lofti. En þegar allt er komið saman, með lesinni frásögn Rentons í lokin, verð- ur myndin í raun mjög aðgengileg. Annars hefði hún auðvitað aldrei náð slíkum vinsældum." Fótbolti kemur nokkuð við sögu í Trainspott- ing, enda þóct persónurnar séu ekki mjög íþrótta- mannslegar. Er fótbolti alger almenningseign? John: „Fótbolti er orðin einhver mesta sorgarsaga Skotlands hin síðari ár. Á sínum tíma vorum við mjög góðir í fótbolta og allir helstu framkvæmda- stjórar breskra liða - að Bob Paisley undanskild- um - hafa verið skoskir: Bill Shankley, Alex Ferguson, Jock Stein og fleiri. En í Trainspotting er hnignun skoskrar knattspyrnu fyrst og fremst táknræn fyrir þann öldudal sem einkennir skoskt samfélag á öllum sviðum. VAFASAMIR smákrimmar í Edinborg. T.f.v.: Spud, Renton, Begbie, Sickboy. MARC Renton á ýmislegt sameiginlegt með persónu Alex í A Clockwork Orange. Ewan McGregor hafði ekki séð myndina fyrr en eftir að hann tók að sér hlutverk Rentons. Betri en Clockwork Orange MAÐURINN sem kom þessu öllu af stað er rithöfundurin Irvine Welsh, sem fer auk þess með smáhlutverk í myndinni - leikur dóp- sala. Sagan hefst í raun á síðasta áratug, þegar Edinborg var ein helsta miðstöð heró- íns í Evrópu. Höfundurinn, sem nú býr í Amsterdam „vegna þess að honum finnst best að ganga“, hefur sjálfur reynslu af ýmsum fíkniefnum og miðlar henni til lesenda á stakri snilld i bókinni. llann sker sig úr í Cannes, klæddur treyju Hibernian fótboltaliðsins frá Edinborg, „sem nú er eitt versta lið í Evr- ópu“, að mati Welsh! Þínarpersónur lifa og hrærast íheimi eitur- lyfja. Höfðu aðrir höfundar, sem fjallaðhafa rækilega um eiturlyfjaneyslu, t.d. William Burroughs, áhrifá þig? „Burroughs er ekki áhrifavaldur í mínu til- viki, því ég skrifa um ákveðinn hluta þjóð- félagsins, sem er ólikur hans heimi. Flestar persónur hans eru hærra í þjóðfélaginu, menntafólk, sem hefur afneitað hefðbundnum veruleika og ákveðið að ánetjast eiturlyfjum af frjálsum vilja. Mitt fólk á ekki annarra kosta völ. Þeirra veröld býður ekki upp á annan lífsstíl.11 Hvað finnst þér um samlíkinguna við Clockwork Orange? „Það er jú ýmislegt sameiginlegt með þess- um tveimur sögum, en samt var Clockwork Orange aldrei svona vinsæl eins og Trainspott- ing varð. Mesti munurinn er þó að Trainspott- ing er miklu betri kvikmynd en Clockwork Orange!" Hvaða reynslu hefur þú sjálfuraf eiturlyfj- um? „Ég hef prófað nánast öll eiturlyf, sem nokkurn tíma hafa verið til. Einhvern veginn hef ég samt sloppið frá glötun og ég hef náð að þurrka mig. Ef ég hefði enga reynslu af eiturlyfjum væri ég sjálfsagt að skrifa um eitthvað allt annað. Okkar samfélag hefur alltaf verið gegnsýrt af fíkniefnum, hvort sem það eru svokölluð leyfileg fíkniefni eða önn- ur.“ Hvaða bók kemur frá þér næst? „Ég er að senda frá mér bókina Ecstacy, sem fjallar um ungt fólk, sem telur sig vera ástfangið, en samband þeirra er byggt á sandi - á blekkingum eiturlyfja. E-pillan er jafn- hættuleg og önnur hörð eiturlyf, en hún er miklu lúmskari. Heróín kallar á mjög ákveð- inn lifsst.il, en með honum hafnar þú öllu öðru lífi í samfélaginu. Hins vegar getur þú tekið E-pilluna í kvöld og dottið í það af áfengi á morgun. Hvort tveggja er alvarlegt, fíkniefni, sem veldur miklum vandamálum og sárs- auka.“ Clockwork Orange fyrirmynd Variety sagði í gær að Trainspotting væri Clockwork Orange tíunda áratugarins. Þetta er kannski ekki mjög frumleg samlíking, en hvað fmnst ykkur um hana? Andrew: „Ekki frumleg samlíking, en mjög góð, finnst mér! Alltaf gaman að fá staðfestingu af þessu tagi.“ Danny: „Hún er kannski viðeigandi, því Clockwork Orange hafði mikil áhrif á okkur við gerð Trainspotting. Við báðum Ewan um að skoða myndina með tilliti til persónu Malcolm McDow- ells í Clockwork Orange og reyna - án þess að líkja eftir honum - að skapa svipaðar víddir í sína persónu, enda eru þeir eru báðir sannkallað- ar andhetjur. Hann hafði reyndar aldrei séð mynd- ina, enda hefur hún verið bönnuð í Bretlandi. Auk þess er gaman að bera saman tungumálið í myndunum tveimur. Anthony-Burgess, sem samdi skáldsöguna Clockwork Orange, bjó til framtíðartungumál fyrir klíkuna, en þótt Irvine Welsh hafi ekki skapað nýtt tungumál fyrir Train- spotting er hún skrifuð á nokkurs konar gervi- götumáli. Hann skáldar í kringum hefðbundið Er handritinu fylgt mjög nákvæmiega í tökum? Danny: „Já, hvert einasta smáatriði var í hand- ritinu. John hefur þann hæfileika - ólíkt flestum breskum handritshöfundum - að skrifa mjög myndrænt. Maður sér myndina vel fyrir sér með því að fletta handritinu. Við spinnum ekki - hvorki í samtölum né myndlega - og ef við viljum breyta frá handritinu er það rætt ítarlega áður en ákvörð- un er tekin. Ég veit að við lítum ekki út fyrir að vera agaðir, en það er samt einmitt raunin. Agi og skipulag eru nauðsynlegir þættir þegar unnið er með lítið fjármagn." Þá smælar heimurinn framan í þig Komu þessar gifurlegu vinsældir myndarinnar ykkur á óvart? Andrew: „Já, auðvitað. En eftir velgengni Shallow Grave og með þessa víðlesnu skáldsögu gerðum við okkur samt grein fyrir því að myndin gæti orðið meira en neðanjarðarmynd. Við bjugg- umst samt aldrei við þessu æði fyrir öllu sem tengist myndinni - í tónlist, tísku og útliti - og ails ekki svona mikilli aðsókn". Hver er galdurinn? Andrew: „Evrópskir kvikmyndagerðarmenn slangur og fyrir mér er þetta eiginlega götumáls- ljóðagerð. Þannig að það eru ýmsar hliðstæður í myndunum tveimur." Úr því tungumál ber á góma. Má ekki búast við að bandarískir áhorfendur eigi erfitt með að skilja skoskuna í myndinni? Ándrew: Alveg örugglega. Jafnvel áhorfendur í London fóru á mis við ýmislegt! En það stendur þó ekki til að setja skýringartexta eða tala aftur inná myndina. Þetta er svo skrýtið. Við vorum nýlega með prufusýningu í New York til að kanna viðbrögðin þar áður en myndin verður sýnd í Bandaríkjunum. Þau voru í einu orði sagt frá- bær, en við sama tækifæri tók ég eftir því að margir skildu ekki öll smáatriði í myndinni, en það skipti engu máli. Heildaráhrifín eru þau sömu.“ Það er athyglisvert að þið talið alltaf um mynd- ina í sameiningu. Þýðir það að þið vinnið hana í mjög náinni samvinnu og gangið jafnvel í störf hinna? John: „Það er rétt að okkur finnst mikilvægt að vinna mjög náið. Ég skrifa handritið aleinn, en ber það sífellt undir þá tvo og eftir miklar umræður breyti ég og bæti.“ Andrew: „Ég sinni mestu leiðindunum í kring- um framleiðsluna og Danny ræður ríkjum þegar verkið er komið af stað. Þannig að við stöndum ekki hver yfir öðrum og skiptum okkur ekki af því sem hinir eru að gera.“ Danny: „Annars er það ótrúlegt hve margar kvikmyndir eru gerðar án þess að nánustu sam- starfsmenn tjái sig almennilega. Ég skil ekki hvernig leikstjóri getur unnið að kvikmynd án þess að ræða við handritshöfundinn, en það ger- ist mjög oft. Mér finnst nauðsynlegt að þekkja höfundinn og vita um kosti hans og galla, osfrv.“ Andrew: „Ég hef séð frægari leikstjóra en þú getur ímyndað þér fara á bakvið samstarfsmenn sína og vantreysta handritshöfundinum - eða öfugt. Að okkar mati er fullkomið traust undir- staða árangurs.“ horfa með öfundaraugum á bandarískar myndir, sem hljóta mikla aðsókn. En þeir ættu að bera meiri virðingu fyrir áhorfendum, sem vilja bara áhugaverðar sögur. Trainspotting er saga sem allir skilja og geta orðið hluti af. Þótt Fjögur brúðkaup og jarðarför og Trainspotting séu ólíkar myndir, fjalla þær báðar um fólk sem almenning- ur vill sjá á hvíta tjaldinu." Þið hafið fengið ýmis tilboð, m.a. frá Holly- wood, en hafið gefið þeim langt nef. Kemur ekki til greina að vinna í Bandaríkjunum? Andrew: „Þetta er ekki svona svart-hvítt. Hollywood er ekki endilega slæmur staður og fólk fer þangað af ýmsum ástæðum. Við skulum athuga að fyrir utan Hollywood er hvergi í heim- inum jafnskipulögð kvikmyndaframleiðsla, nema kannski á Indlandi eða í Kína. Það er ósköp eðli- legt að margir kjósi að fara til Hollywood, einfald- lega til að vinna, en við þurfum einfaldlega ekki á því að halda.“ John: „Okkur finnst skipta meira máli að vinna með fólki sem við þekkjum og það virðist hafa virkað hingað til. Þannig getum við áfram gert myndirnar algerlega eftir okkar höfði. Næsta mynd á að kosta 10 milljónir dollara í fram- leiðslu, sem er alveg nóg.“ Þið eruð semsagt á leið í aðra kvikmynd, Utah, þar sem Ewan McGregor fer aftur með aðalhlut- verkið. Það hefur spurst út að þetta sé rómantísk ástarsaga. Þetta þarfnast frekari skýringa. John: „Ég byijaði reyndar á þessu handriti áður en Trainspotting kom til sögunnar. Eftir Shallow Grave lá fyrst beinast við að gera aðra spennumynd, en eftir Trainspotting langaði okkur að gera eitthvað allt annað og Danny og Andrew leist vel á þessa ástarsögu. En það kemur í ljós síðar hvers konar ástarsaga þetta er.“ Andrew: „Utah verður andstæðan við Sense & Sensibility, sem var nánast bandarísk kvikmynd, gerð í Englandi. Við ætlum að gera breska mynd * í Utah í Bandaríkjunum. Allt annað er leyndó!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.