Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í svo miklu návígi í sínu listformi, „þannig að það er miklu meiri gleði í gangi. Svo hefur almættið sáldrað í þig heilmikilli jákvæðni, Bubbi, eins og í hann föður okkar; þetta er í DNA keðjunni.“ „Það er hætt við því að málari einangrist, en það fer vitanlega eftir fjölskyldu hans og félags- lyndi. Þú ert oft einn, en þarft ekki að verða einmana. Það geta þó komið tímabil sem þú einangr- ast og þá þarf stundum átak til að bijótast úr því.“ Ræturnar í pólitísku grasrótarstarfi og rokki „Rætur mínar liggja í pólitísku grasrótarstarfi og í rokki og pönki og eru minn háskóli í sambandi við samfélag og listir, menningu og samfélag," segir Tolli. „Það fólk sem ég starfaði með á þeim tíma leit á samfélagið sem hlut sem hægt væri að móta, en ekki eitt- hvað sem mótaði þig. Þær aðferðir sem ég hef notað til að kynna mína myndlist og vinna að henni hafa sótt meira í þennan kúltúr en í hefðbundinn myndlistarheim; ég hef kynnt sýningar eins og í gamla daga þegar ég var að kynna tón- leika eða pólitískt starf og það skiptir ekki mái hvort ég er að sýna á pizzustað eða í galleríi, bara að þar sé fólk.“ „Oft finnst mér mikill uppskafn- ingsháttur í kringum myndlistina," skýtur Bubbi inní. „Eg held að rökréttasta leiðin hljóti að vera að nálgast fólkið, að fara til þess og sýna. Þetta er vitanlega líka í tón- listinni og þannig lifa flestallir klassískir tónlistarmenn meira og minna á launum frá rokktónlistar- mönnum,“ segir hann og er mikið niðri fyrir, talar um styrkjakerfi og punkta. „Það er enn litið á dægurtónlistina sem óæðra fyrir- bæri og við erum enn að glíma við hleypidóma og hroka.“ „Mér finnst allt þetta skilgrein- ingastúss hjá elítunni, hvað er list og hvað er ekki list, ekki skipta neinu máli til lengri tíma litið, það er bara verið að skapa atvinnu fyrir bírókrata. Það eina sem skipt- ir máli er hvort verkið virkar eða ekki. Grasfræ sprengir sig upp í gegnum malbik á stórri hraðbraut og það er alveg eins með andann. Það er alveg sama hvað samtíman- um og ráðandi öflum í listum og menningu finnst; hvort menn eru að skilgreina listina sem iðnað eða lágkúltúr; andinn fer sínar eigin leiðir og fólkið ræður því alltaf hvaða leið hann fer. Það getur tek- ið þrjú hundruð ár fyrir grasfræ, fyrir eitt ljóð, að komast upp úr malbikinu, en þegar það kemur upp þá tekur samfélagið við því. Við getum ráðið því hveijir fá styrki, hveijir fá orður, hveijir eru í náð- inni, en við getum ekki ráðið því hvað á eftir að lifa.“ Bubbi tekur undir þetta en vill leggja áherslu á að fordómarnir geti gert listamönnum lífið erfitt eða nánast óbærilegt. „Það sem pirrar mig sérstaklega er að þessi elítudeild geti ár eftir ár haldið því fram að vegna þess að einhver list nái til fjöldans sé hún sjálfkrafa ómerkileg. Rokktónlist þarf á ýmsu að halda til að geta blómstrað, eins og allar listir, til að mynda tón- leikahúsi, eða aðgangi að kerfi; úr þessu þarf að bæta.“ Myndlistin ... Kristinn Morthens hefur málað alla tíð, Tolli segir að hann hafi málað frá því eftir stríð, og þeir vöndust því snemma við trönur og lykt af olíumálningu, ekki síst vegna þess að Gréta móðir þeirra málaði líka. „Ég man ekki eftir því að hafa þótt það eitthvað óvenjulegt að pabbi hafi verið að mála,“ segir Bubbi, „en mér fannst Þeir bræður Þorlákur Kristinsson og Bubbi Morthens eru umsvifamiklir í íslensku listalífi þó á ólíkum forsendum sé BUBBI Vinnu- og sköpunargleði þeirra er síst í rén- un; Bubbi hefur lagt land undir fót í vor og heldur brátt mikla afmælistónleika og Tolli opnar þrjár myndlistarsýningar um þessar mundir. Ami Matthíasson átti með þeim dagsstund við Meðalfellsvatn. TOLLI SKÖMMU eftir gos réðst ég til Vestmannaeyja að vinna þar í Fiskiðjunni. Ekki löngu eftir komuna þangað var ég inni á verbúð þegar ég heyrði mikinn fyrirgang og söng, gekk á hljóðið því ég kunni vel að meta inntak söngsins, og inni á einu herberginu, með opið fram á gang, sátu tveir piltar og sungu hástöfum: Lifi Stalín og hinn rauði her, lifi Lenín og hinn rauði her ... Ég slóst í selluna, en þeir sem sungu voru bræður úr Vogun- um; Bubbi Morthens og Þorlákur Kristinsson. Síðan eru liðin mörg ár; Bubbi er vinsælasti tónlistar- maður landsins og hefur verið frá því hann gaf út sína fyrstu plötu og Þorlákur, Tolli, er í fremstu röð íslenskra málara. Alla tíð hafa þeir bræður farið eigin leiðir, látið bijóstvitið ráða ferðinni, en ekki sókn eftir vindi. Mótaðir af störfum í slorinu og flakki sem farand- verkamenn hafa þeir aldrei misst sjónar á fólkinu í landinu og upp- skorið virðingu og vináttu almenn- ings. Á fimmtudag verður Bubbi fertugur og heldur upp á afmælið með tónleikum í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag og Tolli er að opna mál- verkasýningar, þijár reyndar, og lauk fyrir skemmstu við eina sýn- ingu til. Þeir eru því að iðja af sama krafti og einkenndi streðið í slorinu fyrir rúmum tuttugu árum. Við Tolli og Bubbi mæltum okk- ur mót uppi við Meðalfellsvatn, en þar á faðir þeirra bústað þar sem þeir nánast ólust upp að miklu leyti sem böm. Að koma upp að Meðal- fellsvatni eftir manískan akstur úr byggðinni, og teyga kyrrðina veld- ur því að menn tala í hálfum hljóð- um til að byrja með, vilja ekki ijúfa helgidóminn yfir dalnum; skálinni með Meðalfellsvatn í botninum. Tolli er að byggja sér hús hinum megin vatnsins; segist sækja hing- að styrk og frið, það séu einhveij- ir töfrar í loftinu. Tolli segir að móðir þeirra Bubba, Gréta, hafi verið ólétt af honum þegar hún og Kristinn fað- ir þeirra keyptu land við vatnið og bústaðurinn hafi verið reistur þeg- ar hann var eins árs. Fyrst var hann bara eitt herbergi, þá var bætt við eldhúsi, svo stofu og svefnherbergisálmu og síðast gestaherbergi; hægfara þróun eins og hann hafi vaxið náttúrulega. í þessum bústað býr Kristinn og málar og alls staðar era málverk og ummerki þess að þar sé málað. Þeir bræður rifja upp að þegar þeir voru börn kom móðir þeirra uppeftir eftir skóla á vorin með allan skarann, fjölmennari eftir því sem á leið. Síðan var haldið í bæ- inn aftur um haustið. Allur dagur- inn fór í að leika sér við nágrann- ana og náttúruna, en þó bústaðirn- ir hafi verið örfáir vora fleiri sem höfðu þann háttinn á að fara með börnin í sveitina og bamaskari lagði undir sig dalinn, vatnið og fjöllin í kring sumarlangt. Ólíkt börnum sem send voru í sveit og þurftu að inna af hendi vinnu- skyldu, var frelsið algert og þeir segja að það hafi mótað þá; Meðal- fellsvatn sé innra með þeim. „Þetta er einn af fáu heilu grannunum í lífi mínu,“ segir Bubbi með áherslu, „og þessi staður er mér kærari en flest annað í minni æsku. Náttúran sem ég upplifði hér hefur skilað sér í texta mína og ljóð.“ „Mér hefur alltaf liðið vel hérna og líður vel hérna,“ segir Tolli. „Það sem ég er sáttur við í mínu lífi er að eyða sem flestum stundum í þess- um dal, án þess að gera úr því eitthvert ýkt dæmi ... mér finnst ég ná að snúa ofan af mér spennu og hraða og hlaða mig af já- kvæðri orku.“ Bræður og félagar Bræður eru ekki alltaf miklir vinir, þó enginn slíti blóðböndin, en þeir Tolli og Bubbi segjast hafa haldið allvel saman, þó það hafi Morgunblaðið/Sverrir verið viss samkeppni þeirra á milli fram eftir öllum aldri. „Svo kom að því að við gerðumst félagar,“ segir Tolli, „ég tók Bubba inn í minn vinahóp," og Bubbi sam- sinnir. „Þetta gerðist aftur þegar sköpunargleði Bubba í höfuðborg- inni keyrði um þverbak," segir Tolli og þeir hlæja báðir að ein- hverri einkaminningu. „Við Bubbi höfum alltaf náð vel saman, við erum svoddan ævin- týramenn í kollinum; höfum getað leikið okkur saman og gerum enn. Það er svo margt í lífinu sem er leikuf og við megum þakka fyrir það að barnið í okkur báðum er mjög lifandi, það er pláss fyrir það.“ Hér skýtur Bubbi því inní að ástæðan fyrir því hvað þeir séu vinnusamir sé ekki síst leikgleðin. „Það er svo gaman að vinna, það er svo gaman að standa á sviði og syngja, það er svo gaman að semja lög og glíma við orð,“ segir Bubbi og tekst allur á loft, „mér leiðist aldrei; það eina sem er að er að ég hef bara ekki nægan tíma til að gera allt það sem mig langar til að gera.“ „Ég vildi að ég gæti sagt það sama,“ segir Tolli og dimmir yfir honum örskotsstund. „Oft hefur mín vinnugleði verið geðveik spenna og vinnumanía þar sem ég hef í raun verið að flýja sjálfan mig. Þeir kaflar eru ansi miklir og langir þar sem ég hef ekki þolað að staldra við heldur kosið að keyra áfram og notað vinnuna í það. En það er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið ánægjuleg útkoma og í lagi með það sem ég var að gera, en það hefur ekki alltaf ver- ið að mér hafi iiðið vel með það.“ Hér spinnast miklar umræður um að standa á sviði og Bubbi legg- ur áherslu á að hann hafi aldrei upplifað leiðindi á sviði, enda myndi hann þá hætta með það sama; „ég hlakka til að búa til texta og semja lög og að spila á sviði, sem ég hef mest gaman af“. Tolli vekur máls á því að Bubbi sé ANDINN FERSINAR EIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.