Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 21 ATVIMNU A/ JC^I Y^lhJC^AR Leikskólakennarar! Leikskólann Undraland á Flúðum vantar leik- skólakennara frá og með 1. september 1996. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps fyrir 1. júlí 1996. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 486 6617. Rafmagnsverk- fræðingur - rafmagnstækni- fræðingur RKS skynjaratækni á Sauðárkróki, sem starfar að þróun, framleiðslu og sölu rafeind- arbúnaðar, óskar eftir að ráða rafmagnsverk- fræðing eða rafmagnstæknifræðing til starfa sem fyrst. Starfið felst í þróun og hönnun á gasskynjur- um, mæli- og skráningarbúnaði ásamt forrit- un örtölva. Við leitum að manni með menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagnstækni- fræði. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekk- ingu og/eða reynslu á örtölvusviði og kunni skil á forritun í C og Assembler. Upplagt starf fyrir þá, sem nýlega hafa lokið námi. Viðkomandi þarf að hafa búsetu á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar, „RKS“, fyrir 14. júní nk. Lögreglumann vatnar til sumarafleysinga við embætti sýslu- mannsins á Eskifirði. Menn með menntun frá Lögregluskóla ríkisins ganga fyrir með störf. Tímabil það, sem um ræðir, er frá 1. júlí til 15. september. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1996. Allar frekari upplýsingar veitir undirrituð í síma 476 1230. Sýslumaðurinn á Eskifirði, Inger L. Jónsdóttir. „Au pair“ í Kaupmannahöfn? Hefur þú gaman af börnum? Ert þú glað- lynd, sjálfstæð og ábyrgðarfull? Hefur þú löngun til að takast á við krefjandi og lær- dómsríkt ár í Kaupmannahöfn? Þá ert þú e.t.v. næsta „au pair“ stúlkan okkar. Við erum fjögurra manna fjölskylda, hjón með tvö börn sem eru 6 og 8 ára. Þú munt búa hjá okkur og hjálpa til við barnapössun og heimilisstörf. Húsið okkar liggur í nágrenni við baðströnd og skammt frá miðbæ Kaup- mannahafnar. Það eru margar „au pair“ í nágrenninu. Ef þú hefur bílpróf er það kostur en það eru reykingar ekki. Nánari upplýsingar veitir Erna Jóna í síma 565 8111 frá kl. 9.00-17.00 eða skrifaðu eða hringdu til Hanne Rothe, Viggo Rothes Vej 29, DK-2920 Charlottenlund. Sími +45 3962 9660, fax +45 3962 9673. Hvainmstanga hreppur SÍMI 95:1353 • PÓSTHÓIF 22 530 HVAMMST/ÍNGK-'M-HUN Laus störf Á Hvammstanga eru eftirtalin störf laus til umsóknar: - grunnskóli Hvammstanga Aðstoðarskólastjóri Grunnskólakennarar Halló hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarfræðinem- ar óskast á dag- og kvöldvaktir bæði, í fastar stöður og til sumarafleysinga. Ýmsar vaktir standa til boða, m.a. 16-22, 17-23 og 16-24. Möguleiki er á dagheimilisplássi. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri í símum 553 5262 og 568 9500. Norræna félagið auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi tvær stöður: Verkefnisstjóri Nordjobb og Nordpraktik: Starfið felst í umsjón með Nordjobb, atvinnu- miðlun ungs fólks á Norðurlöndunum, og Nordpraktik, starfsþjálfun fyrir ungt fólk frá Eystrasaltsríkjunum á Norðurlöndunum. Verkefnisstjóri Nordliv og skólafulltrúi: Starfið felst í umsjón með Nordliv-verkefn- inu, sem stendur til ársins 1997 og er ætlað að efla vitund um sögu og menningararf Norðurlandaþjóðanna. Skólafulltrúi veitir skólum upplýsingar um styrkmöguleika til nemendaskipta og sinnir fyrirspurnum skóla sem hafa áhuga á samskiptum við Norður- löndin. Kröfur: Góð íslenskukunnátta og færni í a.m.k. einu öðru Norðurlandatungumáli, sjálfstæð vinnubrögð og þekking á almenn- um skrifstofustörfum. Umsækendur þurfa að geta hafið störf í byrj- un júlí nk. Nánari upplýsingar veita Rósa og Sigríður í síma 551 0165 milli kl. 9 og 16 virka daga. Umsóknarfrestur er til 14. júní. Umsóknir sendist til Norræna félagsins, Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík. Hagva Qgurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Félagsmálastofnun Sauðárkróksbæjar Laus staða Við leitum að félagsráðgjafa eða starfsmanni með aðra háskólamenntun á sviði félagsvís- inda til að annast eftirtalin verkefni: ★ Barnavernd skv. lögum nr. 62/1992 um vernd barna og ungmenna. Barnaverndarnefndir í Skagafirði voru sam- einaðar í eina nefnd í desember 1994, en í Skagafirði búa tæplega fimm þúsund manns. Félagsmálastjóri og sálfræðingur Sauðár- króksbæjar stafa nú fyrir nefndina, en ætlun- in er að auka þjónustuna þannig að unnt verði að vinna meira fyrirbyggjandi starf, t.d. í formi hópvinnu. ★ Yfirumsjón með félagsstarfi aldraðra. Sauðárkróksbær og Sjúkrahús Skagfirðinga ætla í sameiningu að bjóða upp á félags- starf aldraðra í nýjum og glæsilegum húsa- kynnum sjúkrahússins. Nýr starfsmaður mun hafa veg og vanda af því að skipuleggja þjón- ustuna frá grunni, samræma þjónustuna öðru því starfi sem fram fer á Sauðárkróki með öldruðum og halda utan um daglega starfsemi. Við leitum fyrst og fremst að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi með góða- menntun, reynslu í ráðgjöf og hæfni í mann- legum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veitir félags- málastjóri í síma 453 6174. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Almenn kennsla, danska, myndmennt og heimilisfræði. Upplýsingar veita skólastjóri, sími 451 2417, og sveitarstjóri, sími 451 2353. Leikskólinn Ásgarður Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambærilega menntun. Upplýsingar veita leikskólastjóri, sími 451 2343, og sveitarstjóri, sími 451 2353. Framkvæmdadeild Garðyrkjumaður í starfinu felst m.a. skipulag, umsjón og umhirða opinna svæða, stofnanalóða og skógræktarsvæða, svo og umsjón með vinnuskóla. Leitað er að starfsmanni með menntun frá skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkju- skóla ríkisins, skógfræðingi eða tilsvarandi menntun og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Upplýsingar veita tækni- fræðingur og sveitarstjóri, s. 451 2353. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 10. júní nk. Umsóknir skal senda skrif- stofu Hvammstangahrepps, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga, fax nr. 451 2307. Hvammstangi er vaxandi bær, miðsvæðis á milli Reykjavfkur og Akureyrar. Á síðasta ári var fjölgun íbúa 2,2%, mest þéttbýl- isstaða á Norðurlandi vestra. Hvammstangi er ekki á jarð- skjálftahættusvæði og ekki á snjóflóðahættusvæði. Á Hvammstanga er mjög fjölbreytt þjónusta, atvinnulíf og félags- líf. Velkomin til Hvammstanga! Ferðamála- og markaðsráðgjafi Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra auglýsir eftir starfsmanni til að sinna ráðgjöf varð- andi ferða- og markaðsmál á starfssvæði félagsins með aðsetur á Blönduósi. Helstu verkefni eru: - Að móta stefnu félagsins í ferða- og mark- aðsmálum í samráði við stjórn og fram- kvæmdastjóra. - Að starfa með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum að ferða- og markaðs- málum. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur góða menntun í ferða- og markaðsfræðum, er skipulagður í vinnubrögðum, hefur góða samskiptahæfileika og á auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Starfsreynsla er æskileg. Umsóknum ber að skila til Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduósi, fyrir 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins í síma 452 4981. iðnþróunarfélag Norðurlands vestra var stofnað 1985. Félagiö er í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hlutverk sjóðsins er að aðstoða fyrirtæki og aðila, sem hyggja á atvinnu- rekstur, við að greina þörf sina fyrir sérfræðiaðstoð og veita upplýsingar um hvar slíka aðstoð er að fá, að vera tengiliður á milli tækni- og þjón- ustustofnana og þeirra aðila, sem starfa að atvinnurekstri og atvinnumál- um á Norðurlandi vestra, að aðstoöa sveitarstjórnir, félagasamtök, fyrir- tæki og einstaklinga við athuganir á nýjum viðfangsefnum í atvinnumálum, að miðla upplýsingum um tækni- og rekstrarmálefni og hafa milligöngu um námskeiöahald og aðra fræðslustarfsemi, sem völ er á, að stuðla að aukinni samvinnu fyrirtækja bæði innan starfsgreina og þeirra á milli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.