Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 25 ATVINNUAUGÍ YSíNGAR Kennarar Kennara vantar í Höfðaskóla, Skagaströnd. Almenn kennsla, handmennt, myndmennt og sérkennsla. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guð- mundsson, skólastjóri, í síma 452 2642 (vinna) og 452 2800 (heima) og Jón Ingvar Valdimarsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 452 2642 (vinna) og 452 2671 (heima). Sölumaður - tölvur o.f I. Við leitum að góðum sölumanni á aldrinum 25-35 ára, sem hefur þekkingu á tölvum o.þ.h. Þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, vandvirkur og dugnaðarforkur. Við bjóðum sanngjörn laun, góðan anda, áhugaverðan og reyklausan vinnustað, þeim sem geta byrjað strax. Umsækjendur mæti til viðtals hjá Kolbeini, Skipholti 19, 2. hæð, mánudaginn 3. júní kl. 9-12. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Frá Grunnskólum Reykjavíkur Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Skólaskrifstofa Reykjavíkur auglýsa eftirtald- ar stöður lausar til umsóknar við grunnskóla Reykjavíkur, skólaárið 1996-1997. Foldaskóli: Staða tónmenntakennara (1/1 staða v. forfalla til eins árs). Almenn kennara- staða (kennsla yngri barna, 1/1 staða). Húsaskóli: Staða sérkennara (1/1 staða). Selásskóli: Tvær stöður sérkennara við sér- deild. Hamraskóli: Tvær stöður sérkennara við nýja sérdeild fyrir einhverf börn ásamt stöðu þroskaþjálfa við sömu deild. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Upplýsingar eru veittar hjá skólastjórum við- komandi skóla og Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis, Túngötu 14. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. Reiknistofa bankanna óskar eftir að ráða sérfræðing (kerfisforrit- ara) í tæknisvið reiknistofunnar. í starfinu felst uppsetning og viðhald tölvu- stjórnkerfa, einkum gagnagrunna, og mun framhaldsmenntun og þjálfun fara fram bæði hérlendis og erlendis. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í tölvunarfræði eða verkfræði og umtals- verða reynslu af tölvuvinnu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri tæknisviðs RB. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöð- um, sem fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalk- ofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Sími 569 8877. Sýslumaðurinn á Selfossi Yfirlögregluþjónn Staða yfirlögregluþjóns í lögregluliði Árnes- sýslu er laus til umsóknar. Umsóknir með ósk um nafnleynd verða ekki teknar gildar. Starfið veitist frá 1. ágúst 1996. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 21. júní nk. Selfossi 28. maí 1996. Sýslumaðurinn á Selfossi, Andrés Valdimarsson. Lausar stöður við Framhaldsskóla Vestfjarða Lausar eru frá 1. ágúst nk. við Framhaldsskóla Vestfjarða heilar stöður kennara í viðskipta- greinum og þýsku. Þá vantar kennara í hluta- stöður í sérkennslu og kennslu í veitingatækni og matreiðslu/framreiðslu. Frá 1. septemberer laus heil staða skólaritara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. júní til Fram- haldsskóla Vestfjarða, pósthólf 97, 400 ísa- fjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 94 3599 eða 94 4540. ísafirði, 31. maí 1996. Skólameistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Meinatæknir óskast að FSÍ. Bakvaktir skiptast á milli þriggja meinatækna stofnunarinnar. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf hinn 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Sigvalda- dóttir, yfirmeinatæknir, í vs. 456 4500 og hs. 456 4546. Röntgentæknir óskast til afleysinga frá 10. ágúst til loka september. Um er að ræða fullt starf með bakvaktaskyldu. Nánari upplýsingar gefur Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, deildarröntgentæknir, í vs. 456 4500 og hs. 456 4518. Akranes lifandi bær Við auglýsum lausar til umsóknar eftirtaldar stöður á leikskólum bæjarins. • Stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Garðaseli. • Stöðu þroskaþjálfa Í70% stöðuhlutfall. í dag eru starfandi á vegum Akraneskaup- staðar 4 leikskólar fyrir börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Þar dveljast á degi hverjum 254 börn. Leikskólinn Garðasel, sem tóktil starfa 1991, er 3ja deilda leikskóli. Ef þú hefur áhuga á að búa í blómlegum bæ og starfa með börnunum okkar á Akranesi, þá veita Brynja Helgadóttir, leikskólastjóri, í síma 431-2004 og Sigrún Gísladóttir, leik- skólafulltrúi, í síma 431-1211, þér allar nán- ari upplýsinar. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til föstudagsins 7. júní maí nk. Leikskólafulltrúi - félagsmálastjóri. Hafralækjarskóli Aðaldal Kennara vantar í Hafralækjarskóla til kennslu í stærðfræði, raungreinum og samfélags- fræði á unglingastigi. Hafralækjarskóii er staðsettur í Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu um 20 km frá Húsavík. Nemendur eru u.þ.b. 100 í 1 .-10. bekk. Skól- inn er, ásamt þremur öðrum skólum á Norð- urlandi eystra, þátttakandi í viðamiklu þróun- arverkefni undir heitinu „Aukin gæði náms“. í boði er ódýrt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Upplýsingar gefa Sigmar Ólafsson, skóla- stjóri, í síma 464 3580, heimasími 464 3581 og Rúnar Sigþórsson, aðstoðarskólastjóri í síma 464 3582, heimasími 464 3584. Verkstjóri -húsgagnasmíði Viljum ráða faglærðan húsgagnasmið til að annast daglegan rekstur húsgagnaverk- stæðis Ingvars og Gylfa ehf., ásamt því að vera vinnandi verkstjóri á staðnum. Meðal verkefna er framleiðslustýring, hrá- efnisinnkaup og verkstjórn starfsmanna. Við- komandi þarf að vera góður fagmaður og stjórnandi, auk þess að vera sjálfstæður og skipulegur í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir Elías Fells Elíasson í verlsun Ingvars og Gylfa ehf., Grensásvegi 3, mánudaginn 3. júní, frá kl. 15.00-18.00. Umsóknareyðublöðum skal skila á sama stað. Garðyrkjumeistari Framsækið þjónustufyrirtæki, með alhliða byggingavörur, óskar eftir að ráða deildar- stjóra í garðdeild verslunar. Starfið felst í sölu á garðvörum, auk ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini. Leitað er að aðila sem er garðyrkjumeistari að mennt. Reynsla af sölustörfum æskileg. Um er að ræða spennandi og skapandi starf með góðum framtíðarmöguleikum hjá traustu og góðu fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Liósauki m Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Raungreinakennari - framtíðarstarf Auglýst er eftir kennara í heila stöðu til kennslu raungreina næsta skólaár. Kennslu- greinar eru líffræði og efnafræði. Óskað er eftir duglegum og áhugasömum kennara sem tekur virkan þátt í að efla raungreina- kennslu við skólann og hefur áhuga fyrir því að tengja skólastarfið rannsóknum í um- hverfi skólans. Staðhættir og náttúrufar bjóða upp á afar fjölbreytta möguleika til að tengja kennsluna við raunveruleg viðfangs- efni sem vekja til umhugsunar á margan hátt. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Umsóknir berist undirrituðum sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í síma skólans 478 1870. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Zophonías Torfason, skólameistari. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.