Morgunblaðið - 02.06.1996, Page 1

Morgunblaðið - 02.06.1996, Page 1
LÚXEMBORG KINSALE Kinsale var aðeins dapurlegur grár hafnarbær á suðurströnd Irlands fyrir um tuttugu árum. Eftir gagngerar endurbætur hlaut Evrópsk umhverfísverðlaun ferðaþjónustunnar árið 1995. Hátt í gamla bænum tróna rústir kastala frá 11. öldinni. Þverhnípi er niður í dalinn og hafa sumir hagsýn- ir byggt hús að því og sparað sér að reisa ijórða vegginn. jndrgttitEiIafttft SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 BLAÐ C Lægsfa verð á bílaleigubílum hvert sem ferðinni er heifið Hrlngdu i okkur og fáðu sendan sumarbæklinglnn s: S88 35 35 Mikill áhuqi á útivist og gönguferðum um fjöll oq firnindi í hópferðum eða á eiqin vequin Upp til f jalla gleymast allar áhyggjur SVOKÖLLUÐ heilsuvakning, sem greip vestrænar þjóðir fyrir allmörg- um árum, virðist eiga sinn þátt í aukn- um áhuga Islendinga á útivist og gönguferðum um fjötl og fímindi inn- anlands. Hjá Ferðafélagi íslands og Utivist ber mönnum saman um að vinsældir slíkra ferða, dagsferða eða lengri, hafí aukist jafnt og þétt frá árinu 1990. Félagar í Ferðafélagi Islands eru um 8.000. Að sögn Kristjáns M. Bald- urssonar, framkvæmdastjóra, fóru 413 ferðalangar í ýmsar lengri hóp- ferðir árið 1990, en á síðasta ári var fjöldinn kominn upp í 910, en alls er heildarQöldi ferðalanga félagsins um 7.000 á^ri. „Nokkurra daga gönguferðir milli Landmannalauga og Þórsmerkur eru vinsælastar, enda skemmtileg leið og aðstaða góð. Þessi leið er oft nefnd „Laugavegurinn", en við bjóðum nokkrar slíkar ferðir árlega. Eftir að við sömdum við eigendur húsa um gistingu hefur gönguleið um Hom- strandir átt auknum vinsældum að fagna, bæði lengri og styttri ferðir.“ Á vegum Ferðafélagsins er einnig farin gönguferð frá Hvítámesi til Hveravalla og aðrar lengri ferðir sem Kristján segir aukna ásókn í. „Markmið Útivistar er fyrst og fremst að kenna fólki að ferðast á eigin vegum. Við keppumst ekki við að fjölga farþegum, heldur reynum að Ieiðbeina fólki um áhugaverða staði, gönguleiðir, útbúnað, ferða- máta og þess háttar. Ég held að vel hafí tekist til því eftirspum eftir gist- Mocgunblaðið/RAX LEIÐIN Landmannalaugar- Þórsmörk er oft nefnd „Laugavegurinn". ingu í skálum félagsins hefur aukist og sums staðar er upppantað. Áhugi landans á ferðalögum innanlands hef- ur aukist,“ segir Heiðar Már Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Útivistar. Með nesti og nýja skó Heiðar segir að árlega fari um 5.000 manns í dags- og helgarferðir með Útivist, eri í lengri ferðir, eins og gönguferð um „Laugaveginn" fari að jafnaði um 300 manns ár- lega. „Þær áhyggjur eru ekki til, sem ekki gleymast upp til fjalla.“ Sala á gönguskóm, bakpokum, svefnpokum og viðleguútbúnaði hef- ur aukist jafnt og þétt í Skátabúð- inni og Útilífí. „„Sprengjan" varð 1990, en þá varð fólk í auknum mæli meðvitað um að hreyfíng og útivist væri leiðin til heilbrigðara lífs,“ segir Halldór Hreinsson, versl- unarstjóri Skátabúðarinnar. I sama streng tekur Dagbjört Gunnarsdóttir hjá Útilífi. „Þá má segja að íslending- ar hafí fundið fæturna og farið að ferðast meira um landið en áður,“ segir Dagbjört. ■ BÍTLAHÁTÍÐ ► S AM VINNUFERÐIR-Lands- sýn efna til ferðar á Internati- onal Beatles Festival 1996, í Li- verpool, 20. ágúst nk. Tvær fyrstu næturnar verður gist á St. Giles hótelinu í London. Fimmtudaginn 22. ágúst er farið til Liverpool þar sem gist verður á fjögurra sljömu hóteli rétt hjá Cavern klúbbnum. Hátíðin hefst seinna um daginn og stendur til þriðjudags. Farnar verða skoð- unarferðir á sögufræga „Bítla- staði“, s.s. á æskuheimili þeirra, I skóla, í Cavern klúbbinn o.fl. Þá verður haldin ráðstefna með fyrirlestrum, spurningakeppn- um, uppboði o. fl. Bítlaeftir- hermuhljómsveitir halda tón- leika öll kvöldin. Hápunktur há- tíðarinnar verður á mánudegin- um þegar yfir 120 hljómsveitir, víða að úr heiminum, spila á krám, í klúbbum, á veitingastöð- um og úti á götu í miðbæ Li- verpool og um kvöldið verða lokatónleikar. Á þriðjudeginum verður farið aftur til London þar sem g^ist verður á St. Giles í 3 nætur og svo haldið heim föstu- dagskvöldið 30. ágúst. Ferðin kostar 69.745 kr. með sköttum, miðað við staðgreiðslu með flugi, gistingu með morgunmat í Lond- on og Liverpool, aðgangi á hátið- ina og flugvallarsköttum. ■ R0DRIMAR I ALGARVE Vistarverur: Rúmgóö stúdíó og íbúöir, með svölum, baöherbergi, eldhúsi og öryggishólfi. Aðstaða: Snyrtilegur sundlaugargarður með góðri sundlaug með barnalaug afgirtri í enda. Góð sólbaðsaðstaða og snakkbar. Staðsetning: Örskammt frá Ondamar og því í góðu göngufæri við flestar verslanir, veitinga- og skemmtistaði. ÚRVALIÍTSÝN Bókunar- staða 1. júní júlí 5. 12. 19. 26. 3. 10. 17. i sæti laus uppselt/biðlisti laus sæti 5 sæti laus uppselt/biðlisti laus sæti uppselt/biðlisti Verófrá 60.645 kr. staögreitt á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó á Rodrimar í 2 vikur. Sérstakt kynningarverð á nokkrum viðbótaríbúðum 24. laussæti 31. laus sæti ágúst 7. 6 sæti laus 14. uppselt/biðlisi 21. laussæti 28. iaussæti sept. laus sæti VSA Ldgmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfiröi: s(mi 565 2366, Keflavík: sfmi 421 1353, Selfossi: sfmi 482 1666, Akureyri: sfmi 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.