Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Lúxemborg er forn og ný með rólega íbúa Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn SÉÐ úr Lúxemborgarkastala yfir gamla bæinn. PÉTRUSSE áin sem rennur um gömlu Lúxemborg. G HÓF daginn í Lúxemborg á hádegi með málsverði á Re- staurant Um Plateau og fékk kjúkling á diskinn minn og kalt hvít- vín í glas en í eftirrétt fulla skál af nýlega tíndum jarðarbeijum. Lúxem- borgarar eru miklir matmenn og fara oft út að borða, enda er maturinn góður. Það sem einkennir Lúxemborg eru hæðir og dalir ólíkt löndunum sem umlykja stórhertogadæmið; Þýska- land, Frakkland og Belgíu. Gamli bærinn í borginni er óvenjulegur. Hátt tróna rústir kastala frá 11. öld- inni kenndur við Lúxemborg. Þver- hnípi er niður í dalinn og hafa sumir hagsýnir byggt hús að því og sparað sér að reisa fjórða vegginn. í Lúx, borg og sveit, búa ekki nema 400 þúsund manns og af þeim 270 þúsund með ríkisborgararétt, hinir eru aðfluttir, flestir frá Portúg- al, og eru í meirihluta í borginni sjálfri. Það getur því vafist fyrir gestum hvaða tungumál skuli nota; frönsku, þýsku, lúxemborgísku, spænsku, ensku eða jafnvel flæmsku. Peningar streyma í söfn Ég skoðaði kastalann gamla sem kalla má kjama borgarinnar og rölti um gamla bæinn. Inni í kastalanum eru mörg göng og herbergi og einn- ig safn um fomsögu Lúxemborgar, sem hófst með vegi sem Rómverjar lögðu gegnum landið. Sagan sem safnið segir endar með eldi í Lúxem- borg. Við hlið kastalans er meðal annars að finna gamalt kvennafangelsi sem er verið að breyta í safn og í botni dalsins eru fornleifafræðingar að grafa eftir minjum. Lúxemborgarar virðast hafa mik- inn áhuga á sögu sinni og að búa til söfn utan um hana. Til dæmis var nýtt safn opnað í júní Musée d’Hi- storie de la Ville de Luxemborg, að 14, rue du Saint-Esprit. Safnið er hannað inni í gömlum byggingum og í því er stærsta fólks- lyfta í Evrópu, rúmar 64 menn. Safn- ið spannar hinsvegar yfír 1.000 ára sögu borgarinnar. Gamla Lúxemborg er hljóðlát og ekki er að sjá að íbúarnir séu mikið að flýta sér. Það er því vissulega ágætt að ganga á þessum slóðum. Leiðsögumaður benti í gegnum gler og sagði „Þama er gamla borg- arhliðið og hérna á móti er listaverk sem táknar rómverska veginn sem hingað lá.“ Hann sagði líka að það væri bannað að gera nákvæmar eftir- líkingar af fomminjum, heldur ætti að gera nýjar byggingar reistar með tilvísun í þær gömlu. Það var sam- þykkt í Evrópusambandinu sem Lúx- emborg hefur ávallt verið hluti af. Hér er því mikið um samræmdar reglur. Gott að eiga gildan sjóð í banka í Lúxemborg Eftir langa göngumæðu nam ég staðar við Café am Haffchen, sem er kaffikrá, byggð upp við hinn há- vaxna Lúxemborgarklett, þannig að klettasyllan stendur inn í hana. Ráð til að spara vegg. Hugguleg krá en hinsvegar fer sjarminn af henni sök- um allra hvítu plaststólanna og borð- anna í garðinum. Eftir hressinguna gekk ég aðal- Dagur í Lúxemborg hefur oft hljómað í eyrum íslendinga síðustu óratugi vegna óætlunarflugs þangað. Gunnor Hersveinn lýsir hér degi í Lúx en innfædd- ir vilja einmitt að ferðamenn staldri við og njóti landsins. VEITINGASTAÐURINN í Bourglinster kastala. Flug til Lúxemborgar FJÖRUTÍU ár eru liðin frá þvi fyrsta Loftleiðaflugvélin ienti í Lúxemborg í áætlunarflugi milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með viðkomu á íslandi. Loftleiðir voru þá eina flugfélagið með áætl- unarflug til Lúxemborgar. Núna í sumar fljúga Flugleiðir sjö sinnum í viku til Lúxemborg- ar. Félagið býður einnig gistingu þar á hótelum, í sumarhúsum og svo pakkann Flug og bill. ■ verslunargötuna Neuve Rue Philippe II. Búðirnar eru í fínni kantinum og verðið á vörunum ef til vill lægra en á íslandi en samt ekki beinlínis lágt. Á miðvikudags- og laugardags- morgnum er víst haldinn grænmetis- og blómamarkaður, stundum á Place de la Consitiution. Á leiðinni inn á Sheraton hótelið í grennd við flugvöllinn uppgötvaði ég að það eru peningar í Lúxem- borg. Ástæðan er breytt bankalög sem slá Sviss út og afleiðingin er að heilt bankahverfí hefur risið með öllum helstu peningastofnunum Evr- ópu. Af tugum glæsilegra banka- bygginga má nefna risaútibú þýska bankans Den Deutschen Bank til að meðhöndla alþjóðleg viðskipti, en þeir sem leggja inn á bankareikning í Lúxemborg þurfa ekki að greiða skatt af innstæðunni. Kvöldverður í kastala í verðlaunuðum blómabæ Ég bjó mig nú á hótelinu undir kvöldverð í kastala. Bourglinster er lítill bær í Mið-Lúxemborg og státar af tignarlegum kastala. Bærinn fékk verðlaun í fyrra fyrir afburðafegurðarnæmi íbúanna, en þeir eru þekktir fyrir að skreyta hús sín blómum. Saga Bourglinster er rakin til 1210 er Béatrix de Linster og eigin- maður hennar eignuðust landsvæðið. Núna er kastalinn sá eini í Lúxem- borg sem breytt hefur verið í veit- ingastað, hinsvegar er ekki óalgengt að kastalar séu veitingastaðir í Ben- elúx-löndunum. Bourglinsterkastali er einnig notaður undir ráðstefnur og fínar veislur Evrópusambandsins. Veitingastaðurinn í kastalanum heitir La Taverne, hann er ekki í stórum salarkynnum en vinsæll af Lúxemborgurum. Þjóðarrétturinn var pantaður: Girnilegar skinku- sneiðar. I forrétt var heilsubætandi grænmetissúpa og í eftirrétt tvö stór ofnhituð epli með kanilsósu. Notaleg stemmning. Hættulaust næturlíf Fyrir svefninn var ákveðið að bera næturlífíð augum, en það virtist ekki fjölskrúðugra en nótt í Reykjavík. Únglingarnir voru ósýnilegir og aðrir voru prúðir á fámennum krám. Eini vafasami maðurinn sem ég rakst á stóð við tæki við banka sem skiptir útlenskum peningum í Lúx- emborgarfranka. Hann var með krumpaðann þúsundlíraseðil sem tækið át ekki og spurði hvort ég væri ekki til í að bjarga honum með því að skipta þeim í þúsund franka, því tækið neitaði að taka peninginn hans. Ég bað hann vel að lifa. Á leiðinni í leigubíl á hótelið komst ég að því að hið raunverulega nætur- líf hefst ekki fyrr en undir morgunn með sýningum á holdi í klóm nætur- dýranna. í flugvélinni heim velti ég því fyr- ir mér hvort ekki væri rétt að segja að Lúxemborg væri óvenju snyrtileg borg með rólegum íbúum. Ágæt fyr- ir fullorðna og fjölskyldufólk. Fallegt Iand með sérstaka sögu, skipulagt og öruggt með nútíma spunnum úr samræmdum reglum. ■ KINSALE var aðeins dapur- legur grár hafnarbær á suð- urströnd írlands fyrir um tuttugu árum. Landbúnaður og sjávarútvegur höfðu runnið sitt blómaskeið á enda með þeim afleið- ingum að atvinnuleysi hafði farið upp úr öllu valdi og mikill fólksflótti átt sér stað til nágrannaborgarinnar Cork og höfuðborgarinnar Dublin. Lítill glæsibragur var yfir sjálfum bænum og segir sína sögu að Kin- sale hafnaði í neðsta sæti í sam- keppni um snyrtilegasta bæ írlands árið 1979. Aðeins 7 árum síðar fór bærinn með sigur af hólmi í sömu keppni — og það næstu 9 ár. Eftir algjöra umbyltingu hlaut Kinsale svo Evrópsk umhverfisverðlaun ferða- þjónustunnar árið 1995. Ótalin eru önnur verðlaun og viðurkenningar á sviði umhverfisverndar og ferða- mannaþjónustu síðustu ár. Hvað olli stakkaskiptunum? Von að spurt sé enda þykir undravert hvílíku Grettistaki íbúunum tvö þús- und og fimm hundruð hefur tekist að lyfta á jafn stuttum tíma. Hvern- ig til hefur tekist er eflaust fyrst og fremst að þakka að í bænum ríkti á sínum tíma almennur skilningur á því að ekki varð við svo búið setið öllu lengur. Grípa varð tii rótttækra aðgerða til að bæta efnahagsástand- ið og fegra bæinn. Niðurstaðan varð sú að bæjarráð og ferðaþjónusturáð Kinsale tóku höndum saman um að hrinda af stokkunum áætlun þar sem markmiðin voru að fjölga ferðamönn- um, lengja ferðamannatímann og stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu. Að öðrum ólöstuðum gegndi arkitekt bæjarins, William Houlihan, eða ein- faldlega Billy eins og bæjarbúar kalla hann, lykilhlutverki í því að gera áætlunina að veruieika. Stuölað að blandaðrl byggð Billy ljómar af áhuga og stolti þegar hann fetar sig aftur fyrstu sporin. „Mér finnst mikilvægt að fram komi hversu auðvelt er fyrir litla byggðarkjarna, eins og Kinsale, að gera eigin framkvæmdaáætlun. Við höfum gert slíkar áætlanir til fimm ára í senn og tekist ágætlega að fylgja þeim eftir. Fyrsta skrefið í átt til stefnumótunar var stigið árið 1978. Okkur kom saman um að eftirsóknarverðara væri að stuðla að blandaðri byggð, þ.e. íbúðarbyggð i bland við iðnaðar- og verslunarhús- næði, fremur en að ýta undir hverfa- skiptingu. Ýmsar leiðir voru kynntar og skipuð sérstök verkefnisstjórn til að fylgjast með árangrinum á þriggja mánaða fresti.“ Billy segir að næsta skref hafi falist í því að fá hollenska arkitekta- nema til að spreyta sig á því að gera nýjar götulýsingar á hverri einustu götu í bænum. „Götulýsingarnar fólu líka í sér góð ráð um betrumbætur á hveiju húsi fyrir sig. Með þeim var skapaður umræðugrundvöllur og í framhaldi af því var ákveðið að opna sérstaka ráðgjafarmiðstöð fyrir íbú- ana. Við vorum einfaldlega íbúunum til aðstoðar, milli kl. 9.30 og 13 á hveijum miðvikudagsmorgni. Ég held að ráðgjafarstöðin hafí ráðið mestu um hversu vel hefur gengið að virkja íbúana og koma þannig áætluninni um nýjan bæjarbrag á fót.“ Grundvöllurinn að góðum árangri er ekki aðeins góð samvinna við íbú- ana. Góð tengsl og samhæfing verð- ur að ríkja milli aðskildra stjómsýslu- hópa. „Við höfum ekki þurft að kvarta yfir ónógum tengslum milli stjórnsýsluhópa og vorum meira að segja svo heppin að geta nýtt okkur með árangursríkum hætti átak í at- vinnumálum á vegum ríkisstjórnar- innar. Með átakinu gafst okkur kost- ur á að fá nokkra vinnuhópa með sex verkamönnum og einum leiðbein- anda til að laga til, vinna við garð- rækt og gera við hús í eigu bæjar- ins. Þannig lifnuðu við hús eins og mjólkurmarkaðurinn og öðluðust nýj- an tilgang," segir Billy og tekur fram að margar bæjarstjómir hafi tekið sér nýtingu átaksins í Kinsale til fyrirmyndar heimafyrir. Sðtt í gamlar hefðlr Eigendur húsa í einkaeign sáu um Iagfæringar á þeim, ýmist sjálfir eða Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir HOFNIN skipar stóran sess í bæjarlífinu í Kinsale. Að bjarga sjólfum sér í smábænum Kinsale á suðurströnd írlands var ástandið harla bágt fyrir um tuttuqu árum. Atvinnuleysi hrakti íbúana til borqanna og bæiarbraqurinn var á hraðri niðurleið. En nú er öldin önnur. Anna G. Ólafsdóttir var nýlega í Kinsale í tilefni af því að bærinn hlaut Evrópsk umhverfis- verðlaun ferðaþjónustunnar árið 1995. Hún trúði því varla hverju íbúarnir höfðu komið I kring. með hjálp sjálfboðaliða. „Við pössuð- um okkur á því að stinga ekki upp á of kostnaðarsömum viðgerðum enda er ekkert gagn í því að stinga upp á því að eigandi geri við hús sitt fyrir 20.000 pund þegar hann á aðeins 200 pund. Grunnhugsunin var því fólgin í því að hressa upp á hús- ið með lágmarks tilkostnaði og oftar en ekki aðeins með því að endurlífga gamla hefð með bjartri húsamáln- ingu.“ Sú spurning vaknar hvernig farið hafi verið að því að eiga við áhuga- lausa húseigendur. „Umbreytingin lét fáa ósnortna. Um leið og einhver í götunni hafði tekið til hjá sér komu hinir á eftir og vildu vera eins. Aldr- ei var reynt að knýja fram breyting- ar með valdi. Ef einhveijir áttu í erfíðleikum með að kosta eða fram- kvæma breytingar hljóp bærinn und- ir bagga með efniskostnaðinn og sjálfboðaliðar unnu að framkvæmd- unum.“ Billy segir að í litavali hafi verið sótt í gamlar hefðir. „Við reyndum svo að stuðla að notkun náttúrulegra efna í aðrar viðgerðir, t.d. að viður, fremur en plast, væri notaður til BÆRINN hefur einfaldlega tekið stakkaskiptum eins og sést á þessum tveimur myndum sem eru teknar fyrir og eftir breytinguna. skiltagerðar. Ekki má heldur gleyma því að allar lagnir voru lagðar í jörðu,“ segir Billy. „Ég get ekki lýst því hvað breyting- in hefur haft mikil áhrif héma í bæn- um,“ segir Billy. „Hér hefur ekki að- eins verið skapaður fjöldi nýrra at- vinnutækifæra, heldur er fólk miklu ánægðara og ég leyfi mér að segja hamingjusamara. Að koma í Kinsale er eins og að koma inn í lítið ævintýraþorp. Glað- legt yfírbragð húsanna og brosleitir íbúarnir sannfæra gestinn fljótt um að hér sé gott að dvelja. Ekki er heldur skortur á möguleikum til af- þreyingar. í bænum eru t.a.m. golf- vellir, tennisvellir, hestaleiga, sigl- ingaklúbbur og fjölmörg athygíisverð söfn. í nágrenni við bæinn er falleg strandlengja og merkar fomminjar á borð við Charles-virki. Sælkerar hafa eftir ýmsu að slægjast í bænum enda hefur hann ekki að ástæðulausu ver- ið nefndur sælkerahöfuðborg írlands. Glæsilegt úrval minjagripa er í fjöl- breyttum minjagripaverslunum i miðbænum. Þróun ferðamannaþjónustunnar verður greinilegust með tilvísun til tölulegra upplýsinga. Samkvæmt þeim var fjöldi ferðamanna í bænum 215.000 árið 1990, 370.000 árið 1993 og stefnir í að verða 500.000 á þessu ári. Fjöldi gistinótta var 72.022 árið 1990, 122.859 árið 1993 og 167.535 árið 1995. Hlutfall er- lendra gesta hækkað úr 41% árið 1990 í 49% árið 1993 og verður væntanlega 51% í ár. Nú lifa flestir íbúar bæjarins á ferðamannaþjón- ustu og atvinnuleysi er nánast ekk- ert. Verð á fasteignum hefur að sama skapi hækkað töluvert á svæðinu. Skaftárhreppur tilnefndur Evrópsk umhverfísverðlaun ferða- þjónustunnar eiga svo án efa eftir að hafa enn jákvæðari áhrif á þróun ferðaþjónustu í Kinsale því í verð- laununum felst trygging fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins fyrir umtalsverðri kynningu á bænum. Sigurvegarinn og ferða- mannastaðir, tilnefndir fyrir hönd annarra Evrópusambandsríkja eða ríkja innan evrópska efnahagssvæð- isins, geta svo notfært sér merki keppninnar sér til framdráttar. Fyrir íslands hönd var Skaftár- hreppur tilnefndur í keppnina. Góður árangur í ferðamannaþjónustu í Skaftárhreppi er ekki síst því að þakka að unnið hefur verið eftir ákveðinni stefnu frá árinu 1992. Markvisst starf hefur nú þegar skilað sér í aukinni afþreyingu, fleiri ferða- möguleikum inn á hálendið, betri tjaldsvæða- og hótelgistingu, aukinni markaðsetningu, meiri áherslu á að vinna að ferðaþjónustu af virðingu fyrir náttúrunni og meiri umhverfis- vernd. Þó að Skaftárhreppur hafi ekki komist í úrslit að þessu sinni er eng- in ástæða til að örvænta því fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins þykir verkefnið hafa tekist svo vel að lagt hefur verið til að áfram verði haldið á sömu braut. Að sögn Arn- ars Más Ólafssonar, ferðamálafræð- ings og fulltrúa í íslensku stýrinefnd verðlaunanna, voru Evrópsk um- hverfísverðlaun ferðaþjónustunnar hluti af aðgerðaráætlun til aðstoðar ferðaþjónustunni á árunum 1993 til 1995. Vegna góðrar reynslu af að- gerðaráætluninni og ekki síst af áætlun í tengslum við verðlaunin hafi verið gerð tillaga um aðra að- gerðaráætlun undir heitinu Gestrisni eða philoxenia á grísku, á árunum 1997 til 2000. ■ Islendingabarinn Sagg Bar ó Benidorm ó Spóni Lambakjöl að hætti mömmu á sunnudögum Morgunblaðið/vþj HARPA Heimisdóttir, eigandi Saga Bar, ásamt Kolbirni Arnljótssyni, barþjóni. Á SAGA Bar á Benid- orm er allt með íslensku yfirbragði; eigandinn, þjónamir og matreiðslu- meistarinn em íslensk, þar er leikin íslensk tón- list, borinn fram íslensk- ur matur og íslendingar eru yfírgnæfandi meiri- hluti gesta. Harpa Heimisdóttir, þjónn og, að eigin sögn, ævintýramanneskja, keypti staðinn fyrir tæpum þremur árum, af íslenskri konu, sem gafst upp á rekstrinum eftir skamma hríð. Harpa er rúmlega þrít- ug og hefur m.a. verið þjónn á Hótel Loftleið- um, Kaffi Reykjavík og skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu. Hún seg- ir að einskær ævintýra- þrá hafí ráðið því að hún réðst í að kaupa Saga Bar. „Ég er ennþá að borga skuldir en eftir sumarið vonast ég til að vera komin á slétt. Saga Bar er opinn 7 mánuði á ári og yfirleitt kem ég hingað tveimur vikum áður en fyrsti íslend- ingahópurinn kemur. Ég geri í raun- inni út á íslendinga. Þeir vilja halda hópinn og sumir koma hingað á hveiju kvöldi, en aðrir endrum og sinnum meðan á dvöl þeirra stend- ur,“ segir Harpa, sem fengið hefur mikið lof fyrir að bjóða upp á lamba- kjöt með brúnuðum kartöflum að hætti mömmu á sunnudögum. Stundum eins og fararstjórl Auk þess að afgreiða á bamum og þjóna til borðs, segir Harpa að starf sitt felist að sumu leyti í ýmsu, sem fararstjórar eru vanir að kljást við. „Ég kynnist mörgu fólki, sem stundum biður mig að greiða götu sína, vegna þess að ég tala spænsku og er orðin öllum hnútum kunnug hér um slóðir. Mér er ljúft að geta orðið löndum mínum að liði og finnst starfið meira gefandi fyrir vikið.“ Hörpu fínnst áberandi hversu íslendingar fyllast miklu þjóðar- stolti þegar þeir eru saman komnir á erlendri grund. „Annars fer stemningin mikið eftir hópum. Hér ríkir stundum sannkölluð Þórs- merkurstemning. Allir sitja úti, ég glamra á gítar og flestir syngja sig hása. Eftir páskana kemur mikill fjöldi eldri borgara til nokkurra vikna dvalar á Benidorm. Þá er spiluð félagsvist á hveiju borði og á eftir eru gömlu dansarnir og harmónikkutónlist í algleymingi." Saga Bar er opinn frá kl. 17 alla daga nema sunnudaga frá kl. 18. Matur er framreiddur frá kl. 18 og yfirleitt er barnum lokað kl. 3-4. Harpa segist þó ekki vera hörð á lokunartímanum, hann ráðist bara af hversu mikið sé að gera. 40% drekka vodka í kók Aðspurð hvað íslendingar drykkju helst sagði Harpa að 40% þeirra drykkju vodka í kók, en unga fólkið pantaði þó oft alls kyns tísku- drykki eins og Hot Shot, Starfs- mannafund, Grænan frostpinna, eða kokteila af ýmsu tagi. „Á Saga Bar er Harpa skarpa vitaskuld vin- sælasti kokteillinn,“ segir Harpa hróðug og gefur blaðamanni upp- skriftina og kokteilinn reyndar líka með tilheyrandi stjörnuljósi og skrauti. Harpa vill taka fram að tiltekin sýróp fáist ef til vill ekki á íslandi, en hún segir að þá geti fólk þreifað sig áfram með aðrar gerðir, eða bara búið kokteilinn til næst þegar það kemur til Spánar. Horpo skorpa 3 cl Romm __________1 cl Contreau________ _________2 cl Peach líkjör_____ Skvetta af Grenandine, Kiwi sýrópi, Maracuya sýrópi, Blue Tropin sýrópi og lima sýrópi. Allt hrist saman. ■ vþj Bændur á f araldsf æti BÆNDAFERÐIR efna til auka- ferðar um Mið-Evrópu síðsumars, 24. ágúst. Flogið verður til Frank- furt og ekið þaðan um Rínardal. Gist verður í litlu þorpi við Mosel, skammt frá Trier. Næsti áfanga- staður verður bærinn Obernai, skammt fyrir sunnan Strassborg í Frakklandi. Síðan verður gist í tvær nætur í þýsku Ölpunum, skammt frá Obersdorf. Þá verður stefnan tekin á Tyról í Austurríki og gist í Kufstein næstu nætur. Síðustu nætur ferðarinnar verður gist í St. Englmar, sem er uppi í fjöllum í Bæjaralandi. Þaðan verður m.a. farið til Prag. Þekktir ferðamanna- staðir verða skoðaðir í ferðinni og bændur sóttir heim. Ferðinni lýkur 8. september. Þá er gert ráð fyrir tveimur ferð- um Bændaferða í haust. Fyrri ferð- in verður til Þýskalands 25. októ- ber. Gist verður á sama stað í Leiw- en allan tímann, en stuttar skoðun- arferðir verða í boði flesta daga. Seinni haustferðin verður til ír- lands, 12. nóvember. Gist verður fyrstu 4 næturnar í Galway á vest- urströnd írlands, en síðustu þijár nætumar í Dublin. Farnar verða skoðunarferðir á írlandi og bændur heimsóttir. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.