Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C traunliIiiMfr STOFNAÐ 1913 124. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tímamótasamkomulag á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Berlín Þáttur Evrópu aukinn við fögnuð Frakka Berltn. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins lýstu í gær yfir stuðningi við áform um að hlut- ur Evrópuríkja í bandalaginu verði aukinn. Þetta er liður í því að auð- velda friðargæslu og aðgerðir á vegum NATO til að bregðast við hættuástandi og þykir boða tíma- mót í sögu bandalagsins vegna þess að horfið verður frá því að ein- skorða það við varnir, eins og reyndar hefur þegar verið gert í Bosníu. „Við höfum stigið stórt skref í átt að því að móta nýtt Atlantshafs- bandalag, sem getur tekið að sér ný verkefni," sagði í yfirlýsingu utanríkisráðherra NATO eftir fund þeirra í Berlín í gær. „Þetta samkomulag gerir NATO kleift að tryggja stöðugleika um alla Evrópu, til að bregðast með hraði við neyðarástandi hvar sem það kann að skapast en ekki er hægt að sjá fyrir," sagði Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í yfirlýsingu, sem hann gaf út í París, að niðurstaða Berlín- arfundarins væri mikilvæg eigi að breyta og skipuleggja NATO með það að Ieiðarljósi hvernig hátta beri sjálfstæðu framlagi Evrópuríkjanna til varnarsamstarfsins. Frakkar hafa verið sérlega áfram um að auka þátt Evrópu í NATO og sagði Herve de Charette, utan- ríkisráðherra Frakklands, að mikill árangur hefði náðst: „Nái þessi áætlun fram að ganga munu Frakk- ar fylgjast með þessu nýja banda- lagi af áhuga og lýsa sig [hér með] reiðubúna til að taka fullan þátt í samræmi við nýja stöðu." Frakkar slitu hernaðarsamstarfi við hin Atlantshafsbandalagsríkin árið 1966 til að mótmæla áhrifum Bandaríkjamanna í NATO. Svo vill til að þingmannasam- koma Vestur-Evrópusambandsins (VES) var haldin í París í gær og lagði Michael Portillo, varnarmála- ráðherra Bretlands, þar vara við því að ofmeta mátt Evrópu og ítrek- aði að ríki Evrópu næðu ekki langt án liðsinnis Bandaríkjamanna. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra íslands, sagði í Berlín að mikilvægt væri að lögð hefði verið áhersla á tengslin yfir Atlantshafið. „Bandalagið er að aðlagast nýj- Reuter HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fylgist með Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, og Herve de Charette og Warren Christopher, utanríkisráðherrum Frakklands og Banda- ríkjanna, faðmast á fundi utanríkisráðherra NATO í Berlín. um tímum og hefur gert það með undraverðum hraða að mínu mati," sagði Halldór. „Hitt er svo annað mál að þá verður bandalagið dæmt eftir þeim árangri, sem það nær, og þá ekki síst í fyrrum Júgóslavíu." ¦ Samkomulag talið/20 Ný skoðanakönnun í Rússlandi Zjúganov og Jeltsín jafnir Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur unnið upp forskot helsta and- stæðings síns í forsetakosningunum, Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda kommúnista, ef marka má skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar þingræðisins, en kannanir hennar hafa hingað til bent til þess að Zjúg- anov væri sigurstranglegri. Stofnunin spáir því að Jeltsín og Zjúganov fái báðir 36% atkvæðanna 16. júní. Umbótasinnanum Grígorí Javlínskí er spáð 10%, Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingja, 7-8% og þjóðernissinnanum Vladímír Zhírínovskí 5-7%. „Þetta er feikileg breyting," sagði Nugzar Betanelli, forstöðumaður stofnunarinnar. „Oflug áróðursher- ferð forsetans er farin að bera árang- ur og fylgi Zjúganovs hefur minnk- að." Aðrar skoðanakannanir hafa bent til þess að Jeltsín hafi náð verulegu forskoti, en þær þykja ekki eins áreiðanlegar og kannanir Félagsvís- indastofnunar þingræðisins. Sam- kvæmt tveimur könnunum, sem birt- ar voru um helgina, er fylgi Jeltsíns 32-36% en Zjúganovs aðeins 20-24%. ¦ Kveðst geta tryggt frið/18 Færeyjar Jafnaðar- menn úr stjórn Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin missti meirihluta sinn á Lögþinginu í gær er Jafnaðarmannaflokkurinn ákvað að hætta þátttöku í stjórn Edmunds Joensens, lögmanns. Stjórnarsamstarfið hefur gengið brösulega undanfarna mánuði og mikill ágreiningur verið milli Joen- sens og Jóhannesar Eidesgaard, fjár- málaráðherra, er fyrir skömmu var kjörinn formaður jafnaðarmanna. Stjórn Joensen hafði 18 þingmenn af 32 á bak við sig á Lögþinginu er hún var mynduð í september 1994. í fyrra lét einn þingmanna Verka- mannahreyfingarinnar af stuðningi við stjórnina og einn þingmaður Sambandsflokksins. Eftir að jafnað- armenn hættu stuðningi styðja ein- ungis 11 þingmenn stjórnina. Joensen sagði í gærkvöldi að hann myndi kanna hvort annar flokkur væri reiðubúinn að koma inn í stjórn- arsamstarfið og kemur líklega ein- ungis Fólkaflokkurinn, er hefur 6 þingmenn, til greina. Annfinn Kalls- berg, formaður hans, vildi í gær ekki tjá sig um þennan möguleika. Ef ekki tekst að tryggja stjórninni meirihluta segist Joensen ætla að stjórna áfram með minnihlutastjórn. Yrði það í fyrsta skipti sem minnihluta- stjórn fer með völdin á Færeyjum. Kosningarnar í Tékklandi Havel hlynntur minnihlutastóórn Arafat í Oxford Reuter YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, átti í gær f undi með breskum ráðamönnum og sést hér ganga að Corpus Christie-háskó- lanum í Oxford. Hann sagðist í gær vona Benjamin Netanyahu, nýkjör- inn forsætisráðherra Israel, legði sig jafnmikið fram um að ná og halda friði og fyrirrennarar hans í embætti. Sýrlendingar fordæmdu í gær sigurræðu Netanyahus á sunnudag og sögðu að hann kynni að hafa eyðilagt horfurnar á friði á tnilli þjóðanna. ¦ Bandaríkjamenn kunna/20 Prag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékklands, kvaðst í gær telja að heppilegast væri að sömu þrír borgaraflokkarnir og mynduðu stjórnina, sem missti meirihluta á þingi í kosningum um helgina, störfuðu áfram saman. Lík- ur þykja því nokkuð hafa vaxið á því að Vaclav Klaus forsætisráðherra verði áfram við völd. Havel forseti sagði eftir fund með leiðtogum fjogurra helstu stjórn- málaflokkanna að frekari viðræður myndu reynast nauðsynlegar en hann teldi að heppilegasta lausnin yrði sú að sömu flokkar mynduðu áfrahi stjórn. Borgaraflokkarnir þrír, sem verið hafa við völd frá 1992, töpuðu naumlega meirihluta á þingi í kosningunum á föstudag og laugar- dag, hlutu alls 99 sæti af 200. Jafn- aðarmenn urðu sigurvegarar kosn- inganna auk þess sem jaðarflokkar styrktu stöðu sína. Milos Zeman, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, lýsti yfir því síðdeg- is í gær, að hann væri mótfallinn myndun stjórnar undir forsæti Klaus og gaf þannig skýrt til kynna að flokkurinn hygðist ekki sætta sig við myndun minnihlutastjórnar hans. Havel forseti lagði á blaðamanna- fundi í Prag-kastala áherslu á að myndun minnihlutastjórnar sömu flokka gæti ekki farið fram án þess að haft yrðí samráð við jafnaðar- menn. Líkur á að sömu flokkar hygðust freista þess að mynda minnihluta- stjórn þóttu fara vaxandi eftir að Josef Lux, leiðtogi flokks kristilegra demókrata, kom af fundi Havels og kvaðst hlynntur þeirri skipan mála. Sagðist hann telja að stjórnarflokk- arnir gætu þá leitað til hluta stjórnar- andstöðunnar til að tryggja fram- gang tiltekinna þingmála. Frétta- skýrendur greinir á um hvort mynd- un minnihlutastjórnar sé raunhæfur möguleiki en Ijóst þykir að stjórnar- myndun verði í senn erfíð og tíma- frek. Nokkuð hefur borið á ólgu á fjár- málamarkaði í Prag i kjölfar hins óvænta ósigurs ríkisstjórnarflokk- anna þriggja. Sérfræðingar eru þó sammála um að útlitið í tékkneskum efnahagsmálum sé líkt og áður gott þótt stöðugleiki kunni að hafa rask- ast til skemmri tíma litið. Havel for- seti reyndi á fundi sínum að slá á ótta manna og sagði enga hættu á að horfið yrði frá umbótastefnunni, sem fylgt hefur verið í Tékklandi í stjórnartíð Vaclavs Klaus. „Fjárfest- ar bæði heima og erlendis geta sofið rólegir," sagði forsetinn. ¦ Óstöðugleiki en ekki/29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.