Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjartan Jóhannsson framkvæmdastjóri EFTA um starfsemi samtakanna Næg verkefni við að fylgja EES-samningnum eftir KJARTAN Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri EFTA, segir næg verkefni, framundan hjá samtökun- um m.a. við að fylgja samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eftir sem og einnig þeim frí- verslunar- og samstarfssamningum sem gerðir hafa verið. Hann á von á að starfsemi samtakanna verði í svipuðum farvegi næstu misseri, aðildarlöndum sem nú eru ijögur muni ekki fjölga, að hans mati. Ráðherrafundur EFTA verður haldinn í dag, þriðjudag og stýrir Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra íslands fundinum. Auk hans sækja fundinn Jean Pascal-Delam- uraz, forseti Sviss, Grete Knudsen, utanríkisviðskiptaráðherra Noregs, og Andrea Wilii, utanríkisráðherra Liehtenstein. Á fundinum verður m.a. rætt um EFTA, samskipti EFTA-ríkjanna við ESB, ríkjaráðstefnuna, stækkun ESB og samskipti EFTA og ESB við svokölluð þriðju ríki. Ráðherrar EFTA eiga einnig fund með þing- manna- og ráðgjafarnefnd EFTA og Hans van den Broek, fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB, en hann fer með utanríkis- og öryggismál auk Evrópumála í framkvæmdastjóminni. Fundur tveggja ráðgefandi nefnda, þing- mannanefndar og ráðgjafarnefndar var haldinn á Akureyri í gær. „Báðar nefndimar hafa það á dagskrá að skoða hvemig gengur að reka EES-samninginn og skiptast á skoðunum bæði innan sins eigin hóps og við fulltrúa frá Evrópu- bandalaginu og EFTA-löndunum. Þessar nefndir veita þannig aðhald og benda einnig á það sem betur má fara og ræða áhugaverða þætti varðandi samstarfið," sagði Kjartan, en hann telur tengsl bæði við þingin og atvinnulífíð mjög mikilvæg til að samningurinn gagni upp. Á fundunum í gær vora teknir fyrir ákveðnir málafiokkar, um- hverfis- og orkumál, auk atvinnu- mála og þá var litið til framtíðar varðandi hvað hugsanlega gæti komið út úr ríkjaráðstefnunni. Fríverslunar- eða sam- starfssamningar við 17 lönd Á ráðherrafundi EFTA í dag verður, að sögn Kjartans, lögð áhersla á tvo efnisþætti, annars vegar samskipt- in við Evrópubandalagið og hvernig gengið hef- ur á liðnum misserum að reka EES-samningin og hvert menn vilja stefna. Þá verða samskipti landanna fjögurra við svonefnd þriðju lönd ofar- lega á baugi. Þar er um að ræða lönd sem ekki era innan Evrópubandalagsins, en fríverslunar- samningar era á milli EFTA-landanna og 12 annarra ríkja, aðallega í Mið- og Austur-Evr- ópu, auk þess sem samstarfssamningar era við 5 önnur lönd. Samskipti við þriðju lönd tekur því til alls 17 landa. „Það sem er nýjast í þeim efnum er að menn eru farnir að teygja sig út fyrir Evrópu, nýjustu samstarfssamningamir era við Túnis, Marokkó, Egyptaland og Evrópuríkið Makedóníu," sagði Kjartan. „Það hefur verið mjög ör þróun á þessum vettvangi. Við gerðum á síðasta ári fjóra fríversl- unarsamninga og þrjá samstarfssamninga og bættum við einum á þessu ári. Þannig að það hefur ekkert lát verið á starfi af þessu tagi þó samtökin hafi minnkað." Kjartan telur að starfsemi EFTA verði i svip- uðum farvegi og verið hefur og á ekki von á að aðildarlöndum samtakanna fjölgi. „Það hefur verið rætt að lönd í Mið-Evrópu hafí áhuga á þátttöku en ég held að svo sé ekki, þau séu frek- ar að sækjast eftir pólitísku sambandi, pólitískri vigt, sem ekki er að finna hjá EFTA heldur hjá Evrópubandalaginu og ég held því að þau muni einbeita sér að því.“ Næg verkefni framundan Næg verkefni era framundan hjá EFTA, að sögn Kjartans einkum við að fylgja fríverslunar- samningum sem búið er að gera eftir, en hann telur að þróunin á þeim vettvangi verði svipuð og verið hefur, þ.e. að gerðir yrðu fleiri fríversl- unar- og samstarfssamningar. „Þá er heilmikið verk fyrir höndum að fylgjast með framkvæmd EES-samningsins og við eram enn að læra bet- ur hvernig við eigum að vinna það verk,“ sagði Kjartan, en hann telur að nokkuð vel hafi tekist að lcoma málum í réttan farveg. Ákveðnar efa- semdir hafi verið uppi eftir að löndin innan EFTA urðu aðeins fjögur „en þetta hefur allt reynst yfírstíganlegt“. Morgunblaðið/Kristján Kjartan Jóhanns- son, framkvæmda- stjóri EFTA. Kynnast líf- inu um borð SEX strákar úr 10. bekk grunn- skóla fóru í gær í 16 daga ferð með varðskipinu Tý. Þar munu þeir kynnast störfum varðskips- manna og skiptast á um að ganga í öll störf sem unnin eru um borð. Halldór Gunnlaugsson, skip- herra á Tý, sagði að unglingar yrðu teknir með í ferðir varð- skipanna í allt sumar og komast sex í hveija ferð. Hann sagði að ferðirnar hefðu góð áhrif á ungl- ingana og þeir vendust sjó- mennskunni. Unglingarnir fá nú í fyrsta sinn sérstaka einkennisbúninga, peysu, húfu og hanska, en áður voru þeir í sömu einkennisbún- ingum og áhöfnin. Nokkrir hafa sótt um starf þjá Landhelgis- gæslunni eftir að hafa kynnst störfum á varðskipunum. Morgunblaðið/Sverrir STRÁKARNIR sex sem fóru í fyrstu námskynnisferð sumarsins með Tý, en þeir eru Heiðar Örn frá Akureyri, Jón Þór frá Selfossi, Ragnar Imsland frá Seltjarnarnesi, Erlendur G. Valdimarsson frá Hvammi, Blönduósi, Atli Rúnar Steinþórsson og Sigurþór Ragnarsson, báðir frá Reykjavík. Með þeim á myndinni er skipherrann, Halldór Gunnlaugsson. Yfirkjörstjórn Haraldur tekur ekki sæti HARALDUR Blöndal hrl. hefur ákveðið að taka ekki sæti í yfírkjörstjórn vegna skyldleika við einn frambjóðanda til forse- takjörs, Guðrúnu Pétursdóttur. Erla S. Árnadóttir lögmaður hefur tekið sæti í kjörstjórninni. Á fundi yfirkjörstórnar í gær var Hjörleifur Kvaran borgar- lögmaður, kjörinn formaður yfirkjörstjórnar. í síðustu viku sagði Jón Steinar Gunnlaugs- son af sér formennsku í yfir- kjörstjórninni. Flóki hitti biskup og for- sætisráðherra SÉRA Flóki Kristinsson, sókn- arprestur í Langholtskirkju, átti fundi með Ólafi Skúlasyn, biskupi íslands, og Davíð Odds- syni, forsætisráðherra, fyrir hádegi í gær. Séra Flóki vildi ekki tjá sig um fundina þegar leitað var til hans. Davíð sagði að Flóki hefði óskað eftir því að bera undir sig eitt atriði. Ekki hefði verið um fréttnæmt atriði að ræða og sr. Flóki hefði aðeins staldr- að við stutta stund fyrir hádegi. Kvikmyndasjóður 11 sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra ELLEFU sóttu um stöðu fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands, en umsóknarfrestur rann út 31. maí. Umsækjendur eru Baldur Hermannsson, Bessý Jóhanns- dóttir, Einar Orn Benediktsson, Eiríkur Thorsteinsson, Eyjólfur Pétur Hafstein, Haraldur Jó- hannsson, Kormákur Þráinn Bragason, Kristín Ólafsdóttir, Pétur Rasmussen, Þorfinnur Ómarsson og Þorgeir Gunnars- son. Stjórn Kvikmyndasjóðs fjall- ar um umsóknirnar og gerir tillögu áður en menntamálaráð- herra tekur ákvörðun um hver hljóti stöðuna. Dagskráin ídag Priðjudagur 4. júní: Heimsókn: Reykjanesbær Fundur: Keflavík, Flug Hótel kl. 20:30 Upplýsingar um forsetakosningarnar erugefnará kosninga- skrifstofunni í Borgarlúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um atkvœða- greiðslu utan kjörfundar eru gefnar i sima 553 3209 Ari Trausti glímir við topp Sisha Pangma Sá elsti kominn á tindinn Á NÆSTU dögum kemur í ljós hvort Ara Trausta Guðmundssyni fjallgöngumanni tekst að komast á hæsta tind Sisha Pangma í Tíbet, sem er í 8.036 metra hæð. Til þessa hefur einum úr 14 manna leiðangri tekist að ná tindinum. Sá er sextug- ur og er elstur leiðangursmanna og nýkominn af öðru fjalli, sem er um 8.000 metrar að hæð. Rúmlega helmingur leiðangursmanna reynir nú við tindinn og reynir hver og einn að nýta tækifærið þegar veðr- inu slotar. Aðrir hvílast við rætur fjallsins en tveir eru famir heim. Að sögn Ara gekk vel að koma upp þremur búðum í fjallshlíðinni, í 6.300 metra hæð, 6.900 metra hæð og 7.400 metra hæð. Ari var kominn í 7.000 metra hæð þegar hann sneri við til að hvíla sig áður en hann heldur á fjallið á ný á næstu dögum. Kalinn á fingrum og eyra Ari sagði að elsta leiðangurs- mannsins væri beðið með nokkrum viðbúnaði, þar sem hann væri kalinn á fingrum og á öðru eyra. Þijá daga tekur að komast frá efstu búðum á tindinn og til baka í ör- uggt skjól í búðum tvö. „Monsúnvindar eru farnir að segja til sín auk þess sem sólin er komin hærra á loft núna í júní,“ sagði Ari. Að degi fer hiti í allt að 40 stig en yfir nóttina er 20 stiga frost. Auk þess er hvasst á fjallinu, sem veldur enn frekari erfiðleikum. „Þetta er ótrúlegt. Menn liggja í nærfötunum inni í tjöldum á dag- inn og era alveg að drepast úr hita en svo fer frost í 20-30 stig á nótt- unni. Ef vind hreyfir þá eru aðstæð- ur mjög erfiðar," sagði hann. Síðasta tilraunin „Veðrið er yfirleitt þokkalegt fram að hádegi en eftir það hvessir og gerir vitlaust veður og hefur jafnvel brostið á með snjóbyl. Það er ljóst að ég geri ekki nema eina tilraun enn til að komast á tindinn. Tíminn líður og yakuxa-lestin kem- ur að sækja okkur 10. júní. Þetta hefur verið mjög skemmti- legt og ævintýrinu líkast, en mun erfiðara en menn bjuggust við.“ Ari bað að lokum fyrir kveðjur til ættmenna og vina en erfiðlega hefur gengið að ná sambandi heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.