Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Steinar Gunnlaugsson formaður yfirkjörstjómar víkur sæti ÞÁ er nú búið að leggja línurnar um hvað forsetakosningarnar eiga að snúast . . . Landgræðsluflug sumarsins hafið Þristurinn mikill LANDGRÆÐSLUFLUG sumars- ins hófst í gær. Dreift var áburði og fræi á Reykjanesi, aðallega vestan Grindavíkurvegar, á svæði sem friðað er fyrir búfé. Flugmenn Flugleiða vinna við áburðardreif- inguna í sjálfboðavinnu og í fyrstu ferðunum voru tveir fyrrverandi flugstjórar Flugleiða. Þristurinn er mikill gæðingur í þeirra augum. Páll Sveinsson, Douglas DC 3 flugvél Landgræðslunnar, hefur aðsetur á Reykjavíkurflugvelli þegar áburður er borinn á Reykja- nessvæðið. I næstu viku fer vélin í Gunnarsholt og þaðan verður dreift áburði og fræi við Þorláks- höfn og á Haukagilsheiði. Síðast verður vélinni flogið norður í land og dreift á Auðkúlu- og Ey vindar- staðaheiðar fyrir Landsvirkjun. í sumar verður dreift 500-600 tonnum af áburði og fræi með landgræðsluvélinni. Hefur áburð- armagnið minnkað ár frá ári, frá því 2.200 tonnum var dreift á ári 1975-79 í samræmi við þjóðargjöf- ina. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segir að samdráttur- inn stafi annars vegar af minni fjárveitingum og hins vegar af breyttum áherslum í landgræðslu- starfinu. Bændum sé í vaxandi mæli falið að annast dreifinguna á svæðum þar sem flugvélin var áður notuð. Þá sé vaxandi áhersla á sáningu melfræs sem verði að herfa niður með sérstökum tækj- um. Eigi að síður segir Sveinn að flugvélin sé nauðsynleg því stærri og samfelld verkefni verði ekki betur unnin með öðrum hætti en flugvél, auk þess sem ekki sé hægt að komast á annan hátt að sumum svæðum. Mest gaman að sjá árangurinn Flugmenn Flugleiða hafa frá upphafi unnið við landgræðslu- flugið í sjájfboðavinnu, nú í 23 ár. í gær var Árni Sigurbergsson, Mor^unblaðið/Þorkell GOMLU flugstjórarnir, Magnús Norðdahl t.v. og Arni Sigur- bergsson t.h. njóta lífsins með Hafsteini Heiðarssyni flugsljóra við áburðardreifingu á Reykjanesi. ÁBURÐARGUSU sleppt við flugturninn á Keflavíkurflugvelli til að varna sandfoki eða búa til sólbaðsblett fyrir flugumferðar- stjórana, eins og flugmennirnir grínast með. fyrrverandi flugstjóri hjá Flug- ieiðum, flugmaður með Hafsteini Heiðarssyni, flugstjóra hjá Land- helgisgæslunni. Með þeim var fé- lagi Árna frá Flugleiðum og áður Loftleiðum, Magnús Norðdahl, en hann mun einnig vinna við flugið þessa viku ásamt fleirum. Árni segist hafa unnið við land- græðsluflugið frá upphafi, fyrst óbeint með því að fljúga fyrir þá sem flugu landgræðsluvélinni og síðan sjálfur. „Landgræðslan er mikið áhugamál hjá mér og hefur alltaf verið, ég er fæddur með þetta í blóðinu," segir hann. Árni segir að þó gaman sé að sá og bera á sé ánægjulegast að sjá ár- angurinn vorið eftir. „Þetta er alltaf jafn gaman, ná- kvæmlega sama tilfinning og þeg- ar maður flaug Helgafelli til Vest- mannaeyja,“ segir Magnús. Loft- leiðir áttu samskonar vél með þessu nafni. Magnús hætti hjá Flugleiðum fyrir fimm árum og segir gott að halda tengslum við flugið með þátttöku í landgræðslu- fluginu. „Þetta gefur manni mikla lífsfyllingu," segir Magnús. Gömlu flugmennirnir eru allir jafnhrifnir af gamla Þristinum, eins og þeir nefna Douglas-vélina. Árni líkir henni við mikinn gæðing og segir það nokkuð um það hvaða augum hann lítur vélina, ekki síst þegar það er haft í huga að hann er ættaður úr Hornafirði. Íslendingadagurinn á Gimli í Manitoba Beint fiug til Kanada opnar nýja möguleika Connie Magnusson Schimnowski _ hefur verið í stjórn íslend- ingadagsnefndar í 15 ár og er þetta fyrsta ár hennar sem formaður. Hún kom í stutta heimsókn til íslands í liðinni viku til að kynna þjóðhátíðarhöldin á Gimli, Islendingadaginn, sem fara fram í 107. sinn í sumar og sagði að beina áætlun- arfiugið milli íslands og Kanada opnaði nýja og meiri möguleika á samskiptum þjóðanna. „í nokkur ár hefur verið boðið upp á leiguflug milli íslands og __ Winnipeg í tengslum við íslendingadag- inn og það hefur verið vin- sælt. Hins vegar er ekki á alira færi að nýta sér eina ferð og því má segja að áætlunarflugið til Halifax sé bylting en örar flugferðir eru á milli Halifax og Winnipeg. Nú finnst okkur mun minna mál að heimsækja ísland og vo_n okk- ar er að íslendingar á íslandi notfæri sér þessa bættu ferða- möguleika og heimsæki íslend- ingabyggðirnar í Manitoba í auknum mæli.“ Hvers konar hátíð er ísiend- ingadagurinn? „Hefðbundin dagskrá hefur lítið _sem ekkert breyst í rúma öld. í tilefni 1.000 ára byggðar á íslandi héldu Vestur-íslending- ar fyrstu þjóðhátíð sína í Norður- Ameríku, í Milwaukee 1874. 1890 var hátíðin fyrst í Winnipeg og hélt þar áfram árlega tii 1931 en frá 1932 hefur Islendinga- dagurinn verið haldin á Gimli. 1969 varð sú breyting á að í stað eins dags skemmtunar var boðið upp á dagskrá í þrjá daga fyrstu helgina í ágúst og hefur það fyrirkomulag ríkt síðan. Hátíðardagskráin er á mánu- degi. Við höfum ávallt verið með fjailkonu og síðan er meðal ann- ars flutt minni íslands og minni Kanada. Ræðumenn hafa oft komið frá íslandi og þar á með- al þrír síðustu forsetar íslands og ráðherrar.“ Hverjir heimsækja helst Gimli um þessa helgi? „Isiendingadagurinn á sér merka sögu og er um að ræða næstelstu árlegu hátíð þjóðar- brots í Norður-Ameríku en írsk hátíð í Montreal er nokkrum árum eldri. Með þessari þjóðhá- tíð vilja Vestur-íslendingar minnast uppruna síns og gildi íslenskrar menningar og því er hún fastur punktur í tilveru æ fleira fólks. Vestur-íslenskar fjölskyldur vítt og breitt um Kanada og í Banda- ríkjunum sameinast á Gimli og þess eru dæmi að hátíðin hafi jafnframt verið vett- vangur fyrir eins kon- ar niðjamót með þátt- töku um 100 skyldmenna. Helg- in er líka kjörin fyrir fólk til að endumýja gamlan vinskap og stofna til nýrra kynna í góða veðrinu í garðinum. Þriggja daga dagskráin er einnig þannig úr garði gerð að aliir eiga að finna eitthvað við hæfi. Til dæmis hef- ur keppni í sandkastalagerð á Connie Magnusson Schimnowski ► Connie Magnusson Schimnowski er formaður ís- lendingadagsnefndar á Gimli í Manitobafylki í Kanada. Hún er dóttir Franklíns Berg- þórs Péturssonar Magnússon- ar og Ellenar Guðrúnar Frederikson. Foreldrar Franklíns voru Pétur Magn- ússon úr Barðastrandasýslu og Pálína Magnússon (Nee Sigfússon) úr Þingeyjarsýslu. Foreldrar Guðrúnar voru Páll Vilhjálmsson Frederik- son og Elissa Björnsson úr Þingeyjarsýslu. Connie er ekkja frá Gimli, á fjögur börn og tvö barnabörn en býr í Winnipeg og starfar sem fé- lagsráðgjafi fyrir eldri borg- ara. strönd Winnipegvatns notið mik- illa vinsælda hjá mörgum aldurs- flokkum, mikil keppni er í 10 mílna hiaupinu og enginn vill missa af skrúðgöngunni. Skemmtiatriði eru fjölbreytt og boðið er upp á ýmsa áhugaverða listviðburði en allt þetta gerir það að verkum að Islendinga- dagurinn vekur mikla athygli. Hann er ekki aðeins fyrir Vestur- íslendinga og íslendinga heldur koma margir af öðrum uppruna, jafnvel frá Evrópu, en gestir um þessa helgi á Gimli, sem er fá- mennur bær rétt norðan við Winnipeg, hafa verið um 20 til 25 þúsund manns.“ Hvernig stóð á því að þú komst til íslands gagngert til að kynna Islendingadaginn? „Þetta var kjörið tækifæri í tilefni bættra samgangna á milli landanna. Vestur-Islendingar eru stoltir af uppruna sínum og með þessari stuttu heimsókn vild- um við sem hingað komum vekja athygli á íslendingabyggðinni í Manitoba með Islend- ingadaginn sem miðpunkt. Ég er 100% íslendingur af þriðju kynslóð í Kanada og þegar ég kom til íslands í þessari fyrstu ferð minni til landsins fannst mér eins og ég væri komin heim. Það er dásamleg tilfinning og við viljum að Islendingar upplifi þessa tilfinningu í Nýja-íslandi.“ Næst elsta þjóðhátíð í IMorður- Ameríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.