Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson FRÁ æfingu Brunavarna Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Ný slökkvibifreið á Reyðarfirði Reyðarfirði - Nýlega tóku Bruna- vamir Eskiflarðar og Reyðarfjarðar í notkun nýja slökkvibifreið. Bíllinn verður staðsettur á Reyðarfirði og eru þá komnir góðir bílar á báða staði. Bíllinn er ekki nýr, árgerð 1977, en er hins vegar mjög lítið notaður, ekinn 21.000 km, og því sem nýr bíll. Bíllinn er með 500 lítra vatnstank og 500 lítra froðutank og afköst dælunnar, sem er milliþrýst, 3200 lítrar á mínútu miðað við 1,6 m sog- hæð og 2800 lítrar/mín miðað við 8 metra soghæð. Á hafnarsvæðinu var bíllinn svo reyndur. Kveikt var í bát og Reyðar- fjarðardeild slökkviliðsins kölluð út. Fréttaritari náði tali af Þorbergi Haukssyni, slökkviliðsstjóra, í tilefni af æfingunni og var hann mjög ánægður með bílinn og sagði hann einfaldan í notkun og meðfærilegan. í sameiginlegu slökkviliði stað- anna eru 22 slökkviliðsmenn og þeir eru allir með símboða og reiðubúnir í slaginn hvenær sem er. Þorbergur bað fréttarita að minna íbúa staðanna á neyðamúmerið 112 ef eldur skyldi brjótast út sem hann vonaði að ekki yrði. Skólaslit í Mývatns- sveit Mývatnssveit - Grunnskólanum í Reykjahlíð og Tónlistarskóla Mý- vatnssveitar var slitið fimmtudag- inn 30. maí. Skólastjóri, Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir, flutti skóla- slitaræðu og kynnti jafnframt fjöl- þætta strfsemi á vegum skólans síðasta vetur. Hún þakkaði nemendum, kenn- urum og öðru starfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf og óskaði öllum góðs gengis. Síðan voru nemendum afhent prófskírteini sín. Við skólann störfuðu í vetur 8 kennarar, sumir í hlutastarfi. Nemendur voru 48. Hólmfríður Guðmundsdóttir kvaðst vera mjög ánægð með alla aðstöðu í Grunnskólanum í Reykjahlíð, en hún tók við skóla- stjórn þar síðasta haust. Fjölmenni var við skólaslitin. ----» ♦ ♦--- Gjöftil Orgelsjóðs Eskifjarð- arkirkju Eskifirði - Orgelsjóði Eskifjarðar- kirkju barst fyrir skömmu 134 þúsund króna gjöf til minningar um hjónin Friðrik Árnason og El- ínborgu Þorvaldsdóttur. Það voru börn og barnabörn þeirra sem gáfu þessa upphæð en 100 ár eru liðin frá fæðingu Frið- riks sem var lengi hreppstjóri og heiðursborgari Eskiijarðar. Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG PITT ER MIKILS VIRÐI sjóváI^almennar Þú tryggir ekki eftir á! Ræddu við tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. Hann sameinaði tryggingar sínar í Stofni og fékk því 20% afslátt af iðgjöldum. Hann varð ekki fyrir neinu tjóni á síðastliðnu ári og fékk því einnig 10% iðgjaldanna endurgreidd. Sjóvá-Almennar nutu allra viðskipta mannsins en hann naut þess líka að skipta við Sjóvá-Almennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.