Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 17 Átan rannsökuð HILDUR Pétursdóttir mælir átuna sem kemur úr háf sem er slakað niður á 150 metra dýpi úr rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni á síldarmið- unum. Hildur starfar sem líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni. Nýtt neyðarskýh á Suðurfjörum Hornafirði - A dögunum var vígt nýtt neyðarskýli, sem komið hefur verið fyrir á Suðurfjörum við Horna- fjarðarós. Slysavarnadeildin Fram- tíðin á Hornafirði hafði veg og vanda að fjármögnun til kaupa á skýlinu sem er þeirrar tegundar sem nýlega var hannað fyrir SVFÍ og er steypt úr trefjaplasti. Við vígsluathöfnina blessaði sókn- arpresturinn Sigurður Kr. Sigurðs- son húsið en Vilborg Jóhannsdóttir formaður Framtíðar afhenti Björg- unarfélagi Hornafjarðar skýlið til vörslu og reksturs. Hún bar fram þakkir til allra þeirra, sem komu að framkvæmdinni. Hornafjarðarbær lagði til landskika fyrir skýlið, fyrir- tæki á staðnum lögðu mörg hver fjármagn til kaupanna og margt manna lagði gjörfa hönd á plóg. Sjálfvirkur neyðarsími Sjálfvirkur neyðarsími kemur til með að verða í skýlinu og er þegar kominn í skýli, sem staðsett hefur verið á Austurfjörum til margra ára. Síminn virkar þannig að þegar tólinu er lyft þá hringir neyðarnúm- er. Oflugt starf er unnið í þágu SVFÍ á Hornafirði og eru starfrækt- ar þijár deildir á staðnum, Björgun- arfélag Hornafjarðar, sem starfar að leit og björgun, Slysavarnadeild- in Framtíðin, sem er að mestu leyti skipuð konum en þær hafa unnið gott starf að slysavörnum á staðn- um, og Unglingadeildin Brandur, þar sem ungviðið mótast af hug- sjónum björgunarmannsins. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson SERA Sigurður Kr. Sigurðsson blessaði skýlið, en hjá því standa Vilborg Jóhannsdóttir, forniaður slysavarnadeildar Framtíðar- innar, og Sigurbjörg Hákonardóttir. ÚR VERIIMU Bátasmiðja Guðmundar með nýjan o g stæni Sóma I BATASMIÐJU Guðmundar er nú unnið að smíði nýs Sómabáts sem er mun stærri en Sómabátarn- ir fram að þessu. Nýi báturinn er kallaður Sómi 1500 og er nær tvöfalt lengri en hefðbundnir Sómabátar eða fimmtán metrar og er fjórir og hálfur metri á breidd. Óskar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðju Guðmundar, segir að nýi Sóminn verði um 30 tonn og komi til með að ganga um 25 míl- ur með allt að 10 tonna afla enda verði hann búinn tveimur vélum sem séu samtals um 1100 hestöfl. Þrátt fyrir þetta mikla vélarafl segir Óskar að olíueyðsla verði ekki mikil en það hafi einkum stungið menn varðandi hraðfiski- báta fram að þessu. Báturinn plani og mótstaðan sé lítil. Hentar flestum veiðum Óskar segir að báturinn verði hentugur fyrir flestar veiðar en reiknar með að hann verði vinsæll línubátur þar sem hægt sé að sækja mun lengra á honum en minni Sómunum og í honum sé tíu tonna lestarrými. í bátnum eru vistarverur á tveimur hæðum og svefnkojur fyrir fjóra. „Þetta er að mínu mati nokkuð merkileg til- raun. Þetta verður stærsti plast- bátur sem smíðaður hefur verið hér á landi og sá hraðskreiðasti af þessari stærðargráðu,“ segir Óskar. Einstök tilboö sem gilda til 15. júní Verð 3.285 kr. Tilboðsverð aðeins 2.630 kr. Utsölustaðir: Reykjavík: Verslunin Drangey, Laugavegi 58 Penninn Hallarmúla, Penninn Kringlunni, Penninn Austurstræti Eymundsson, Borgarkringlunni Hafnarfjörður: Bókabúð Böðvars Penninn Strandgötu Keflavík: Bókabúð Keflavíkur Akranes: Bókaverslun Andrésar Nielssonar Tanginn. Húsavík: Bókabúð Þórarins Stefánssonar Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Selfoss: KÁ Selfossi Hvolsvöllur: KÁ Hvolsvelli Vestmannaeyjar: KÁVestmannaeyjum, Isafjörður: Bókaverslun JónasarTómassonar Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur. Skagfirðingabúð, Ártorgi Akureyri: Bókaval GHHKÞ- Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið til að bera! Verð kr. 9.795 kr. Tilboðsverð aðeins 7.935 kr. Flugtaska á „fríhafnarprís!" Flugtaska með áfastri grind á hjólum. Upplögð fyrir ferðaglaða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.