Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 23 sér. Elín er afar sannfærandi Stein- unn, röddin býr yfir dökkum blæ og þó hún njóti sín best á háum tónum þá er hún jöfn og hefur óþvingaðan, fallegan og þéttan tón á lágu nótunum. Bergþór Pálsson syngur Ólaf. Hann hafði sterka nærveru og frá honum streymdi hlýja dreng- skaparmannsins. Bergþór söng af öryggi, og oft mjög fallega. Hlut- verk Ólafs er lagrænt og söngur hans, annars vegár um ást hans til Steinunnar, „Þú varst vorsins gróði“, og hins vegar tvísöngur hans með Lofti, „Reikult er rót- laust þangið", var feikna vel sung- inn og innilegur. Söngrödd Berg- þórs var jafnari og heilsteyptari en oft áður. Þóra Einarsdóttir syngur hlut- verk Dísu. Hún hefur skæra og létta sópranrödd sem hún beitir af öryggi og skilaði mjög fallega sín- um söngvum. Hún syngur um draum sinn til Lofts í fyrsta þætti og leikur af léttleika og óþvingað hina björtu og vernduðu Dísu, sem Loftur fellur svo auðveldlega fyrir. Í þriðja þætti syngur Dísa aríuna, „Eg átti mér rós“, eftir að hún hefur í rauninni yfirgefið Loft. Það er mjög fallega saminn söngur og þar naut rödd Þóru sín best. Bjarni Thor Kristinsson syngur „Gamla“. Hann hefur mjög góða, dökka bassarödd sem býr bæði yfir hæð og dýpt. Hann söng aríu sína í byijun óperunnar, „Ég vildi sem fálkinn", af myndugleik og krafti sem greip áheyrendur strax. Loftur Erlingsson syngur „And- ann“ samvisku Lofts. Hans hlut- verk er afar fallega skrifað af höf- undi og söng Loftur það af mýkt og látlausri fegurð. Loftur hefur lýriska, mjúka barytonrödd og „Andinn" var áhrifamikil andstæða við vitfirringu Galdra-Lofts. Viðar Gunnarsson syngur Gott- skáik biskup. Það er ekki stórt hlutverk en afar þýðingarmikið. Viðar söng með sinni voldugu bassarödd af öryggi og festu at- vinnumannsins og var mikilúðlegur sem Gottskálk hinn grimmi. Karlar úr kór Islensku óperunnar sungu áhrifamikið atriði við uppvakningu biskupanna. Jón Ásgeirsson hefur löngum verið það tónskáld íslenskt sem hefur samið tónlist fyrir söngvara og kann að meta hina marvíslegu möguleika söngraddarinnar. Með þessari óperusmíð hefur hann sýnt þekkingu og ást sína á söngrödd- inni og samið langþráða íslenska óperu þar sem söngvarar fá að njóta sín. Hann er þegar í hópi fremstu tónskálda íslands og með óperunni Galdra-Lofti hefur hann unnið_ stórvirki. Jóni Ásgeirssyni og aðstandendum óperusýningarinnar, það er Listahá- tíð og Islensku óperunni, ásamt öll- um þeim sem stóðu að sýningunni, óska ég hjartanlega til hamingju. Sýningin á Galdra-Lofti í íslensku óperunni er fágætur listviðburður. Þuríður Pálsdóttir Söngkeppnin í Kaupmannahöfn Jón Runar Arason verðlaunaður Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. Jón Rúnar Arason söngvari vann til verðlauna um helgina í söngkeppni í Kaup- mannahöfn og kennd var við danska hetj- utenórinn Lauritz Melchior. Verðlaun Jóns Rúnars nema þijátíu þúsund dönsk- um krónum eða um 330 þúsund íslensk- um krónum. Fyrstu verðlaun hlaut Andriy Shkurhan, 33 ára Úkraínumaður, söngvari við óperuna Jón Rúnar Arason í Varsjá. Það tók dóm- nefndina viku að velja þá sex, sem í úrslit komust, en alls voru valdir sextíu þátttak- endur til að keppa til úrslita af þeim 130, er tilkynntu þátttöku. Meðal dómefndar- manna var sænska söngkonana Birgit Nilson en formaður dómnefndar var Hans Gammeltoft-Hansen umboðsmaður danska Þjóðþingsins. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“ ÚRSLIT í ljóðasam- keppni Listahátíðar í Reykjavík 1996 voru kynnt við setningu há- tíðarinnar síðastliðinn föstudag. 525 ljóð eftir um tvö hundruð höf- unda bárust í keppnina og voru þijú þeirra val- in til verðíauna. Fyrstu verðlaun féllu Gunnari Harðarsyni í skaut fyrir ljóðaflokk- inn Blánótt. Kveðst hann ánægður með við- urkenninguna en segir of snemmt að segja til um hvaða þýðingu hún hafi fyrir hann sem skáld. „Hins vegar geta svona keppnir almennt haft þá þýðingu að bókmenntirnar komist í fréttirnar og hljóti fyrir vikið athygli.“ Gunnar byijaði á Blánótt fyrir allmörgum árum en lagði ljóðið fljótlega í salt, þar sem það lá um skeið. „Ég lauk síðan við ljóðið í fyrravor en hélt áfram að yfirfara það fram eftir hausti. Hins vegar hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við það og ákvað upp á von og óvon að senda það í ljóðasamkeppni Listahátíðar." Að öðru leyti vill Gunnar láta öðrum eftir að rýna í ljóðið og vitn- ar í fleyg ummæli: „Mitt er að yrkja, ykk- ar að skilja." Gunnar er lektor í heimspeki við Háskóla Islands en hefur jafn- framt fengist töluvert við ritstörf. Segir hann það engum vafa undir- orpið að þessi svið — bókmenntirnar og heimspekin — geti átt vel saman. Margir af helstu heimspekingum Vesturlanda hafi til að mynda jafnframt verið góðir rithöfundar. „Það er fyrst og fremst hugsunin og málið sem sameina þessi svið en bókmenntaformið er einnig mikilvægt innan heimspek- innar; til dæmis notaðist Platón mikið við samtöl, einskonar leikrit. Þá hafa sumir skrifað heimspekileg- ar skáldsögur, samanber Birtíng eftir Voltaire. Það er með öðrum orðum innangengt þarna á milli.“ Annar hlutskarpastur í ljóðasam- keppni Listahátíðar varð Þórður Helgason skáld og lektor við Kenn- araháskóla íslands fyrir ljóðið Stjörnur og þriðju verðlaun komu í hlut Ragnars Inga Aðalsteinssonar kennara og rithöfundar fyrir ljóðið Krossar og staðreyndir. Gunnar Harðarson Einstakt tækifæri fyrir hönnuði, ráðgjafa, öryggisfulltrúa banka, stofnana og stærri fyrirtækja til að kynna sér hvað er að gerast í staðalmálum fyrir öryggiskerfi. | s Hótel Saga A - salur { Miðvikudagur 5. júní 1996 | kl. 13:30 - 17:00 Arne Larsen, sem hefur yfir 25 ára reynslu á sviði öryggismála. Hann vann að gerð upphaflegrar reglugerðar SKAFOR fyrir öryggiskerfi og hefur átt sæti í þeirri nefnd síðan 1987. Hann er fulltrúi fyrir hönd Danmerkur í European Sectoral Committee for Intrusion and Fire protection (ESCIF). Vinnur að mótun Evrópustaðla og gætir hagsmuna Danmerkur á því sviði. Formaður Sikkerhedsbranchen fd. síðan 1993. \ Kynnt verður staðan í staðlamálum í Evrópu fyrir öryggiskerfí. Hvernig eru staðlarnir byggðir upp eftir áhættuflokkum og hvers vegna? Hvernig er búnaður prófaður til að fá viðurkenningu og af hverjum? Hönnuðir og ráðgjafar öryggiskerfa, öryggisfulltrúar banka, stofnana og stærri fyrirtækja. A'KJMVÚ Hjá Securitas í síma 533 5000 fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 4. júní 1996 Félag Löggiltra Bifreidasala NÝJA BÍLAHÖLUN FUNAHÖFÐA I Ss 567-2277 Félag Löggiltra Bifreidasala MANAÐA SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 6 RIFANDI SALA - FRIAR A UGL YSINGAR - FRITTINNIGJALD Kláraðu dæmið með SP-bilaláiti Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni. fNissan Patrol diesel SLX árg. '95, ek. 27 þús. km., hvítur, 32" dekk, 2 álfelgur. §Renault 19 RT árg. '94, ek. 36 þus. km., grænn, sjálfsk., r/r. Verð 1.230.000 stgr. Bein sala. §M. Benz 260E árg. '88, ek. 130 þús. km., drapp, sjálfsk., álfelgur, ABS, * cen, 4-H spil. ‘£ Verð kr. 2.220.000. Ath. skipti. fToyota 4Runner diesel tubro árg. '94, ek. 17 þús. km., dökkblár, 5 g., ce 44" dekk. Einn með öllu. * Verð 4.700.000. Ath. skipti. Sími 588-7200 HÁRMÖGNUN HF Hyundai Elantra 1,8 GT árg. '95, ek. 3 þús km., sægrænn, sjálfsk. Verö 1.340.000. Ath.skipti. Subaru St. DL árg. '91, ek. 117 þús. km., grár. Verð 790.000. Ath. skipti. Einn eig andi. Toyota Double Cap árg. '92, ek. 106 þús. km., grár, 33" dekk, álfelgur, hús o.fl. Verö 1.690.000. Ath. skipti. •s MMC L-200 Extra Cap diesel árg. So '91, ek. 238 þús. km., rauður. 'g Verð aöeins 990.000. Ath. skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.