Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 25 Skeifur í rými MYNDPST Listhúsiö Fold MÁLVERK Jóhannes Jóhannesson. Opið daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17, sunnudaga 14-17. Til 9 júní. Aðgang- ur ókeypis. MÁLARINN Jóhannes Jó- hannesson er í hópi atkvæða- mestu fulltrúa módernismans á Islandi, og hefur verið það frá því liststefnan ruddi sér rúms eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann hefur jafnframt verið mikilvirkur í félagsmálum listamanna, tvö tímabil í safnráði Listasafns ís- lands 1965-73, og um árabil var hann sérlegur fulltrúi safnsins varðandi sýningahald. Það var af dijúgu tilefni að forráðamenn listhússins Foldar, í byggingu Egils Vilhjálmssonar á mótum Laugavegs og Rauðarár- stígs, buðu listamanninum að setja upp sýningu á verkum sín- um, en hann varð 75 ára annan í hvítasunnu. Jóhannes safnaði saman 16 málverkum með stuttum fyrir- vara, sem með fáum undantekn- ingum eru frá þessu og næstliðn- um árum. Ein myndanna sem er af fyrirsætu er þó frá 1946, og setur skemmtilegan svip á fram- kvæmdina. Sex myndanna eru í einkaeign. Eins og ég hef ítrekað vikið að, nefnast slíkar sýningar fá- gæti á útlenzkum málum, raritet á skandinavísku, rarieté á frönsku, raritt á þýsku og rarity á ensku og eru mjög vinsælar svo TONLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Graduale-barnakórinn undir stjóm Jóns Stefánssonar söng íslensk og erlend lög. Sunnudagurinn 2. júní, 1996. GRADUALE - barnakórinn hyggur á ferð til Danmerkur og Færeyja að syngja fyrir frændur okkar. Stjórnandi kórsins, Jón Stefánsson, hefur náð að byggja upp frábæran kór og er vanda- samt að tiltaka eitthvert sérstakt lag, er var betur sungið en önn- ur. Tónleikarnir hófust á því að kórinn, við píanóundirleik Láru Bryndísar Eggertsdóttur, tónlist- arnemaj sem er félagi í kórnum, fluttu Ur útsæ rías Islands fjöll, eftir Pál ísólfsson og var töluverð reisn yfir söng barnanna. 011 ís- Chicago. Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn, sem hafa rannsakað lokk úr hári þýska tónskáldsins Ludwig van Beethoven, í von um að komast að því hver dánarorsök hans var, segja að hann hafi ekki tekið morfín, þrátt fyrir ýmiss konar krankleika. Efnagreiningu á hár- inu er ekki Iokið en leitað er að efnum á borð við sink, arsenik og kvikasilfur. Finnist mikið sink í hárlokki tónskáldsins, bendir það til þess að ónæmiskerfi Beethovens hafi verið veiklað. Arsenik væri til marks um að eitrað hefði verið fyrir honum en kvikasilfur gæfi til kynna að hann hefði sýkst af sárasótt, en kvikasilfur var gefið sjúklingum með sárasótt á 19. öld. sjaldan sem myndlistarmennirnir ljá máls á þeim. Þetta eru iðulega ýmsar uppstokkanir úr fortíð og sýningarnar ölíu fjölþættari og líflegri en þegar um hið nýjasta er að ræða eða einangruð tímbil frá ferli viðkomandi. Ekki er óalgengt að menn hlaupi upp til handa og fóta er slíkir gjörningar eiga sér stað, hvað þá ef í hlut eiga nafnkunnir málarar. En einhvern veginn hefur sú þróun ekki náð hingað, frekar en margt annað hjá rótgrónum menningarþjóðum. Sýnu lakara er þó hve ósýnt landanum er að halda utan um listamenn sína og lyfta undir þá á mikilvægum tímamót- um. Er löngu tímabært að þjóðin fái aðgang að myndverkum sem unnin hafa verið hér á landi í réttu og hlutlægu samhengi, því sá þátt- ur hefur verið vanræktur, þannig að margir okkar bestu málarar eru óþekktir meðal yngri kynslóða. Ég er hér að vísa til íslenzkrar sjónlistarsögu jarðtengda íslenzk- um vettvangi og samtíð, en ekki lítilsigldri samanburðafræði línu- dansara við það sem gert hefur verið erlendis. Nýlistir eiga einnig að geta sprottið upp af íslenzkri rót og við þurfum ekki alfarið er- lenda gróðurvirkt til slíkra at- hafna, nógur er efniviðurinn í há- leitri nálægð. Skiptir litlu í hvaða stílbrögðum málað er, en öllu hvernig það er gert, og að gerand- inn hafi eitthvað að segja, því nýir fletir í listum verða til við hugsæi á umheiminn, menn leita þeirra ekki, heldur finna þá. Jóhannes er af sömu kynslóð og Cobra málararnir, þó hann sé af öðru upplagi, og þótt hann og Frábær söngnr lensku lögin voru sérlega vel flutt en sum þeirra voru umrituð fyrir barnakór en eitt, Nú sefur jörðin, eftir Þorvald Blöndal, var sérstak- lega raddsett af Hildigunni Rún- arsdóttur. Það er greinilegt að margir félagarnir í kórnum eru langt komnir í tónlistarnámi og efni í góða listamenn og var t.d.frumflutt tónverk eftir einn kórfélaga. Er vetur mætir vori heitir verkið en bæði lag og texti er eftir Önnu Kristínu Gunnars- dóttur, gott lag, sem var einstak- lega skemmtilega raddsett. Nokk- ur íslensk þjóðlög voru á efnis- skránni og var söngur kórsins í Móðir mín í kví, kví mjög góður. Þá gera vísindamennirnir, sem starfa við Heilsurannsóknarstöð- ina í Naperville, sér von um að efni sem finnast í hárinu, stað- festi snilligáfu tónskáldsins. Segja þeir rannsóknir siðustu tuttugu ára hafa sýnt fram á ákveðin tengsl snilligáfu og mik- ils kopars og natríums og lítils sinks. Talið er að Beethoven hafi dáið úr lungnabólgu en einnig hefur verið sagt að hann hafi þjáðst af niðurgangi og maga- kvölum síðasta áratuginn sem hann lifði. Hann lést árið 1827. Það var félag Beethoven-aðdá- enda i Bandaríkjunum sein keypti lokk úr hári Beethovens á uppboði árið 1994 og flutti vestur um haf. íslenzkir félagar hans hafí ekki lifað og starfað í útlöndum, ber það vott um landlæga minnimátt- arkennd og dómgreindarleysi að byggja ekki upp á okkar eigin þjóðarsál. Jóhannes á að baki litríkan fer- il sem málari og list hans hefur gengið í gegnum ákveðið þróun- arferli, en hins vegar hafa dönsku Cobra málararnir svo til ekkert breyst síðan þeir komu fyrst fram eftir seinni heimstyijöldina. Eng- inn talar um endurtekningar hjá Eiler Bille, Egil Jacobsen eða Carl Henning Pedersen í þeirra heimalandi, heldur nýja og ferska sköpun í hvert sinn sem þeir sýna. En hér á útskerinu þurfa menn helst að koma fram með eitthvað nýtt á hverri sýningu og fáir taka eftir ferskleika málunarháttarins, ef formin hafa ekki breyst til muna, svo algert er ólæsið á ferska nýsköpun. Jóhannes Jóhannesson hefur lengi þróað ákveðið ferli, sem hann nefnir sjálfur „hreyfingu og hryn á myndfleti" og gefur mikla möguleika í úrvinnslu og heldur svo fast við það sem er hárrétt afstaða. Lítum einungis á fersk- leikann í samtvinnuðum mynd- heildum hörku eða mýktar og samspilinu þar á milli svo sem „Rauð form“ , 1992 (1), „Endur- minningar frá Búðum“, 1984 (2), „Elddans“ (4), „Leikur", 1996 (5), „Við ströndina, 1996, og „Uppstilling með melónu“ (1996). Állt eru þetta afar vel málaðar myndir, sem segja okkur að það er stórt orð að standa við að vera málari. Bragi Ásgeirsson Fyrri hluta tónleikanna lauk með Salutatio Marie, eftir Jón Nordal og var það sérlega vel sungið en þetta frábæra verk er ekki auð- velt í söng. Eftir hlé voru Norræn söng- verk, t.d. eitt frá Færeyjum, Nú sprettir á fold og spírar, ágætt lag eftir Hojgaard, sem ef til vill var ekki nógu vel æft. Alþjóðlegi hluti efnisskrár hófst með Lata sígaununum í raddsetningu Kod- aly og lauk með tveimur negra- sálmum. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar og getur Langholtssöfnuður verið hreykinn af Graduale-kórnum, góðum söng hans og því uppeldi og þeirri ögun, sem slík vinna skilar sér með börnunum og mun fylgja þeim alla ævi en til næstu framtíð- ar fylgja kór og stjórnanda góðar óskir um góða ferð og góða heim- komu. Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vilt veiöa sólbrún/n á mettíma í skýjaveðri. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olia,-gela,-úða,-salva og -stifta m/sólvörn fra I til 150, eða um tvöfalt öflugri en aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlinan er fram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni, jojoba, minkolíu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vitaminum □ Sértiönnuð sólkrem fyrir iþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv. 1115 og 130. □ 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra af Aloe gei þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr? An spirulinu, tílbúinna lyktarefna eða annaira ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boal E-gel læst lika hjá Samtökum psoriasis og exemsjúklin- ga. Heilsuval - Barónsstig 20 tr 562 6275 9 Listahátíð í Reykjavík 1996 Þriðjudagur 4. júní Féhirsla vors herra Dans- sýning. íslenski dansflokkur- inn. Borgarleikhúsið: Frum- sýning kl. 20. Galdra-Loftur íslenska óp- eran: 2. sýn. kl. 20. Eros Loftkastalinn: 2. sýn. kl. 20.30. Rachel Whiteread. íslensk grafík: Opnun kl. 17. Klúbbur Listahátíðar. Loftkastalinn: Opið frá kl. 17. Frumsýning ánýjum grafíkverkum í SÝNINGARSAL félagsins ís- lensk grafík, Tryggvagötu 15, Geirsgötumegin, verður opnuð sýning á verkum Rachel Whiteread í dag kl. 17. Hér er um að ræða frumsýningu á nýjum grafíkverkum eftir unga breska listakonu Rachel Whitere- ad. Hún er einkum þekkt fyrir sérstæða skúlptúra sína sem byggja á því að taka mót af tóminu. Herbergi er fyllt og fyllingin skilin eftir, en innréttingunni hent. Whiteread hefur fyllt heil hús af gifsi, rifið síðan húsið og stillt gifs- mótinu upp sem verki. Hér sýnir Whiterea tvívíð þrykk, em eru byggð á ljósmyndum listakonunnar af biokkum í Hackney hverfínu í London, rétt fyrir og eftir eyðilegg- ingu. Sýningin er opin daglega frá kl. 13-18 til 23. júní. AEG VAMPYffÚ léttar og með- færilegar ryksuguiy á góðu verðH, Vampyr árgerð 19? mkm ■ miiingwn! Öko Vampyr 8251 • Sexföld ryksíun* Stíllanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • þrír auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 5,5 lítrar • 900vött ( Nýr Oko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Á meðan hlé er gert á ryksugun erSTenda,eSV ^mpyr 5010 ryksugunnary Fiórfö|d k$iun . Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar 1300 vött • Þyngd 6 kg • BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Sími 553 8820 jmboÓin.tínn Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturiand: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfiröir:.Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði.KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Hárlokkur Beethovens rannsakaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.