Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ1996 35 KRISTÍN ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR + Kristín Elín Þórarinsdóttir fæddist i Þernuvík við ísafjarðardjúp 24. janúar 1928. Hún lést á Borgar- spítalanum 25. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldóra Guðjóns- dóttir, f. 1.6. 1888, d. 8.8. 1953, og Þór- arinn Dósóþeusson, f. 27.5. 1882, d. 26.5. 1970. Börn þeirra voru auk Kristínar: Jón Helgi, f. 28.3. 1919, d. 8.8.1945, Sigríður Rak- el, f. 16.11. 1920, Rannveig, f. 26.8. 1922, og Ásgerður, f. 3.5. 1924. Eftirlifandi ejginmaður Kristínar er Ólafur Á. Jóhann- esson, f. 5.7. 1928. Börn þeirra eru: Jón Helgi Hjartarson, f. 20.8. 1960, Halldóra Ól- afsdóttir, f. 1.5. 1966, nemi í guð- fræði við HÍ, Helga Ólafsdóttir, f. 25.1. 1968, kennari, henn- ar maki er Magnús Jónsson, f. 28.8. 1970, rafvirki. Börn þeirra eru Ólafur Jón, f. 4.7. 1991, og Kristín Sigrún, f. 7.7. 1993. Kristín ólst upp í foreldrahúsum til tvítugsaldurs. Skyldunám stund- aði hún við Reykjanesskóla við Djúp og hóf síðan nám við hús- mæðraskólann á Laugai-vatni. Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag verður til moldar borin ástkær móðursystir mín, Kristín Þórarinsdóttir, sem er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristin, eða Stína frænka eins og við bræðurnir kölluðum hana jafnan var aðeins 68 ára er kallið kom. Ég ætla mér ekki að rekja lífs- hlaup Stínu nákvæmlega, enda mun það vera betur gert annars staðar. Stína var eins og flestir sem eru af hennar kynslóð, fædd í sveit, nánar tiltekið í Þernuvík við ísa- Ijarðardjúp, í litlu býli eins og svo margir íslendingar. Eins og við á um svo fjölmarga af hennar kynslóð lá leið Stínu til Reykjavíkur eftir að venjulegu skyldunámi lauk. Stína er því af þeirri kynslóð sem hefur séð ísland stökkva úr fátækt til velmegunar. Það á þá ekki hvað síst við um Reykjavík, sem á aðeins nokkrum áratugum breyttist úr litlu sveitaþorpi í nútíma borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Áður en Stína giftist, vann hún fyrst og fremst við verslunarstörf, en þau störf lágu mjög vel fyrir henni. Bæði var það vegna hinnar fáguðu framkomu hennar og ekki síður vegna þess að Stína var greind kona og fljót að átta sig á hlutun- um. Þetta ásamt meðfæddum dugn- aði og samviskusemi gerði hana að úrvals starfsmanni. Ég minnist þess að hún vann um margra ára skeið í Verzluninni Hygea í miðborg Reykjavíkur. Það er gaman að riíja þetta upp, því í þessari verzlun voru seldar snyrtivörur. Ég var einu sinni í sumarvinnu hjá fyrirtækinu J.S. Helgason hf. á meðan Jón Helgason eigandi var enn á lífi, en Verslunin Hygea keypti eins og aðrar slíkar verzlanir mikið af snyrtivörum það- an. Ég var ekki búinn að vinna í murga daga þegar Jón gekk að mór og sagði: „Svo þú ert frændi hennar Stínu.“JÞað þurfti ekki fleiri orð um það. Ég heyrði það á því hvernig hann sagði þessi orð, að öll frekari meðmæli með mér væru óþörf. Ég var því stoltur yfir því að játa þessari spurningu. Þær systurnar fluttust allar til Reykjavíkur; Ásgerður, eða Gerða eins og við kölluðum hana, sú sem er næstyngst þeirra systra, bjó um margra ára skeið með Stínu á Smáragötunni og eftir að Stína giftist bjó hún fyrstu árin eftir það hjá þeim hjónum Stínu og Óla, áður en hún fór á Reykjalund og síðar á Dvalarheimili Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Stína reyndist Gerðu systur sinni ákaflega vel, en Gerða var fötluð frá barnæsku. Ég vil koma sérstöku þakklæti frá Gerðu á framfæri fyrir samferðina, nú þegar leiðir hefur skilið um stund- arsakir. Þegar við bræðurnir í Akurgerð- inu vorum litlir hljóp Stína frænka oft undir bagga með mömmu við að passa okkur. Var þá oft kátt á hjalla hjá okkur bræðrum. Stína var ákaflega frændrækin og fylgdist jafnan vel með sínum. Eftir að ég fluttist út á land hitt- umst við eðlilega mun sjaldnar en þegar við vorum litlir drengir, en iðulega var Stína að spyija mömmu um okkur og eftir að við eignuð- umst börn fylgdist hún ætíð vel með því hvernig þeim gengi og liði. Einn skemmtilegur eiginleiki fylgdi Stínu ætíð, sem ber góðum gáfum hennar vitni, en það var hversu orðheppin hún yfirleitt var. Guðlaug dóttir mín var að minnast á það um daginn, hvað Stína hefði iðulega kallað sig þegar hún neyrði í henni í síma: „Hvað segir þú nú tían mín?“ en Guðlaug er fædd þann 10.10. Það fylgdi Stínu jafnan að gaman var að heyra hana segja frá. Mér eru minnisstæðar sögur hennar frá bernsku sinni, og lær- dómsríkur samanburður frá þeim frásögnum við daginn í dag. Ég veit að börn hennar hafa fengið þar gott vegarnesti úr móðurgarði ásamt svo mörgu öðru. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Stína og Óli á Framnesvegin- um, en fluttust síðar í Hraunbæ, sem þá var í örri byggingu. Síðar fluttust þau í Heiðargerðið og var Stína þá komin í nágrennið við okkur í Akurgerðinu. Síðustu árin bjuggu þau svo í Efstaleitinu áður en þau fluttust í þjónustuíbúðir aldraðra í Hæðargarðinum. Fyrir nokkrum árum keyptu þau Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BS. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 issfi MINNIIMGAR Óli og Stína bæinn Þúfukot í Kjós. Af sínum alkunna dpgnaði og myndarskap byggði Ólafur upp húsin þar, svo myndarlega að mér er nær að kalla það hótel en íbúðar- hús. Einnig hefur Óli staðið þarna fyrir mikilli ræktun, svo að þegar litið er upp að húsum er eins og um stórbýli sé að ræða. Hin síðustu ár Stínu voru þau oft uppi í Þúfu- koti og oft glatt þar á hjalla, því þau hjón hafa alla tíð verið alveg einstaklega gestrisin. Ég vil sér- staklega taka fram sem dæmi um gestrisni þeirra að þau buðu okkur hjónunum að halda fertugsafmælið mitt upp í Þúfukoti hjá sér. Það var góð helgi _sem við áttum þá. Elsku Óli, Nonni, Dóra, Helga og Maggi, við bræðurnír í Akur- gerðinu, Sigga Fanný, Guðlaug og Lárus ásamt mömmu, Veigu og Gerðu flytjum okkar innilegustu samúðaróskir. Missir ykkar er mik- ill, en munið að samleiðinni er að- eins lokið í bili. Þið kveðjið góða konu í dag. Elsku Stína mín. Við öll flytjum þér innilegar þakkir fyrir liðna tíð. Hvíl í frið. Þórhallur Jónasson. Þegar kvödd er hinstu kveðju kær vinkona leitar hugurinn burtu frá dánarbeði og þá birtist skír mynd í minningunni af fallegri dökkhærðri stúlku. Vel klædd og fjörleg í hreyfingum við afgreiðslu og leiðbeinandi um snyrtivörukaup þáverandi fegurðardísum borgar- innar. Þetta var í versluninni Hygea í Reykjavíkurapóteki en þar starf- aði Kristín um árabil og var í vin- áttu við eigendur fyrirtækisins. Kristín bauð af sér einstakan þokka, var glaðleg og einlæg við alla og þannig var hún alla tíð. Kristín var mikil útivistar- og íþróttakona _og var til dæmis góð sundkona. Árin liðu fljótt við leik og störf en þegar einkasonurinn Jón Helgi fæddist breyttist líf Kristínar talsvert. Kristín giftist síðar Ólafi Jóhannessyni blikksmíðameistara og bjuggu þau hjónin fjölskyldunni fallegt heimili og réðust á sama tíma í það stórvirki að stofna fyrir- tæki, Blikksmiðjuna hf., sem varð að stórfyrirtæki og var rekið með myndarbrag þar til Ólafur neyddist til að selja það af heilsufarsástæð- um. Fjölskyldan stækkaði, þeim hjónum fæddust tvær dætur, Hall- dóra og Helga, og þá var allt full- komnað og góður tími framundan. Þá varð Kristín fyrir því áfalli sem fylgdi henni til æviloka. Hún jiimixni, Erfidrykkjiir * H H M P E R L A N Sími S62 0200 Siiimiiif HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURB/EJAR eru opin til kl. 22 “A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Héaleitl&apótek greindist með höfuðæxli sem var fjarlægt og virtist hún fá allgóðan bata þótt hún yrði aldrei söm og áður. En Kristín átti eftir að reyna meira. Sonur hennar lenti í hörmu- legu bílslysi og var honum um tíma vart hugað líf og hefur hann aldrei náð fullum bata. Þessi atburður varð Kristínu erfið byrði með eigin veikindum. Þrátt fyrir þetta áttu þau Ólafur og Kristín góð ár saman milli áfalla. Ferðuðust þau talsvert, bæði hér heima og erlendis. Þegar Ólafur varð að hætta at- vinnurekstri af heilsufarsástæðum, festu þau kaup á jörðinni Þúfukoti í Kjós, sem þau hafa síðan bætt og fegrað með trjárækt o.fl. Þar hafa þau átt margar góðar stundir. Ekki má halda að líf Kristínar hafi verið eintómt mótlæti þótt hún hafi fengið ríflega sinn hlut af því hvað varðar veikindi. Björtu árin voru mörg. Hún eignaðist góðan tengdason, Magnús Jónsson, og síð- an bættust við gleðigjafarnir, ömmubörnin Óli Jón og Kristín. Síðast fékk Kristín aftur höfuð- mein sem ekki var hægt að bæta og hefur sá tími verið henni mjög erfiður. Kristín hafði einn sérstakan eig- inleika, en það var einstakt minni. Það var sama um hvað var talað; mannanöfn, ártöl og önnur atvik, Kristín hafði þetta allt á hreinu til hins síðasta og átti hún það til að leiðrétta okkur hin. Við höldum að þessi skýra hugsun hafi farið illa með hana í veikindum hennar, en hún var það vel af Guði gerð að hún kvartaði aldrei þótt henni hefði verið vel ljóst að hveiju stefndi. í öllum veikindum Kristínar hefur Ólafur sýnt henni einstaka um- hyggju og vitum við að hún mat það mikils. Við vilum biðja Kristínu vinkonu okkar allrar blessunar á þeim leiðum sem hún nú fer og þakka henni allar góðu stundirnar, bæði heima og á ferðalögum og vottum fjölskyldu hennar samúð. Soffía og Orn Þór Karlsson. Mig langar að kveðja þig, elsku Stína, með örfáum orðum í hinsta sinn. Sá tími sem þú gafst mér frá barnæsku verður ætíð í minningum mínum er þið systurnar komuð úr sveitinni til mín og frænda ykkar, mannsins míns, sem er dáinn. Ég veit að hann tekur vel á móti þér þegar þú kemur yfir. Þú varst okk- ur svo mikill heimilisvinur. Ég sakna þín mikið sem varst mér svo góð og alla tíð. Börnum þínum og móður varstu mikil móðir og kona. Nonni og systur missa svo mikið og sárt er fyrir litlu barnabörnin að fá ekki að njóta Stínu ömniu sinnar lengur, en þau hafa þá Óla afa sinn til að leita til og ég veit að hann mun unna þeim áfram af alúð eins og hans er von og vísa. Ég og sonur minn sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstund. Við þökkum allar okkar samverustundir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Soffía Jónsdóttir, Kristján Júlíusson. Elsku Stína. Nú streyma minningar um huga minn og langar mig að minnast þin með nokkrum orðum. Kynni mín af þér hafa því miður aðeins varað í um tíu ár og er það allt of stuttur tími. Þú varst alltaf svo hlý og góð og tókst öllum opn- um örmum og allir voru vinir þínir. Það var notalegt að vera í návist þinni. Þú varst alltaf að stjana við okkur Helgu þegar við komum í heimsókn. Þið Óli buðuð okkur ótal sinnum í mat og það var oft erfitt að fá að hjálpa til við uppvaskið því þú vildir að við slöppuðum bara af í ró og næði. Já, þú varst ótrú- leg. Alltaf að og hugsaðir ætíð fyrst um hvað væri best fyrir aðra. Éftir að Óli Jón fæddist passaðir þú hann mikið, þar sem Helga var í námi og ég að vinna. Hann hændist mjög að þér og þú talaðir stöðugt við hann og söngst, enda var hann al- talandi rétt tveggja ára. Fjögur löng og erfið ár eru liðin frá því að þú veiktist en þrátt fyrir þetta hörmulega áfall hefur þú ver- ið ótrúlega viljasterk og virkilega barist fyrir því að ná bata á ný. Þú varst alltaf að þjálfa þig heima og uppi í Koti, taldir metrana og vildir helst bæta við þig á hvetjum degi. Þú uppskarst eitt gott ár og fyrir það erum við ákaflega þakk- lát. Þú varst hörku kona og ætlaðir ekki að láta sjúkdóminn ná yfir- höndinni og til marks um þraut- seigju þína þá sagðist þú eiga mik- ið eftir viku fyrir andlát þitt. Stina, þú hefur verið mér góð tengdamóðir og börnunum okkar, Óla Jóni og Stínu Rún, góð amma. Ég þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem ég hef átt með þér. Minning þín lifir í huga okkar. Megi Guð varðveita þig að eilífu. Magnús. A GOÐU VERÐI Grcinít Helluhraun 14 Hafnaríjörður Sími: 565 2707 Opið mán-fimmtud. frá kl. 9-12 09 13-18 09 föstud. frá kl. 9-12 09 13-16 10% staðgreiðsluafsláttur. Stuttur afgreiðslufrestur og frágangur á legsteinum í kirkjugarð á vægu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.