Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 37 MAREL KRISTINN MAGNÚSSON + Marel Kristinn Magnússon var fæddur í Kolholts- helli í Flóa 8. febr- úar 1902. Hann lést á Landspitalanum 24. mai síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þor- steinsson bóndi í Kolholtshelli í Flóa, seinna járnsmiður í Reykjavík, f. 25.9. 1857, d. 8.10. 1942 og kona hans Sig- ríður Magnúsdótt- ir, f. 18.8. 1861, d. 3.8. 1941. Hinn 9. júní 1928 kvæntist Marel eftirlifandi eiginkonu sini Guðbjörgu Pálsdóttur, f. 22. febrúar 1907. Foreldrar hennar voru Páll Stefánsson sjómaður og Ólöf Jónsdóttir. Börn Marels og Guðbjargar eru: 1) Erna Dóra, f. 3. janúar 1933, húsmóðir í Reykjavík, maki Alfreð Júlíusson vélstjóri. 2) Guðmar, f. 30. maí 1945, sölufulltrúi í Reykjavík, maki Pálína Jónmundsdóttir. Útför Marels fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Erfidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð, failegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LÖFTLLIIIIIi Magnússonar, afa eig- inkonu minnar. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tuttugu árum. Marel var þá hættur störfum en hann var um árabil bifreiðar- stjóri á Vörubílastöðinni Þrótti. Fyrir mig sem ungan mann var mjög lær- dómsríkt að kynnast Marel, sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, bar virðingu fyrir hinni vinnandi stétt og kenndi manni að bera virðingu fyrir vinnunni hveiju nafni sem hún nefndist. Með Marel er genginn einn af þeirri kynslóð sem tók þátt í upp- byggingu þess velferðarkerfis sem við yngra fólkið búum við í dag. Marel var mjög sérstæður og eftir- minnilegur persónuleiki. Þrátt fyrir að annar fótur hans væri styttri lét hann aldrei deigan síga heldur fór allra sinna ferða þar til Elli kerling kom honum í hjólastól síðustu árin. Hann lét aldrei bugast og tók þátt í öllum mannfagnaði innan fjölskyld- unnar glaður og reifur. Þótt mörgum fyndist hann kannski hijúfur á yfir- borðinu sló þar undir hlýtt og gott hjarta og réttsýni hans og heiðarleika var við brugðið. Marel var einstak- lega bamgóður maður. Hann hafði yndi af bömum og þau hændust mikið að honum. Hann fylgdist vel með öllum sínum afkomendum og þeirra skylduliði og spurðist fyrir um alla fram á síðasta dag. Og nú er komið að leiðarlokum. Þær em margar hetjurnar. í hvers- dagslífinu og Marel var ein af þeim. Þetta fólk vann hörðum höndum að uppbyggingu íslensks þjóðfélags og yngri kynslóðinni ber að minnast þeirra með virðingu og þökk. Fjöl- skyldan kveður nú Marel - föður, afa og langafa - og við yljum okkur við allar góðu minningamar sem tengjast honum. Guðbjörgu ömmu vottum við okkar dýpstu samúð en hún sér nú á bak sínum góða eigin- manni. Biessuð sé minning Marels Kristins Magnússonar. Agúst Victorsson. Mig langar til að minnast afa míns með nokkmm orðum. Hann átti langa ævi og var 94 ára þegar hann lést eftir tveggja vikna sjúkralegu. Hann og amma höfðu verið gift í 67 ár. Það eru forréttindi að eiga afa fram á fimmtugsaldur. Minning- arnar um hann rifjast upp á slíkum stundum og þær fyrstu tengjast stóra vörubílnum hans, en afi var vörubíl- stjóri frá því er ég man eftir mér og þar til hann var rúmlega stjötug- ur. Hann stundaði vinnu sína hjá vörubílastöðinni Þrótti. Þegar við systurnar vomm krakk- ar dvöldum við og mamma flestalla sunnudaga á heimili ömmu og afa því pabbi var til sjós og alltaf var jafn notalegt að koma þangað. Ósjaldan ók afi okkur á Reo vörabíln- um sínum heim þegar kvölda tók. Afi var barngóður og hændust barnabörnin og langafabörnin því að honum. „Hann er frábær,“ hefur sonur minn ósjaldan sagt þegar Malla langafa hefur borið á góma. Afi var vinnusamur, heiðarlegur og ósérhlífinn maður. Hann bar ekki tilfinningar sínar á borð en hafði áhuga á öllu og öllum í kringum sig og mjög ákveðnar skoðanir á stjórn- málum sem og öðru. Eitt af því síð- asta sem við töluðum um voru for- setakosningarnar sem fram undan em en um þær vorum við ekki alveg sammála. Ég mun ávallt minnast hans með hlýju. Elsku amma, ég veit að miss- irinn er mikill og bið guð að styrkja þig í sorginni. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg. Mig langar að setja fáein orð á blað til að minnast Marels Kristins t FJÓLA JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést 18. maí sl. Útför hennar hefur farið fram. Systkinin. t Kær bróðir okkar, JÓN ÞORKELSSON frá Arnórsstöðum, andaðist á öldrunardeild Egilsstaða- spítala 29. maí. Útför hans verður gerð frá Egilsstaða- kirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 14.00. Jarösett verður í Hofteigskirkjugarði. Systkinin frá Arnórsstöðum. t Frændi minn og bróðir okkar, GUÐJÓN GÍSLASON frá Vík, Grindavík, Hrafnistu, Reykjavik, er látinn. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna, Erla Jónsdóttir. t Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, ELÍSABET GÍSLADÓTTIR, Unufelli 50, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 13.30. Ingibjörg Axeldóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, MAREL KRISTINN MAGNÚSSON, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum föstudaginn 24. mai sl., verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, þriöjudaginn 4. júní, kl. 15.00. Guðbjörg Pálsdóttir, Erna Dóra Marelsdóttir, Alfreð Júliusson, Guðmar Marelsson, Pálína Jónmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÍVAR GUÐMUNDSSON, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 4. júní, kl. 15. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Skjóls. Barbara Guðmundsson, Bryan og Lorry ívarsson, Bruce og Lee Ann ívarsson, Pétur og Kathleen ívarsson og barnabörn. t Móðir okkar, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR handmenntakennari, Hæðargarði 29, lést í Borgarspítalanum þann 1. júni. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður, Erla Björg og Berglind Jóhannsdætur. t Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN GÍSLADÓTTIR, Snælandi 7, er lést 27. maí sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, miðvikudaginn 5. júní, kl. 13.30. Guðmundur Pálsson, Arnbjörg Handeland, Dag Handeland, Páll Guðmundsson, Steinunn Hákonardóttir, Anna Guðmundsdóttir, Óskar Þór Þráinsson, Þórhalla Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÞORGERÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR GARNES, Fjellgata 52, Álasundi, Noregi, lést á heimili sínu 29. maí. Útförin fer fram í Álasundi miðvikudag- inn 5. júní. Knut O. Garnes, Oscar Johan Garnes, Tone Garnes, Solveig Ragnheiður Sanne, Per Olav Sanne og barnabörn, Ari Brynjólfsson, Sigrún Brynjólfsdóttir, Áslaug Brynjóifsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, SVAVAR GUÐBRANDSSON rafvirki, Espigerði 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 2. júní. Ragnhildur Óskarsdóttir, Svavar Geir Svavarsson. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN ELlN ÞÓRARINSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 4. júní, kl. 13.30. Ólafur Á. Jóhannesson, Jón Helgi Hjartarson, Halldóra Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Magnús Jónsson, Ólafur Jón Magnússon, Kristfn Sigrún Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.