Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Áhugi Breta áís- lensku lambakjöti Utlending- amir taka völdin MONA Gudrun Fjeld varð frá Noregi fyrst útlendinga til að hljóta Morgunblaðsskeifuna á Bændaskólanum á Hólum. Skeifudagurinn var haldinn þar á laugardag með keppni í fjór- gangi sem er eitt af prófverkefn- um sem keppnin um skeifuna grundvallast á. Mona, sem hér sést hlaðin verðlaunum á gæðingi sínum Blæ frá Unbrekku, gerði gott betur, því hún hlaut einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna og landi hennar kom næstur í keppninni um skeifuna og finnsk stúlka varð í þriðja sæti. ■ Skeifudagur á Hólum/32 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÍSLENSKIR kjötútflytjendur hafa orðið varir við stóraukinn áhuga Breta á að kaupa lambakjöt. Þessi áhugi á íslensku kindakjöti er rakinn til umræðunnar um hættuna af riðu í nautakjöti sem hefur leitt til minnk- andi neyslu á nautgripakjöti og út- flutningsbanns. Hingað til hefur sáralítið verið flutt út af kjöti til Bretlands. Kjöt- umboðið hf., helsti útflytjandi lambakjöts, hefur fengið fjölda fyrir- spurna þaðan á undanförnum vikum, að sögn Helga Óskars Óskarssonar framkvæmdastjóra. Rekur hann þetta til riðuumræðunnar. Kjötum- boðið hefur selt eitthvað af kjöti til Bretlands nú þegar. Meistarinn hef- ur einnig fengið fyrirspurn frá Bret- landi um íslenskt lambakjöt og rekur Atli Sigurðsson markaðsstjóri það til riðunnar. Fyrirtækið hefur ekki getað útvegað kjöt frá sláturhúsi sem hefur leyfi til framleiðslu fyrir Evrópumarkað og auglýsir í dag eftir 30-60 tonnum af slíku kjöti. Verð og greiðslur skipa máli Kjötumboðið hf. hefur sölusam- komulag við sláturhúsin þtjú sem hafa Evrópustimpil. Helgi Óskar segir að mestallt kjöt frá þessum húsum sé nú selt enda geri kaupend- ur víðar en í Evrópusambandslönd- um kröfur um að varan komi frá ESB-vottuðum sláturhúsum. Helgi Óskar segir að vel komi til greina að selja öðrum útflytjendum kjöt og það hafi verið gert. Þar skipti verðið sem þeir geta fengið og tryggar greiðslur mestu máli. Atli segir að það komi honum spánskt fyrir sjónir að fá ekki kjöt til að selja, í ljósi umræðunnar um söluerfiðleika og niðurskurð sauðíjár. Hann segist geta fengið svipað verð og aðrir útflytjendur hafi verið að bjóða. Segir Atli að ef ekkert kjöt sé til í landinu nú vilji fyrirtækið reyna að fá kjöt í sláturtíðinni í haust til þess að sinna þessum markaði. ^ Morgunblaðið/Þorkell Aburður í flugvélina ABURÐARFLUG er hafið enn á ný með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni, sem hefur farið marg- ar ferðirnar yfir mela og urð og dreift farmi sínum. Myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær, þegar starfsmenn Landgræðslu rikisins unnu við að setja áburð á færibandið, sem notað er til að fylla á áburðartanka vélarinnar. ■ Þristurinn mikill/8 Avar guðmundsson látinn ÍVAR Guðmundsson, einn þekktasti blaða- maður landsins og fréttaritstjóri Morg- unblaðsins um langt skeið, er látinn á 85. aldursári. ívar var fæddur í Reykjavík 19. janúar 1912, sonur Guðmund- ar Jónssonar verk- stjóra og Sesselju Stef- . ^ ánsdóttur. Eftir nám viðMRogMA 1927-31 gerðist hann blaða- maður og síðan frétta- ritstjóri Morgunblaðs- ins 1934 til 1951, er hann gerðist blaðafulltrúi hjá upp- lýsingadeild Sameinuðu þjóðanna í New York. Eftir það starfaði hann hjá SÞ, rak upplýsingaskrifstofu fyrir Norðurlönd í Kaup- mannahöfn 1955-60, var upplýsingafulltrúi við friðarsveitir SÞ á Ítalíu og í Kaíró, blaða- fulltrúi við ráðstefnu utanríkisráðherra stór- veldanna í Genf 1959, blaðafulltrúi forseta Allsherjarþingsins í New York 1961 og síð- an forstjóri skifstof- unnar í Karachi til 1965 er hann tók aftur við í Kaupmannahöfn. Deildarstjóri alþjóða- deildar upplýsinga- skrifstofu SÞ í New York var Ivar 1967-70 og árið eftir aðalfulltrúi við mannfjöldasjóð SÞ. Eftir að ívar lauk störfum hjá SÞ fyrir aldurs sakir gerðist hann ræðismaður íslands í New York og var jafnframt viðskiptafulltrúi við sendiráðið í Washington. Er því starfsskeiði lauk 1986 kom Ivar aftur að Morgunblaðinu sem frétta- ritari blaðsins í Washington og sendi heim fréttir frá Bandaríkjun- um allt til 1992. Á síðastliðnum vetri kom ívar Guðmundsson sjúkur heim til íslands og hefur verið vel hlynnt að honum undanfarna mán- uði á Skjóli þar sem hann fékk hæjgt andlát. Ivar Guðmundsson lætur eftir sig eiginkonu, Barböru Guðmundsson frá Manitoba i Kanada, og þijá upp- komna syni, Bryan, Bruce og Pétur. Morgunblaðið þakkar ívari Guð- mundssyni langt og mikið starf og sendir konu hans, börnum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur við and- lát hans. Útförin fer fram frá Dómkirkj- unni í dag kl. 15. ívar Guðmundsson Frumvörp þingflokksformanna og forseta þingsins Makalífeyrir og biðlauna- réttur skertur RÉTTUR þingmanna til biðlauna verður skertur samkvæmt frumvarpi sem formenn allra þingflokka á Al- þingi lögðu fram í gærkvöldi. Þá verður eftirlaunaréttur maka, bæði þingmanna og varaþingmanna, skertur samkvæmt frumvarpi sem varaforsetar Alþingis lögðu fram í því frumvarpi er einnig kveðið á um að forseti Alþingis greiði af öllum launum sínum í eftirlaunadeild al- þingismanna, og fái mótframlag frá ríkissjóði miðað við það og öðlist þannig hliðstæðan lífeyrisrétt og ráð- herrar. Þetta ákvæði er afturvirkt til 1. júlí 1995, en þá voru laun forseta Alþingis hækkuð til samræmis við laun og starfskjör ráðherra. Frumvarp þingflokksformann- anna er um breytingu á lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað og gerir það ráð fyrir að biðlaun, sem þingmenn fá ef þeir hætta þing- mennsku, falli niður ef þeir taka við öðru starfi þar sem laun eru jafn há eða hærri en biðlaunagreiðslurn- ar, en annars fái þeir mismuninn út biðlaunatímabilið. Nú geta þingmenn fengið biðlaun óháð því hvort þeir taka við öðru starfi en í greinargerð með frumvarpinu segir að í því felist að hið almenna ákvæði nýrra laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um skerðingu biðlaunagreiðslna ef menn taka við nýju starfi, gildi jafnt um alþingis- menn og aðra starfsmenn ríkisins. Þrengri lífeyrisréttur Frumvarp varaforsetanna, sem er um breytingu á lögum um eftir- launasjóð alþingismanna, miðar m.a. að því að þrengja rétt til maka- lífeyris. Eftirlifandi makar vara- þingmanna hafa hingað til haft sama rétt til eftirlauna og makar þingmanna. Fram kemur í greinar- gerð að varaþingmenn sitji alla jafna stuttan tíma á Alþingi, sumir aðeins í 2 vikur, og öðlist við það rétt sem nemi 0,08% af þingfarar- kaupi eða um 150 krónur á mán- uði. Makinn fær hins vegar um 40 þúsund við andlát varaþingmanns samkvæmt túlkun stjórnar Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu geta eftirlaunagreiðslur til maka vara- þingmanna aldrei orðið hærri en eftirlaun varaþingmannsins voru. Þá getur lífeyrir eftirlifandi maka alþingismanns aldrei orðið hærri en eftirlaun þingmannsins nema um mjög skamman tíma. Mælt fyrir frumvarpi um samstarf sjúkrahúsa INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra væntir þess að mæla fyr- ir frumvarpi um samvinnu Reykja- víkursjúkrahúsanna tveggja, St. Jósepsspítala í Hafnarfirði og sjúkrahúss Suðurnesja, fyrir þing- lok. Frumvarpið er lagt fram í fram- haldi af niðurstöðum nefndar um sama efni frá því í mars. Nefndin telur að með samvinnu sjúkrahús- anna fjögurra megi ná að minnsta kosti 200 milljóna kr. sparnaði á ári. Ingibjörg sagði frumvarpið fela í sér stofnun svæðisráðs sem í sæti einn fulltrúi hvers sjúkrahúss, ásamt þremur tilnefndum af ráðherra. Ráð- ið myndi leggja áherslu á samstarf á sviði endurhæfingar og öldrunar og samræma starfsmannastefnu. Þá væri gert ráð fyrir að stofnaðir yrði þjónustukjarnar sérfræðinga á ein- stökum lækningasviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.