Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIDJAN • L AGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR |ltof0tiiiHiiM> Blað C Lán til endurbóta LÆKKUN á Iágmarkskostnaði í húsbréfakerfinu, til þess að íbúðarhúsnæði teljist lánshæft vegna meiri háttar endurbóta eða endurnýjunar, verður til að auka á húsaviðgerðir, segir Grétar J. Guðmundsson í þætt- inum Markaðurinn. / 2 ? húsanna NÝBYGGÐ hús eiga sér stutta sögu, segir Bjarni Olafsson í þættinum Smiðjan. En eftir að fólk flytur inn í húsin, tekur saga þeirra og saga íbúanna að tvinnast saman. Ný hús þurfa ekki að verða gömul til þess að eignast sögu. / 12 ? U T T E K T íbúðar- hús úr stáli FYRIRTÆKIÐ Krossstál að Seljavegi 6 í Reykja- vík er nú að að hefja innflutning frá Bandaríkjun- um á íbúðarhúsum með stál- grind. Allt burðarvirki hús- anna er úr stáli, bæði stoðir og sperrur. Krosshamrar, systurfyrirtæki Krossstáls, byggif húsin og hefur þegar fengið nokkrar lóðir fyrir þau á höfuðborgarsvæðinu. Stálgrindur sem burðar- virki í hús eru alls ekki ný byggingaraðferð hér á Iandi, enda stálgrindarhus að mðrgu leyti hagkvæm og ddýr lausn og þar ræður skammur uppsetningartími miklu. Sem íbúðarhús eru stál- grindarhús hins vegar næsta fágæt hér á landi. Þau eiga aftur á móti langa hefð að baki sér víða erlendis, ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. Þar hefur stálið stöðugt verið að sækja á sem byggingarefni vegna hækkandi verðs á timbri. Fyrsta íbúðarhúsið, sem Krosshamrar byggja með þessum hætti, á að vera tilbú- ið til afhendingar í júlí, en það á að rísa við Suðurmýri 8 á Seltjamarnesi. Síðan verða byggð þrjú hús upp við Vatnsenda og þar næst þrjú hús. í Borgahverfi. í viðtali við Þorgils Axels- on, byggingatæknifræðing hjá Krosshömrum, í blaðinu í dag er fjallað um þessi hús. - Þau eiga að standast vel íslenzka veðráttu, segir hann. / 16 ? Höfuðborgarsvæðið Fullgerðar íbúðir heldur færri í fyrra FULLGERÐAR íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu voru nokkru færri á síðasta ári en árið þar á undan eða 1152 á móti 1208. Er þar byggt á bráðabirgðatölum frá Þjóðhags- stofnun. í Reykjavík var lokið við smíði 692 íbúða í fyrra, en þær voru 715 árið 1994. Athygli vekur sam- drátturinn milli ára í Kópavogi að þessu leyti, en þar var lokið við 201 íbúð á árinu 1994 en ekki nema 167 í fyrra. Hvergi eru íbúðabyggingar samt meiri hlutfallslega en í Kópavogi, en um síðustu áramót voru þar 676 íbúð- ir í byggingu á móti 430 ári á undan. í Reykjavík voru 888 íbúðir í bygg- ingu um síðustu áramót, en þær voru 1030 um áramót þar á undan. Á undanförnum árum hefur upp- byggingin í Kópavogi verið mjög hröð og ný hverfi risið í Kópavogs- dal, í suðurhlíðum Digraness, á Nón- hæð og á hinu nýja byggingarsvæði í Fífuhvammslandi fyrir austan Reykjanesbraut. I fyrra voru fullgerðar 152 íbúðir í Hafnarfirði og byrjað á smíði 141 íbúðar. Þetta eru mun meiri íbúðar- byggingar en 1994, en það ár var lok- ið við 122 íbúðir í bænum og byrjað á smíði 84 íbúða. Um síðustu áramót voru 223 íbúðir í byggingu í Firðin- um. . í Mosfellsbæ hefur átt sér stað nokkur samdráttur, en í fyrra voru fullgerðar þar 45 íbúðir og byrjað á 38 íbúðum. Á árinu 1994 voru þar fullgerðar 77 íbúðir og byrjað á 67 íbúðum. I Garðabæ voru fullgerðar 38 íbúð- ir í fyrra, en þær voru 47 árið 1994. Athygli vekur, hve margar íbúðir vorufullgerðaráSeltjarnarnesi.sem er mun fámennara bæjarfélag, en þar var lokið við 49 íbúðir í fyrra og við 38 íbúðir árið þar á undan. Um síðustu áramót voru þar 76 íbúðir í byggingu og jafn margar og í Garða- bæ. 715 SELTJARNARNES 8 38 '* I I ^ s 692 I *u HAFNARFJÓRÐUR\3^ 12£ fl Fýllgerj ^}^á höf uðborgar- \. -"¦" .-' /^"*"*H994 1995 svæðinu 1994-95 Skandia býdurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuldbreyta eða stækka viðþig nýttsimaiwmer 540 50 60 i fáið nánmi upplýsingar Skandia Fyrir hveria eru Fasieignalán Skandia? lasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæöinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartimi á umsókn. Dœmi um mánaðariegar qfborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia * \feitir(%>10ár lSár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9270 7.500 8,0 12.100 9.5M 7.700 Miðað cr við jafngreiðsluliín. *Auk vcröbóta FJARFESTINGARFÉLABIO SKAMDIA HF • LAUGAVEGI 170 • SlMI B^IQ SO BO • FAX S40 SO 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.