Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 BLAÐ Fiskveiðistjórn 3 Sóknardagarí stað kvótakerf is í Færeyjum Aflabrögð 3 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Áhersla á aukna fullvinnslu í nýsjálenskum sjávarútvegi Vænn handfæraþorskur Morgunblaðið/Árni Sæbcrg • GESTUR Bjarnason á Jónu Björgu frá Sandgerði fékk þennan 20 kílóa aulaþorsk á handfæri skammt frá Eldey þar sem hann var að veiðum fyrir skömmu. Fréttir Markaðir Fiskiskipin orðin of gömul • MEÐALALDUR skipa- flotans er alitof hár og býð- ur heim ýmsum hættum sem varða öryggi sjómanna að mati Bárðar Hafsteinsson- ar, skipatæknifræðings hjá Skipatækni hf. Hann segir að stjórnvöld komi með lög- um í veg fyrir endurnýjun flotans og þar af leiðandi sé þróunin ekki í samræmi við þær kröfur sem nú séu gerðar til fiskiskipa./2 700 tonn af rækju á árinu • HELGA RE 49 hefur nú verið seld til Hornafjarðar. Viðar Benediktsson hefur verið skipstjóri á Helgu í 18 ár en vill ekki kannast við að hann hafi drepið meiri rækju en nokkur ann- ar í flotanum. „Það er nú bara vitleysa, en það hefur oft gengið vel. Við höfum verið á rækjunni fyrir norð- an í vetur og það hefur gengið þokkalega, svona þegar við höfum mátt veiða. Ætli við séum ekki búnir að fá um 700 tonn af ísaðri rækju frá því um áramót,“ segir Viðar./2 Heimsaflinn í nýtt met • HEIMSAFLI sjávarafurða sló nýtt met á árinu 1994 samkvæmt upplýsingum Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) og jókst á árinu 1994 um 7,3 milljón tonn. Alls varð aflinn 109,6 millj- ón tonn. Ræktað fiskfang í fiskimjöl og lýsi jókst um 5,4 milljón tonn. Mesta fisk- veiðiþjóðin var Kínveijar, sem veiddu rúmlega 20 milljón tonn, en höfðu veitt ári áður 17,5 milljón tonn. Rússar voru lengi í fara- broddi helstu fiskveiðiþjóð- anna, en eftir upplausn Sov- étríkjanna misstu þeir for- ystuna. Mest veiddu og öldu fisktegundirnar 1994 Fisktegund Milli tonna mZ Ansíósa^B® 11,9 Alaskaufsi hr-á 4,3 Chile-makríll feH 4,2 Silfurkarpi B 2,2 Atlaltshafssíld I 1,9 Graskarpi R 1,8 S.-Amer. sardína 0 1,8 Karpi § 1,6 Spánskur makríll R 1,5 "fjj" Túnfiskur B 1,5 Veiða tnæUi 200 hrefnur og 100 langreyðar á ári HAFRANNSÓKNASTOFN- UNIN leggur til að ef tekin verði ákvörðun um að hefja hvalveiðar á næsta ári verði veiddar í námunda við 200 hrefnur og 100 langreyðar. „Allt bendir til að hvalveiðar undanfarna áratugi hafi verið innan þeirra marka sem stofninn þolir,“ segir Jóhann Siguijónsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar. „Þess vegna segir í skýrslu okkar um ástand nytjastofna að veiðar á 200 hrefnum myndu ekki skaða stofninn." Hafrannsóknastofnun telur slíkar veiðar ekki skaða stofnana Jóhann segir að í skýrslunni sé vísað til aflareglna sem menn hafi verið að þróa. Þær byggist á mismunandi for- sendum um afrakstursgetu og stofn- mörk. „í raun og veru er það pólitísk ákvörðun hvaða veiðiregla verður fyrir valinu," segir hann. „Þess vegna kom- um við ekki með nákvæmari tillögur. Varlega áætlað veiðiþol liggur á þessu bili.“ Ekki hafa verið gerðar jafn miklar rannsóknir á veiðireglum fyrir lan- greyðarstofninn eins og hrefnustofn- inn, að sögn Jóhanns. Jóhann segir samt að samkvæmt úttekt Hafrann- sóknastofnunnarinnar frá því fyrir nokkrum árum bendi allt til þess að veiðiþol langreyðarstofnsins sé a.m.k. 100 til 200 langreyðar á ári. Meðaltals- veiði síðastliðna áratugi hafi verið um 230 langreyðar á ári. Fyrra mat staðfest „Talningarnar síðasta sumar benda til þess að fyrra mat okkar hafi verið á réttu róli,“ segir hann. „Við höfum verið að staðfesta fyrra talningarmat okkar og það er ekki ástæða til að rengja það. Það myndi sem sagt ekki ganga á stofninn ef leyfðar væru veið- ar á 100 til 200 langreyðunt. í varúðar- skyni veljum við lægri mörkin í skýrsl- unni sem eru 100 langreyðar. Ef á að fara hærra en það þyrfti að liggja fyr- ir stefnumörkun um nýtingarhlutfallið sem menn vilja hafa hvað varðar þenn- an stofn." Um þessar mundir er að störfum sérstakur vinnuhópur á vegum vísinda- nefndar NAMMCO sem falið hefur verið að samhæfa útreikninga á stofn- stærðum hvala samkvæmt niðurstöð- um fjölþjóðlegu talninganna sl. sumar, áætla stofnstærðir og meta breytingar þar á rneð sérstöku tilliti til fyrri leið- angra. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir á næsta ársfundi vísinda- nefndarinnar í bytjun næsta árs. Samhæfa útreikninga og niðurstöður „Við viljum fara fyrir þennan hóp og samhæfa útreikninga, niðurstöður og aðferðir áður en að við leggjum fram nýtt mat á stofnstærð,“ segir Jóhann. „Okkar fyrstu vísbendingar, eins og áður segir, eru þó þær að ekk- ert hafi komið fram sem breyti okkar fyrri niðurstöðum um ástand þessara stofna." 1.000 tonn af steinbít • ODDI hf. á Patreksfirði tók á móti þúsund tonnum af steinbít á nýlokinni ver- tíð. „Við settuni okkur það markinið að ná 1000 tonnum og það tókst og við teljum okkur hæsta yfir landið þriðja árið í röð þannig að við getum ekki annað en verið ánægðir. Steinbítur- inn var reyndar smærri að jafnaði en í fyrra en á móti koin að loðnan gekk ekki hingað vestur af neinu magui þannig að steinbítur- inn lagðist ekki í liana eins og oft gerist,“ segir Skjöld- ur Pálmason hjá 0dda./4 Mikið af síld • RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson kom ný- lega úr síldarrannsóknar- leiðangri og var leiðangur- inn liður í sameiginlegum rannsóknum Islendinga, Norðmanna, Færeyinga og Rússa. Skoðuð voru svæði norðarlega i lögsögu Færeyinga og allt norður í lögsögu Jan Mayen. Að sögn Hjálmars Villijáhnssonar er mikið af síld á svæðinu./8 Mest veitt af ansjósu Mestu fiskveiði- og fiskeldisþjóðirnar 1994 Ríkí IVIilliónir tonna Japan E Bandaríkin f Indland i Indónesía I Rússland f Thailand E Suður-Kórea f 20,7 11,6 7.8 7.4 5.9 4.5 3.9 3,8 3,4 2,7 • ANSJÓSA var langmest veidda fisktegundinn í ver- öldinni á árinu 1994 og nam heildarveiðin samkvæmt upplýsingum FAO tæplega 12 milljónum toniia. Næst kom Alaskaufsi, sem veidd- ist í 4,3 milljónum tonna eða öllu ineiri tomiatölu en chi- leskur makríll. Næstur í röð- inni var siflurkarpi og þá Atlantshafssíld, seni veiddist í 1,9 milljón tonna og höfðu veiðaar á henni aukizt tals- vert frá árinu 1993, er síld af þessum stofni veiddist í 1,6 milljónum tonna./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.