Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR S. JUNÍ1996 Mikið af góðri síld er í lögsögu Jan Mayen RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriks- son kom nýlega úr síldarrannsóknarleið- angri og var leiðangurinn iiður í sameig- inlegum rannsóknum íslendinga, Norð- manna, Færeyinga og Rússa. Skoðuð voru svæði norðarlega í lögsögu Færey- inga og allt norður í lögsögu Jan May- en. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðangursstjóra, fékkst góð mynd af útbreiðslu síldar á þessu svæði én hún hefði þá verið á hreyfingu norður og norðaustur, en mikið af síld er á svæðinu. Hjálmar segir að í síðari hluta leiðang- ursins þeir hinsvegar aftur orðið varir við stóra síld um 80 mílum norðvestar e'n fyrr í mánuðinum og því virðist sem síldin hafi sveigt norðvestur á við. Hann segir að mikið sé af síld á svæðinu eins og aflabrögðin gefi til kynna. 56 þúsund tonn eftir af kvóta Árni Friðriksson fer aftur á síldar- miðin nú eftir sjómannadag og segir Hjálmar að þá komi jafnvel í ljós hvort síldin snúi við eins og íslendingar voni en það hafi hún ekki gert síðastliðin 2-3 ár en aldrei sé að vita hveiju síldin taki uppá. Nú hafa veiðst um 126 þúsund tonn af síld það sem af er síldarvertíðinni samkvæmt tölum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Öll síldin á þessari vertíð hefur farið til bræðslu og mest hefur verið landað á Austijarðarhöfnum, um 19 þúsund tonnum hjá Hraðfiystihúsi Eskifjarðar og rúmum 18 þúsund tonnum hjá SR Mjöli á Seyðisfirði. Tæpum 14 þúsund tonnum hefur verið landað hjá Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað og um 12 þúsund tonnum hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Breytingar á skipulagi Rf Hjörleifur Guðmundur Einarsso Stefánsson •BREYTINGAR hafa orðið á stjórnskipulagi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Meginbreytingarnar fela í sér að í stað fagdeildafyrirkomu- lags var starfseminni skipt í þijú svið; rannsóknarsvið, þjónustusvið og upplýsinga- svið. Við breytinguna voru auglýstar stöður ofangreinda sviða auk stöðu aðstoðarfor- stjóra stofnunarinnar. HJÖR- Leifur Einarsson, Ph.D., var ráðinn aðstoðarforstjóri RF og sinnir hann daglegum rekstri stofnunarinnar. Hann lauk líf- fræðinámi með BSc-prófi frá HÍ 1978 og BSc-prófi í mat- vælafræði árið 1979. Hann lauk doktorssnámi í matvæla- fræði við SIK-sænsku rann- sóknastofnunina og Chal- mers Tekniska Högskola árið 1987. Hjörleifur starfaði sem verkefnastjóri hjá SIK frá 1985-88 en hóf þá störf hjá RF og hefur starfað þar síðan. Hann hefur einnig stundað kennslu við HI og Háskólann á Akureyri. Hjörleifur er fæddur 1954, kvæntur Sigur- björgu Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn. Guðmund- ur Stefánsson, Ph.D., hefur verið ráðinn rannsóknastjóri. Hann lauk BSCc-prófi við HÍ 1981 oglauk matvælaefafræð- inámi með doktorsgráðu frá Háskólanum í Leeds 1986. Hann hóf þá störf hjá RF og hefur starfað þar síðan en hef- ur einnig stundað kennslu við HÍ. Guðmundur er fæddur 1958, kvæntur Sigríði Ó. Guð- mundsdóttur og eiga þau tvo syni. Heiða Pálmadóttir efna- verkfræðingur var ráðin þjón- Heiða Auðbjörg Pálmadóttir Halldórsdóttir ustustjóri. Hún lauk M.Sci- prófi í efnaverkfræði með líf- ræna efnafræði sem aðalgrein frá Norges Tekniske Hög- skole 1981. Hún hefur starfað hjá RF frá 1982 ásamt kennslu í efnagreiningum við lækna- deild og matvælafræðiskor HÍ. Heiða hefur einnig setið í eitur- nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytis og verið fulltrúi RF í aðskotanefnd. Heiða er fædd árið 1956, giftMagnúsi Har- aldssyni og eiga þau tvær dætur. Auðbjörg Halldórs- dóttir, fjölmiðlafræðingur, var ráðin upplýsingastjóri. Auð- björg lauk BS-prófi í íjölmiðla- fræði við Boston University í Bandaríkjunum 1991 og MA- prófi í alþjóðastjórnmálum í Boston University í París 1994. Einnig stundaði hún nám við Endurmenntunarstofnun HÍ 1995-6 við markaðs- og útflutningsfræði og hagnýta hagfræði. Auðbjörg starfaði sem deildarstjóri á Uni Péche í Frakklandi 1987-8, sem að- stoðarframleiðandi á frétta- stofu The World Monitor í Boston 1991-2 ásamt blaða- mennsku fyrir Iceland Review 1992. Auðbjörg er fædd 1965, gift Frank Walter Sands og eiga þau eina dóttur. Marineruð loðnuhrogn LOÐNUVERTÍÐ hefst venjulega um mitt sumar. Því er ekki úr vegi að huga að nýtingu hennar á einn eða annan vwmffffl hátt þó hún fari að mestu til bræðslu i'fcinil UJillUH framan af. Rétturinn er ættaður af Jök- uldalnum og var hluti af sjávarréttahlaðborði Iðunnar Kröyer, kokks, og nemenda i Brúarásskóla. 200 g loðnuhrogn, soðin og himnulaus Sósa: 1 dl sýrður rjómi 1 msk. majones hálf paprika, smátt söxuð 2 tómatar, smátt saxaðir salt, pipar sitrónusafi Marinering: 1 msk. edik 1 msk. rauðvíri 2 msk. sykur Vi laukur lárviðarlauf anis-krydd appelsínubörkur grófmalaður pipar Laukur er steiktur í smá olíu, síðan er ediki og rauðvini bætt út í og látið krauma i smá tíma. Allt krydd er sett út í og látið standa í um eina klukkustund. Brandý er gott til að bragðbæta ef þörf er. Marineringunni blandað sam- an við hrognin og hrært. Gott með brauði eða kexi sem snakk. Hafðu samband við Óskar Gíslason næst þegar þú þarft á löndunarþjónustu að halda á Nýfundnalandi eða í Reykjavík Óskar Gíslason Samskip bjóða upp á heildarlausn í löndun úr (iskiskipum á athafnasvæði Samskipa í Reykjavík. Kostir þess að landa þar eru m.a. að svæðið cr vaktað, aðstaða til sýnatöku er á staðnum auk þess seni á cinum og sama stað cr hægt að panta löndun, bóka vöru í flutning eða óska eftir frystigeymslu- þjónustu. Samskip bjóða upp á löndunarþjónustu í Harbour Grace á Nýfundnalandi. Harbour Grace er vel staðsett með tilliti til veiða á Flæmingjagrunni Jdví talsvert styttra er þangað frá miðunum en til annarra hafna scm bjóða upp á sambærilega Jjjónustu. SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg, 104 Rcykjavík Sími:569 8100 Fax:569 8B49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.