Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 1
JMorgtntlilaMfe D 1996 MIDVIKUDAGUR 5. JUNI BLAÐ TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ Seles táraðist DAGURINN í gær var dagur vonbrigða hjá bandarísku tenniskonunnl Moniku Seles á Opna franska meistara- mótlnu. Hún tapaði fyrir tékknesku stúlkunni Jana Novotna t tveimur settum og var þetta fyrsti tapleikur Selesar á Opna franska síðan 1889. Hún þurrkaði því bæði tár úr hvörmum og svita af enni er hún gekk af leikvelli að loknum 88 mínútna taplelk. ■ Seles úr leik/D2 FC Kaupmanna- höfn til Keflavíkur NÚ ER endanlega Ijóst hvaða lið verða mótheijar Keflvíkinga í Getraunakeppninni svokölluðu (Intertoto keppni UEFA) í knattspyrnu í sumar. Oljóst var þar til í gær hvert yrði fimmta liðið I riðlinum en það verður danska liðið FC Kaupa- mannahöfn. Fyrir voru Austria Memphis frá Austurríki, Örebro SK frá Svíþjóð - en með því leika Arnór Guðjohnsen, Sigurður Jónsson og Hlynur Birgisson - og Maribor Branik frá Slóv- eníu. Heimaleikir Keflvíkinga verða gegn danska liðinu og því slóvenska en liðið leikur gegn Örebro og austurríska liðinu á útivelli. Keilumenn misstu flugið á lokasprettinum ÍSLENSKA kvennaliðið í keilu hafnaði í 15. sæti af álján þjóðum í Evrópubikarmóti í keilu sem lauk í Finnlandi á laugardaginn og karialiðið hafnaði í 17. sæti af 22 þátttökuþjóðum. Finnar sigruðu í kvennaflokki en Svíar í þjá karlmönnun- um. Kvennasveit Islands var kominn í 12. sæti fyr- ir helgi en missti flugið á lokasprettinum og tap- aði sex af síðustu sjö viðureignunum og karlalið- ið náði aðeins að hafa betur í tveimur af síðustu níu leikjum sínum. Meðaltal íslensku kvennasveitarinnar i keppn- inni var 889,4 en meðaltal hvers leikmans var 177,9 og sveitin hlaut 12 stig. Til samanburðar má geta þess að meðaltal finnska liðsins var 984,3 og meðaltal hvers leikmans var 196,9. Að jafnaði lék íslenska karlaliðið á 960,6 í keppninni sem þýðir að meðaltal hvers leikmanna hafi verið 192,1 og hlaut liðið 12 stig. Meðaltal sænsku sveit- arinnar var 1055,4 og hvers leikmans 211,1. Guðný Heiga Hauksdóttir lék best íslensku kvennanna og var með 189,5 að meðaltali og Jón Helgi Bragason hafði besta meðaltalið í karla- sveitinni, 194,7. Stefán Ingi Óskarsson kom hon- um næstur með 194,3. Hæstu leiki áttu Guðný Helga og Stefán Ingi, bæði léku á 257 og Jón Helgi náði 256. Búningar Skota hurfu FORRÁÐAMENN skoska landsliðsins í knatt- spymu héldu um tíma í gær, að þeir yrðu að fá n jja keppnisbúninga á liðið fyrir Evrópukeppn- ina. Taska með keppnispeysum liðsins hvarf á hótelinu sem liðið hefur bækistöðvar sínar við Stratford-on-Avon í Mið-Englandi. Lögreglan var kölluð til, eftir stutta stimd fannst taskan rétt hjá hótelinu. KNATTSPYRNA * Islenska landsliðið mætir Kýpurbúum í vináttulandsleik á Akranesi í kvöld Reynum að laga það sem aflaga fór Islenska A-landsliðið í knatt- spyrnu karla mætir Kýpurbúum í vináttulandsleik á Akranesvelli kl. 20.00 í kvöld. Liðin gerðu jafn- tefli, 1:1, í Larnaca á Kýpur fyrir fimm árum og gerði Þorvaldur Örlygsson mark íslands. Fjórir nýliðar eru í íslenska hópnum að þessu sinni og gerði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, sex breytingar á liðinu frá því í HM-leiknum á móti Makedóníu um síðustu helgi. Logi sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri ekki búinn að ákveða byrjunarliðið. „Það er spurning hvort Þórður Guðjónsson og Hilmar Björnsson geta leikið vegna meiðsla. Þórður fékk högg á lærið í landsleiknum gegn Makedóníu á dögunum og Hilmar tognaði á magavöðva á æfingu í gær. Þeir fara báðir í læknisskoðun í fyrramálið (í dag) og þá kemur í ljós hvort þeir verða leikfærir eða ekki. Eftir það get ég valið byrjunarliðið," sagði Logi. Hann sagðist lítið vita um mót- hetjana frá Kýpur, annað en að Kýpurbúar væru fljótir og léttleik- andi. „Ég veit að Kýpur vann Eist- land í vor, en annars hugsa ég fyrst og fremst um mitt lið. Við förum í þennan leik til að reyna að laga það sem aflaga fór í leikn- um á móti Makedóníu. Okkur tókst þá ekki nægilega vel upp í sóknar- leiknum sem var hugmyndasnauð- ur. Ég vona að við náum að finna rétta taktinn í þessum leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn. MorgunDlaoio/Porkell Nýliðarnir með þjálfaranum LOGI Ólafsson, landsllösþjálfarl, er hér ásamt nýllðunum fjórum. Frá vlnstrl: Þórður Þórðarson, ÍA, Hermann Hreiðars- son, ÍBV, Logl, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylkl, og Sverrir Sverrlsson, Lelftrl. KNATTSPYRNA: ÞJÓDVERJAR SIGURSTRANGLEGASTIR Á EM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.