Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGLR 5. JÚNÍ 1996 D 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ Bolungarvík - BÍ.................7:6 Eftir venjulegan leiktíma og frantlengingu var staðan jöfn 2:2. Þá var gripið til víta- spyrnukeppni og að henni lokinni var stað- an enn jöfn 6:6. Þá var farið í bráðabana — |Bolvíkingar skoruðu í fyrstu atrennu en ísfirðingar klúðruðu. Bolvíkingar komast því áfram í 32-liða úrslit. Bikardráttur Dregið verður í 32-liða úrslit á morgun. Þau lið sem í hattinum verða eru: IA, KR, ÍBV, Keflavík, Leiftur, Grindavík, Valur, Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, Stjarnan, KA, Þór Ak., Skallagrímur, Þróttur R., Höttur, Keflavík U23, Magni, Dalvík, Ægir, ÍR, Valur U23, Stjarnan U23, Breiðablik U23, Leiknir R., Völsungur, Fram.U23, Víkingur Ó., Víkingur R., Bolungarvík og KVA/Leiknir/Sindri. Vináttulandsleikur Mannheim, Þýskalandi: Þýskaland - Liechtenstein........9:1 Andy Möller (4., 64.), Stefan Kuntz (18., 90.), Oliver Bierhoff (22.), Christian Ziege (38.), Matthias Sammer (48.), Jurgen Kohl- er (53.), Jiirgen Klinsmann (85th) - Marco Perez (69.). - 24.000. Rotterdamj Hollandi: Holland - Irland.............. 3-1 Dennis Bergkamp (27.), Clarence Seedorf (77.), Philip Cocu (87.) - Gary Breen (11.).- 17.000. Tennis Opna franska meistaramótið Karlar, átta manna úrslit: 6-Yevgeny Kafelnikov (Rússl.) vann 13-Ric- hard Krajicek (Hcllandi) 6-3 6-4 6-7 6-2 1-Pete Sampras (Bandar.) vann 7-Jim Co- urier (Bandar.) 6-7, 4-6, 6-4, 6-4, 6-4. Konur, átta manna úrslit: 4-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Karina Habsudova (Slóvakíu) 6-2 6-7 10-8 10-Jana Novotna (Tékklandi) vann 1-Mon- ika Seles (Bandar.)7-6,(9-7), 6-3 1-Steffi Graf (Þýskal.) vann 5-Iva Majoli (Króatíu) 6-3, 6-1. 3-Conchita Martinez (Spáni) vann 9- Lindsay Davenport (Bandar.)6-1, 6-3. Frjálsíþróttir Grandahlaupið, sem fram fór á sunnudag- inn. Vegna mistaka birtust úrslitin í hlaup- inu með heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins og birtast því hér aftur. Karlar 25 ára og yngri: Jens Harðarson .................. 23,58 Ingi Hrafn Guðmundsson .......... 36,30 ValdimarGunnarHjartarson ........ 37,22 Hannes Magnússon ................ 45,41 Eðvarð Þór Gíslason ............. 50,22 Karlar 25 til 39 ára: Hálfdán Daðason ................. 33,56 Skúli Þór Alexandersson .......... 3432 Gunnar Stefán Richter ........... 37,04 Guðmundur Ásgeirsson ............ 37,15 Konrad Daimer ................... 37,58 Karlar 40 ára og eldri: Jakob Bragi Hannesson ........... 32,22 Jóhann Heiðar Jóhannsson ........ 33,25 Konráð Stefán Gunnarsson ........ 33,30 Vemharður Aðalsteinsson ......... 37,32 Kristján E. Ágústsson ........... 38,00 Konur 26 til 39 ára: Sigurbjörg Eðvarðsdóttir ........ 39,18 Guðný Kristveig Harðardóttir .... 46,16 Sif Jónsdóttir .................. 48,16 Konur 40 ára og eldri: Guðný Leósdóttir ................ 46,48 Bryndís Svavarsdóttir ........... 49,39 Sigurlaug Gunnlaugsdóttir ....... 50,41 HELGARGOLFIÐ Keilir í Hafnarfirði Opna Maarud mótið verður haldið á laugardaginn á Hvaleyrarvelli, 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Nesklúbbur Opna Skeljungsmótið verður á laugar- daginn, 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Selfoss Opna Selfossmótið verður á Svarfhóls- velli við Selfoss á laugardaginn, 18 holur, stableford. Akranes Háforgjafarmót verður á Akranesi á laugardaginn, 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Kvennamót Diletto mótið verður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á sunnudaginn ag verður keppt í flokkum. Öldungamót Þriðja stigamót öldunga verður á velli Oddfellowa á föstudaginn. Þar keppa menn um sæti í landsliðinu fyrir EM öldunga á Ítaiíu í byijun júlí og keppn- in er mjög hörð. FELAGSLIF Aðalfundur hjá Fram Aðalfundur handknattleiksdeildar Fram verður í kvöld í félagsheimil- inu við Safamýri kl. 20. TENNIS / OPNA FRANSKA Verðum að sigra í leiknum „VIÐ verðum að sigra í þessum leik ef við ætlum ekki að verða í neðsta sæti riðilsins, en á hinn bóginn þá mun sigur leiða til þess að við eygjum mögu- leika á efsta sæti riðilsins tak- ist okkur að ná hagstæðum úrslitum gegn Rússum síðsum- ars,“ sagði Kristinn Björnsson, Iandsiiðþjálfari kvenna í knatt- spyrnu, en í kvöld mætir ís- lenska liðið því hollenska í undankeppni EM. Leikurinn fer fram ytra. ísland vann fyrri leikinn sem fram fór á Laugardalsvelli í fyrrahaust 2:0 „Þeirra tímabil er að enda en okkar er nýbyrjað og því má reikna með að þær séu sterkari en í fyrrahaust. Ann- ars öll áþekk að styrkleika á góðum degi og því ríður mikið á hvernig dagsformið er.“ íslenska liðið reið ekki feit- um hesti frá viðureign sinni gegn Frökkum í undankeppni EM síðasta laugardag — tapaði 3:0. Þar var liðið í vörn meiri- hluta leiksins og fékk fá færi. „Okkur tókst illa að sækja í leiknum við Frakka og til þess að bæta þann þátt hyggst ég losa Asthildi [Helgadóttur] og Margréti [Ólafsdóttur] undan því að leika eins mikinn varn- arleik og áður og færa þær í því skyni framar á völlinn.“ Mm FOLK Bið Jordan og félaga á enda Fyrsti úrslitaleikur liðsins við Seattle verður í Chicago í nótt Þýskaland burstaði Liechten- stein ÞJÓÐVERJ AR léku í gær síð- asta æfingaleik sinn fyrir Evr- ópkeppnina í knattspyrnu er þeir mættu liðsmönnum Liechtenstein í Mannheim. Eins og nærri má geta þá reyndust þeir þýska liðinu ekki óþægur Ijár í þúfu. Lokatölur urðu 9:1 og ætti þessi markasúpa aðeins að hressa Þjóðveija við fyrir átökin sem framundan eru, en eitt vandmál liðsins í síðustu ieikjum hefur verið að skora mörk. Berti Vogts þjálfari Þjóðverja hefur verið í vanda hvaða leikmann hann skuli stilla upp með JUrgen Klins- mann í framlínuna. Eftir leik- inn í gær er Ijóst að bæði Stef- an Kuntz og Oliver Bierhoff geta gert tilka.ll til þeirra stöðu. Þeir ættu þó báðir að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tékkum því þá verður Klinsmann í leikbanni. „Við munurn læra af þessum ósigri,“ sagði Berti Vogts sem mátti þola tap fyrir Frökkum í Stuttgart, 0:1 á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Frakka í Þýskalandi síðan 1954, er þeir fögnuðu sigri, 3:1, í Hannover. Varnarmaðurinn Laurcnt Blance skoraði sigur- markið með skalla eftir aðeins sex mín. Frakkar liafa leikið 22 leiki í röð án taps undir stjórn Aime Jacquet. ■ FRANKIE Fredericks sprett- hlaupari frá Namibíu hljóp á fjórða besta tíma ársins í 100 metra hlaupi, 9,95 sek., í móti í Saint Denis í Frakklandi á mánudags- kvöldið. Þessi árangur er jafn hans besta tíma í greininni sem er frá árinu 1991. ■ ANNAR í hlaupinu var Nígeríu- maðurinn Olapade Adeniken á 10,17 sek. og Terry Bowen frá Bandaríkjunum var þriðji á 10,19 sek. ■ FREDERICKS iét þess getið eftir hlaupið að hann hefði enn ekki gert upp hug sinn hvort hann hlypi 100 eða 200 metra á Ólympíu- leikunum í sumar. ■ MICHAEL Johnson heims- meistari í 200 og 400 m hlaupi var þátttakandi í 200 metra hlaupi á fyrrgreindu móti og sigraði auð- veldlega á 20,23 sek. Annar varð landi hans Ramon Clay á 20,62 sek. Johnson var ánægður með sig- urinn eftir að hafa verið meiddur í kálfa upp á síðkastið. Þetta var eina mót Johnsons í Evrópu fyrir Ólympíuleikana. ■ NO UREDDINE Morceli heimsmethafi í 1.500 metra hlaupi ætlaði sér á sama móti að setja heimsmet í greininni en andstæð- ingar voru ekki nógu sterkir til þess að Alsírsmanninum fótfráa tækist að halda uppi þeim hraða sem þurfti til. Það kom samt ekki í veg fyrir að hann kæmi fyrstur í mark í hlaupinu, rúmum fimm sek- úndum frá takmarkinu á tímanum 3.32,47 mín. ■ MARIE-Jose Perec heims- meistari kvenna í 400 metra hlaupi gerði sér lítið fyrir á mótinu Saint Denis og kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 22,30 sekúndum og er það besti tími ársins. ■ ANA-Fidelia Ouirot frá Kúbu kom fyrst í marki í 800 metra hlaupi kvenna á 1.58,86 mín. ■ TVEIR landsliðsmenn frá Búlg- aríu hafa gengið til liðs við Boc- hum, sem Þórður Guðjónsson leikur með. Þeir Georgi Donkov og Engibar Engibarov skrifuðu undir þriggja ára samning á mánu- daginn, léku áður með CSKA Sof- íu. Donkov er sóknarleikmaður, Engibarov, varnarleikmaður. ■ GEORGI Donkov hélt upp á 26 ára afmælisdag sinn með því að skora eitt mark og leggja upp annað, þegar hann kom inná sam varamaður er Búlgaría vann Sam- einuðu arabísku furstadæmin, 4:1, í Sofíu. ■ NIALL Quinn tryggði Irlandi jafntefli gegn Króatíu á sunnudag- inn í Dublin, 2:2, á síðustu mín. leiksins og kom því í veg fyrir að írland tapaði sínum sjötta leik í röð undir stjórn Mick McCarthy. ■ REYNALD Pedros sóknarmað- ur franska landsliðsins í knatt- spyrnu hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að yfirgefa herbúðir Nant- es sem hann hefur leikið með síðan 1992 og hyggist leika með fyrrver- andi Evrópumeisturum Marseille. ■ GUUS Hiddink, landsliðsþjálf- ari Hollands, hefur skrifað undir nýjan samning - hann mun þjálfa hollenska liðið fram yfir HM í Frakklandi 1998. ■ ARGENTÍNA fékk skell í fyrsta leik sínum í undankeppni HM, tap- aði fyrir Ecuador, 0:2. Þjálfari Ecuador er Kólumbíumaðurinn Maturana, sem þjálfaði landslið Kólumbíu, sem lagði Argentínu að velli í Buenos Aires fyrir þrem- ur árum, 5:0. Það var svartasti dagurinn í knattspyrnusögu Ai'g- entínu. ■ RÚSSAR, sem hafa leikið sautj- án leiki í röð án taps, lögðu Pól- verja að velli í Moskvu, 2:0, á sunnudaginn. Yuri Kovtun og Vladimir Beschyastnykh skoruðu mörkin. ÞÁ er loks komið að því. Fyrsti úrslitaleikur Chicago og Seattle í IMBA-deildinni bandarísku íkörfu- knattleik verður í nótt, en leik- menn Bulls hafa beðið f níu daga eftir því að fá að vita hvort þeir ættu að mæta Seattle eða Utah í úrslitunum. Það hefur þó trúlega enginn beðið eins lengi eftir þessum leikjum og Michael Jordan, því hann hefur. beðið í heilt ár eftir því að sýna og sanna að hann sé bestur, að hann sé kominn á fullt á nýjan leik. Körfu- knattleiksunnendur í Chicago hafa beðið í þijú ár eftir að fá að sjá úrslita- leik, síðast var leikið til úrslita í Chicago árið 1993. Flestir telja að Bulls sigri næsta auðveldlega og Denn- is Rodman er ekki í nokkrum vafa: „Það er ekki markmið hjá okkur að verða meistarar; það eru örlög okkar!“. Leikmenn Bulls koma frá fimm löndum í fjórum heimsálfum og sumir segja einnig að sumir leikmenn liðsins séu frá öðrum hnöttum, slík er snilli þeirra. Bulls sigraði í 72 leikjum í riðla- keppninni og gæti bætt árangurinn með því að sigra í 15 leikjum í úrslita- keppninni, og tapa aðeins einum. Engu liði hefur tekist slíkt. Philadelphia tap- aði raunar bara einum leik í úrslitunum 1983 en liðið sigraði í tólf leikjum. Jordan gerði 45 stig í síðasta leikn- um gegn Orlando og virðist sem kapp- inn hafi aldrei verið betri. „í fyrra var takturinn hjá mér ekki réttur og ég gat ekki gert það sem ég vildi gera,“ sagði Jordan, sem á dögunum var valinn besti ieimaður deildarinnar í fjórða sinn. „Ég náði ekki nægilega vel til hinna í liðinu og þeir ekki held- ur til mín. Núna skil ég þá alla og þeir mig.“ Jordan hefur oft verið talinn galdra- maður, en þeir eru fleiri í liði Bulls. Rodman er galdramaður í sambandi við fráköst og á góðum degi er Pippen engum líkur. „Eftir að við fengum Dennis í fráköstin og Michael í fulla æfingu erum við illviðráðanlegir," seg- ir Pippen. Phil Jackson, þjálfari Bulls, viðurkennir að hafa búist við að kom- ast í úrslitin. „Okkur fannst við hafa mannskapinn til þess, reynsluna skorti ekki beldur og strákarnir vita hvað þarf til að sigra,“ sagði þessi sigursæl- asti þjálfari úrslitakeppninnar, en hann er með 72,6% vinningshlutfall í henni. Króatinn Toni Kukoc, sem valinn var besti varamaður tímabilsins, hefur stöðugt fallið betur að leik Bulls og þrátt fyrir að margir teldu ólíklegt að hann myndi halda áfram eftir að Jord- an kom aftur, hefur hann sýnt að hann er góður leikmaður sem alltaf er hægt að treysta á. Astralinn Luc Longley og Kanadamaðurinn Bill Wennington eru góðir varamenn sem koma sterkir í stöðu miðherja. Bak- verðirnir á bekknum, þeir Ron Harper Ymislegt bendir nú til þess að Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Bretinn Linford Christie, muni mæta til leiks á Ólympíuleikana í Atlanta í næsta mánuði með það að markmiði að verja titil sinn. Christie er nú í Róm á Ítalíu þar sém hann tekur þátt í stigamóti Alþjóðafijálsíþróttasambandsins í kvöld. Christie kom fram á blaða- mannafundi í Róm í gær, en var fáorður, sagði einungis að hann ætlaði ekkert að láta uppi og engum spurningum að svara, aðeins að láta vita að hann væri í góðu líkam- legu formi og klár í slaginn. Að þessari yfirlýsingu lokinni yfirgaf Christie fundinn en staðfesti þó á leiðinni út að hann ætlaði sér að hlaupa bæði 100 og 200 metrana í Róm. Þrátt fyrir fálæti Christies á fundinum þótti ýmislegt benda til þess að hann muni reyna að veija Ólympíumeistaratitil sinn í 100 metra hlaupi á leikunum í Atlanta í lok næsta mánaðar og sögðu Bret- inn Colin Jackson, sem æft hefur undanfarið með Christie, og Namib- íumaðurinn Frankie Fredericks, sem tvisvar hefur hlotið silfur á Ólympíuleikum, að þeir hefðu ákveðið að vinna saman því allir hefðu þeir svipað markmið í huga. Einnig var haft eftir Fredericks að ef hann væri Linford Christie myndi hann keppa á leikunum í Atlanta því Christie væri frábær hlaupari og þótt hann hlypi aðeins á öðrum fæti hefði hann hæfileikann til að gera það vel. Fredericks mun aðeins hlaupa Beint á Stöð 2 STÖÐ 2 sýnir alla úrslitaleikina í beinni útsendingu. Ballið hefst í nótt kl. eitt og er áætlað að útsendingin standi til kl. 3.30. Aðfaranótt laugardagsins verður annar leikur liðanna, einnig í Chicago, og hefst útsending þá klukkan eitt. Þriðji leikurinn verð- ur í Seattle á sunnudagskvöld og þá hefst útsending Stöðvar 2 kl. 23.30. Fjórði leikurinn verðuraðfaranóttfimmtudagsins, einn- ig í Seattle, og hefst útsending þá klukkan eitt um nóttina. Komi til fimmta leiks verður hann aðfaranótt laugardagsins og útsend- ing hefst klukkan eitt. Sjötti leikur verður aðfaranótt mánudags- ins komi til hans og verður þá aftur farið til Chicago. Stöð 2 hefur sýningu kl. 23.30 og verði úrslitin ekki ráðin þegar hér er komið sögu verður síðasti leikurinn sýndur beint frá Chicago aðfaranótt fimmtudagsins klukkan eitt eftir miðnætti. það mætti Bulls fjórum sinnum og sigraði hvort lið tvívegis. Liðið átti ekki í erfiðleikum með meistara Hous- ton Rockets og komst síðan í 3:1 gegn Utah áður en bakslag kom í leik þess. Á meðan biðu leikmenn Bulls og Jack- son á von á að þeir verði eitthvað ryðg- aðir í fyrsta leik en i' næsta leik verði leikmenn Bulls ekki eins þreyttir og leikmenn Sonics. Leikstjórnandi Sonics, Gary Payton, sem valinn var besti varnarmaður deildarinnar, og framheijinn kraftm- ikli, Shawn Kemp, telja að slæmt gengi liðsins í úrslitakeppni síðustu tvö árin eigi eftir að hvetja leikmenn til dáða gegn Bulls. Þýski framheijinn Detlef Schrempf tekur í sama streng. „Einu sinni vorum við eins og óþægir strák- ar, en höfum þroskast heilmikið og erum orðnir fullorðnir.“ Eini leikmaður Sonics sem hefur einhveija reynslu í úrslitum er Sam Perkins en hann var í liði LA Lakers árið 1991, þegar það tapaði fyrir Bulls. „Chicago er með mjög sterkt lið, en við eigum að geta haldið aftur af þeim með góðri vörn, sérstaklega ef við finnum einhverja leið til að stöðva þennan númer 23 [Michael Jordan],“ sagði George Karl, þjálfari Seattle. „Ef okkur tekst að halda honum innan við þijátíu stig held ég að allt geti gerst. Við verðum að reyna að halda Pippen utan við leikinn þannig að þeir verði að treysta á Jordan," segir Payton. MICHAEL Jordan og félagar hjá Chicago Bulls hafa beðið í þrjú ár eftir að fá að leika úrslitaleik. og Steve Kerr, sem er fæddur í Beirút og mikil þriggja stiga skytta, sanna að lið Bulls verður erfitt viðureignar. Þegar flautað verður til leiks í nótt verða tvö lið á vellinum, tvö bestu lið deildarinnar. SuperSonics náði næst bestum árangri í deildinni í vetur og Fjolmr hafði betur Reuter SPRETTHLAUPARINN vaski Frankie Fredericks frá Namibíu tók hressilega til fótanna í 100 m hlaupi á móti í St. Denis í Frakklandi í fyrrakvöld og kom fyrstur í mark á 9,95 sekúnd- um, sem er hans besti tími frá árinu 1991. Líklegt er að hann verði einnig í eldlínunni í Róm í kvöld. 200 metrana i Róm í kvöld en þátt- taka annars manns í 100 metrun- um, Bandaríkjamannsins Dennis Mitchells, kom Linford Christie hins vegar nokkuð á óvart og virtist Christie brugðið þegar Mitchell lýsti því yfir á blaðamannafundi að hann væri tilbúinn að takast á við hvern sem væri, hvenær sem væri. Fyrir- fram hafði verið búist við harðri keppni milli Christies, Nígeríu- mannsins Olapade Adenikens og Bandaríkjamannsins Jon Drumm- onds, en nú þykir ljóst að Dennis Mitchell eigi eftir að blanda sér af krafti í baráttu efstu manna í kvöld. Af öðrum fræknum köppum á mótinu er það helst að frétta að fyrrum heimsmethafi í 5.000 metra hlaupi, Kenýamaðurinn Moses Kipt- anui, mun reyna að endurheimta metið í Róm, en heimsmetið setti hann einmitt á þessu sama móti fyrir ári. Þá mun mæta til leiks heimsmethafinn í þrístökki, Jonath- an Edwards, og það er því ljóst að mikið verður um dýrðir í Róm í kvöld þegar margir helstu fijáls- íþróttamenn heims leiða saman hesta sína og gefa eflaust for- smekkinn af því sem koma skal í Atlanta í júlí. Fjölnir Þorgeirsson hafði betur í baráttunni við Oliver Pálmason í brunkeppni hjólreiðamanna í Úlf- arsfelli á sunnudaginn var. Fjölnir skellti sér niður hlíðarnar á 2,39 mínútum í fyrri ferðinni og 2,49 mínútum í þeirri síðari. Tími hans var því 5,28 mín. samanlagt eða 19 sekúndum betri tími en náð- ist bestur í fyrra. Oliver varð ann- ar, fór fyrri ferðina á 2,49 mín. og þá síðari á 2,50 mín. eða alls á 5,39 mín. í þriðja sæti varð Páll Elísson á 5,46 mín. og Helgi Berg Friðþjófs- son varð fjórði, örlítið á eftir, kom í mark á 2,47 mín. Á myndinni má sjá Fjölni þeysa niður hlíðar Úlfars- fells. Monika Seles úr leik en Sampras slapp Monika Seles var að bíta í það súra epli að lúta í iægra haldi fyrir tékknesku stúlkunni Jana Novotna í tveimur settum, 7-6, 6-3, í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Þetta var fyrsti tap- leikur Seles á Opna franska mótinu síðan hún tapaði fyrir Steffi Graf í undanúrslitum árið 1989. Landi hennar, Pete Sampras, komst í hann krappann í viðureign við ann- an Bandaríkjamann, Jim Courier í gær. Tapaði tveimur fyrstu settun- um, 4-6, 6-7, en tókst að snúa við blaðinu og sigra í næstu þremur settum, 6-4 í öll skiptin. Leikurinn tók þijá klukkutíma og þijátíu eina mínútu og var þriðja viðureign hans í mótinu sem fer í fimm sett. „Ég lék af of mikilli varkárni," sagði Seles sem er þrefaldur meist- ari á Opna franska mótinu - 1990 til ’92. „Ef til vill er ég ekki í sem bestri æfingu en hvað sem því líður þá lék Novotna vel og verðskuldaði sigurinn," bætti hún við. Seles hef- ur verið meidd í öxl upp á síðkastið og. varð meðal annars að slaufa þátttöku í Opna spænska mótinu fýrir skömmu, vildi ekki meina að þau hefðu haft áhrif á hana að þessu sinni. Fyrra settið í leik Seles og Nov- otna var jafnt og gat sigurinn hafn- að hvorum megin sem var allt til enda. Novotna hóf síðara settið af miklum krafti og komst í 3-0. Seles klóraði í bakkann um stund sem dugði skammt og tékknesku stúlk- unni tókst að halda haus og sigra. Það hefur þó verið hennar veikleiki á undanförnum árum hversu erfitt hún hefur átt með að gera sér mat úr góðri stöðu í leikjum og þess vegna ekki verið í úrslitum á PETE Sampras er hér einbeittur í leiknum gegn Jim Courier og ekki vanþörf á því leikurinn var æsipspennandi, tók þrjá og hálfan tíma og endaði með sigri Sampras í fimmta setti. stærstu mótunum. „í stöðunni 5-3 var hugsun mín einungis sú að halda einbeitingu því ég veit að Seles getur verið stórhættuleg á lokasprettinum,“ sagði Novotna að loknum leiknum sem tók eina klukkustund ,og 28 mínútur. Hún mætir Sanchez Vicario í undanúr- slitum sem marði sigur á lítt þekkti stúlku frá Slóvakíu, Karina Habsudova, í þremur settum. Steffi Graf átti ekki í vandræðum með andstæðing sinn, Iva Majoli frá Króatíu. Majola sem er í fimmta sæti styrkleikalista tennismanna tókst aldrei að veita Graf neina keppni í leiknum sem var tvö sett og fór 6-3, 6-1. Reuter STEFFI Graf veifar hér til áhorfenda eftir að hún hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum á Opna franska mótinu í gær með sigri á Iva Majoli. Hún mætir Concitu Martinez frá Spáni í næstu umferð á fimmtudaginn. KORFUKNATTLEIKUR FRJALSIÞROTTIR Reikna með að Christie keppi á ÓL HJOLREIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.