Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 4
ítrimR iWtrpwlþltóiílr KNATTSPYRNA / EM Þjóðverjar sigur stranglegastir Reiknað með að sjónvarpsáhorf á leikina slái öll met Sacchi veðjar á England ARRIGO Sacchi, landsliðs- þjálfari Ítalíu, segir að Eng- lendingar séu líklegastir til að hampa Evrópubikarnum. „Heimaliðið er alltaf sigur- stranglegt og þess má geta að England hefur leikið sex- tán leiki í röð án þess að tapa. „Auðvitað eigum við okkur þann draum, að Ítalía verði Evrópumeistari. Knattspyrn- an í Evrópu breytist hratt, þannig að erfitt er að sjá fyr- irfram hver úrslit verða. Við leikum í mjög erfiðum riðli, með þremur sterkum lands- liðum, Þýskalandi, Rússlandi og Tékklandi. Ítalía hefur alltaf byijað rólega, þannig að það gæti farið svo að liðið yrði fljótlega úr leik. Það er hlutverk okkar að berjast og koma í veg fyrir það.“ ÞRÁTT fyrir að Þjóðverjar hafi tapað heima, 0:1, fyrir Frökkum í fyrsta skipti síðan 1952 á laugardaginn var, eru þeir taldir líklegastir sem sigurvegarar Evrópukeppni landsliða hjá veð- bönkum í London. Ljóst er að EM verður mesta knattspyrnu- keppni sem hefur farið fram - sterkari en sjálf HM. Fyrir þrjá- tíu árum, 1966, varð HM geysilega vinsæl þegar keppt var í Englandi; í vöggu knattspyrnunnar. Fróðir menn segja að sag- an sé nú að endurtaka sig, að EM eigi eftir að verða mikil knattspyrnuveisla eins og HM 1966. ÞRÁTT fyrir að Þjóðverjar hafi tapað heima, 0:1, fyrlr Frökkum á laugardaginn var, eru þelr taldlr líklegastir sem sigurvegarar í EM landsliða hjá veðbönkum í London. Myndin er úr leik Þjóðverja og Frakka þar sem Jiirgen Klinsmann (nr. 18) sækir að marki Frakka en tókst ekki að skora. Það tókst honum hins vegar í stórsigrl Þjóðverja á Liechtenstein 9:1 í gærkvöldi. Þess má geta að Lfechtenstein er í riðli með íslendingum í undankeppni HM. Sextán af bestu knattspyrnu- landsliðum heims eru á leið- inni til Englands, þar í hópi hið skemmtilega franska landslið sem hefur ekki tapað 22 leikjum í röð, fagnað sigri í átta síðustu ieikjum sínum - Frakkar eru taplausir í tvö og hálft ár. Rússar og Eng- lendingar hafa einnig verið illvið- ráðanlegir, Rússar ekki tapað síð- ustu sautján leikjum sínum og Englendingar síðustu fimmtán. Þeir hafa aðeins tapað einum leik undir stjórn Terry Venebles, gegn heimsmeisturunum frá Brasilíu. Engiand leikur í A-riðli ásamt Hollandi, Skotlandi og Sviss. Hol- lendingar eru taldir sigurstrang- .iegastir í riðlinum, sem leikinn er á Wembley og Villa Park í Birm- ingham. Hollenska liðið er byggt upp f kringum leikmenn Ajax. Lið- ið varð fyrir áfalli um helgina þeg- ar kom í ijós að Frank de Boer, \ arnarmaðurinn sterki, getur ekki líikið þar sem liðbönd á ökkla tognuðu. Lykiimaður hollenska Veðbankaspá Veðbankar í London hafa gef- ið út spá yfir möguleika lið- anna á að verða Evrópumeist- ari 1996: 4- 1 Þýskaland. 5- 1 Ítalía 11- 2 Holland 6- 1 Frakkland 7- 1 England 8- 1 Spánn 10-1 Portúgal 12- 1 Króatía 16-1 Rússland 25-1 Búlgaría, Rúmenía, Danmörk 50-1 Sviss 66-1 Tékkland 80-1 Skotiand 100-1 Tyrkland Markakóngaspá: 9-2 Júrgen Kiinsmann (Þýskalandi) 5-1 Patrick (Hollandi) Kluivert 8-1 Fabrizio (Ítalíu) Ravanelli 10-1 Dennis Bergkamp (Hollandi), Davor Suker (Króatíu) liðsins í vörninni er Danny Blind, á miðjunni Edgar Davids og Rich- ard Witschge, þeir sem eiga að hrella markverði eru Patrick Kluivert og Dennis Bergkamp. Styrkur enska Iiðsins er geysi- lega sterk vörn fyrir framan.David Seaman markvörð. Litríkustu leik- menn liðsins á miðjunni eru Paul Ince hjá Inter Mílanó og Paul Gascoigne, Glasgow Rangers. Englendingar vona að Alan Shear- er taki fram skotskóna á réttum tíma, hann hefur ekki náð að skora í landsleik hátt í tvö ár. Skotar og Svisslendingar geta veitt Englendingum og Hollend- ingum harða keppni, eiga þó ekki að koma í veg fyrir að að England og Holland fari í 8-liða úrslit. Frakkar aftur með Frakkland, eina landið af fjórum í B-riðli sem ekki lék í HM í Bandaríkjunum, glímir við Búlgar- íu, Rúmeníu og Spán. Frakkar, sem hafa lagt Hollendinga, Þjóð- veija og Rúmena að velli að und- anförnu, leika mjög skemmtilega knattspyrnu. Nýjar stjörnur í liði þeirra eru Zinedine Zidane, sem Juventus keypti á dögunum, og Youri Djorkaeff, sem Inter Mílanó tryggði sér, bestu miðvallarspilar- ar Frakka síðan Michei Platini og Alain Giresse voru og hétu. Fyrir aftan þá á miðjunni eru leikmenn sem eru sterkir að vinna knöttinn, Christian Karembeu og Didier Deschamps, sem eru mennirnir á bak við snöggar sóknarlotur Frakka. Eins og áður byggist leikur Rúmeníu á sterkum varnarleik og snöggum skyndisóknum. Leikur liðsins byggist í kringum kónginn Gheorghe Hagi, Barcelona. Spán- veijar eru með léttleikandi lið, sem Fernando Hierro sjórnar. Lið Búlg- aríu, sem margir telja að sé komið yfír hæðina og á niðurleið, er byggt í kringum Hristo Stoichkov, sem er þeirra stærsta von. Þjóðverjar fá sterka andstæðinga Þjóðveijar leika með sterkum andstæðingum í C-riðli, sem eru ítalir, Tékkar og Rússar. ítalir eru með marga mjög góða leikmenn í sínum hópi, eins og Paolo Mald- ini, Dino Baggio, Fabrizio Ravan- elli, Alessandro Del Piero og Gianfranco Zola. Þeir koma til með að leika aðalhlutverkin í lið- inu, fá góðan stuðning frá öðrum liðtækum mönnum. Rússar eiga mjög öfluga öftustu varnarlinu, þar sem tveir öfiugir klettar eru á miðjunni Yuri Nik- iforov og Viktor Onopko. Alexand- er Mostovoi er einnig sterkur leik- maður og Andrei Kanchelskis mun sjá til þess að varnir andstæðing- anna hafa nóg að gera. Tékkar hafa á að skipa mjög skemmtilegu liði, fljótum og leikn- um leikmönnum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um styrk Þjóðveija, sem hafa valinn mann í hveiju rúmi. Þjóðveijar hafa áhyggjur af því að Matthias Sammers, miðvörður liðsins, hefur átt við meiðsli að stríða og þá hafa miðvallarleikmennimir Andy Möller, Thomas Hássler og Mario Basler ekki verið að leika vel að undanförnu. Þeir vona að nýliðinn Mehmet Scholl, Bayern Múnchen, sem hefur leikið stórkostlega, nái að gefa liðinu kraft og að félagi hans Júrgen Klinsmann nái að stilla „fallbyssuna" fyrir baráttuna sem framundan er. Eitt er víst að hann og félagar hans verða á „veiðum“ í Englandi - ákveðnir að ná þeim stóra. Hvað gera Króatar? Mikil spenna er í kringum lið Króatíu, sem margir telja að veri „spútniklið“ EM. Króatar leika í D-riðli ásamt Evrópumeisturun- um frá Danmörku, Portúgölum og Tyrkjum. Stóru nöfnin hjá Dönum eru markvörðurinn Peter Schmeichel, Manchester United, og Laudrup-bræðurnir Michael og Brian. Portúgalska liðið er sterkt, með Rui Costa, Luis Figo og marka- skorarann Domingos sem aðal- menn, en aftastur leikur mark- vörðurinn Vitor Baia, sem á að sjá um að andstæðingarnir nái ekki að koma knettinum í netið. Aðrir kunnir kappar liðsins eru Fern- ando Couto, Paulo Sousa og Joao Pinto Tyrkir verða óskrifað blað, þeir taka þátt í fyrsta skipti í EM ásamt liði Króata, sem hafa í herbúðum sínum hóp sterkra leikmanna sem önnur lið vildu gjarnan vera með í herbúðum sínum - leikmenn eins og Alen Boksic, Zvonimir Boban, Davor Suker og Robert Jarni. Sóknarleikur er sterkasta vopn Króata. Svo mikill áhugi er fyrir Evr- ópukeppni landsliða, að reiknað er með að sjónvarpsáhorf á leikina í EM slái öll met. Fram til þessa hafa flestir sjónvarpsáhorfendur horft á HM í Bandaríkjunum 1994, þrisvar sinnum fleiri en horfðu á Ó1 í Barcelona 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.