Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C !H*«guiiÞI*Mfc 126. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 6. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vaxandi harka að hlaupa í forsetakosningabaráttuna í Rússlandi Ekkja Dúdajevs styður Jeltsín Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseta bættist í gær óvæntur liðsauki er ekkja tsjetsjenska skæruliðaleiðtog- ans Dzokhar Dúdajev lýsti því yfir að forsetinn væri eina von lýðræðis- ins í Rússlandi. „Ég vil byrja á því að verja lýðræði okkar, sem þýðir að verja forseta okkar, Borís Ník- olajevítsj Jeltsín," . sagði Alla Dúdajev en talið er að eiginmaður hennar hafi látið lífið í rússneskri eldflaugaárás í apríl sl. Kosningabaráttan í Rússlandi hefur harðnað á síðustu dögum og í gær hvatti frambjóðandi kommún- ísta, Gennadíj Zjúganov, stuðnings- menn sína til að berjast „frá manni til manns, frá hjarta til hjarta". Zjúganov, eins og aðrir mótfram- bjóðendur Jeltsíns, er afar ósáttur við það að forsetinn fái langmesta umfjöllun í ríkisreknu sjónvarpi og sagði að nú riði á að hverjum og einum stuðningsmanna sinna tæk- ist að fá sex til sjö manns á sitt band. Þá skoraði Zjúganov einnig á Jeltsín að mæta sér í sjónvarps- kappræðum, sem hann vill að fram fari 10. júní nk., sex dögum áður en forsetakosningarnar eiga að fara fram. Staða Zjúganovs batnaði lítillega í gær þegar einn af frambjóðendun- um í forsetakjörinu, Aman Tulejev, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Zjúganov. Kenndi starfsliði Jeltsíns um Alla Dúdajev lýsti yfir stuðningi við Jeltsín á kvennaráðstefnu í Moskvu í gær. Sagði hún eiginmann sinn ævinlega hafa leitað friðsam- legrar lausnar á átökunum í Tsjetsjníju og kenndi starfsliði Jeltsíns um hvernig komið væri. Dúdajev hefði fjórum sinnum reynt að hafa samband við forsetann en starfsmenn hans komið í veg fyrir fund þeirra. Ekki hefur enn verið upplýst hvort Dúdajev var myrtur af ásettu ráði eða hvort hann lenti fyrir tilvilj- un í miðri eldflaugaárás. Pavel Gratsjov, vamarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær, að allir sjóliðar, sem kosið hefðu utan kjörfundar, hefðu greitt Jeltsín at- kvæði sitt og hafa þessi ummæH vakið heilmikið uppnám. Talsmaður yfirkjörstjórnar kvaðst ekki skilja hvernig Gratsjov gæti vitað hvernig atkvæði hefðu faliið í leynilegri kosningu og á þingi hefur verið krafist opinberrar rannsóknar á þessu máli. Reuter „ÞÚ ERT okkar síðasta von" segir á kosningaspjaldi þjóðernis- sinnans og forsetaframbjóðandans Vladimírs Zhírínovskys. Hann lýsti yfir í gær að aðeins samkomulag á milli sín, Jeltsíns Rússlandsforseta og frambjóðanda kommúnista, Gennadíj Zjúg- anovs, gæti komið í veg fyrir borgarastyijöld. Áhrif farsíma- notkunar könnuð Genf. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, gangist fyrir umfangs- mikilli rannsókn á næstu fimm árum á áhrifum rafsegulsviðs á fólk en það fylgir notkun ýmissa tækja, til dæmis far- síma. Rannsóknin var kynnt í Genf í gær en sérfræðingar WHO segja, að enn hafi ekki tekist að sanna, að hætta stafi af rafsegulsviði ýmissa tækja, til dæmis farsíma, örbylgju- ofna, hárþurrkna, raf- magnsrakvéla og rafknúinna sláttuvéla. Samt sé full ástæða til að skoða þetta mál ofan í kjölinn. „Rafsegulsvið af ýmsum toga verður æ algengara í umhverfi okkar og sumir hafa kennt því um krabbamein, óeðlilega hegðun, minnisleysi, Parkinsons- og Alzheimers- sjúkdóm, alnæmi, vöggudauða og margt annað," sagði í til- kynningu WHO og vitnað var til rannsókna í Bandaríkjunum og Svíþjóð, sem virðast sýna tengsl á milli rafsegulsviðs og heilsuleysis. Byggðaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Istanbul „Vatnskreppa" mesta ógiiunin við friðinn Istanbul. Reuter, HORFUR eru á, að vatnsskortur eða ónógur aðgangur að vatni verði helsta deiluefni ýmissa þjóða á næstu árum og áratugum. Kom það fram á Byggðaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Istanbul í Tyrklandi í gær. Bentu sérfræðingar á, að þegar kæmi fram á næstu öld myndi meirihluti mannkyns búa í borgum og mætti þá búast við alvarlegri „vatnskreppu". Milljónir manna þjást af sjúk- dómum og búa við sára fátækt vegna skorts á drykkjarvatni og margir óttast, að þetta ástand, sem versnar stöðugt, muni síðar leiða til alvarlegra átaka milli ríkra og fátækra. A Byggðaráðstefnunni í Istanbul er því haldið fram, að vatnsskortur sé mesta ógnunin, sem steðjar að mannkyni nú á dögum, og sé miklu líklegri til að valda styrjöldum þjóða í milli en hugsan- legur olíuskortur. Vatnsskammturinn minnkar Vandamálin eru mest í risaborg- unum, borgum með 10 milljónir íbúa eða meira, en þeim hefur fjölg- að mikið í þróunarlöndunum. „Um aldamótin munu mörg ríki hafa helmingi minna vatn en þau höfðu 1975," sagði Arcot Ramach- andran, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Byggðaráðstefnunnar, og samkvæmt úpplýsingum frá Al- þjóðabankanum á einn milljarður manna ekki kost á hreinu drykkjar- vatni og 1,7 milljarðar geta ekki viðhaft lágmarkshreinlæti vegna vatnsskorts. I mörgum ríkjum og borgum eru vandamálin þegar orðin yfirvöldum ofviða. Þau hafa ekki efni á miklum framkvæmdum til að koma í veg fyrir vatnssóun en sem dæmi má nefna, að í því auðuga ríki Singa- p.ore fara aðeins 8% vatnsins til spillis áður en það nær til neytenda en í Manila á Filippseyjum tapast 58% vegna ónýtra og lekra leiðslna. 80-85% þess vatns, sem mennirn- ir nota, fara til landbúnaðar og tal- ið er, að helmingurinn af því fari til spillis. Þá er óttast, að uppgang- ur borganna eigi eftir að ýta undir átök um vatnið milli íbúa þeirra og íbúa á landsbyggðinni. ¦te <4*M' "^CT'-'. "••:-^v' • Reuter Útflutningsbann vegna kúa- riðunnar afnumið að hluta Brussel, París. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) ákvað í gær að aflétta að hluta banni við útflutn- ingi á breskum nautgripaafurðum en það var sett á í apríl vegna kúa- riðunnar. Þeim skilaboðum var jafn- framt komið á framfæri við Breta að þeir yrðu að hætta stríði því sem þeir hafa átt í við ESB ef aflétta eigi öllum hindrunum á sölu kjöts- ins. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði á Evr- ópuþinginu í gær að stjórnin hefði ákveðið að aflétta banni við sölu á hleypi og dýrafitu, sem unnin væru úr nautagripum, svo og sæði úr nautum. I ræðu sinni réðst hann þó jafn- framt harkalega á þá stefnu bre- skra stjórnvalda að hindra allar lagasetningar ESB til þess að reyna að þvinga framkvæmdastjórnina til að aflétta banninu. Sagði hann að- gerðir Breta ganga „gegn orðum og anda Evrópusáttmálans". Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, fagnaði í gær ákvörðun ESB og sagðist vona að aðgerðir Breta gegn lagasetningum ESB væru ekki nauðsynlegar leng- ur. í framhaldi af því komu Bretar ekki í veg fyrir undirritun samnings um aukaaðild Slóveníu að ESB. ¦ Þrýst á Breta/22 Sorphirða á Everest NEPALSKIR fjallgöngumenn haf a verið önnum kaf nir að undanförnu, ekki við að setja ný met í fjalíklifri heldur að bæta fyrir sóðaskapinn á hæsta fjalli í heimi, Everestfjalli. Hér er 15 manna hópur að koma ofan af fjallinu með tvö tonn af rusli eftir 25 daga leiðangur en að þeirra sögn eru enn eftir að minnsta kosti 15 tónn af alls konar úrgangi, sem fjallamenn víðs vegar að úr heimi hafa eftirlátið drottningu fjallanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.