Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norska Dagblaðið fjallar um fiskkaup íslendinga í N-Noregi Finnmörk eins o g þróunarland NORÐMENN draga þorskinn úr sjó en íslendingar gera úr honum peninga! Finnmörk er orðin eins og hvert annað þróunarland, sem sér hinu háþróaða íslandi fyrir hráefni. Þannig byrjar grein, sem birtist í norska dagblaðinu Dag- bladet í gær, um ástandið, sem nú ríkir í fiskvinnslunni í Norður- Noregi og þau miklu tíðindi í aug- um Norðmanna, að Islendingar skuli vera farnir að kaupa af þeim fisk til vinnslu á Íslándi. „Það er eitthvað meira en lítið að þegar íslendingar treysta sér til að hagnast á því að vinna fisk- inn, sem norsku fiskvinnslufyrir- tækin segjast ekki hafa efni á að kaupa,“ segir Arne Kristian Amtzen, bæjarstjóri í Berlevág í viðtali við Dagbladet. Út um gluggann á skrifstofunni getur hann bent á fjögur fískvinnslu- hús, sem búið er að loka. Atvinnu- leysið í bænum er 25%, sumir eru þegar flúnir á brott og aðrir á förum. Það er kreppa og hrun í vinnslunni þótt nóg sé af fiskinum í sjónum. Skammt frá Berlevág er Kongsfjord með sína 70 íbúa og þar bíða norsku bátarnir í röð eftir að afhenda sjálfum „erkió- vininum“ hráefnið. Því er skipað um borð í Hrísey frá Akureyri á íslandi og í síðustu viku var það Hágangur II, sem tók við því, skipið, sem norska strandgæslan skaut að í Smugunni í fyrra. „Það er óskiljanlegt, að við skulum þurfa að reiða okkur á íslendinga til að losna við fisk- inn,“ segir Bárd Leirvik, sjómaður í Donna í Norðlandi. Daginn áður höfðu sjómennirn- ir í Donna hringt út um allt fyrir nokkra tugi þúsunda króna í von um að geta landað heima eða í héraðinu en Leirvik segir, að eng- inn hafi viljað sjá fiskinn. Segir hann, að sú niðurstaða sé ekkert annað en yfirlýsing um gjaldþrot norsku fiskvinnslunnar. Fiskurinn, sem settur var um borð í Hágang og Hrísey, er full- unninn á Akureyri á sama tíma og mörg hundruð manns eru at- vinnulaus í Finnmörk. Talsmenn fískvinnslunnar segja, að físk- verðið sé allt of hátt en íslending- ar greiða sama verð auk þess að sigla með fiskinn heim í sjö-átta daga. Samt telja þeir sig hagnast á viðskiptunum. Til þessa hafa verið flutt út 800 tonn af óunnum fiski frá Kongs- fjord til íslands og þeim flutning- um verður haldið áfram. Margir hafa á orði, að norska fískvinnslan standi þeirri íslensku langt að baki og ástæðan sé fyrst og fremst sú, að hingað til hafi ríkið ávallt hlaupið undir bagga með henni. 240 mál til samkeppn- isyfirvalda SAMKEPPNISYFIRVÖLD af- greiddu frá sér samtals um 240 mál á síðasta ári auk þess sem gerðar voru 37 kannanir af ýmsu tagi. Kemur þetta fram í skýrslu samkeppnisyfírvalda fyrir árið 1995. A árinu afgreiddu samkeppnis- yfírvöld samtals 131 samkeppnis- mál. Þar af voru 49 mál afgreidd með ákvörðun samkeppnisráðs en flest önnur afgreidd af Samkeppnis- stofnun. Mörg málin í síðarnefnda hópnum voru fyrirspumir, þar á meðal frá opinberum aðilum, auk þess sem í ýmsum tilvikum var leit- að álits samkeppnisyfirvalda, meðal annars á lagafrumvörpum. •'V'A'- I í 'ak :i\' í| i||\ ■ ' 1! j m LL \ H jilil Morgunblaðið/Golli Sprengiefni í Hvalfjarðargöngin ÞRJÁTÍU tonnum af sprengi- efni, sem notuð verða í spreng- ingum í Hvalfjarðargöngunum, var í gær skipað upp úr Dísar- felli. Efnið kom frá Svíþjóð og er aðeins lítill hluti þess sprengi-' efnis sem notað verður í göngun- um. Að sögn Hermanns Sigurðs- sonar, verkfræðings hjá ístaki, er áætlað að 600 tonn af dínam- íti verði notuð til sprenginga. Verktakar eru komnir 10 metra inn í bergið að norðanverðu og byrja eftir viku að sprengja sunn- an megin. Haldið verður áfram næstu tvö árin að bora og sprengja og verður sprengiefnið flutt inn jafnóðum. 120. löggjafarþinginu frestað 127 af 207 frum- vörpum urðu lög ALLS voru 543 þingmál til með- ferðar á 120. löggjafarþingi Islend- inga. Þar af hlutu 383 þingmál af- greiðslu og tala prentaðra þing- skjala var 1227. Af 207 lagafrum- vörpum urðu alls 127 að lögum. Upplýsingarnar komu fram í ræðu Ólafs G. Einarssonar, forseta Al- þingis, við frestun þingsins í gær- kvöldi. Fram kom að þingið hefði staðið frá 2. október til 22. desember árið 1995 og frá 30. janúar til 5. júní 1996. Þingfundir voru 163 og þing- fundardagar 113. Samtals voru lögð fram 207 lagafrumvörp. Þar af 131 stjórnarfrumvarp og 76 þingmannafrumvörp. Alls urðu að lögum 109 stjórnarfrumvörp, óút- rædd stjórnarfrumvörp eru 22. Átj- án þingmannafrumvörp urðu að lögum en 58 þingmannafrumvörp eru óútrædd. Áf 207 frumvörpum urðu alls 127 að lögum. Þingsályktunartillögur voru alls 87. Stjórnartillögur voru 16 og þingmannatillögur 71. Tuttugu og tvær tillögur voru samþykktar sem ályktanir Alþingis, 6 var vísað til ríkisstjórnarinnar, 2 voru kallaðar aftur og 57 eru óútræddar. Tuttugu og tvær skýrslur voru lagðar fram. Beiðnir um skýrslur frá ráðherrum voru sex og bárust fimm skýrslur. Sautján aðrar voru lagðar fram. Bornar voru fram 226 fyrirspurn- ir. Svör bárust við 218 fyrispurnum. Munnlegar fyrirspurnir voru 122 og var þeim öllum nema 4 svarað, 2 voru kallaðar aftur. Beðið var um skrifleg svör við 104 fyrirspurnum og bárust svör við öllum nema einni. Þakkir fyrir samstarfsvilja í ræðu sinni bar Ólafur fram sérstakar þakkir sínar til ráðherra og þingmanna fyrir samstarfsvilja þeirra. Hins vegar lét hann í ljós vonbrigði yfir því að ekki skyldi hafa tekist að standa við starfsáætl- un þingsins. Ólafur lagði áherslu á að þingmenn settu mál sitt fram í stuttu en hnitmiðuðu máli og tók fram að hlú þyrfti betur að nefndar- starfínu. Hann sagðist í því sam- bandi ekki síst hafa í huga starfsað- stöðu nefnda í Þórshamri. Lést af brunasárum MAÐUR sem brenndist illa þegar sjóðheit olía spýttist yfir hann í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri aðfaranótt 15. maí sl. lést af völdum brunans í fyrradag. Hann hét Ingimar Þorkelsson og var 66 ára gamall. Hann var til heimilis í Spónsgerði 1 á Akureyri. Bilun í rafmagnsmótor í þurrkara í verksmiðjunni er talin hafa valdið slysinu, þegar olían hitnaði sprakk gler í hæðarmæli með þeim afleið- ingum að hann sprakk og olían spýttist úr honum. ----» ♦ 4--- Sjórekin fíkniefni RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Keflavík rannsakar nú fíkniefni sem fundust sjórekin á Vatnsleysu- strönd undir kvöld í gær. Efnið, sem talið er vera hass, er tæpt kíló að þyngd. Samkvæmt heimildum blaðsins er efnið nýrekið en þeir sem fundu það þekkja fjör- una vel og ganga hana oft. Lögregla varðist í gærkvöldi allra frétta af málinu. Samkeppnisráð um útboð á akstri fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins Kannað hvort fella eigi nið- ur hámarkstaxta leigubíla SAMKEPPNISRÁÐ hyggst kanna sérstaklega hvort ekki sé ástæða til að hætta útgáfu há- markstaxta fyrir leigubifreiðar. Ráðið veltir því fyrir sér hvort eðlilegt geti talist að ríkið knýi á um ríkulegan afslátt frá hámarksverðtaxta leigubifreiða, sem ákveðinn er af stjórnvöldum. Hinn mikli afsláttur frá hámarkstöxtum, sem einstökum viðskiptavinum leigubifreiða hafí ver- ið veittur á undanfömum árum, gefí tilefni til að taka það til sérstakrar athugunar hvort rétt sé að breyta töxtunum og þeim forsendum sem þeir byggjast á. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppnisráðs í tilefni erindis Ríkiskaupa, þar sem farið var fram á að Samkeppnisstofnun athugaði hvort. um ólöglegt samráð leigubifreiðastöðva hafi ver- ið að ræða við gerð tilboða vegna aksturs fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki ríkisins. Samkeppnis- ráð taldi Hreyfil og BSR hafa brotið gegn sam- keppnislögum með samráði, en að ekki væri skilyrði til að beita viðurlögum. Samið var við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar um aksturinn. í umræddu tilboði buðu tvær stöðvar, Hreyf- ill og BSR, sameiginlega í aksturinn og nam afsláttur þeirra 12% af ökutaxta, að 2% umsýslu- þóknun Ríkiskaupa meðtalinni. Bæjarleiðir og Taxi skiluðu inn tilboðum þar sem 2% afsláttur var boðinn, þ.e. umsýsluþóknunin. Samvinna en ekki samráð Af hálfu Hreyfils var því haldið fram, að sam- vinna af þessum toga við gerð tilboða væri al- geng og fæli ekki í sér brot á samkeppnislögum. Grundvallarmunur væri á því að gera sameigin- legt tilboð og að hafa samráð við gerð tilboða. BSR gerði athugasemdir við að boðinn væri út í einu lagi akstur fyrir allar umræddar stofnan- ir, sem ættu það eitt sameiginlegt að vera ríkis- stofnanir. Umfang útboðsins hefði óeðlilega mik- il áhrif á markaðinn, þar sem það væri þrjátíu- falt miðað við viðskipti stærstu einkafyrirtækja. Hreyfill og BSR hafi gert sameiginlegt tilboð vegna stærðar útboðsins. Sérstakar aðstæður á markaði Samkeppnisráð samsinnir að samkeppnislög girði ekki með öllu fyrir samstarf við gerð til- boða, en telur að Hreyfíll og BSR, sem hafí inn- an sinna vébanda 60% þeirra leyfa til leigubíla- aksturs sem í gildi séu í Reykjavík, hafi haft með sér samráð sem gangi gegn samkeppnislög- um. Hins vegar séu ekki skilyrði til þess að beita viðurlögum. „Verður í því sambandi að vísa til þeirra sérstöku aðstæðna sem ýmis laga- ákvæði sem ná til markaðarins fyrir leigubif- reiðaakstur og verðlagsákvæði hafa myndað á markaðnum," segir í niðurstöðu Samkeppnis- ráðs. Ráðið tekur ekki afstöðu til athugasemda leigubifreiðastöðvanna um útboðið og segir ágreining um slíkt heyra undir önnur stjómvöld og eftir atvikum dómstóla. Atli Freyr Guðmundsson, sem sæti á í Sar keppmsráði, greiddi ekki atkvæði í ráðinu vegi útboðsins. Hann sagði viðskiptahætti Ríki kaupa ámælisverða, þar sem knúinn væri fra samræmdur afsláttur tveggja leigubílastöðvs krafti mikilla v.ðskipta ríkisins. Taxtar leig bila væru undir opinberum verðlagsákvæðu og ekki gert ráð fyrir að verðsamkeppni fen not'ð sm. Þvi yæn ekki við hæfi að ríkið þvin aði fram storkostlega verðlækkun á þjónus leigubila. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.