Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frestun frumvarps um fjárreiður ríkisins gagnrýnd ÁGÚST Einarsson Þjóðvaka sagði við upphaf þingfundar í gærmorgun að það væri lítilsvirðing við störf Alþingis að frumvarp um fjárreiður ríkisins, sem fjallar um gerbreyt- ingu á gerð fjárlaga og ríkisreikn- ings, væri ekki á dagskrá til lokaaf- greiðslu. „Alþingi kaus að fara með þetta mál með sérstökum hætti, með sémefnd, og það er lítilsvirðing við störf Alþingis ef þetta mál verð- ur ekki afgreitt hér fyrir þinglok," sagði Ágúst. Verður rætt í sumar í sam- hengi við annað frumvarp Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ekki stefndi í það að fmm- varpið um fjárreiður ríkisins yrði afgreitt nú. Vilji væri til þess að Kartöflur með flugi til landsins KARTÖFLUR, sem teknar voru úr jörðu í Suður-Frakklandi á mánudag og þriðjudag, verða seld- ar í verslunum 10-11 frá og með deginum í dag. Eiríkur Sigurðs- son, kaupmaður í 10-11, segir hér um tilraun að ræða og framhaldið ráðist af viðtökum neytenda. Kart- öflumar komu með flugi frá Lux- emborg í gær og mun þetta vera, að sögn Eiríks, í fyrsta sinn sem flogið er með kartöflur til landsins. „Það þarf að borga tolla og mikil gjöld af þessu en ég vonast til að neytandinn kunni að meta gæðin. Verðinu náum við niður með því að taka inn mikið magn,“ segir Eirikur, en fyrsta sendingin er 10 tonn. Kartöflurnar verða seldar á 300 kr. kílóið og verða bæði seldar í lausu og í 1,5 kg pokum. Með kartöflunum komu belgísk jarðarber sem seld verða á 98 krónur bakkinn. Þetta er önnur sending, fyrsta sendingin frá þessum framleiðanda kom í siðustu viku og hefur líkað vel, segir Eiríkur. -----» ♦ «---- Fimmtán minkar veiddir í Viðey FLEST undanfarin ár hefur minkur sést í Viðey. Vegna varpsins er hann ekki velkominn gestur þar og því eru ætíð gerðar ráðstafanir til að veiða hann þegar hans verður vart. Sl. haust mun þó eitt par hafa sloppið o g í vetur og vor hafa veiðst fimmtán minkar f eynni sem er það mesta sem þar hefur náðst í lengri tíma. Ráðsmaðurinn í Viðey og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar annast minkaveiði og vargeyðingu í eynni. ræða frumvarpið í sumar í sam- hengi við frumvarp um þjónustu- samninga og hagræðingu en ekkert ræki sérstaklega á eftir að frum- vörpin yrðu afgreidd á þessu þingi og í því fælist engin lítilsvirðing. „Ég tel skynsamlegt að ræða þessi tvö mál í samhengi. Það er skammur tími til þingloka," sagði ÓLAFUR Ragnar Grímsson segir að hann muni, verði hann kjörinn forseti, vísa hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu til þjóðarat- kvæðagreiðslu ef stjórnmálaflokkar gangi gegn því loforði að bera slíka aðild undir þjóðina. Forsetaframbjóðendurnir fimm voru m.a. spurðir í umræðuþætti á Stöð 2 í gærkvöldi hvort þeir myndu beita því ákvæði stjórnarskrárinnar, sem heimilar forseta að neita að staðfesta lög og krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar sagði að mark- miðið með þessu öryggisákvæði væri ekki í sjálfu sér að forseti beitti ákvæðinu. Æskilegt væri að forsætisráðherra, sem sagði jafn- framt að vinnu yrði haldið áfram við fjárreiðufrumvarpið fram á haust með sama hætti og ef það hefði verið samþykkt. Ágúst Einarsson sagði að engin ástæða hefði verið til þess að fresta frumvarpinu um fjárreiður ríkisins þar sem það fjallaði um allt aðra ávallt væri slíkt samræmi á milli þjóðarvilja. og þingvilja að ekki þyrfti að koma til þess að forseti vísaði máli til þjóðaratkvæða- greiðslu. „Það má þó ekki gleymast að fullveídisrétturinn er hjá þjóð- inni. Ef hugsanlega er að myndast gjá milli þjóðarvilja og þingvilja, þá er það eðli þessa ákvæðis að forseti veiti þeim aðila, sem hefur fullveldisréttinn, aðstöðu til þess að segja sitt álit.“ Olafur Ragnar sagði að beiting málskotsréttar kæmi til greina ef mál snertu fullveldisrétt þjóðarinn- ar, svo sem aðild að Evrópusam- bandinu. „Ég fagna því að allir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál, en ef gengið yrði á bak þeirra orða þá tel ég tvímælalaust að for- seti eigi að beita málskotsrétti." Guðrún Agnarsdóttir sagði griíndvallaratriði að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það ef til greina kæmi að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu, en kvaðst ekki vilja leggja dóm á þá ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur að verða ekki við áskorunum um að leggja samning- inn um evrópska efnahagssvæðið undir þjóðaratkvæði. „Mér finnst að setja eigi ákvæði í lög, sem heim- ili þjóðinni að greiða atkvæði um mikilvæg mál eftir settum reglum, einmitt vegna þess fullveldisréttar sem er í höndum þjóðarinnar. Það styrkir lýðræðið ef-þjóðin fær aukið frelsi tíl að taka ákvarðanir um mikilvæg mál.“ Ástþór Magnússon sagði að hann hefði tvímælalaust borið samning- inn um EES undir þjóðaratkvæði. „Rúmlega 30 þúsund áskoranir sýna að fólkið vildi fjalla sjálft um þetta mál. Það er mjög skondið lýð- ræði þar sem almenningur fær ekki að taka á svona meiriháttar ákvörð- þætti en frumvarpið um þjónustu- samninga og tengdist því með eng- um hætti. Ámælisverð vinnubrögð „Ég ítreka mína skoðun varðandi vinnubrögðin í þessu máli. Ég tel að Alþingi hafi verið sýnd lítilsvirð- ing með þessum vinnubrögðum með tilliti til þess hvernig málið var unnið hér á hinu háa Alþingi. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð að ganga frá málinu með þessum hætti eins og hér er gert vegna þess áð hér var um mjög merkilega og góða samvinnu allra þingmanna að ræða, um þetta mjög svo merkilega mál sem varðar fjárreiður ríkisins,“ sagði Ágúst. un. Mér finnst að setja eigi reglur um hvernig forseti beitir þessum rétti, svo það sé ekki undir duttl- ungum forseta komið.“ Guðrún Pétursdóttir sagðist líta svo á að ákvæðið um málskotsrétt væri í stjórnarskránni til þess að beita mætti því ef á þyrfti að halda. „Hvað sem lögspekingar segja, þá efast ég ekki um að þetta er skiln- ingur þjóðarinnar á ákvæðinu. Hvar sem ég hef komið eru menn á þeirri skoðun að forseti eigi að beita málskotsréttinum. Hann er í raun ekki heppilegasta leiðin til að svara áskorunum tugþúsunda, heldur er miklu betra að hafa í okkar stjórn- skipan ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu. Þegar viðkvæm mál koma upp þarf þjóðin tíma til að kynna sér þau. Stjórnarskráin segir hins vegar að halda skuli þjóðarat- kvæðagreiðslu eins fljótt og auðið er. Það gætu verið 2-3 vikur, sem er allt of stuttur tími.“ Pétur Kr. Hafstein sagði að mál- skotsrétturinn væri ekki lýðræðis- legur. „Forseti á einungis að grípa til hans við alveg sérstakar og ófyr- irsjáanlegar aðstæður. Alþingis- menn hafa umboð frá kjósendum og meirihluti þeirra á að ráða laga- setningu. Það er þingræðisreglan, sem allt okkar stjórnarfar byggist á. Það þarf mikið til að koma og aðstæður að vera með alveg sér- stökum hætti til að förseti gangi gegn vilja meirihluta Alþingis.“ Pétur sagði að það væri lýðræðis- legt réttindamál að um það væri mælt í almennum lögum eða stjórn- arskrá, að tiltekinn minnihluti kjós- enda gæti knúið fram atkvæða- greiðslu. „Það á hins vegar ekki að vera kappsmál að blanda forseta íslands inn í pólitískar deilur um það hvort rétt sé og æskilegt að bera mál undir þjóðaratkvæði." Prófin komin í leitirnar SAMRÆMD próf sjö nemenda frá Raufarhöfn sem skiluðu sér ekki til Rannsóknarstofn- unar uppeldis- og menntamála (RUM) á réttum tíma eru kom- in í leitirnar, að því er mennta- málaráðuneytið upplýsir. Póstur og sími hefur sent RUM afsökunarbréf þar sem fram kemur, að misfarist hafði af hálfu trúnaðarmanns að senda bréfið í ábyrgðarpósti. Ekki bætti úr skák að póstpok- inn fór til Akureyrar þar sem hann var um nokkurn tíma hjá Flugfélagi Norðurlands, áður en hann komst á leiðarenda. Prófin skiluðu sér síðan til RUM 29. maí og hafa nemend- urnir fengið niðurstöður sínar í hendur. Þingmenn stj órnarandstöðu Þing-manna- mál ekki rædd NOKKRIR þingmenn stjörnar- andstöðu gagnrýndu við upp- haf þingfundar í gær að mál þingmanna 1 stjórnarandstöð- unnar hefðu ekki fengist rædd á Alþingi. Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki, hóf umræðuna og gagnrýndi að frumvarp hans um lögbindingu 80 þúsund króna lágmarkslauna, sem hann lagði fram í vetur(diefði ekki verið tekið til umræðu. Rannveig Guðmundsáóttir, Alþýðuflokki, sagði það vera óviðunandi að góð mál, sem þingmenn hefðu Iagt. mikla vinnu í að undirbúa, fengjust ekki rædd, hvað þá að búast mætti við að þau færutí^gegn- um nefndarstörf og yrou að lögum. Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista, tók undir þessa gagnrýni og sagði þetta ástand algjörlega óviðunandi og von- aðist hún til þess að breyting yrði til batnaðar á næsta Al- þingi. Eldsupptök rakin til ljóss RANN SÓKN ARLÖGREGLA ríkisins hefur lokið rannsókn á eldsupptökum í flutningabíl, sem kviknaði í á mánudags- kvöld. Mikið tjón varð þegar kvikn- aði 1 bílnum sem búið var að lesta ýmsum varningi, þ. á m. matvælum, húsgögnum, vélum og klórefni á brúsum. Ekki kom leki að brúsunum en slökkvilið- ið hafði allan vara á við slökkvi- störf vegna eitrunarhættu. Eldsupptök hafa nú verið rakin til loftljóss inni í vörurým- inu. Trillu- frumvarp samþykkt SAMÞYKKT hefur verið frum- varp um 13,9% heildarhlut krókabáta af heildarþorskkvóta og afnám línutvöföldunar. Allir þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks greiddu frumvarpinu atkvæði auk Bryndísar Hlöðversdóttur og Svavars Gestssonar, Alþýðu- bandalagi, en Lúðvík Bergvins- son, Alþýðuflokki, var á móti. Aðrir sátu hjá. Dagskráin næstu daga Fimmtudagur 6. júní: Á ferð um Austurland: Heimsóknir í fyrirtæki á Neskaupsstað Fundur: Egilsbúðkl. 12:00 Heimsóknir í fyrirtæki á Eskifirði og Reyðarfirði Fundir: Seyðisíjörður, Hótel Snæfell kl. 17:30 Egilsstaðir, Valaskjálf kl. 20:30 Föstudagur 7. júní: Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi Upplýsingar um forsetakosningarnar erugefnará kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í sima 588 6688 Upplýsingar um atkvœða- greiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Morgunblaðið/Þorkell * Olafur Ragnar um loforð flokka að þjóðin taki ákvörðun um ESB Málskotsréttur nýttur brytu þeir loforðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.