Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Auknar bókanir á flestum áætlunarleiðum Flugleiða BÓKANIR benda til þess að eftir- spurn í flug með Flugleiðum hafí aukist á flestum leiðum ef undan eru skildir áfangastaðir á megin- landinu. Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, telur útlit fyrir að sumarið verði mikið ferðasumar en sá tími nálgast að erfitt verður að komast á lægstu fargjöldum á ýmsa áfanga- staði. „Sumarið lítur nokkuð vel út en slæmu fréttirnar eru að útlit er fyr- ir samdrátt á markaði okkar í Þýska- landi,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Stóru ferðaskrif- stofukeðjurnar þar í landi hafa orðið varar við almennan samdrátt á þýska ferðamarkaðnum, sem nemur allt 20% að þeirra mati. Við höfum m.a. fengið staðfest að sala íslands- ferða hafl dregist saman.“ Bókanir séu aftur á móti á upp- leið á flestum öðrum mörkuðum, nema ef vera kynni í Svíþjóð, að sögn Péturs. Vaxandi eftirspurn sé á markaðssvæðum Flugleiða í Bret- landi, Frakklandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Þá hafí fyrstu viðbrögð við nýjum flugleiðum til og frá Kanada verið góð. „Bókanir í flug á þessum flugleiðum eru enn sem komið er fyrst og fremst á flug- leiðinni frá Evrópu til Kanada. Eftir sém áður munum við geta merkt mikið stökk í komu Kanadabúa til landsins." Þrjár vélar leigðar Pétur uppiýsir að Flugleiðir hafi þegar gert ráðstafanir til að mæta aukinni eftirspurn í flugi til og frá áfangastöðum á Norðurlöndum. „Við höfum leigt þijár danskar vélar í júlí en þær taka 290 í sæti. Þá munum við bæta við aukavélum á þessar leiðir í júní og færa vélar á milli eftir því sem þörf krefur, t.a.m. með því að fækka vélum á flugleið- um inn á meginlandið." Ekki þarf að óttast að mati Pét- urs að menn komist ekki leiðar sinnar vegna álags eða mikillar eftir- spurnar. Menn geti aftur á móti ekki verið öruggir um að komast út á ódýrasta fargjaldi hvenær sem er. Breyting verður gerð á miðbænum út frá deiliskipulagi frá árinu 1986 Hafnarstræti lokað Hafnarstræti verður lokað fyrir almennri umferð nema strætisvagna og leigubíla. Endastöð strætisvagna verður á gömlu Esso-lóðinni. almennri umferð Svæði fyrir strætis- vagna og leigubíla FYRIRHUGAÐ er að loka Hafnar- stræti, austan Pósthússtrætis, fyr- ir almennri umferð, sem er í sam- ræmi við staðfest deiliskipulag frá 1986, en leyfð verður umferð strætisvagna og leigubíla þar í gegn. Einnig mun vera endastöð strætisvagna á gömlu ESSO-lóð- inni þar sem vagnarnir hafa bið- aðstöðu. Strætisvagnar fara sem fyrr um skiptistöðina að Hafnar- stræti 20 á austurleið og hjá Lækjargötu á vesturleið. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í haust. Um er að ræða einn áfanga í breytingu á miðbænum út frá deiliskipulagi sem samþykkt var árið 1986. Hafdís Hafliðadóttir, arkitekt hjá Borgarskipulagi, segir að miðað sé við að jafna flæði umferðar í Kvosinni, fegra um- hverfið og bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda í miðbæn- um, svo og að auka forgang stræt- isvagna. Á næstunni stendur til að gera Hverfisgötuna að tvístefnugötu fyrir strætisvagna og leigubíla til reynslu í eitt ár. Ennfremur að breyta norðurenda Ingólfstorgs við Hafnarstræti. Þar mun vera áfram opið fyrir bilaumferð, en á samþykktu skipulagi að Ingólf- storgi frá 1992 er gert ráð fyrir að þar sé göngusvæði. Brást illa við beiðni Hrækti og henti dós TVÆR stúlkur gáfu sig fram við lögreglu um miðjan dag á þriðjudag og kvörtuðu undan manni sem hafði haft ógnandi tilburði í frammi. Stúlkurnar höfðu gefið sig á tal við manninn og beðið hann um að færa bíl sinn þar sem hann lokaði fyrir umferð á Engjavegi. Maðurinn brást, að sögn stúlknanna, ókvæða við, hrækti á aðra þeirra og kastaði í hana gosdós. Þá gerði hann sig lík- legan til að neyta aflsmunar. Þegar farið var að grennslast fyr- ir um málið kom í ljós að maðurinn var á bílaleigubíl og vitað hver hann var. Hann verður kallaður fyrir og honum gefinn kostur á að gera grein fyrir háttsemi sinni. Arásarmenn áfram í haldi GÆSLUVARÐHALD var í gær framlengt um 45 daga, að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, yfir .tveimur mönnum vegna árásar á hálfsextugan mann aðfaranótt hvíta- sunnudags. Konu, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins, var sleppt í gær. Mennirnir tveir veittu hinum hálf- sextuga manni áverka á andliti og hálsi með hnífi og var konan talin vera í vitorði með þeim. Konan var í íbúð mannsins með honum þegar mennirnir tveir knúðu dyra og var hleypt inn. í átökum sem upphófust í kjölfarið veittu mennirnir tveir hús- ráðanda áðurnefnda áverka og hurfu svo á brott ásamt konunni og tóku þau ýmislegt smálegt með sér úr íbúðinni. Húsráðandi leitaði ásjár nágranna sem hringdu á sjúkrabíl og var hann fluttur á slysadeild þar sem gert var að áverkum hans. ALÞINGI samþykkti í byrjun vik- unnar ný lög um tóbaksvarnir. Samkvæmt nýju lögunum fær tób- aksvarnanefnd mun meiri framlög til sinnar starfsemi en verið hefur og segir Halldóra Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, að aukið fjármagn verði m.a. nýtt til nám- skeiðahalds fyrir heilbrigðisstarfs- menn í skipulagningu reykinga- vamanámskeiða. Viðurlög við sölu á tóbaki til fólks innan 18 ára eru fjársektir. Talsvert er um munn- tóbaksnotkun meðal íslenskra íþróttamanna. Fjársektir við sölu á tóbaki til unglinga aki og fínkorna neftóbaki hafi ver- ið ein af skýringunum á auknum reykingum unglingspilta. Þeir byijuðu í munn- og neftóbaki en hófu reykingar þegar þeir voru komnir með sár í nef eða munn,“ segir Halldóra. Munntóbaksnotkun íþróttamanna í upphaflegu frumvarpi til laga um tóbaksvarnir var gert ráð fyrir að tóbak mætti hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 17 ára en heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis gerði þær breytingar að aldurinn var hækk- aður upp í 18 ár. í greinargerð með nefndarálitinu segir að rann- sóknir sýni að reykingamönnum er því hættara við að deyja af völd- um reykinga því yngri sem þeir byija að reykja. Þá felldi nefndin á brott ákvæði í frumvarpinu um að aðeins mætti selja vindla í heil- um pakkningum nema á vínveit- ingahúsum þar sem mætti selja þá í stykkjatali. „Eins og flest löndin í kringum okkur er tóbakskaupaaldurinn kominn upp í 18 ár. Þetta eru lög í landinu og lögum þarf að fram- fylgja. Ég fékk upphringingu frá verslun. Afgreiðslumaðurinn þar hafði fengið upphringingu frá móð- ur sem sagði að 14 ára sonur sinn væri farinn að reykja heima. Móð- irin sagði að afgreiðslumaðurinn mætti selja unglingnum tóbak. Afgreiðslumaðurinn hringdi í mig til þess að spyija mig hvort hann mætti afgreiða unglinginn. Ég svaraði því til að engu máli skipti hve sterkur foreldrarétturinn væri, hann gengi þó aldrei út yfir lög landsins," sagði Halldóra. Tóbaksvarnamefnd fagnar sérstaklega hækkuðu aldurstakmarki og banni við sölu á munn- og neftóbaki í nýjum lögum um tóbaksvamir. Halldóra Bjamadóttir, formað- ur nefndarinnar, segist í samtali við Guðjón Guðmundsson afar ánægð með nýju lögin og störf heilbrigðis- og trygginganefndar. Einnig lagði heilbrigðis- og trygginganefnd til að skylt yrði að veija 0,7% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarnastarfs í stað 0,4% eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu, en áður var framlagið 0,2%. Stóraukið fé Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að munntóbak sé nokkuð mikið notað af knatt- spyrnumönnum og þá einkum það sem hefur verið kallað sænskt skro. BANNAÐ er samkvæmt nýju lögunum að flytja inn eða selja fínkorna neftóbak. Munntóbak, eða skro, er líka bannað. „Við fáum núna stóraukið fé til tóbaksvarna sem hjálpar okkur til að taka betur á þessu máli. Við höfum verið fremur fjárvana, feng- ið 8,9 milljónir kr. á ári síðustu árin, en fáum nú 31,5 milljónir kr., í fyrsta skipti að fúllu á næsta ári. Nú er verið að setja upp ýmis úrræði fyrir þá sem vilja hætta að reykja, eins og t.a.m. sex daga námskeið í Hveragerði, námskeið á heilsugæslustöðvunum og nám- skeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn alls staðar á landinu á þessu ári. Þessi námskeið eru til þess að kenna heilbrigðisstarfsmönnum að setja upp reykbindindisnámskeið," sagði Halldóra. Hún sagði að í framhaldi af námskeiðum heilsugæslustarfs- mannanna væri stefnt að landsá- taki gegn tóbaksnotkun. Samkvæmt lögunum verður bannað að framleiða, flytja inn og selja munntóbak og fínkorna nef- tóbak. „Þarna erum við að koma í veg fyrir neyslu sem hefur verið í hraðri uppsiglingu síðustu árin. Innflutningur á þessu tóbaki hófst 1987 og það ár voru aðeins flutt inn 45 kg. 1994 voru flutt inn tvö tonn. Ég held að neysla á munntób- „Ég hef ekki bannað notkun munntóbaks í landsliðinu en ég hef minnst á þetta þegar ég hef talað til ungra manna. Það fylgir munn- tóbaksnotkuninni talsverður sóða- skapur, svo ég tali nú ekki um þegar menn hrækja því út úr sér hvar sem þeir eru staddir, en það er náttúrulega einstaklingsbundið hvernig menn ganga um. Munn- tóbaksnotkun er geysilega út- breidd meðal íþróttamanna í Nor- egi, þá einkum meðal þeirra sem vilja ekki reykja tóbak og telja munntóbakið skárri kost,“ sagði Logi. Hann sagði að minnsta kosti tveir leikmenn 4 íslenska landslið- inu neyti munntóbaks. Logi er einnig menntaskólakennari og hef- ur að undanförnu setið yfir í próf- um. Hann segist hafa orðið var við munntóbaksdósir á borðum nemenda og nemendur með fullan munn af tóbaki. „Við leyfum ekki unglingum að reykja í skólunum en áhrifin af munntóbakinu eru hin sömu. Ég þori ekki að dæma um það hvort munntóbaksnotkun sé skárri fýrir íþróttamenn en reykingar en við vitum það þó að munntóbaksnotk- un hefur ekki í för með sér sömu áhættu varðandi lungnasjúk- dóma,“ segir Logi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.