Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÖ 8 FIMMTUDAGUR 6- JÚNÍ 1996___________________________ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra ætlar .ekki að reka séra Flóka: ÉG ætla að taka mér yður til fyrirmyndar hr. biskup. Ég segi ekki af mér þótt það rigni eldi og brennisteini... Morgunblaðið/Katrín Elvarsdóttir KRISTINN R. Þórisson, doktorsnemi við MIT í Bandaríkjunum, sýnir leikaranum Alan Alda tölvu, sem hann hefur gert þannig úr garði að hún skilur mælt mál. JUSTINE Cassell, prófessor við MIT, Kristinn R. Þórisson og Alan Alda leikari ræða kosti þess og galla að geta haft samskipti við tölvur með sama hætti og við menn. Alan Alda kynnir talandi tölvu Kristins Þórissonar Jarðarför í Viðey GÍSLI Gíslason, gamall Viðeying- ur, var borinn til hinstu hvílu föstu- daginn 31. maí í kirkjugarðinum í Viðey. Ekki hefur verið jarðsett með hefðbundnum hætti í Viðey síðan 1987. Duftker var jarðsett þar 1988. Gísli bjó í áratugi í þorpinu á Sundbakka í Viðey, var þar starfs- maður Kárafélagsins og vann einn- ig á búinu í Viðey. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur var hann fyrst í byggingarvinnu en vann mörg síðustu árin hjá Hampiðjunni. Gísli og kona hans Jóhanna Bjamadótt- ir, sem lifir mann sinn, voru mjög tengd gömlum slóðum í eynni. Viðeyjarkirkjugarður er ekki stór í dag. Því hefur sú stefna verið mótuð að leyfa greftrun með hefðbundnum hætti því fólki sem á leiði fyrir í Viðey. Annars er ein- göngu um að ræða greftrun duft- keija. KRISTINN R. Þórisson vinnur nú að doktors- verkefni á Rannsóknar- stofnun boðmiðla við háskólann Massachu- setts Institute of Tec- hnology í Cambridge og hefur tilraun hans til að hanna tölvu færa um tjáskipti þegar vakið at- hygli í Bandaríkjunum. Verkefnið snýst um það að hanna tölvu með þeim hætti að maður geti talað við hana líkt og um persónu væri að ræða og verður ijallað um það í bandarísku þáttaröðinni „Scientific American Frontiers", en leikarinn Alan Alda er kynnir þáttanna. Kristinn hefur hannað tölvuper- sónu, sem gegnir nafninu Gandálf- ur, en svo heitir galdramaðurinn góði í Hringadróttinssögu Tolkiens, og getur skilið mælt mál, augngotur og handahreyfingar og svarað með sama hætti. Tölvan skynjar notandann í gegn- um jakka, hanska og augnmæli- tæki, sem hann klæð- ist. Kristinn notast við átta nettengdar tölvur, sem hver vinnur að afmörkuðum þætti samskiptanna og stjórnar hegðun Gand- álfs. Sérfræðingur í sólkerfinu Gandálfur er sér- fræðingur í sólkerfinu og getur bæði sýnt tölvuteiknuð líkön af plánetunum og sagt frá einkennum hverrar plá- netu fyrir sig. Alan Alda var í för með tökumönn- um „Scientific American Frontiers" þegar þeir heimsóttu Kristin á rann- sóknarstofuna í M.I.T. Alda talaði við Gandálf, bað hann um að sýna sér sólkerfið og segja sér frá plánet- unum. Kristinn hefur verið þtjú ár að hanna þetta kerfi og er markmiðið að gera notendum kleift að tjá sig með eðlilegum hætti í samskiptum við tölvur. Gandálfur. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Vilja gera við gamla Franska spítalann eystra FRÖNSKU íslands- sjóménnirnir, sem á sínum tíma fiskuðu á skútum sínum kringum ísland, komu mikið til Fá- skrúðsfjarðar, þar sem þeir reistu spítala árið 1903 og áttu samskipti við heimamenn. Helgina 27.-28. júií er ætlunin að efna til fran- skras daga á staðnum til að minnast þessa. Þá verð- ur m.a. á staðnum 9 manna hópur Frakka, ungt fólk á aldrinum 15-21 árs. Ferð þeirra er hugsuð til að hitta fólkið og glæða áhugann á sam- skiptum þjóðanna. Franskur blaðamaður Philippe Bovet kom þang- að fyrir nokkru, en hann hefur ásamt séra Yrsu Þórðar- dóttur látið sér mjög annt um þetta og stóðu þau m.a. fyrir komu Frakkanna. Bovet var beð- inn að segja frá aðdragandanum að því að hann fékk áhuga á málinu. „Þegar ég var á ferðinni um landið í fyrra kom ég á Fáskrúðs- fjörð til að fræðast um fiskveiðar Frakka hér við land á skútuöld og komu franskra fiskimanna hingað. Ég bjó í húsi Guðrúnar Einarsdóttur. Pabbi hennar hafði verið smiður og þekkti vel til frönsku fiskimannanna. Hún sagði mér margt frá þeim tíma. Eitt kvöldið bauð hún sóknar- prestinum séra Yrsu Þórðardótt- ur og manni hennar, séra Carlos Ferrer, til að hitta mig. Yrsa er alin upp í Strassbourg og talar auðvitað frönsku. Séra Yrsa sagði mér að hún hefði mikinn áhuga á nemendaskiptum milli franskra unglinga og unglinga þar á staðnum. Hún á vinkonu í Strassbourg, Elisabeth Rechen- mann, sem starfar hjá lífeðlis- fræðistofnun INSERN. Þar er einhver ferða- og menningar- sjóður til samskipta við aðrar þjóðir og úr varð að úr þeim sjóði fékkst fé til að greiða far ungs skólafólks frá nokkrum borgum í Frakklandi til Fáskrúðsfjarðar. Þau koma núna 13. júlí og verða til 28. júlí. Þau búa á heimilum fólks hér á staðnum„ Hugmyndin var að meðan þau væru hér mundu þau vinna að því að hreinsa og loka gamla franska spítalanum, sem stendur mjög illa farinn hér handan við fjörðinn, en skepnur ganga þar út og inn og hafa lengi gert. En síðan höfðum við hug á að vinna að því að eitthvað yrði gert við hann og reynt að útvega styrki til þess. Munum kannski í framhaldi geta leitað " til Æskulýðsdeildar Evrópuráðs- ins, því þetta eru gömul menn- ingarverðmæti. Þegar ég kom hingað kom í ljós að sex eigendur eru að gömlu spítalabyggingunni og ekki leyfi fyrir að gera þetta. En áhugafólk hér á staðnum er að vinna að málinu. Bærinn á hluta í spítalanum, því þar var skóli, og bæjarstjórinn er fyrir sitt leyti hlynntur þessu. Svo ég held að það muni ganga.“ Stendur ekki til að efna á næstunni til franskra daga á Philippe Bovet ► Philippe Bovet er franskur blaðamaður. Hann er fæddur og uppalinn í París og að loknu menntaskólanámi fór hann í framhaldsnám í Berlín. Þá voru að byrja miklar um- breytingar þar og hann tók að skrifa blaðagreinar fyrir frönsku blöðin bæði frá Aust- ur-Berlín og Vestur-Berlín. I framhaldi af því var hann beðinn um að þýða og skrifa um önnur málefni bæði fyrir dagblöð og tímarit. Það gerir hann enn. Mest starfar hann fyrir blaðið Monde diplo- matik. Heimsókn ungmenna frá Frakklandi til Fáskrúðs- fjarðar Fáskrúðsfirði til að minnast samskiptanna við frönsku fiski- mennina og undirbúningur haf- inn?_ Verður þú þarna enn? „Ég er að fara til Færeyja til að skrifa greinar þaðan, en kem aftur 13. júlí. Verð því viðstadd- ur helgina 26.-28. júli þegar verða hér franskir daga á vegum bæjarstjórnarinnar, menningar- nefndar staðarins og fleiri. Þá verður á föstudagskvöldið at- höfn í Franska grafreitnum, og sungið verður í kring um bál- köst. Vinkona séra Yrsu mun koma og syngja franska söngva og róðrarkeppni er áformuð milli unga fólksins franska og Islend- inga. A laugardeginum er ætlunin að fara um bæinn og kynna öll gömlu húsin frá franska tíman- um og fleira. Og kannski er það áhugaverðasta að verið er að koma upp ljósmyndasafni, sem verður opnað þá. Sjálfboðaliðar hafa verið að þrífa og undirbúa sýningarsal í bæjarstjórnarhúsinu og tvær konur hafa þegar fært safninu gjafir, önnur gaf hús- gögn frá þessum tíma og hin hefur gefið myndaseríur. Ég er ákaflega ánægður með að sjá hvernig tilfinningin fyrir þessum sögulegu samskiptum Frakka og íslendinga gegnum frönsku fiskimennina er að þró- ast og áhugi vaknaður." En hann sjálfur? Eefur hann fengið þarna efni í greinar? „Ég fer 28. júlí með unga fólkinu heim til Frakklands og kem svo aftur til íslands með ljósmyndara til að vinna þessar greinar, sem ég hefi verið að undirbúa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.