Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Jakob Björnsson, bæjarstjóri Morgunblaðið/Kristján Formaður Atvinnu- málanefndar Osigur í þessari umferð GUÐMUNDUR Stefánsson for- maður atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar segir það viss vonbrigði að upp úr viðræðum um hugsanlega sameiningu Útgerðarfélags Akur- eyringa og þriggja dótturfyrirtækja Samherja slitnaði. „Mér fannst þetta vera skref í rétta átt í al- mennri atvinnuþróun og uppbygg- ingu hér á svæðinu. Þessari umferð er núna lokið með ósigri í málinu hvað það varðar, hvað sem síðar verður.“ Raunvirði hlutabréfaeignar Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Góðum árangri í körfubolta fagnað STRÁKARNIR í minniboltaliði Þórs, 11 ára flokki í körfubolta gerðu það gott á nýafstöðnu keppnistímabili. Liðið fagnaði Is- landsmeistaratitli, þeim fyrsta sem yngri flokkur félagsins vinn- ur, eftir því sem næst verður komist. Þórsliðið fór taplaust í gegnum keppnistímabilið og vann alla 16 Íeiki vetrarins og oftast mjög örugglega. I úrslitakeppninni sem fram fór í Reykjavík, lögðu Þórsarar þrjú lið að velli í riðlakeppninni, UMFN-b, UMFH og Hauka. Til úrslita um Islandsmeistarartitil- inn var leikið gegn Víði úr Garði og vann Þór öruggan sigur, 29:19. Til að fagna góðum árangri í vetur fóru strákarnir ásamt for- eldrum sinum, systkinum og þjálfaranum Kristjáni Guðlaugs- syni til Svalbarðseyrar nýlega og eyddu þar saman dagsstund. Hópurinn, sem hér sést á mynd- inni, fékk inni í Valsárskóla en lék sér bæði utandyra og innan. Þá voru grillin tekin fram og all- ir fengu sér vel að borða. Sem fyrr segir var þetta fyrsti yngri flokkur félagsins til að vinna Islandsmeistaratitil og að- eins einu sinni áður hefur körfu- boltalið félagsins fagnað slikum titli eftir því sem næst verður komist. Meistaraflokkur kvenna gerði það fyrir mörgum árum, undir sljórn Einars Bollasonar. Viss vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum JAKOB Björnsson, bæjarstjóri segir það viss vonbrigði að upp úr viðræð- um aðila slitnaði; varðandi hugsan- lega sameingu Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. og þriggja dótturfyrir- tækja Samheija, Söltunarfélags Dal- víkur hf., Strýtu hf. og Oddeyrar hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija sleit viðræðunum á þriðjudag, þar sem hann taldi of mikið bera í milli. Þor- steinn Már lýsti því þá jafnframt yfir að Samheiji hefði ekki frekari áhuga á að kaupa hluta af hlutabréf- um bæjarins í Útgerðarfélaginu. Ekki hægt að gefa sér niðurstöðu fyrirfram „Það er í þessu eins og öðru að ekki er hægt að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Þegar ósk Samheija um viðræður kom upp á borðið var það vissulega talinn áhugaverður kostur, enda var hugmyndin sú að koma Miðgarða- kirkja FERMINGARMESSA verður í Miðgarðakirkju í Grímsey næstkomandi sunnudag, 9. júní og hefst hún kl. 11. Fermd verða: Árni Már Ólafsson, Ártúni Vilborg Sigurðardóttir, Flá- túni Prestur er sr. Svavar A. Jóns- son. hér á fót mjög öflugu sjávarútvegs- fyrirtæki," sagði Jakob. Hann sagði að hins vegar hefði alltaf legið fyrir að erfitt gæti orðið að meta verðmæti fyrirtækjanna og framtíðarmöguleika þeirra. „Það er mikið í húfi enda öll þessi fyrirtæki stór og sterk. Niðurstaðan liggur nú fyrir og því má segja að málið standi eins og það gerði áður en Samheiji sendi inn sitt erindi," segir Jakob. Ekki borist fleiri óskir um viðræður Hann segir að fram hafi farið heiðarlegar viðræður og þeim hafi verið slitið í vinsemd, þar sem menn hafi ekki séð grundvöll fyrir því að halda þeim áfram. „Á þessari stundu get ég ekki sagt til um hvað nú tekur við varðandi hugsanlega sölu á hlut Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa. Ég á eftir að ræða við fulltrúa meiri- hlutafiokkanna í bæjarstjóminni og málið verður einnig rætt á bæjarráðs- fundi á morgun [í dag].“ Jakob Björnsson segir að ekki hafi borist erindi frá öðrum aðilum um viðræður um kaup á hlutabréfum bæjarins í ÚA. Forsvarsmenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sendu bæjaryf- irvöldum á Akureyri bréf á síðasta ári, þar sem óskað var eftir því að Sölumiðstöðin hefði möguleika til jafns við aðra að festa kaup á hluta- bréfum bæjarins í Útgerðarfélaginu, kæmi til þess að þau yrðu seld. Eign bæjarins hækkað um 800 millj. frá áramótum RAUNVIRÐI hlutabréfaeignar Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefur hækkað um 800 milljónir króna frá áramótum, ef miðað er við sölugengi um áramót og svo í gær. Um áramót var söluverð hluta- bréfa í ÚA í kringum 3,15 en í gær voru seld bréf á genginu 5,10. Ak- ureyrarbær á um 53% í ÚA, að nafnvirði um 409 milljónir króna. Við sölu á hlutabréfum á bæjarins um áramót hefðu fengist um 1285 milljónir króna en 2080 milljónir króna í gær, miðað við sölugengi á þessum tímum. Einnig urðu nokkur viðskipti með hlutabréf í félaginu fyrir mánaðamót á genginu 5,30. FERNIR tónleikar verða á Akur- eyri í fyrri hluta júnímánaðar þar sem fram koma listamenn sem komnir eru til Iandsins vegna Listahátíðar í Reykjavík. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 20.30 þar sem fram koma ung- verski píanóleikarinn András Schiff og japanski fiðluleikarinn Yuuko Schiff. Þau hjónin leika verk eftir J.S. Bach og F. Schu- bert. Síðar um kvöldið eða kl. 21.30 leikur Sigurður Flosason ásamt Alþjóðlega jasskvintettinum, flutt verður ný tónlist fyrir djasskvint- ett eftir Sigurð. Auk hans skipa Hafði sterkari staða ÚA áhrif? Aðilar sem Morgunblaðið ræddi við telja að hækkun á sölugengi hlutabréfa útgerðarfélagsins um 62% frá áramótum og þar af um 18,6% í maímánuði hafi aukið vægi Útgerðarfélagsins í viðræð- unum við forsvarsmenn Samheija um hugsanlega sameiningu ÚA og þriggja dótturfyrirtækja Sam- heija og það sé ein ástæða þess að upp úr viðræðunum slitnaði. Mun betri afkoma í ár Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- kvartettinn Eyþór Gunnarsson á píanó, Scott Wendholt á trompett, Lennart Ginman á kontrabassa og John Riley á trommur. Tónleikarn- ir eru nokkurs konar þjófstarf á Tuborgdjass Listasumars ’96 og Café Karólínu sem verða hveiju lands, segir að hægt sé að nefna nokkrar ástæður sem skýri þessa miklu hækkun á gengi hlutabréfa Útgerðarfélagsins. „Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa al- mennt verið að hækka frá áramót- um og að jafnaði um 50% og þetta á jafnt við um bréf í ÚA. Einnig má benda á að afkoma félagsins var óviðunandi á síðasta ári og hún er miklu betri fyrstu þijá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Á aðalfundi nýlega kom fram að um hagnaður fyrstu þijá mánuði ársins var um 80 milljónir króna en fyrstu sex mánuði síð- asta árs nam tapið rúmum 90 milljónum króna.“ fimmtudagskvöldi frá 20. júní næstkomandi og til ágústloka. Fílharmoníukvartett og Den danske Trio Fílharmoníukvartett Berlínar verður með tónleika næstkomandi Tiltrú á samherjafrændum Jón Hallur segir tillögur fiski- fræðinga um að auka þorskkvót- ann um 20% á næsta kvótaári geti einnig haft áhrif á þessa hækkun bréfanna, enda hafi verið stöðugur kvótasamdráttur á síð- ustu árum. „Einnig getur spilað þarna inní tiltrú manna á þeim samheijafrændum og að það gæti komið fyrirtækinu til góða að þeir kæmust þar til áhrifa. Þótt þeirra gögn séu ekki opinber telja menn almennt að þeir samheijafrændur standi vel og hafi hagnast mjög vel á sínum rekstri í gegnum árin,“ segir Jón Hallur. laugardag, 8. júní kl. 16.00. Leik- in verða verk eftir J. Haydn, B. Bartok og L.v. Beethoven. I kvartettnum eru Daníel Stabrawa og Christian Stadelmann fiðlu- leikarar, Neithard Reisa lágfiðlu- leikari og Jan Diesselhorst selló- leikari. Síðustu tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 12. júní kl. 20.30 en þá leikur Den danske Trio verk eftir N.W.Gade, Atla Heimi Sveinsson, H.H. Nordström og D. Shostakovich. Allir tónleikarnir verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nema tónleikar Alþjóðlega jassk- vintettsins sem verða í Deiglunni. Á byrjunarreit Guðmundur segir að „bakhjarlar í heimabyggð leiðin" sem nefnd var í tengslum við sölu hlutabréfa Akur- eyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hafi greinilega ekki gengið, aðrir sem undir þá skilgreiningu flokkist hafi ekki gefið sig fram. Málið sé því nánast aftur komið á byijunarreit og komið að því að taka nýjar ákvarðanir. „Þetta var álitlegur kostur, en fyrst þessi leið virðist ekki ætla að ganga upp er það mitt mat að aug- lýsa eigi hlutabréf bæjarins til sölu. Þetta mál bíður sér ekki til bata, það er ekkert fengið með því að bíða,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að vel mætti hugsa sér nokkrar leiðir, að einum aðila yrðu seld öll bréfin, að fleiri aðilar kaupi hlutabréfín, þá sé ekki útilok- að að bærinn ætti áfram einhvern hluta þó stefnan væri sú að selja öll bréfin og enn éinn möguleikinn væri að engin bréf yrðu seld, sættu menn sig ekki við þau boð sem bærust. „Það er skýr vilji í mínum huga að ég vil selja bréfin, en auðvitað ekki nema viðunandi boð berist í þau,“ sagði Guðmundur. Fermingar- messa LAUFÁSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Laufáskirkju næstkomandi sunnudag, 9. júní kl. 14. Fermdar verða: Halldóra Kristín Hauks- dóttir, Þórsmörk, Svalbarðs- eyri Ingunn Agnes Kro, Lóma- tjörn, Höfðahverfi Listahátíð í Reykjavík Fernir tónleikar verða á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.