Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 NEYTENDUR URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Hvað kosta snyrtivörurnar? Snyrtivöru- fi/ f fff fsff ffi. fii. gi Verslun /# # f # % / # // SfanSuqgUFlugleiða°níJrekkitil 1-000 3700 2'000 2'900 ekkitil ekkitii 2-000 ## éfi £ & O <7 2.400 1.600 Fríhafnarverslun Keflavík - Leifsstöð, 2.590 960 3.100 1.990 2.850 1.840 1.250 1.980 2.390 ekki til Hagkaup, Kringlan - Reykjavík 3.359 ekki til ekki til ekki til ekki til 2.535 1.725 ekki til 3.189 2.085 Snyrtivöruverslunin Clara, Kringlan - Reykjavík 3.465 1.435 4.945 3.270 ekki til ekki til 1.733 3.595 3.225 ekkitil Snyrtivöruverslunin Oculus, Austurstræti 3, Reykjavík ekkitil 1.472 ekki til ekki til ekki til ekki til 1.780 3.596 3.399 ekki til Sigurboginn, Laugavegi 80, Reykjavík 3.650 1.470 ekki til ekki til ekki til 2.700 1.775 ekki til 3.485 ekki til Snyrtivöruverslunin Hyge a, Kringian - Reykjavík 3.560 1.470 ekki til ekki til 4.280 2.700 ekki til 3.600 3.398 2.220 Snyrtivöruverslunin llmur, Hafnarstræti, Akureyri 3.600 1.500 ekki til ekki til ekki til ekki til 1.729 ekki til ekki til ekki til Amaro snyrtivörudeild, Hafnarstræti, Akureyri ekki til ekki til 4.995 3.270 ekki tii 2.770 ekki til 3.690 ekki til 2.280, Snyrtivöruverslunin Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi ekkitil 1.470 ekki til ekki til ekki til 2.700 1.730 3.595 ekki til ekki til Snyrtivöruraar 46% ódýrari í fríhöfninni Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ er mun ódýrara að kaupa snyrtivörur í fríhöfn- inni eða um borð í flugvélum Flugleiða sé miðað við verð í nokkrum snyrtivöruversl- unum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Það var um 86% dýrara að kaupa Bouc- heron rakspíra á Akureyri en í fríhöfninni og upphæðin var mjög svipuð hjá öðrum snyrti- vöruverslunum. Það var því 46% ódýrara að kaupa raksp- írann í fríhöfninni. Það er mjög algengt að fólk kaupi birgðir af snyrtivörum þegar það fer til útlanda og sendi jafnvel ættingja og vini með lista fyrir sig. Þessi könnun sýnir að verðmunurinn er líka töluverður og það getur munað mörgum þúsund- um ef fólk er að kaupa nokkrar gerðir af þessum varningi. Svipað verð í fríhöfninni og Saga boutique Þegar verð var kannað á nokkr- um snyrtivörutegundum hjá Frí- hafnarversluninni í Keflavík og um borð í flugvélum Flugleiða svo og í nokkrum snyrtivöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri kom í ljós að það er yfirleitt svipað í fríhöfninni og um borð í flugvélum Flugleiða eða Saga boutique. Oftast var þó varan aðeins ódýr- ari í fríhöfninni og í einu tilviki munaði sex hundruð krónum á einu ilmvatnsglasi. Mikil samkeppni ríkir milli snyrti- vöruverslana og verðið endurspegl- ar það því þær virtust yfírleitt vera með svipað verð þótt Hagkaup væri með vöruna ódýrari ef hún fékkst þar á annað borð. En hvað skýrir þennan verðmun? „Yfirleitt er 10% tollur á snyrti- vörum nema hann er enginn ef varan er frá Efta- eða ES- löndum. Vörugjald er 13,75% af öllum snyrtivörum og síðan bætist- virðisaukaskattur ofaná 24,5%,“ segir Ársæll Ársæls- son, tollfulltrúi hjá tollstjóran- um í Reykjavík. Fríhöfnin og Saga Boutique þurfa hvorki að greiða tolla, vörugjald né virðisaukaskatt af snyrtivörum. Tökum dæmi um verð. Boss element rakspíri í 100 millilítra flösku kemur frá Þýskalandi og er því ekki innheimtur 10% toll- ur af honum. Rakspírinn kostar 1.990 i fríhöfninni en 3.270 í þeim snyrtivöruverslunum sem seldu vör- una. Ilmvatnið er því 64% dýrara í snyrtivöruverslununum. Ekki skýra opinber gjöld allan verðmun því þegar vörugjald er reiknað á raksp- írann í fríhöfninni og síðan virðis- aukaskattur þar ofaná er enn verð- munur. Kann skýringin að hluta til að vera hagstæðara innkaupsverð þeg- ar keypt er í stórum einingum eins og í fríhöfninni eða mismunandi álagning. Dýrara að hringja í GSM símann en þann venjulega ÞAÐ er mismunandi hvað kostar að hringja í fólk á höfuðborgarsvæðinu og annarsstaðar eftir því hvort það er með GSM síma, NMT farsíma eða venjulegan síma. Sé hringt í GSM síma borgar við- komandi 24,90 krónur á hverja mín- útu nema eftir klukkan 18 á kvöldin og um helgar. Þá fellur gjaldið niður í 16,60 krónur. Að sögn Hrefnu Ing- ólfsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Pósti og síma, er nokkuð um að fólk ferðist með GSM farsíma til annarra landa og því borga þeir sem hringja aldrei nema innanlandstaxta en sá sem er með símann sinn í útlöndum greiðir fyrir millilandasímtalið ef hann kýs á annað borð að taka á móti símtölum frá Islandi. Þeir sem hringja úr GSM farsíma frá íslandi til annarra landa greiða auk venju- legs mínútugjalds til útlanda 15 krónu álag á mínútu. Frístundafarsímar eru fyrir þá sem aðallega nota farsíma á kvöld- in og um helgar og fá þeir afslátt af stofngjaldi og afnotagjaldi sí- mans. Þeir greiða hinsvegar þrefalt gjald ef þeir hringja á háannatíma sem er milli 8-18 mánudaga til föstudags. Þá kostar mínútan tæpar 50 krónur en þó kostar það ekki nema 16,60 krónur að hringja í sí- mana á þessum tíma. Á kvöldin og um helgar kostar mínúta úr frí- stundafarsíma 16,60 krónur. Þeir sem hringja úr NMT farsíma frá Islandi til annarra landa greiða auk venjulegs mínútugjalds til útlanda 15 krónu álag á mínútu. Tveir taxtar Fari menn með NMT síma til Norðurlanda og einhver reynir að hringja í þá frá íslandi borgar sá sem hringir aðeins 16,60 krónur á mínútu en farsímaeigandi tekur á sig gjald fyrir millilandasímtal. Um tvær leiðir er valið þegar boðtæki eru keypt. Önnur felur í sér stofngjald upp á tæpar fimm þúsund krónurog ársíjórðungsgjald upp á 1.382 krónur. I hinu kerfinu sem í eru einkaboðtæki er stofn-' gjaldið tæpar tvö þúsund krónur og ekkert ársfjórðungsgjald. Sé dýrara stofngjaldið tekið borgar sá sem hringir í tækið einungis 9,96 krónur fyrir hvert boðkall. Sé hinsvegar hringt í hitt kerfið borgar viðkom- andi 39,84 krónur fyrir hvert boð- kall. Hægt er að þekkja úr um hvort' kerfið er að ræða með upphafstölum númersins. Að hringja í tæki sem eru með númer sem byrja á 845 eða 846 kostar 10 krónur en ef hringt er í 842 númerin kostar um 40 krón- ur að hringja í tækið. • • Veiðar utan lögsögunnar \ I > Oll skip greiði eftirlitsgjaldið SAMKOMULAG hefur orðið í sjávarútvegsnefnd um að gera breytingar á frumvarpi um fisk- veiðar utan iögsögu íslands. Breytingarnar felast í að aðeins er lagt til að samkykkt verði ákvæði frumvarpsins um gjald- töku fyrir eftirlit með skipum við veiðar utan lögsögunnar. Fyrir liggur vilyrði sjávarútvegsráð- herra um að hann beiti sér fyrir því að fá gjaldið lækkað. Formað- ur Félags úthafútgerða segist sáttur við breytingarnar enda hafí frumvarpið að mestu verið dregið til baka og segist treysta því að sjávarútvegsráðherra fá lækkun- ina í gegn. Breytingartillögumar fela í sér að eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að fara í eftirlitferðir með íslenskum skipum við utan íslensku lögsögunnar. Þá segir einnig að hafi íslensk stjórnvöld á grundvelli milliríkjasamnings, eða með öðmm skuldbindandi hætti, samið um að eftirlit með veiðum fískiskipa úr stofni,^ sem alfarið veiðist utan lög- sögu íslands, skuli það vera með þeim hætti að um borð í hveiju fiskiskipi skuli starfa eftirlitsmaður | og skulu útgerðir skipa er veiða úr þessum stofni greiða 15.000 krónur fyrir hvern dag sem skipið stundar veiðarnar. Öll skip sem stunda veiðarnar skulu greiða gjaldið án tillits til vem eftirlits- manna um borð í einstökum skip- um. Gjald fyrir 12 mánaða eftirlit skal greiðast árlega. Nokkuð sáttir Snorri Snorrason, formaður I Félags úthafsútgerða, segir að þeir séu nokkuð sáttir við breyt- ingarnar miðað við það ef frum- varpið hefði verið samþykkt í heild. Betri sé hálfur skaði en allur. Nú treysti félagið á yfirlýsingar sjáv- arútvegsráðherra þess efnis að hann beiti sér fyrir því að fá gjald- ið lækkað. „Það var ekki lengra með þetta komist og líklega hefur þetta verið eina færa leiðin í stöð- unni. Menn verða að halda áfram að eyða peningum í vitleysu og ég hef trú á því að menn átti sig á að þetta gengur ekki þegar mesti móðurinn rennur af þeim,“ segir Snorri. Ysan á 244 krónur KÍLÓIÐ af ýsu seldist á 244 krón- ur á Fiskmarkaði Suðurnesja í gærmorgun en það er óvenju hátt verð, að sögn Ólafs Þórs Jóhanns- sonar, framkvæmdastjórða mark- aðarins. Hann segir að ekki hafí verið selt mikið magn, rúm þijú tonn, en það hafi allt farið á mjög háu verði. Ólafur segir ýsuverðið hafa hækkað mikið, því að fyrir helgi hafi kílóið verið að fara á um 80 krónur og meðalverðið í maí hafi verið um 68 krónur. Þá fékkst einn- ig mjög gott verð fyrir undirmál- sýsu eða mest um 111 krónur en hefðbundið verð á henni er um 35 krónur. Hann segir lítið framboð af ýsu þessa dagana og það skýri þetta háa verð. Einnig virðist sem aðilar sem selja fisk erlendis og senda með flugi séu að fá gott verð fyrir ýsuna núna. „Flugkallamir keyptu bróður- partinn af þessu og aðeins voru seld 130 kíló hér innanlands. Það er heldur ekki mikið um að vera á mörkuðunum núna eftir sjómanna- dag og víða vantar fisk,“ segir Ólafur. Ólafur segir að síðast hafi ýsan selst á sviðuðu verði síðustu páska en annars sé þetta háa verð mjög óvenjulegt. Hann segir að síðan fiskmarkaðurinn byijaði sé ýsan eina tegundin sem hafí sveiflast verulega í verði þótt sveiflurnar séu ekki alltaf svona miklar. Morgunblaðið/Halldór UNNIÐ að ísetningu línuspilsins í Eldborgu SH. Oflugt línuspil í fyrir djúpveiðar DNG-SJÓVÉLAR hafa hannað öflugt línuspil, sérstaklega ætlað línuveiðum í djúpsjó. Guðmundur Unnþór Stefánsson, hjá DNG-Sjó- vélum, segir að þegar línuskip væru sífellt að sækja dýpra yxi að sjálfsögðu þörfin fyrir sterkari spil. Hann segir nýja spilið útbúið stillanlegum togkrafti allt upp í fjögur tonn en það skilaði mun betri árangri þegar að dregið væri á erfiðum botni. Spilið er útbúið með öflugri bremsu og í því er tveggja hraða mótor og 55 cm t línuskífa. Slík spil hafa nú verið sett um borð í þrjú íslensk skip sem veiða í djúpinu; Kristrúnu RE, Vin ÍS og Eldborgu SH. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.