Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Leiðtogar Arabaríkja funda stíft í kjölfar kosningasigurs Netanyahus M ul baral kl E 'gyi 31 ial laiu Jsfoi "se ti væntir einingar meðal Araba Reuter HUSSEIN Jórdaníukonungur ásamt Yasser Arafat og Hosni Mubarak við komu þeirra til Aquaba í Jórdaníu í gær. Reuter Bylting í salernis- málum Kínverja GESTIR á Byltingarsafninu í Peking kynna sér svepplaga salerni og aðra aðstöðu, öllu hefðbundnari í laginu, á sal- ernissýningu í gær. Þessu óvenjulega náðhúsi fylgir rus- lakarfa í stíl. Embættismenn telja sýninguna mikilvægan þátt í þeirri byltingu í salernis- málum sem nú sé að verða í Kína. Aquaba í Jórdaníu, Jerúsalem. Reuter. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, Hússein Jórdaníukonungur og Yasser Arafat, forseti sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna, hittust á fundi í bænum Aquaba við Rauða- hafið í gær. Mubarak sagði við fréttamenn að fundinum loknum að frekari fundir um samstöðu Araba- ríkja væru fyrirhugaðir. „Ég vona að áður en þessi vika er liðin höfum við fundið lausn eða skref í átt að einingu meðal Araba, eða sátt milli Araba,“ sagði Egypta- landsforseti. „Að öðrum kosti held ég að við getum komið saman sem Arabar. Vandamálin eru mörg, við- horfin hafa verið misjöfn." í sameiginlegri yfírlýsingu að fundinum loknum lögðu arabaleið- togarnir þrír að verðandi forsætis- ráðherra Israels, Benjamin Netanya- hu, að hann haldi áfram friðarum- leitunum í Mið-austurlöndum og láti af hendi land í skiptum fyrir frið við nágrannaríkin. Stíf fundahöld Leiðtogar arabalandanna funda nú stíft í kjölfar kosningasigurs Netanyahus, sem hefur látið í veðri vaka að ísraelsmenn muni taka harðari afstöðu í friðarviðræðum. Hefur hann sagt að ekki komi til greina að Palestína verði sjálfstætt ríki, ekki verði samið um skiptingu Jerúsalem og Gólanhæðum ekki skil- að til Sýrlendinga. Mubárak, sem tekið hefur frum- kvæði í samskiptum arabalandanna í kjölfar kosninganna í Israel, sagði í gær að næsti fundur leiðtoga araba- landa yrði haldinn annað kvöld. Stjórnarerindrekar sögðu að þá myndi Mubarak funda með Assad Sýrlandsforseta og Fahd, konungi Saudi Arabíu. Þrátt íyrir þær áhyggjur sem kjör Netanyahus hefur valdið sagði Mubar- ak að hann hefði „á tilfinningunni" að forsætisráðherrann verðandi myndi standa við þau heit sem Israelsmenn hafa gefið um friðarþróunina. Á fundinum í gær hétu Mubarak og Hússein stuðningi við Arafat, en að sögn embættismanna var Arafat mjög í mun að fá slíkt loforð, og þá sér í lagi frá Hússein. í yfirlýsingu frá skrifstofu Net- anyahus í gær sagði að hann fagn- aði boði leiðtoganna um framhald friðarumleitana í Mið-Austurlönd- um. Sjálfstæði lýst yfir fljótlega Arafat sagði á fréttamannafund- inum í Aquaba í gær að Palestínu- menn. myndu fljótlega lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og yrði Aust- ur-Jerúsalem höfuðborg þess. Sagði Arafat að þetta væri vilji palestínsku þjóðarinnar. Netanyahu hefur sagt að ekki komi til greina að ræða við Palest- ínumenn um framtíð Jerúsalem, þrátt fyrir að ísraelsmenn hafi heit- ið slíkum viðræðum. Fjölmiðlar í ísrael gerðu mikið úr orðum Arafats í gær, en í yfirlýsingu Netanyahus sagði að þau ættu ekki að koma á óvart. Engum blöðum væri um það að fletta, að Netanyahu hefði annað viðhorf til samkomulags við Palestínumenn, og væri andvígur stofnun ríkis Palestínu með Jerúsal- em sem höfuðborg. Mubarak sagði á fréttamanna- fundinum í gær að friðarþróunin í Mið-Austurlöndum myndi leiða til stofnunar palestínsks ríkis. „Sagan mun sýna okkur að Palestínumenn munu stofna ríki fyrr eða síðar, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Þrýst á Breta að láta af andófi við ESB Whitewater-málið enn til umræðu Fingraför Hillary á bókhaldsskrám London. Reuter. ÞRÝSTINGUR á bresk stjórnvöld um að falla frá þeirri stefnu að standa í vegi fyrir ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins vegna kúariðumálsins jókst í gær þegar Samtök bresks iðnaðar (CBI) lýstu yfir því að afleiðingamar fyrir breska hagsmuni erlendis gætu orðið alvarlegar. Hér er um að ræða einn öflug- asta þrýstihóp í breskum iðnaði. Samtökin héldu í gær ráðstefnu í London og sagði Niall Fitzgerald, formaður Evrópunefndar þeirra, að „haldi þetta áfram gæti það skaðað og raskað starfsemi þeirra af okkur, sem stunda rúmlega helming viðskipta Breta við Evr- ópu.,“ sagði Fitzgerald á ráðstefn- unni. Nú er lag „Nú virðist eiga að létta bann- inu á innflutningi [tiltekinna] nautgripaafurða og nú er því lag BASI.KR 2KlTUN<i-CW að ganga til uppbyggilegri við- ræðna um það hvert framhaldið verði,“ sagði Fitzgerald síðar í viðtali við Breska ríkisútvarpið (BBC). Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, ávarpaði ráðstefnuna, sem- ber yfirskriftina „Viðskipti í Evr- ópu“, og kvaðst eindregið ráð- ieggja breskum stjórnvöldum að endurskoða stefnu sína og það hið fyrsta. Samtök bresks iðnaðar sögðu þegar bresk stjórnvöld ákváðu fyr- ir tveimur vikum að bregðast við útflutningsbanninu með því að standa í vegi fyrir afgreiðslu mála hjá ESB að það myndi ekki skaða breska viðskiptahagsmuni. Yfirlýs- ingar gærdagsins sýna að sú af- staða hefur breyst. Fitzgerald sagði að þurft hefði að endurmeta stöðuna vegna þess að málið hefði dregist á langinn. „Skaðinn verður því meiri eftir því sem málið dregst.“ Santer hyggst auka atvinnu Brussel. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambandsins (ESB), hleypti í gær af stokkunum áætlun um að auka atvinnu í Evrópu og skoraði á leiðtoga Evrópuríkja að veita baráttunni gegn atvinnuleysi forgang í stefnuskrám sínum. „Við höfum mátt horfast í augu við skelfílegar atvinnuleysistölur og mesta hættan er sú að hugrekki skorti til að aðhafast nokkuð,“ sagði Santer í ávarpi á Evrópuþinginu. Santer var að kynna sáttmála um atvinnusköpun. Búist er við að þessi sáttmáli, sem skiptist í fjóra megin- þætti, verði efst á baugi á leiðtoga- fundi ESB í Flórens á Ítalíu 21. og 22. júní. Tæplega 18 milljónir manna eru atvinnulausar í aðildarríkjunum 15. Santer hyggst með áætluninni bregðast við gagnrýni um að sam- runi í peninga- og efnahagsmálum stangist á við aukna atvinnu og hagvöxt. „Mynteiningin er bandamaður komandi kynslóða," sagði Santer. Washington. Reuter. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, greindi frá því á þriðjudag að tvenn fingraför Hillary Rodham Clinton, eiginkonu Bandaríkjafor- seta, hefðu fundist á bókhalds- skrám yfir reikninga fyrir lög- mannsstörf, sem fundust í Hvíta húsinu í ágúst án þess að gerð væri grein fyrir því hvernig þau hefðu komist þangað. Umræddra skráa hafði verið leit- að um nokkurt skeið vegna Whitew- ater-málsins, sem snýst um fast- eignaviðskipti forsetahjónanna og fleiri í Arkansas, og fundust þær á borði í Hvíta húsinu. FBI hefur síð- an haft skjölin til rannsóknar. Fulltrúi FBI sagði í vitnaleiðslu Whitewater-nefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings að fíngraför Hill- ary Clinton, sem starfaði fyrir lög- mannsstofu í Arkansas þegar maður hennar var þar ríkisstjóri, hefðu verið á meðal 53 fingrafara, sem fundust á skjölunum. Skjölin varða lögfræðiþjónustu Hillary Clinton fyrir sparisjóð einn í Arkansas, Madison Guaranty Savings and Loan. Sparisjóðurinn var rekinn af James McDougal, viðskiptafélaga forsetahjónanna í Whitewater, sem í síðustu viku var dæmdur fyrir fjár- svik ásamt Susan, fyrrverandi konu sinni. Fæstir telja Whitewater skipta sköpum Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær og gerð var eftir að McDougal-hjónin voru dæmd ásamt Jim Guy Tucker, eftirmanni Clintons í ríkisstjórastóli í Arkansas, eru fáir Bandaríkjamenn þeirrar hyggju að Whitewater-málið skipti sköpum. Aðeins 15 af hundraði aðspurðra sögðu að Whitewater skipti banda- rísku þjóðina miklu máli. 35 af hundraði sögðu að Whitewater skipti nokkru máli, en 42 af hundr- aði sögðu að Whitewater skipti mjög litlu máli. Þessar tölur hafa lítið sem ekkert breyst frá því að sams konar könnun var gerð í apríl 1994. Óvíst um þýðingu fingrafaranna Ekki er ljóst hvaða þýðingu það hefur að fingraför Hillary Clinton fundust á skjölunum. „Þessar fingrafaraupplýsingar i frá FBI vekja mikilvægar spurning- ) ar, sem við munum leita svara við á næstunni,“ sagði Alfonse D’A- mato, formaður Whitewater-nefnd- arinnar, sem hóf störf fyrir um ári og lýkur senn verki sínu. Mark Fabiani, aðstoðarráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði að hér væri um góðar fréttir að ræða því að þessar vísbendingar græfu undan ^ samsæriskenningu um að starfs- menn forsetans hefðu fjarlægt 1 skrárnar eftir að Vince Foster, ráð- | gjafi Clintons, framdi sjálfsmorð árið 1993. Miklar vangaveltur höfðu verið um að Maggie Williams, starfs- mannastjóri forsetafrúarinnar, hefði látið skjölin hverfa. Fingraför henn- ar fundust hins vegar ekki á skjölun- um. „Tilkynningin í dag er endurtekn- i ing á því mynstri, sem D’Amato öldungadeildarþingmaður hefur I fylgt í hlutdrægum vitnaleiðslum I sínum: í hvert skipti, sem beinhörð- um staðreyndum er leyft að taka sess eintómra dylgja, gufa ásakanir repúblikana um Whitewater upp,“ ságði í yfirlýsingu frá Fabiani. Michel Chertoff, ráðgjafi Whitew- ater-nefndarinnar, sagði að næst á dagskrá væri að komast að því hve- nær og undir hvaða kringumstæð- | um Hillary Clinton hefði skilið eftir fingraför sín á skránum. Hann kvaðst ekki vita til þess að hægt I væri að aldursgreina fingraför.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.