Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 23 ERLEIMT Tókýó. Reuter. Japanska stjórnin ákveður bætur til um 300 kynlífsambátta Hver kona fær á aðra milljón Einvígi FIDE sett HEIMSMEISTARAEINVÍGI Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var sett í Elista í Rúss- landi í gær og Anatolí Karpov og Gata Kamsky tefla fyrstu skákina í dag. Þeir tefla ann- an hvern dag og til að sigra þarf annar hvor þeirra að fá 10 '/2 vinning, en verði þeir enn jafnir eftir 40 daga og 20 skákir heldur einvígið áfram þar til annar þeirra vinnur skák. Forseti FIDE, Kirsan Iljúmzhínov, ákvað að einvígið skyldi háð í Elista, höfuðstað sjálfstjórnarlýðveldisins Kal- mykíu, þar sem hann er sjálfur forseti, eftir að hafa fallið frá því að teflt yrði í Bagdad vegna harðra mótmæla margra skáksambanda. Hugbúnaðar- galli olli Ar- iane-slysinu TALIÐ er að villa í tölvuhug- búnaði hafi valdið því að fyrsta geimflaugin af gerðinni Ar- iane-5 fór af réttri braut, en það varð til þess að starfsmenn stjórnstöðvarinnar sprengdu flaugina í loft upp 37 sekúnd- um eftir að henni var skotið á loft í Frönsku Guiana í fyrra- dag. Talsmenn Geimferða- stofnunar Evrópu (ESA) sögðu að ekki ætti að vera erfitt að leysa þetta vandamál fyrir næsta geimskot og geim- skotaáætlun stofnunarinnar ætti ekki að vera í hættu. Tsjetsjenar hóta átökum LEIÐTOGAR tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna kröfðust þess í gær að rússnesku her- sveitirnar í Tsjetsjníju yrðu fluttar þaðan tafarlaust og hótuðu að hefja árásir á þær að nýju ef ekki yrði gengið að kröfunni. Þeir léðu hins vegar máls á að sleppa kröfunni um sjálfstæði Tsjetsjníju um sinn, eða þar til íbúar héraðsins fengju tækifæri til að greiða atkvæði um framtíð þess. Mannskæðar skriður í Kína 66 MANNS fórust og 162 var saknað í gær eftir mikil skriðu- föll í Yunnan-héraði í suðvest- urhluta Kína á fjórum dögum, frá 31. maí til 3. júní. Skrið- urnar féllu á kolanámu í Laoj- inshan-fjalli, skammt frá landamærunum að Víetnam. Johnson í stað Boorda JAY Johnson flotaforingi hef- ur orðið fyrir valinu sem yfir- maður bandaríska sjóhersins í stað Jeremy Boorda, sem svipti sig lífi í síðasta mán- uði. Bill Clin- ton hyggst tilnefna John- son, sem hef- ur verið næst- æðsti yfirmaður flotans, og öldungadeild þingsins þarf að staðfesta tilnefninguna. JAPANAR ákváðu í gær að þeir myndu greiða hverri konu, sem þeir þvinguðu til að stunda vændi í heimsstyrjöldinni síðari, að minnsta kosti tvær milljónir jap- anskra jena (um 1,2 milljónir króna) í skaðabætur. Mál þetta hefur verið mjög viðkvæmt í Japan og seina- gangur í meðferð þess hefur verið gagnrýndur. Um 300 konur, sem gerðar voru að svokölluðum „kynlífsambáttum" og rétt eiga á þessum bótum, eru enn á lífi. Greiðslunum á að fylgja afsökunarbeiðni frá Ryutaro Hashi- moto forsætisráðherra, að sögn stjórnar Sjóðs asískra kvenna, sem stofnaður var að undirlagi jap- anskra stjórnvalda til þess að bæt- umar bærust frá einkastofnun, en ekki úr fjárhirslum ríkisins. Stjórn sjóðsins tók ákvörðun um upphæð greiðslnanna á þriðjudag. Bumbei Hara, formaður sjóðsins, sagði að eftir væri að ákveða fyrir- komulag greiðslna fyrir sjúkra- kostnað, en hægt yrði að afhenda konunum bæturnar í júlí eða ágúst. Afhending gæti dregist vegna þess að sjóðstjórnin krefst þess að Hashimoto gangist við þætti stjórn- valda og stjórnenda japanska hers- ins í þessu máli. Japönsk stjórnvöld gagnrýnd Fyrrverandi kynlífsambáttir frá Kóreu tóku yfirlýsingunni á þriðju- dag fálega og gagnrýndu japönsk stjórnvöld fyrir að forðast að láta bendla sig við sjóðinn og krefjast að ábyrgð ríkisins verði viðurkennd vafningalaust. Japanskir þingmenn á hægri væng stjórnmálanna hafa hafnað því að konur hafi skipulega verið þvingaðar til vændis og uppskorið hörð mótmæli frá Suður-Kóreu fyrir. Sagnfræðingar telja að um 200 þúsund konur, flestar kóreskar, en einnig frá Filippseyjum, Indónesíu, Kína og Hollandi, hafi verið teknar og sendar í vændishús á vígstöðvun- um þegar her Japanskeisara fór um Suðaustur- og Austur-Asíu í stríð- inu. Karpov Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.