Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Valdabarátta leiðtoga stærstu flokka Tékklands Zeman dregnr úr andstöðu við Klaus Prag. Reuter. TÉKKNESKI Jafnaðarmanna- flokkurinn léði í gær máls á að falla .frá þeirri kröfu sinni að Vaclav Klaus forsætisráðherra yrði ekki skipaður í embættið að nýju eftir að þriggja flokka hægri- stjórn hans missti þingmeirihluta sinn í kosningunum í vikunni sem leið. Milos Zeman, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, sagði síðast á mánudag að æskilegt væri fyrir þjóðina að Klaus yrði ekki for- sætisráðherra áfram og kvaðst ekki geta stutt minnihlutastjóm undir forystu hans. Hann virtist hins vegar hafa dregið úr andstöðu sinni við Klaus eftir að hafa rætt við Vaclav Havel forseta í gær. „Á þessu stigi þarf að svara ýms- um spumingum um málefnin ... og síðan getum við rætt hvaða menn eigi að gegna embættun- um,“ sagði Zeman. Flokkur Klaus, Lýðræðislegi borgaraflokkurinn (ODS), er stærstur eftir kosningarnar en jafnaðarmenn juku fylgi sitt og áttu stóran þátt í að hægristjórnin féll. Havel er hlynntur því að hægriflokkamir myndi minni- hlutastjórn undir forystu Klaus með einhvers konar stuðningi jafn- aðarmanna. Karel Machovec, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði að Zeman hefði slakað á þeirri kröfu sinni að Klaus færi frá. „Við viljum 'semja á okkar forsendum. Við settum þetta aldrei sem ófrávíkj- anlegt skilyrði," sagði Machovec. Reynt að kljúfa ODS Klaus og Zeman hafa eldað grátt silfur í mörg ár. Stjórnmála- skýrendur ségja að Zeman hafi með fyrri afstöðu sinni reynt að stuðla að klofningi innan Lýðræð- islega borgaraflokksins til að veikja Klaus, sem hefur staðið fyrir efnahagsumbótum í landinu frá hruni kommúnismans árið 1989, fyrst sem fjármálaráðherra og síðan sem forsætisráðherra frá 1992. Sú tilraun tókst ekki þar sem forystumenn flokksins sam- þykktu einróma á þriðjudag að setja það sem skilyrði fyrir mynd- un minnihlutastjórnar að Klaus færi fyrir henni. Stjórnmálaskýrendur telja að Zeman hafi brugðið á annað ráð í valdabaráttuhni og krefjist nú þess að jafnaðarmenn fái for- mennsku í mikilvægum þing- nefndum til að geta hindrað stjóm- arfrumvörp hægriflokkanna hve- nær sem hann vill. Zeman áréttaði að jafnaðar- menn væru hlynntir hugsanlegri aðild Tékklands að Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalag- inu en krefðust þess að aðildin yrði borin undir þjóðaratkvæði. Reuter Skógareldar í Alaska UM 2.800 hektarar lands hafa orðið skógareldum að bráð í Alaska frá því á sunnudag. Ekki er vitað hversu margir hafa misst heimili sín, í gær var giskað á að þeir væru á milli fímmtíu og eitthundr- að Um 1.000 manns hafa fíúið heimili sín á svæðun- um fyrir norðan Anchorage. Á myndinni sér yfír Birkivatn í Alaska, en eld- arnir geisa nærri borginni Houston í ríkinu. Innfiytjendur frá Mið-og Suður-Ameríku Clinton bregðist við illmælgi Washington. Reuter. Fundu vín frá 5.000 fyrir Kr. London. Reuter. FRAM hafa komið vísbending- ar um að steinaldarmenn á svæði, sem tilheyrir nú Iran, hafí byijað að drekka vín með ólífunum og brauðinu 2.000 árum fyrr en talið hefur verið, að sögn bandarískra vísinda- manna. Í fornu drykkjaríláti, sem fannst á þessum slóðum, hafa greinst leifar af drykk sem þykir iíkjast grísku hvítvíni með trjákvoðubragði, að því er fram kemur í bréfi frá bandarískum vísindamönnum sem birt er í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. I ílátinu fundust ieifar af vínberum og tijákvoðu sem oft er notuð til að koma í veg fyrir að vínið breytist í edik. Vísindamennirnir telja að íl- átið hafi verið gert um 5500- 5000 árum fyrir Krist. FULLTRÚAR innflytjenda frá Mið- og Suður-Ameríku kröfðust þess á þriðjudag að Bill Clinton, Bandaríkjafor- seti, andmælti „hatursáróðri" sem beint sé gegn innflytjend- um af rómansk- amerískum upp- runa. Hópur bar- áttufólks frá Ka- liforníu, New York og Texas lét kröfur sínar í ljós fyrir utan dómsmálaráðuneyt- ið áður en gengið var til fundar við Jamie Gorelick, aðstoðardóms- málaráðherra, og aðra embættis- menn. Segir fólkið að Clinton verði að bregðast við þeirri andúð á inn- flytjendum sem komi fram í ræð- um vegna væntanlegra forseta- kosninga í Bandaríkjunum á árinu. Illmælgi hafi nú þegar orðið kveikjan að árásum á fólk sem er rómanskt í útliti og mæli. Baráttufólkinu var efst í huga sá atburður í apríl, er lögreglu- þjónar í Kalifomíu misþyrmdu tveim mönnum, sem grunaðir voru um að vera ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó. Eftir fund baráttufólksins með embættismönnum sagði talsmaður Gorelicks að aðstoðarráðherrann hefði fullvissað fulltrúa innflytj- endanna um að ríkisstjórnin myndi halda áfram að rannsaka til hlítar allar ásakanir, sem fram kæmu, um brot á borgararéttindum. Clinton Sigurður Flosason o g alþjóðlegi jasskvintettinn ALÞJÓÐLEGI jasskvintettinn. Morgunblaðið/Kristinn Freistandi að gera eitt- hvað öðruvísi Meiri suður-amerísk rytmaáhrif og frelsi í spunaköflum í nútímalegu bíboppi var það sem bar á góma í spjalli Guðjóns Guð- mundssonar og Sigurðar Flosasonar um aiþjóðlegan jasskvintett saxófónleikarans og tónsmiðsins.• SIGURÐUR Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn leikur nýja tónlist eftir Sigurð á Listahátíð í Loft- kastalanum 7. júní næstkomandi. Kvintettinn fer síðan í hljóðver og hljóðritar tónlistina sem er væntan- leg á geisladiski Jazzís útgáfunnar síðla í september. Sigurður er flestum jassáhuga- mönnum vel kunnur og hefur reynd- ar látið að sér kveða í öðrum grein- um tónlistar, eins og danstónlist og klassískri tónlist. Síðasta ár var sérlega viðburðarríkt á ferli Sigurð- ar. Þá frumflutti hann ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands verk fyrir saxófóna og sinfóníuhljómsveit sem Svíinn Ulf Adáker samdi fyrir Sig- urð, hann lék og hljóðritaði með kvintett Guy Barker fyrir Vervé útgáfuna en 1993 kom út fyrsti diskur Sigurðar, Gengið á lagið. Sigurður segist hafa velt fyrir sér ýmsum kostum varðandi val á hljóðfæraleikurum til þess að leika með sér nýju tónlistina. „Mér fannst freistandi að gera eitthvað öðruvísi og kominn tími til fyrir mig að vinna með Bandaríkjamönnum. Ég er að leita eftir því að tónlist mín breyt- ist að einhveiju leyti. Ég er líka að kalla eftir ákveðnu framlagi frá þeim sem taka þátt í þessu og bíð spenntur eftir því hvað kemur út úr því.“ Með Sigurði í Loftkastalanum leika bandaríski trompetleikarinn Scott Wendholt sem er sagður rísandi stjarna í jassheimi New York og hefur m.a. leikið með Vinc- ent Herring og stórsveitunum Camegie Hall Jazz Orchestra og Toshikos Akiyoshis. Á trommur leikur John Riley, sem leikur með Village Vanguard stórsveitinni sem ieikur í samnefnd- um jassklúbbi í New York þar sem hin fræga stórsveit Thad Jones og Met Lewis var húshljómsveit. •Sigurður lagði stund á tónsmíðar og saxófónleik í Indiana University 1983-1988 og þar var Scott Wend- holt með honum í skóla. „Scott var alltaf öðm hvom að stinga upp á John Riley sem ég hafði ekki heyrt spila. Hann er reyndar stærra nafn en Scott enda eldri maður." Riley leikur einnig reglulega með hljómsveitum bassaleikaranna Gary Peacock og John Patitucci. Daninn Lennart Ginman, sem lék með Sig- urði á Gengið á lagið, leikur á kontrabassa og Eyþór Gunnarsson, sem einnig lék á Gengið á lagið, leikur á píanó. Sigurður leikur nýju tónsmíðarnar einvörðungu á alt- saxófón. Ein, skýr rödd „Mér finnst þægilegast að koma fram með eina skýra rödd. Hins vegar hef ég mjög gaman af því að leika á margvísleg önnur tré- blásturshljóðfæri og slagverkshljóð- færi. Ég hef líka sótt tíma í conga trommuleik í Englandi." Sigurður segir að nýju tónsmíð- arnar séu í svipuðum anda og á síðasta geisladiski en segir þó erfitt fyrir sig að henda reiður á því. Hann er þó ekki frá því að meira sé um suður-amerísk rytmaáhrif í tónlistinni og sumt sé jafnvel hrein- ræktað latín. „Latín er mjög háþró- að tónlistarfyrirbæri með allstífum reglum. Ég hef haft gaman af því að pæla í þessari tónlist." Sigurður segir að hvert lag á efnisskránni eigi að vera sjálfstæð eining en lengd laganna ráðist í raun ekki fyrr en menn fari að spila þau. „Menn hafa algjörlega fijálsar hendur með spunakafla en laglínan er skrifuð og hljómagangur fylgir með. Hann er endurtekinn í sífellu og hversu oft menn fara í gegnum hann er eiginlega þeirra einkamál. Tónlistin er eiginlega sköpuð á staðnum að stórum hluta," segir Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.