Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Land og- leikur 't;# irété&tsífeM&i... • . I .. ■ íkk ;732á w * í- mm*T~ÍF *Á<2W4 ^7*“ SIGURBORG Stefánsdóttir: Án titils, klippimynd. VERK eftir Robert Shay * „I minn- ingu land- nemanna í vestrí“ BANDARÍSKI leirlistamaður- inn Robert Shay er gestur Gallerís Úmbru á Listahátíð og verður opnuð sýning á verkum hans fimmtudaginn 6. júní. Saltbrenndar söguskálar „Á sýningunni verða salt- brenndar smáar söguskálar sem eru í anda og í minningu þeirra sem námu land á slétt- um Ameríku. í skálunum, inn- an hringlaga þrívíðra ramma þeirra leitast listamaðurinn eftir að ná fram anda Vesturs- ins og gæða þær lífi ævintýris um kúreka, hesta, hornabolta og leik. Auk þess sém skálin er tákn um þá lífsbaráttu sem þarf til að lifa af “, segir í kynn- ingu. Robert Shay hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda sýninga beggja vegna Atlantshafsins. Jafnframt hef- ur hann starfað við kennslu- störf og verið prófessor í lista- háskólum, nú síðast í Indíana í Bandaríkjunum. Galleríið er opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Sýn- ingunni lýkur 26. júní. MYNPLIST G a 11 c r í Laugavcgur 2 0 B / G a 11 c rí Listakots MÁLVERK O.FL. Guðrún Einarsdóttir/Sigurborg Stefánsdóttir. Gallerí Laugavegur 20B: Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar til 15. júní. Gall- erí Listakots: Opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18 til 16. júní. ÞAÐ er ef til vili sterkastur vitn- isburður um vaxandi áhuga lands- manna á listum að litlum sýningar- stöðum í Reykjavík heldur áfram að fjölga. Þessar vikurnar ber sýn- ingar á vegum Listahátíðar skiljan- lega hæst í sýningarflórunni, en einnig er vert að benda á aðrar, sem standa yfir og er ekki síður vert að líta inn á. Tvær slíkar eru nú í gangi í nýj- um sýningarsölum við Laugaveg- inn, og er rétt að óska báðum stöð- um góðs gengis og langra lífdaga. Gallerí Laugavegur 20B Nýr sýningarstaður fyrir mynd- list hefur nú verið opnaður undir nafni aðsetursins, en Gallerí Lauga- vegur 20B (gengið inn frá Klappar- stíg) er rekið samhliða keramíkgall- eríi Kolbrúnar Kjarval. Slík sam- þætting hefur þegar reynst lífvæn- ieg hjá Galleríi Umbru, svo fyrir- myndin er fyrir hendi. Hér er um að ræða eitt her- bergi, sem nýtur utanaðkomandi birtu úr tveimur áttum; á björtum degi þarf því ekki mikið að huga að lýsingu, þó listaverk geri auðvit- að mismunandi kröfur þar um. Líkt og í fleiri eldri húsum hefur verið lagt nokkuð upp úr að halda hinu gamla til haga, og ber staðurinn með sér að hagkvæmni og einfald- leiki hefur verið í fyrirrúmi við upp- setninguna. Guðrún Einarsdóttir listmálari fær þann heiður að opna staðinn, en hér sýnir hún níu myndverk, flest unnin á þessu ári. Að þessu sinni hefur hún gefið sýningunni yfir- skriftina „Land“, og er í verkum sínum sem fyrr að takast á við þá mótun, sem á sér stað í (eða á) flet- inum; samlíkingin við mótun lands er nærtæk og eðlileg fyrir þau efnis- tök, sem hún hefur tamið sér. Bylgjandi svartur liturinn er hér ráðandi, og er ýmist á sléttum fleti, þannig að endurvarp birtunnar og sjónvilla augans verða til að skapa þeim ákveðna dýpt, eða þá að litur- inn er byggður upp frá fletinum og myndar bylgjandi hæðir og ása, sem vísa til þess lands, sem hann kemur frá. Hvít hæð, sem rís á móti áhorf- andanum líkt og lágmynd myndar skemmtilegt mótvægi við dökku fletina, og er lykillinn að jafnvægi sýningarinnar. Listakonan hefur verið þekkt fyr- ir að vinna eingöngu með svart eða hvítt í verkum sínum, en undanfar- ið hefur sú skipan aðeins tekið að riðlast. Hér bregður einnig fyrir rauðum lit líkt og tilvísun til þeirra krafta sem móta allt undir niðri, og loks er hér byggð upp mikil fjallaborg, þar sem svartar hlíðar og hamrabelti líða niður frá hvítum kolli jökulhettunnar. Samlíkingin við Herðubreið hlýtur að vera nær- tæk, þar sem verkið gnæfir yfir umhverfí sínu líkt og drottning íjall- anna. Gallerí Listakots Listakot hefur nú starfað um nokk- urt skeið að Laugavegi 70, og ný- lega var gallerí opnað á efri hæð hússins, sem tengist með beinum hætti versluninni fyrir neðan. Hér er að finna drjúgt rými fyrir listsýn- ingar, sem væntanlega verður hægt að nota með fjölbreyttum hætti. Sigurborg Stefánsdóttir er fyrst til að halda hér einkasýningu, og sýnir rúmlega þrjátíu myndir sem eru ýmist unnar með akryl á striga, pastellitum og vaxi eða sem klippi- myndir; allar eru þær án titils. Sig- urborg hélt sína síðustu einkasýn- ingu fyrir tveimur árum í Galleríi einn einn, og líkt og áður er það fylling flatarins í myndunum, sem fyrst vekur athygli; myndirnar eru þéttsetar táknum, formum, ímynd- um af persónum o.s.frv. Innan hverrar myndar er upp- byggingin hins vegar markviss og skipuleg. Viðfangsefnin virðast stöku sinnum bera með sér ákveð- inn boðskap (enda má víða lesa trú- arleg tákn í verkunum), og má eink- um vísa til fjölmargra verka sem tengjast fuglum og fiskum sem dæmi þessa. í öðrum tilvikum er líkt og leikurinn ráði för, og það er litagleðin og samspil smágerðra forma sem vekur athygli augans. Klippimyndirnar eru einkar áhugaverðar hvað þetta varðar, enda víðast blandað saman mis- munandi tegundum af pappír og miðabútum. Líkt og áður hefur listakonan einnig unnið nokkrar pastelmyndir á blaðsíður úr síma- skrám, sem skapa þá tvöfalt mynd- mál; þetta er þó ekki eins sterkur hluti framsetningarinnar og var á sýningunni fyrir tveimur árum. Sem fyrr verða tákn í myndunum til að hugurinn leitar skýringa, enda eðlilegt að dýptin leiti á fremur en yfirborðið eitt. I slíkum íjölda verka verður þó fátt til að skera sig úr, þannig að leikurinn virðist vera í fyrirrúmi hjá Sigurborgu líkt og áður, þegar öllu er á botninn hvolft. Eiríkur Þorláksson Sögulegt yfirlit MYNDLISTARMAÐURINN Elle Guðmundsson. B æj arlistamaður Halmstadt ÍSLENSKI listamaðurinn Elle Guðmundsson er orðinn einn þekktasti listamaður Halmstadt í Sviþjóð að því er fram kemur í viðtalsgrein sem birt er í dagblað- inu Hallandsposten fyrr í mánuð- inum. Tilefni greinarinnar er sýning sem Elle er með á verkum sínum í Galleríi Norre Port. Þar sýnir hann málverk, samklippsmyndir og silkiþrykk og notar gjarnan texta með myndunum. Greinarhöfundur segir Elle hafa látlaust viðhorf til listarinn- ar, myndirnar beri með sér ástríðu og sýningin í heild sé glaðleg. Elle flutti frá íslandi til Svíþjóð- ar fjögurra ára gamall. Hann er nú 31 árs gamall og rekur tré- smiðafyrirtæki í Halmstadt í fé- lagi við bróður sinn og föður. Hann er sjálfmenntaður og segist í viðtalinu aldrei hafa komið ná- lægt listaskóla enda trúi hann ekki á að hægt sé að kenna mönn- um að verða listamenn. „Þetta er meðfætt," segir Elle. TÓNLIST Loftkastalinn KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hindemith, Penderecki, Þorkel Sigurbjörnsson og John Speight. Mánudagurinn 3. júní, 1996. MODERNISMINN á sér orðið langa sögu, sem nær allt til alda- móta þá ótónal (atonal) tónlist kom fram og síðar, eða um og eftir 1920, er tólftónaskipanin var útskýrð og loks þegar henni var smám saman hafnað upp úr 1950 og nýtt tilraun- tímabil hófst, þar sem allt var leyfí- legt. Á þessum tíma hefur skólalær- dómur nútíma-akademíunnar tekið margvíslegum breytingum og má segja, að leitin að einhverri sam- ræmdri handfesti i tónfræðum og listrænum markmiðum sé í ákaflega óræðri stöðu og tónskáldin nú, standi mörg hver á víðemum vafans um allt er varðar listsköpun. Tilraunin sjálf er hætt að vera markmið og staðfestan telst ónothæf, vegna ofríkis frumleikans en samt er eins og allt standi kyrrt og að engu megi um þoka, er leiði til ferða um hjá- vegu þá er liggja meðfram boðaðri leið modernismann. Margir töldu að tölvan yrði mönnum eins konar frels- un, en hún leysir ekki þann listræna vanda, sem nútíminn stendur frammi fyrir og mun manninum einum túlega vera fært leysa sig undan þeim álagafjötrum. Tónleikar Camerarctica í Loft- kastalanum sl. mánudag voru eins konar sögulegt yfirlit um kammer- tónlist modernismans. Þarna gat að heyra fyrsta strengjakvartettinn (1960) eftir Penderecki og þar er hefðbundinni nótnaritun hafnað og tónmyndunin orðin eins konar hljóð- leikur. Þessi tilraun Penderecki vakti nokkra athygli en tæpt var því trú- að, að öll tónlist ætti að vera með slíkum formerkjum gerð. Á undan þessu verki var Scherzo (1934) eftir Hindemith, samið fyrir víóiu og selló og samkvæmt formúlunni var þar ' lögð megináherla á ómstreytur í sam- skipan tónanna, þótt lagferlið væri oftlega tónalt. Kvartett (1993) fyrir klarinett og strengi eftir Penderecki sýnir svo afturhvarfið til tónbund- inna aðferða og þar er meðal annars lögð áhersla á útfærslu gamalla túlkunarfyrirbæra, sem nefnast Notturno, Scherzo, Sernade og Absc- hied. íslensku verkin þrjú, Marr eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Örlaga- fugl, eftir Þorkel Sigurbjömsson og Proud Music of the Storm, eftir John Speight, féllu öll vel að eriendu við- fangsefnunum. í verki Hildigunnar má heyra sterkt afturhvarf til eldri gilda, jafnvel miðaldagilda eins og „cantus firmus“ og kontrapunktíst vinnubrögð, er rekja má jafnvel til meistara Bachs, en það voru einmitt Stravinski og Hindemith sem upp- götvuðu tónferliskraftinn í radd- fleygunartækninni, nokkru sem rómatískir höfundar höfðu hafnað, vegna leitar sinnar að frumleikanum. I verki Þorkels má heyra þá túlk- unarleit er tengist sögu og er hann þar að leita samlags við Egil Skall- grímsson og túlka þá næturstemmn- ingu, er Egill fastsetur Höfuðlausn og Arjnbjörn heimsækir hann og spyr „hvat þá liði um kvæðit“ en Egill segir „at ekki var ort“ og bæt- ir svo við „Hefír hér setit svala ein við gluggann og klakat í alla nótt, svá at ek hefi aldregi beðit ró fyrir“. Verkið er samið fyrir klarinett og strengi. Lokaverk tónleikanna var Prud Music og the Storm eftir John Speight og var það tilþrifamesta verk tónleikanna og á köflum mjög skemmtileg tónsmíð en heiti verksins er tilvintunin í kvæði eftir Walt Whitmans, sem svipar til þess er impressionistarnir í Frakklandi um og eftir aldamótin notuðu ljóð og myndverk til að gefa tónmáli sínu inntak. Flytjendur, sem voru Ármann Helgason, Hallfríður Ólafsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Sigurður Hall- dórsson skiluðu sínu mjög vel og er Camerarctica að verða mjög vel sam- stilltur hópur og eiga flytjendur hver og einn margt fallegt að gefa í vönd- uðum vel mótuðum fiutningi. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.