Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 32
32 FIMtáTUDAGUR 6/JÖNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Svik við óbornar kynslóðir I LEIÐARA DV 8. maí sl. sem ber yfír- skriftina „Afleitur síldarsamningTjr“ seg- ir m.a.: „Mjög hefur lækkað risið á íslend- ingum í fjölþjóðlegum samningum um fisk- veiðilögsögu og fisk- veiðiréttindi, síðan þorskastríðið var háð við Breta og nokkrar þjóðir í meginlandi Evrópu. í deilunni um Jan Mayen kom í ljós, að íslendingar voru famir að linast." Með þessum orðum er síst Gunnlaugur Þórðarson of sagt. Eins og undirritaður hefur áður bent á, hér í blaði, hefur slík samningagerð íslenskra stjórn- valda verið klaufaleg, má þar nefna semninginn um veiðar á Reykjaneshrygg, en þó eru samn- ingarnir um Jan Mayen alvarleg- ustu mistökin. Þessar ábendingar voru síðast áréttaðar með grein hér í blaði 2. janúar 1994 undir yfirskriftinni: „Mistökin með Jan Mayen“. Var þar ítrekuð sú skoðun mín frá því nærri hálfum öðrum áratugi áður, að Islendingar ættu að krefjast yfirráða yfir Jan Mayen til jafns við Norðmenn, líkt og Svalbarði teldist í sameign margra þjóða. Með samningunum frá 22. maí 1980 um fiskveiði- og land- grunnsmál við Jan Mayen og samningn- um frá 22. október 1981 um landgrunnið og hafsvæðið milli ís- lands og Jan Mayen var verulega spillt möguleikum íslends til þess að gera rétt- mæta kröfur til hiut- deildar í Jan Mayen. Samkvæmt samn- ingnum frá 22. októ- ber 1981 var afmark- að svokallað nýtingar- svæði milli Islands og Jan Mayen sem lá að hluta innan landhelgi íslands og að öðru leyti innan land- helgi Jan Mayen, hið svokallaða „frímerki". Samningarnir áttu það sam- merkt að vera víða óljóst orðaðir og meira að segja stangast ákvæði þeirra á innbyrðis. Þannig segir í 4. gr. samnings- ins frá 1980 varðandi loðnuveiðar, að ef samkomulag tekst ekki um leyfilegan hámarksafla geti ís- land, sem hefur mestra hagsmuna að gæta, ákveðið leyfilegan há- marksafla. Aftur á móti segir í lok sömu greinar, að ef ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda á heildarafla- Við eigum að fara með kröfu okkar um jafnan rétt og Norðmenn, segir Gunnlaugnr Þórðar- son, fyrir Alþjóðadóm- stóiinn í Haag. magninu verði talið bersýnilega ósanngjörn getur Noregur lýst sig óbundinn af henni. Þannig að norsk stjórnvöld hafi tögl og halgdir í þessum takmarkaða rétti íslensku þjóðarinnar. Hitt er líka spursmál hvað teljast mun „ber- sýnilega ósanngjarnt", þannig að alltaf er opin leið fyrir Norðmenn að sauma að íslendingum. Sjötta grein samningsins fjallar um aðra flökkustofna en loðnu og segir þar að tekið skuli „sann- gjarnt tillit til þess, hve ísland er almennt háð fiskveiðum, svo og fiskveiðihagsmuni íslands á Jan Mayen svæðinu“. Akvörðun um afmörkun „frí- merkisins" fræga hafa flestir skil- ið þannig, að íslendingum væri heimil hvers konar veiði á því, enda þótt samkomulag væri bund- ið í samningnum um skiptingu „Frímerkið." loðnuaflans. Nú heyrast þær radd- ir að réttur íslendinga til síldveiða í „frímerkinu" sé enginn. Hvílíkur samningur! Spyrja mætti til hvers var verið að afmarka þetta fisk- veiðisvæði. Gerðu Norðmenn samninginn til þess að fá ótíma- bundna hlutdeild í landhelgi ís- lands á mjög mikilvægum stað? í fáum orðum sagt er þessi Jan Mayen-samningur blettur á þjóð- inni, því með honum höfum við að mestu leyti fallið frá fyrri kröf- um til Jan Mayen. Með því er átt við fyrirvara þann, sem forsætisráðherrarnir Jón Þorláksson og Tryggvi Þór- hallsson gerðu um sérstaka hags- muni íslands varðandi Jan Mayen, fyrir rúmum 60 árum. í því sam- bandi ber og að hafa í huga, að þá fóru Danir með utanríkismál Islands, en þeir áttu þá í deilu við Norðmenn út af Austur-Græn- landi sem Danir unnu fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag 1931. Þannig er líklegt að dönsk yfir- völd hafi þá ekki viljað auka vand- ræðin við Norðmenn með því fyr- ir íslands hönd að halda til streitu rétti íslendinga til Jan Mayen eða að benda Islendingum á að gera það. Síðan hafa engir forsætisráð- herrar íslands vogað sér að standa á rétti íslensku þjóðarinnar í þessu máli. Það er samt enn möguleiki fyrir íslensk stjórnvöld að taka upp kröfuna um hlutdeild í Jan Mayen til jafns við Noreg, enda þótt tómlæti íslenskra stjórn- valda setur strik í reikninginn. Við eigum að fara með kröfur okkar um jafnan rétt og Norð- menn gagnvart Jan Mayen fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Ann- að væri svik við óbornar kynslóð- ir íslensku þjóðainnar. Það er engu tapað með því að fara áðurnefnda leið, en gjörsam- lega ótækt að freista þess ekki. Höfundur er er hæstaréttarlögmaður. Helgi Hálfdanarson Leitum sátta DÁLÍTIÐ undarleg deila hefur orðið um það, hvort helmingi hærri tala en 100 sé 200 eða 150. Eg mun hafa orðið til þess á sínum tíma að vekja þessa misklíð, svo engan þarf að undra þó mig langi til að koma þar á sáttum. Og það ætti að reynast þeim mun hægara, að ekki er um neinn ágreining að ræða þeg- ar að er gáð. Sumir segja: 200 er helmingi hærri tala en 100, og svo hefur ávallt sagt verið. En aðrir segja: Helmingi hærri tala en 100 hlýt- ur að vera 150, því helmingur af 100 er 50. Og viti menn, hvor- irtveggju hafa rétt fyrir sér. Þeir fyrr nefndu sögðu: 200 er helm- ingi sínum hærri tala en 100; en hinir sögðu: Ef talan 100 hækkar um helming sinn, verður hún 150. Auðvitað er hvorttveggja rétt. Eins og Baldur prófessor Jóns- son hefur bent á, er hér aðeins um tvenna málvenju að ræða, og þarf hvorug venjan að amast við annarri. Þar breyta prósent engu. Talan 200 er 50 prósentum sínum (þ.e. helmingi) hærri en 100. Og ef talan 100 hækkar um 50 prósent sín (þ.e. helm- ing), verður hún 150. Fyrst ég fór að játa á mig sökina á þessari „deilu“, þykir mér rétt að vitna í grein mína um þessi efni, sem birtist í Morgunblaðinu 4.12. 1976 og síðar í greinasyrpunni Skynsam- legum orðum og skætingi; en einhverjir virðast mér hafa mis- skilið eitthvað í þeirri grein. Þar þóttist ég sýna fram á réttmæti þess að segja töluna 20 helmingi hærri en 10, og töluna 15 þriðj- ungi hærri en 10. I slíkum sam- anburði kvað ég það foma mál- venju að miða alltaf við hærri töluna. En í greininni segir síðan: „Hitt er því annað mál, að talan tíu þarf að vaxa um helm- ing til að breytast í fímmtán; en talan fimmtán þarf hins vegar að minnka um þríðjung til að breytast í tíu. Talan áttatíu, sem er fimmtungi lægri en hundrað, þarf að vaxa um fjórðung til að breytast í þá tölu; hins vegar þarf hundrað, sem er fimmtungi hærri tala en áttatíu, að minnka um fimmtung til að breytast í áttatíu. Svona er málvenjan; sér- hver tala þarf að vaxa um helm- ing til að vera þríðjungi hærri en hún var, en minnka um þríðj- ung til að verða þriðjungi lægri. Tala sem vex um 25 prósent, hlýtur að verða 20 prósentum hærri en hún var; en tala sem minnkar um 20 prósent, verður að sjálfsögðu 20 prósentum lægrí en áður." Þeir sem hika við að fallast á þá góðu og gildu málvenju, að 200 sé „helmingi hærrí“ tala en 100, hafa því miður reynt að breyta henni í það horf, að 200 sé „tveim sinnum hærri“ tala en 100. En þar fór í verra. í grein minni, sem ég var að vitna til, þóttist ég sýna fram á, að rök- leysa væri að segja, að talan tuttugu væri íjórum „sinnum hærrí“ en fimm, og jafngilti því að segja, að fimm sinnum fimm værí tuttugu. Síðan þar: „Hins vegar væri ekki með öllu rangt að segja, að talan tutt- ugu væri fjórum sinnum jafnstór og talan fimm. (Hún endist fjór- um sinnum til jafns við þá tölu.) Þar gætu íslendingar jafnvel nokkuð lært af grönnum sínum, þó fremur hafí annað verið til þeirra sótt en nothæf íslenzka." Ekki tekur betra við, þegar farið er að segja að 200 sé „tvö- falt hærri“ tala en 100, því „tvö- falt hærri“ er ekki annað en málleysa, svo með því eru að þarflausu framin álappaleg mál- spjöll. Þegar öllu er á botninn hvolft, er íslendingum rétt og alveg óhætt að halda áfram að segja töluna 200 helmingi hærri en 100. Sú gróna málvenja er í engu ósamræmi við neinn góðan pró- sentureikning, sem fara skal sínu fram. Gætum við ekki sætzt á það? Heggur sá er hlífa skyldi TILEFNI þessa greinarstúfs er nýlegur dómur Hæstaréttar í kynferðisofbeldismáli. Málavextir eru þeir að faðir nokkur beitti dóttur sína kynferðis- ofbeldi árum saman og var í Héraðsdómi dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar og að greiða dóttur sinni tvær milljónir króna í miskabætur. Málinu var vísað til Hæstarétt- ar og fór ríkissaksókn- ari fram á þyngingu bæði refsingar og miskabóta. Niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta dóm Héraðsdómsins að því er snertir lengd refsivistar föðurins, en lækka miskabætur til dóttur hans um helming. Með staðfestingu á fang- elsisdómi þeim sem héraðsdómur ákvarðaði viðurkennir Hæstiréttur alvarleika brot mannsins gagnvart barni sínu. Það er hins vegar lækkunin á miskabótunum sem vekur spurn- ingar í huga mér og ekki síður þær röksemdir sem dómurinn færir fyrir helmings lækkun sinni á bótunum. Ég vil strax taka það fram að ég ætla dómendum Hæstaréttar ekki annað en að þeir byggi rök sín á Iagalegum grunni. Það kemur einn- ig skýrt fram í dómi Hæstaréttar að dómarar þeir sem kveða upp þennan dóm eru ekki í vafa um réttmæti þess að föður beri að greiða dóttur sinni miskabætur, en um það efni segir orðrétt í dómi Hæstaréttar: „Brot ákærða voru alvarleg og til þess fallin að valda mikilli röskun á tilfínningalífi og högum telpunnar, sem vandi er úr að bæta.“ En víkjum nú að rökunum fyrir lækkun miskabótanna. Þau eru af þrennum toga. í fyrsta lagi skyidleiki barnsins og ofbeldismannsins. Það að um er að ræða kynferðislegt ofbeldi föður gegn barni sínu eru, að því er séð verður, talin rök fyrir því að lækka þær bætur sem barninu voru dæmd- ar á lægra dómsstigi. Hvernig má þetta vera? Hvernig er hægt að líta svo á að þegar barn er beitt kyn- ferðisofbeldi af föður sínum, verði það til þess að dómarar telja rétt að draga úr bótaskyldu hans gagn- vart barni sínu? Það stríðir gegn minni sið- gæðisvitund að tengsl- in faðir/dóttir verði til þess að lækka greiðslu- skyldu hans, sem til er komin til þess að reyna að bæta að hluta fyrir brot hans, með því að greiða barninu bætur fyrir þann óbætanlega miska sem hann hefur valdið því? Er þetta e.t.v. endurómur frá nýlega endurskoðuðum ákvæðunum í hegning- arlögum, þar sem hámarksrefsing vegna kynferðisbrota gagnvart börnum eru lægri þegar foreldrar eða afar eða ömmur fremja slík ofbeldisverk en þegar aðrir fjar- Brýnt er að endurskoða slík lög, segir Guðrún Jónsdóttir, og fyrir- byggja fleiri dóma af þessu tagi. skyldari eða óskyldir gera sig seka um slík brot? Endurspeglar þetta gamlar feðraveldihugmyndir um að feður eigi börn sín og geti gert við þau það sem þeim sýnist og því horfi samfélagið gegnum fingur sér þegar feður/foreldrar fremja slík brot? Hvernig samrýmast slíkar hugmyndir hugmyndum okkar um foreldraábyrgð og rétt barna? Onnur röksemd Hæstaréttar fyr- ir helmingslækkun dæmdra miska- bóta í þessu máli er að faðir muni „eftir sem áður bera framfærslu- skyldu gagnvart dóttur sinni“, eins og segir í dómnum. Framfærslu- skylda foreldra gagnvart ófullveðja börnum sínum er lögfest í barnalög- um og er réttur allra barna. Hvern- ig má það vera að þessi réttur hafi áhrif til lækkunar á miskabótum vegna glæps föður gagnvart barni sínu? Er það virkilega meining dóm- ara í Hæstarétti íslands að það sé ástæða til að lækka miskabætur til barna, sem beitt eru kynferðisof- beldi af feðrum sínum vegna þess að sömu feðrum ber að greiða með- lag með börnum sínum eins og öll- um þeim foreldrum sem ekki hafa forsjá barna sinna? Og enn spyr ég, hvað um foreldraábyrgð og rétt barna? Þriðja röksemd Hæstaréttar er á þá leið að ekki liggi fyrir, að svo komnu máli, hvort afleiðingar kyn- ferðisofbeldisins verði varanlegar. Það gildir hið sama um þessa rök- semd og hinar fyrri að hún vekur spurningar. Gildir það ekki um allar miskabætur, að enginn getur með fullri vissu metið áhrif miska til langs tíma í hveiju einstöku máli fyrir sig? Er þess vegna ekki eðli- legt að brotaþoli njóti þessa vafa, einkum í Ijósi þess að allar rann- sóknir á langtíma afleiðingum kyn- ferðisofbeldis gagnvart börnum eru á einn veg. Slíkt ofbeldi hefur í för með sér óbætanlegar afleiðingar á líf þolenda þess. Um langtíma af- leiðingar þess á íslenska þolendur er hægt að fá hugmynd í ársskýrsl- um Stígamóta. Að lokum, það er sárt og niður- lægjandi fyrir litlu stúlkuna og móður hennar, sem hér eiga hlut að máli, að taka á móti dómsniður- stöðum éins og þeim sem hér eru gerðar að umtalsefni. Þær hafa sjálfar tjáð sinn skilning á dómnum og skilaboðum hans í viðtali í DV 25.5. sl. Þessi dómur snertir ekki aðeins umrædda einstaklinga. Dómar Hæstaréttar hafa fordæmis- gildi varðandi dóma á lægra dóms- stigi. Það er því mikið áhyggjuefni ef sú verður raunin í framtíðinni að dómar héraðsdómstóla í sam- bærilegum málum taki mið af þess- um dómi og leiði til þess að beiti feður börn sín kynferðislegu ofbeldi verði það til þess að rýra rétt barna til miskabóta úr hendi þeirra. Eins og vikið er að hér að ofan ætla ég ekki Hæstarétti annað en að hann byggi forsendur sínar á lagalegum grunni. Það er því afar brýnt að grandskoða hið bráð- asta þau lög sem lækkun miskabót- anna byggir á og breyta þeim þann- ig að þau tryggi það að við sjáum ekki fleiri dóma af þessu tagi. Höfundur er doktor í félagsráðgjöf. Guðrún Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.