Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Yfirgengilegt er, segir Einar Júlíusson, hvernig alþingismenn allra flokka draga fætur. ins og tekjumöguleikum ferða- þjónustunnar með háspennulínum í allar áttir. Hún hefur lagt bestu grónu landsvæði Auðkúluheiðar undir vatn og heimtað að perlur landsins og aðalheimkynni heiðar- gæsarinnar í heiminum, Þjórsár- ver og Eyjabakkar, verði kaffærð til að framleiða handa útlending- um niðurgreitt rafmagn sem hún ætlar að senda þeim með örbylgj- um út í geiminn eða með sæstreng ofan í sjóinn þó að enn hafi ekki verið fundnar upp aðferðir til að koma slíkum sendingum á leiðar- enda. Ekki borga ríkir útgerðamenn heldur skatt af sínum vöxtum eða peningunum sem þeir setja í kvótaleigu af hver öðrum, mótmæ- landi grátklökkir öllum hugmynd- um um auðlindaskatt til annarra en þeirra sjálfra og meðan þeir reikna út hversu marga tugi millj- arða trillukörlum er gefið með því að leyfa þeim að veiða líka. Þeir hafa útrýmt vorgotssíldinni og komið hveijum fiskistofninum á fætur öðrum fram á hengiflugið, þorskinum, karfanum, lúðunni, grálúðunni. Það tók þá aðeins eitt sumar að rústa hrygningarstöðv- um blálöngunnar eftir að þeir fréttu af þeim við Franshól. Ein- ungis hinir fátæku geta ekki dreg- ið vaxtagjöldin frá tekjum sínum. Það er ekki bara óréttlátur ójöfn- uður, heldur skattsvik. Landsbankastjórinn sérlystugi hefur lýst því yfir að verði 10% fjármagnsskattur settur á muni hann greiða skattinn fyrir spari- fjáreigendur Landsbankans. Því- líkt göfuglyndi! Hann yrði þá í raun að hækka innlánsvexti sína út einu prósenti í 1,1% Ætli hann sé ekki fremur að búa sér til afsök- un til að hækka sína 14% útláns- vexti um talsvert meira en 0,1%. Skyldu finnast fleiri verslunar- eða þjónustufyrirtæki sem selja sínar vörur 14 sinnum dýrara en þau keypti þær. Og 14% víxilvextir, það er bara byrjunin. Þar við bæt- ast stimpilgjöld og „kostnaður" bankans sem hækka heildarfor- vextina af stuttum víxli upp í langt yfir 20%. Ef menn geta svo ekki borgað á réttum tíma koma drátt- arvextir ofan á það og alls konar aukakostnaður áður en lögfræð- ingar bankans skammta sér loks mánaðarlaun fyrir eitt innheimtu- bréf til að minna skuldarann á að kostnaður hans muni enn stór- hækka ef hann greiði ekki strax það sjálfdæmi sem upp er sett. Eða grátkórinn, að ekki megi skattleggja alla þessa fátæku sparifjáreigendur sem sett hafa sparifé langrar ævi í banka lands- manna til að lifa fyrir í ellinni. Hvað skyldu venjulegir sparifjár- eigendur þurfa að eiga mikið sparifé í Landsbankanum til að vextirnir af því nái skattleysis- mörkum? Það eru hvorki meira né minna en 65 milljónir fyrir ein- stakling og 130 milljónir fyrir hjón. Skyldu hjón sem eiga 130 milljónir króna í bankanum ekki mega borga jafnháa skatta af tekj- um sínum og þeir sem ekkert eiga þar nema skuldir? Þvílík umhyggja fyrir gamla fólkinu og smæl- ingjunum. Mikið mál er gert úr því að líf- eyrissjóðirnir megi ekki borga skatta af sínum vaxtatekjum. En af hveiju ætti að vera að stýra peningum lífeyrissjóðanna fremur inn á skattlausan fjármagnsmark- að en inn á aðrar brautir eins og hlutabréfamarkað, byggingu leiguíbúða, kvótakaup eða eitt- hvað annað sem gæfi e.t.v. bæði lífeyrisjóðunum og þjóðinni meiri tekjur. Fyrst vextir eru fijálsir og vaxtatekjur skattlausar af hveiju ætti nokkur verktaki að gera hátt (t.d. milljón kr.) tilboð í nokkurt verk. Hann á bara að bjóða eina krónu í verkið. Vantrúaður verk- kaupandi verður þá auðvitað að fá tryggingu (t.d. túkall) frá verk- takanum að hann framkvæmi virkilega verkið fyrir slíkt smá- ræði. Að verkinu loknu greiðir hann svo verktakanum launin sín og trygginguna til baka með þakk- læti fyrir lánið og þeim vöxtum (t.d. ein milljón kr.) sem verktaki setur upp í tilboði sínu. Verktakinn fær þannig milljónina og verk- kaupandinn verkið en íjármálaráð- herra fær bæði tekjuskatt og sölu- skatt af einni krónu! Langlundargeð launþega lands- ins hlýtur að eiga sér einhver mörk. Hve lengi láta þeir bjóða sér að launin sem þeir strita fyrir myrkranna á milli séu skattlögð upp í topp, í vissum tilfellum með jafnvel 100% jaðarskatti á sama tíma og ijármagnseigendurnir, sem fá margfalt meiri tekjur fyrir að liggja í leti allan liðlangan dag- inn, borga alls engan skatt eða 0%. Hingað og ekki lengra. Stönd- um saman gegn skattsvikunum og skattsvikurunum. Kjósum þá ekki. Höfundur er eðlisfræðingur. * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar J. RSTVniDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjoá, sími 533 3535. N V O G ElNFOLD GJALDSKRA FYRlR ÍNNANLA'NDSSÍMTÖL Nú er allt að helmingi ódýrara að hringja innanlands Simtal á míllí Jsafjaróar og Selfoss kostar Póstur og simí heíur eínfaiclaó gjaldskrá fyrir innanlands- simtol. Mú eru aöeíns tvel' gialdflokkar og naeturtaxtínn hefst klukkan .19.00. Pzó jaíngíióír 50% lækkun a símtöl- um fré.kL .1.9,00'til 23,00 og .335«. lækkun á símtölum fré klukkan 23.ÖÖ til 08.00 a berm símtölum sem tilheyróu gjaldflokki 3; 2 kró.nur og átta aura á mínútu eftír klukkan 19.00 P05TUR OG SIMI 4 í Góð vörn er besta sóknin! ■ -——■wa—fc Liturínn ...rétti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 WOODEX Ultra ■ viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie ■ viðarolia Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu tímbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. ^flK AÖ& v( R 0 1 D ræður góða verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liturínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.