Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNIIMGAR SKULIBJORGVIN SIGFÚSSON + Skúli Björgvin Sigfússon fædd- ist að Leiti í Suður- sveit 14. júní 1907. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavikur 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jóhannsdóttir frá Græntanga í Suður- sveit og Sigfús Skúlason frá Sig- ^ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Börn þeirra voru: Helga Guðríður, húsmóðir á Neðrabæ í Suður- sveit, Þóra, húsmóðir á Jaðri í Suðursveit, Skúli Björgvin, bóndi á Leiti í Suðursveit, sem nú er kvaddur, og yngst var Ester María, húsmóðir í Reykjavík, sem lést fyrir rúm- um mánuði. Skúli ólst upp á Leiti og fór fh'ótt að vinna þau verk sem til féllu eins og þá tíðkaðist. I veganesti frá sínu bernsku- heimiU fékk hann bestu dyggð- ir; heiðarleika og vinnusemi. 'Hann var því vel undirbúinn fyrir ævistarfið, þótt skóla- ganga yrði ekki löng, aðeins sú skólaskylda sem þá tíðkaðist. 11. júlí 1931 urðu þáttaskil í lífi Skúla er hann kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Jónsdóttur, sem var frá Suðurhúsum í Borgarhöfn. Það var mikið gæfuspor því Guðrún var mörgum góðum kostum búin og hörkudugleg til allrar vinnu. Skúli og Guðrún reistu sér bú að Leiti í Suðursveit og bjuggu þar allan sinn búskap, að und- anskildum tíu síð- ustu árunum, er þau brugðu búi og flutt- ust til Reykjavíkur. Þau eignuðust fjóra syni: Helga, sem hefur alla tíð búið með foreldrum sínum og verið þeirra stoð og stytta; Sigfús, hann kvæntíst Helgu Haralds- dóttur, þau skildu. Þeirra börn eru Ellý og Skúli Gunnar. Sam- býliskcna Sigfúsar er Barbara Ármanns; Gísli, hans kona er Anna Fjalarsdóttir. Þeirra börn eru: Fjalarr, Halldór og Anna Beta. Fyrir hjónaband eignað- ist Gísli son, Jón, með Ingunni Jónsdóttur; Hilmar, tvíbura- bróðir Gísla, hann var kvæntur Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur. Þeirra synir eru Sveinbjörn og Helgi Rúnar. Barnabarnabörn- in eru fimm. Útför hans fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Afi minn og nafni, Skúli Björgvin Sigfússon, lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þann 28. maí sl. eftir stutta ¦^sjúkralegu. Afi var fæddur 14. júní "cfrið 1907 á Leiti í Suðursveit, en Leiti er næsti bær við kirkjujörðina að Kálfafellsstað. Þetta sama ár og afi fæddist hafði séra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað byggt Leitið fyrir mág sinn, Sigfús Skúlason frá Sig- ríðarstöðum, föður afa míns. Þegar langafi lést árið 1935, tók afí við búinu ásamt ömmu minni Guðrúnu Jónsdóttur frá Borgarhöfn. Afí og amma bjuggu blómlegu býli á Leiti allt til ársins 1986, þegar þau ásamt Helga, syni sínum, fluttu til Reykja- víkur. Eftir að afí og amma fluttu til Reykjavíkur hefur Leitið verið í eyði og verður að játast að erfitt var að sætta sig við að ekki væri hægt að -—rteimsækja afa og ömmu í sveitina lengur. Hefí ég nokkrum sinnum komið að Leití eftír að þau fiuttu til Reykjavíkur og koma þá upp í hugann ljúfsárar minningar, sem óneitanlega eru oft tengdar afa. Fyrstu minningarnar eru frá því áður en Skeiðarársandur var brúað- ur, en þá þurfti að fara norður fyr- ir land til að komast akandi í Suður- sveitina. Var það fyrir vikið enn meira ævintýri en ella og minnist ég þess enn að sjá afa standandi í dyrunum á Leiti þegar ekið var upp að hlaðinu að loknu löngu ferða- lagi. Eftir brúun Skeiðarársands var ég nokkur sumur í sveit hjá afa og ömmu og tengist það skemmtileg- ustu æskuminningum mínum. Eg sé afa enn ljóslifandi fyrir mér á leið í fjósið að mjólka kýrnar, eða í hlaðinu á Leiti að gá til veðurs; ég sé ömmu fyrir mér að gefa hænsnunum eða við olíueldavélina að baka óumdeilanlegu bestu flat- kökur og rúgbrauð í heimi. Afí var mjög félagslyndur maður og hafði ávallt gaman af að hitta og tala við fólk. Hann var með bens- ínsölu í hlaðinu á Leiti í fjöldamörg ár og held ég að arðsemissjónarmið hafi þar engu ráðið um, heldur sú staðreynd að það gaf honum tæki- færi til að hitta og ræða málin við fólk úr öllum landshlutum eða heimshornum.. Afi kippti sér ekki upp við að vera oft vakinn um miðja nótt til að selja ferðalöngum bensin. Hann gat talað um heima og geima við þetta fólk og var sérstaklega skemmtilegt að sjá hann tjá sig við útlendinga, en afi lét þá staðreynd, að hann hafði aldrei komið út fyrir landsteinana eða lært erlend tungu- mál, ekki halda aftur af sér. Hann gat á sinn sérstaka hátt gert síg skiljanlegan við þessa gesti og held ég að þeir hafí haft jafngaman af honum og hann af þeim. Dugnaður afa í heyskap og öðrum bústörfum er mér minnisstæður. Afi, Helgi sonur hans og ég vorum oftast þrír í heyskapnum suður á Steinasandi og voru það oft langar vinnutarnir án mikils svefns ef „hann hékk þurr". Afí vann þá manna mest við að henda böggum á vagn og inn í hlöðu í rykmettuðu og röku hitalofti og sá auk þess um að mjólka kýrnar og sinna öðrum bústörfum allan tímann. Afí var þá kominn á áttræðisaldur og þjáðist af heymæði. Auk þess var hann haltur sökum lærbrots sem hann Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng rcynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 **~g!L =&*—* u hlaut á yngri árum og ekki var sinnt um að búa um. Þrátt fyrir þetta vann afí af slíkum krafti að tvítugur maður hefði ekki haft roð við hon- um. Afi var með eindæmum ern alveg undir það síðasta, þrátt fyrir nokkuð háan aldur. Hann hefði orðið níræð- ur næsta sumar og hélt ég satt að segja að hann ætti mörg góð ár eftir og er því kannski erfiðara en ella að sætta sig við brotthvarf hans. Afí var skemmtilegur maður og hafði mjög gaman af að segja sögur á sinni sérstöku „Suðursveitarmál- lýsku" sem þeir einir þekkja sem talað hafa við Suðursveitunga. Sög- ur afa tengdust oftast fegurstu sveit landsins, Suðursveitinni, sem var honum mjög kær. Tveimur dögum fyrir dánardægur sitt sagði hann mér sögur úr sveitinni frá því í gamla daga, og sló ekki feilnótu, frekar en fyrri daginn. Þrátt fyrir að nokkuð væri farið að draga af honum, var hann eldskír í kollinum allt til endaloka. Ég vona að nú, þegar þjáningar afa eru á enda, sé hugur hans í sveitinni, sem var honum svo kær. Megi Guð styrkja ömmu mína, syni þeirra og fjölskyldur í sorginni og blessa minningu afa míns. Skúli Gunnar Sigfússon. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Á skilnaðarstundu koma upp í hugann minningar um samveru- stundir, sem ekki gleymast; hlý orð og óskir á tímamótum, gamanyrði á gleðistundum og huggunarorð á erfiðleikastundum. Gestrisni var þeim hjónum Guð- rúnu og Skúla í blóð borin og nutu þess allir, bæði skyldir og óskyldir, að setjast að þeirra veisluborði. Ekki get ég látið hjá h'ða að minn- ast á hversu gott og kjarnyrt mál Skúli talaði. Hann hafði einstakan eiginleika að segja á skemmtilegan hátt frá mönnum og málefnum og hreif alla með sér í græskulausu gamni. Hann varðveitti barnið í sjálfum sér, var einlægur og öllum leið vel í návist hans. Suðursveitin var áður einangruð vegna mikilla jökulfljóta, Horna- fjarðarfljóts og Skeiðarár, sem ekki eru lengur óyfirstíganlegur farar- tálmi, jökulinn í norðri og hafnlausa sjávarströnd í suðri. Mannlíf Suður- sveitar og Oræfa hefur örugglega mótast af þeim aðstæðum og þjapp- að íbúum þessara einangruðu byggða þéttar saman. Greiðvikni og samheldni var áberandi í fari þessa fólks og var hvorki spurt um vinnu- tíma né laun, ef einhver þurfti á aðstoð að halda vegna bygginga og annarra framkvæmda. Samvinnan var einstök þegar ráð- ist var af stórhug í að rækta upp hrjóstruga sanda á sjöunda áratugn- um. Að þessum miklu framkvæmd- um stóðu tíu bændur og heyja þar saman síðan. Oft minntist Skúli á tímana tvenna, hversu allir búskaparhættir hefðu breyst frá hans fyrstu búskap- arárum. Okkur sem lifum í nútíma þjóðfélagi væri hollt að hugleiða hversu aldamótakynslóðin þurfti að leggja mikið á sig í daglegu lífi. Skúli lét sér mjög annt um vel- ferð sinna nánustu. Eftir að Guðrún missti heilsuna á sl. ári annaðist Skúli hana af mikilli alúð. Ég bið Guð að gefa henni styrk. Háa skilur hnett himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilifð að skilið. (J.H.) Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir hlýhug og órofa tryggð sem aldrei brást. Megi bjartar minningar ylja ást- vinum Skúla um ókomin ár. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. RIKARÐURK STEINBERGSSON ¦4- Ríkarður Reyn- ' ir Steinbergs- son fæddist í Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 13. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. júní. Ríkarður Stein- bergsson, verkfræð- ingur og fram- kvæmdastjóri Hús- næðisnefndar Reykjavíkur, er lát- - inn, langt um aldur fram. Eftir verkfræðipróf í Kaup- mannahöfn 1955, starfaði hann við verkfræðistörf, meðal annars við virkjunarframkvæmdir við Grímsá. Mikið af ævistarfi Ríkarðs var í þágu félagslegra íbúðabygginga í Reykjavík. Á árinu 1969 hófust stórfelldar íbúðarbyggingar til að útrýma bröggum og öðru heilsuspillandi húsnæði í Reykjavíkurborg. Var Ríkarður ráðinn framkvæmda- stjóri við þá framkyæmdaáætlun, sem þá var gerð. í beinu fram- haldi af því starfí varð hann fram- kvæmdastjóri Verkamannabú- staða í Reykjavík. Fullyrða má að með því skrefi, sem stigið var með byggingaáætl- uninni 1969, hafí átt sér stað einn merkasti þáttur byggingamála í þágu almenns launafólks í borg- inni. Nafn Ríkarðs Steinbergssonar verður því með órjúfanlegum hætti tengt þeim þætti í byggingasögu Reykjavíkur, sem markaði tíma- mót fyrir þúsundir borgarbúa. Við Ríkarður áttum allnáið sam- starf síðasta hálfan annan áratug- inn, en á þeim tíma átti ég sæti í stjórn Verkamannabústaða og- síðar Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Á þessum tíma má segja, að búið hafí verið að leysa úr því neyðarástandi, sem ríkti hér á því tímabili, sem þúsundir manna bjuggu í heilsuspillandi húsnæði, sem ekki var neinum bjóðandí. Samt sem áður hefur fjöldi manns síðar átt við vandamál í húsnæðismálum að etja, og félags- lega íbúðarkerfið leysir enn mikinn vanda. Við, sem störfuðum með Rík- arði Steinbergssyni að húsnæðis- málum vorum svo lánsöm að þar ríkti góðvild á milli manna. Og þótt við meðferð þeirra vandasömu mála, bæði þeirra er vörðuðu fram- kvæmdir og eins viðkvæm einka- mál ýmissa aðila, hlyti á stundum að hvessa, ríkti vinsemd og góð- vild persónulega milli manna. Fyrir utan alvöru starfsins var Ríkarður góður félagi og gaman að gleðjast með þeim hjónum í hópi samstarfsfólks. Við hjónin sendum Valdísi og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Kristján Thorlacius. Kveðja frá Lionsklúbbi Reykjavíkur Einn af félögum okkar, Ríkarð- ur Steinbergsson, verkfræðingur er fallinn frá eftir stutta, en harða baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Ríkarður var formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur starfsárið 1995-1996 og gengdi formanns- störfum að fullu fram að síðast liðnum áramótum, en varaformað- ur tók að mestu við störfum hans eftir áramótin. Ríkarður kom þó á fund þann tíma þrátt fyrir sýni- leg veikindi. Ríkarður Steinbergsson var tek- inn inn í Lionsklúbb Reykjavíkur 20. október 1977 sem fullgildur félagi og tók hann þátt í starfi klúbbsins eftir því sem annir og aðstæður leyfðu. Hann var kjörinn í ýmis embætti í klúbbnum og var m.a. ritari klúbbsins starfs- árið 1979-1980 og í fjáröflunarnefnd 1985-1986, auk starfa í ýmsum nefnd- um klúbbsins tíma- bundið þegar mikið var að gera. Sumir lionsklúbbar í landinu hafa átt erfítt uppdráttar síðari árin vegna vax- andi samkeppni í félagsstarfi og meira framboðs aðþreyingarefnis. Lionsklúbbur Reykjavíkur hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og því er sárt að þurfa að sjá á eftir góðum félaga sem ætíð reyndi að liðsinna þegar með þurfti. Við minnumst þessa ágæta fé- laga okkar með virðingu og þökk. Eiginkonu Ríkarðs, Valdísi Garðarsdóttur, börnum, fóstur- börnum og öðrum ættingjum send- um við innilegustu samúðarkveðj- ur. " Fyrir hönd Lionsklúbbs Reykja- víkur. Páll Lúðvíksson. Það er svo margs að minnast þegar litið er yfir þau ár sem ég var svo lánsöm að þekkja Ríkarð, að erfitt er að velja. Ef hægt er að segja að klettur sé hlýr, þá var Ríkarður þessi hlýi klettur. Ákveð- inn, rökfastur en hlýr og ekki hægt annað en að virða og þykja vænt um hann. Þegar ég og sonur hans opinber- uðum trúlofun ókkar, rétt áður en við héldum af stað í ferð með hon- um og Gógó norður til ömmu Sum- arrósar og Diddu frænku, var hann svo kátur og léttur á leiðinni að ég spurði hann hvort hann væri svona feginn. „Nei, Ásta mín. Ég $r svo heppinn!" Seinna, í mat hjá honum og Gógó tók hann utan um mig og sagði: „Þú ert uppáhalds, alvöru tengdadóttir mín!" „Það var ekki erfitt, þar sem þú átt bara eina," svaraði ég á móti. „Þú ert það nú samt." Og svo hló hann innilega og sagði að nú væri tilefni til að fá Jystauka fyrir matinn. Eftir þetta koma Ijúf- ar minningar í hrönnum með hon- um og fjölskyldunni, ömmu Sum- arrós og Diddu þar til reiðarslagið kom. Gógó féll frá eftir stutta sjúkdómslegu og í hönd fór erfiður tími fyrir alla. En sem betur fer var honum annað ætlað og hann var svo lánsamur að kynnast Val- dísi sem hann giftist síðan og átti með henni mörg góð ár. Með henni stækkaði barna- og barnabarna- hópurinn og ekki varð betur séð en hann nyti þess að hafa allan fjöldann og hann bar hag allra fyrir brjósti. Alltaf var hægt að leita ráða hjá tengdapabba og gaman að skiptast á skoðunum við hann enda víðsýnn, skynsamur og lífs- glaður. Ef honum mislíkaði þá sagði hann ekki mikið en hnussaði í honum. Við hlógum oft að þessu og sögðum að ef hnussið væri stórt þá væri það hreinræktað og þar með mátti segja að málið væri útrætt, því hann var ekki fyrir málalengingar og vandræðagang. Ríkarður, þær eru svo margar góðu minningarnar og ég þakka þér allt sem þú hefur verið mér og dætrum mínum sem sakna þín sárt. En best er tilfinningunum lýst í orðum yngri dóttur minnar: „Ég er viss um að Guð gefur afa stóra vængi af því að hann var svo góður." Við sjáumst síðar. Ásta Óskarsdóttir. • I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.