Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 47 HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR + Hrafnhildur Sveinsdóttir (Stella) var fædd á Patreksfirði 2. des- ember 1924. Hún lést á Spáni 26. maí síðastliðinn. For- eldrar Stellu voru Sveinn Benedikts- son og Lilja Odds- dóttir. Hrafnhildur ólst upp á Akureyri hjá móður sinni og eiginmanni hennar Ragnari Brynjólfs- syni, sem gekk henni í föðurstað. Stella ólst upp í stórum barnahópi Lilju og Ragnars. Börn þeirra og hálf- systkini Stellu eru: Hjördís, f. 29.9. 1929, Valur, f. 10.11. 1930, Vilhelm Örn, f. 17.2. 1932, Brynja Ólafía, f. 29.9. 1934, Oddur Víkingur, f. 14.9. 1937, Ragnar Jökull, f. 15.4. 1939, Guðlaug Dóra, f. 31.3. 1941, Hrafn, f. 15.5. 1944, og Ingi- björg Þuríður, f. 20.12. 1947. 8. júlí 1944 giftist Stella Ey- þóri Óskari Sigurgeirssyni, f. 13.10. 1920, d. 30.10. 1987. For- eldrar hans voru Halldóra Guð- jónsdóttir og Sigurgeir Halldórs- son. Stella og Óskar eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Krist- ín, f. 30.3. 1945, hennar maður er Hartmann Guðmannsson og er sonur hennar Ósk- ar, giftur Soffíu Hreinsdóttur. Þeirra börn eru Ragnar Þór, Hreinn, Stella Björk og Sigurlaug. Börn Kristínar og Hartmanns eru: Ragnar Þór, í sam- búð með Ingunni Baldvinsdóttur. Börn þeirra eru Birgir Freyr og Iris Hulda: Kristín Hulda, gift Svanberg Hjelm. Þeirra börn eru Birgir Ingvar, Ármann Freyr, Svanberg og Erla Ósk. 2) Lilja Dóra, f. 17.11. 1948, hennar mað- ur er Sigurður Sigurðsson og eru þeirra böm: Sigrún, gift Stefáni R. Gissurarsyni. Þeirra börn em Diðrik og Ásta Lilja. Sigurður, í sambúð með Önnu Björgu Níels- dóttur. Þeirra sonur er Amar Bjarki. Yngstur er Eyþór. 3) Margrét, f. 17.10. 1950, hennar maður er Bjöm H. Einarsson. Þeirra synir em: Arnar Þór, Bjöm Hreiðar og Einar Hrafn. 4) Hrafnhildur, f. 28.4. 1953, hennar maður er Sævar Ástráðs- son. Börn þeirra eru: Rúnar Þór, Elvar Geir og Erla Ósk. Útför Stellu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær cg faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blitt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Minningin um þig og pabba lifir í hjarta okkar. Þín dóttir, Hrafnhildur og fjölskylda. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Nú hafið þið afi samein- ast á ný og dveljið saman í sumar- sælu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Vertu sæl amma mín, þín dóttur- dóttir, Erla Ósk. Mig setti hljóða er ég fékk þær fréttir á hvítasunnudag að amma mín hefði látist á Spáni. Það er sárt til þess að hugsa að við höfðum ekki sést í langan tíma en fyrir vikið verða minningarnar þeim mun dýrmætari. Það var erfitt að hafa ömmu svona langt í burtu en þetta var það sem hún vildi og það skipti máli. Þegar hugsað er til baka er margt sem kemur upp í hugann. Allar stundirnar sem ég átti í litla kofan- um við Brúará með ömmu og afa, sem afí kallaði gjarnan Sigrúnarkot. Litli kofinn var ekki stór en þar eýddu amma og afi stórum hluta af sínum frístundum og oftar en ekki var þar þröng á þingi. Barna- börnin sóttu mjög í að fara í heim- sóknir tii þeirra enda stóð ekki á afa að fara út í fótbolta eða gera hvað sem hveijum og einum hent- aði. Heimsóknirnar til þeirra á Rétt- arholtsveginn voru einnig margar. Það var gott að vera hjá ömmu og afa og mér er sérstaklega minnis- stætt að ef maður vildi ekki matinn fékk maður alltaf eitthvað annað gott í staðinn. Þetta var einungis hægt hjá ömmu og afa og þannig á það líka að vera. Amma og afi fóru mikið til sólar- landa því amma var með exem og psoriasis. Hún hafði gott af sólinni og þeim virtist líða vel á Spáni sem varð oftast fyrir valinu. Ég var svo heppin að fá að fara með þeim í eina slíka ferð þegar ég var 13 ára. Þar átti ég með þeim þijár yndisleg- ar vikur sem aldrei gleymast. Það er kannski engin tilviijun að þau létust bæði á Spáni. Amma og afi höfðu ákveðið að kaupa sér litla íbúð á Spáni þegar afi væri kominn á eftirlaun. Því miður lést hann áður en af því gat orðið. Amma var ekki vön því að gefast upp og það átti ekki við í þetta skiptið þótt hún stæði eftir ein. Hún lét draum þeirra beggja rætast, keypti íbúð á Spáni og fór til sinnar fyrstu dvalar þar í janúar 1990. Haustið 1991 fórum við fjölskyldan í heimsókn til ömmu. Minningarnar frá þeim tíma eru okkur mjög dýrmætar og þá ekki síst fyrir Didda sem kynntist langömmu sinni vel á þeim tíma. Hann var harðákveðinn í því að fara sem fyrst til ömmu Stellu aftur og var að safna sér fyrir einni slíkri ferð. Sú ferð verður hins vegar aldr- ei farin og hafði hann á orði að nú gætum við ekki farið til Spánar því við hefðum engan til að heimsækja þar. Elsku amma, nú er komið að kveðjustundinni. Þetta er tími sem allir vona að komi ekki en enginn fær neitt við ráðið. Ég veit að það var erfitt fyrir þig að vera án afa og ég vona innilega að þið hafið fundið hvort annað. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þín, Sigrún og fjölskylda. Hvað eru mannkostir? Ef heiðarleiki, stundvísi, verklagni, ákveðni, blítt viðmót, kímni, skipu- lagsgáfa, gott minni, frændrækni og félagslyndi eru dæmi um slíka kosti, þá var Stella mannkostakona. Ég tel mig gæfumann að hafa kynnst Stellu og fengið að njóta starfskrafta hennar um árbil. Hún varð að láta af störfum af heilsu- farsástæðum og saknaði ég hennar mikið. Sama má segja um samstarfs- fólk og viðskiptavini sem hafa spurt um hana og líðan hennar fram á þennan dag. Óskar, eiginmaður Stellu, var einnig góður vinur og oft var glatt á hjalla í kaffistofunni þegar hann kom að sækja konu sína í vinnuna. Stella og Óskar voru víðförul, höfðu ýmist ferðast á eigin vegum eða í tengslum við kórstarf hans. Sólin hafði þó mest aðdráttarafl. Eftir lát Óskars eignaðist Stella íbúð á ynd- islegum stað á Spánarströnd og dvaldi þar langdvölum. Ég og eigin- kona mín heimsóttum hana þar síð- astliðið sumar og sáum að hún hafði komið sér vel fyrir. Hún var greini- lega vinsæl þar og vinamörg. Það er gott að eiga síðustu myndina af Stellu á ævintýraströndinni í gullinni síðdegissól. Blessuð sé minning hennar. Ég votta ættingjum samúð mína. Haukur Filippusson. Hún Stella frænka er dáin og er hún fyrst af systkinum móður okkar að kveðja þennan heim. Það er ein- kennilegt til þess að hugsa því kvöld- ið áður en hún lést var sú er þetta skrifar og móðir okkar einmitt að tala við hana. Stella var elst af systk- inum sínum og líklega sú af þeim, að öðrum ólöstuðu, sem hvað oftast kom í heimsókn ásamt manni sínum, Óskari, á æskuheimili okkar. Svo til um hveija helgi, að sumri til, allt fram á unglingsár okkar eldri systk- ina er við fluttum að heiman. Síðar eignuðust þau smá sumarhýsi hinum megin við ána er næstelsta dóttir þeirra giftist einum af sonum hjón- anna á þeim bæ. Er móðir mín færði mér þær frétt- ir að Stella væri látin er svolítið skrítið til þess að hugsa, en mér datt í hug rauður kóngabijóstsykur. Hvar kóngabijóstsykurinn kemur til sögunnar er einmitt tengt helgar- ferðum þeirra. Oftlega gengum við systkinin á móti Stellu og Óskari þegar von var á þeim í sveitina. Höfðu þau þá í fórum sínum sæl- gæti handa okkur systkinunum og var það iðulega fyrrnefnt sælgæti, sem Eiríki bróður var rétt og átti hann að sjá um að allir fengju jafnt úr pokanum. Okkur eldri systrunum hefut- sjálfsagt þótt þetta skrýtin ráðstöfun, en Eiríkur var eini bróðir- inn sem eftir var heima ásamt fjórum systrum, því elsti bróðirinn var flutt- ur að heiman. Það eru margar minningar tengd- ar Stellu frænku og Óskari, manni hennar, því aldrei er hægt að nefna Stellu öðruvísi en Óskar sé nefndur um leið. Þau eignuðust fjórar dæt- ur, sem allar dvöldust um tíma í sveitinni hjá okkur. Stella og Óskar voru börn náttúrunnar í þeim fremsta skilningi. Þegar þau komu var farið í veiðitúra og fengum við þá oft að fylgjast með. Var gengið lengi upp eða niður eftir ánni og margs konar dýralíf skoðað í leiðinni í lækjum, kjarri og mold og ekki má gleyma fuglaskoðunum. Þá var ósjaldan farið í smá bíltúr með okk- ur systkin. Oft komu Stella og Ósk- ar austur á þorrablót og var þá mik- ið sungið enda Óskar söngmaður mikill, söng um margra ára skeið í Karlakór Reykjavíkur. Eins og sést er endalaust hægt að tína einhver minningarbrot upp og tengjast þau þá iðulega þeim báðum. Þau ferðuðust líka út fyrir landið og tóku sérstöku ástfóstri við Spán. Óskar lést fyrir nokkrum árum í einni slíkri ferð. Stella kaus hin síð- ari ár að búa á Spáni og lést þar. Við viijum minnast Stellu sérstak- lega með versi úr ljóði eftir Davíð Stefánsson. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á - jarðneskt vor. Við systkinin vottum systrunum og fjölskyldum þeirra og systkinum Stellu samúð okkar og Guðs bless- unar í framtíðinni. Fyrir hönd okkar systkinanna. Ragnheiður Lilja Georgsdóttir. Sem morgundögg minn eyðist aldur og ótt mig straumur tímans ber, á morgun nár ég máske’ er kaldur og máski fyrr, þú einn það sér. 0, Guð, minn herra, hjálpa mér á hveijum degi’ að geðjast þér. SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Steinmóðarbæ undir V-Eyjafjöllum 14. febr- úar 1945. Hún lést á Landspítal- anum 18. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóru- dalskirkju undir Eyjafjöllum 31. maí. Stílabækurnar flugu þvert yfir skólastofuna. „Grípiði!" kallaði Sig- ríður og við lögðum okkur öll fram við að grípa því að sá sem greip átti að hennar mati öruggt sæti í landsliðinu í handbolta. Ég kynntist Sigríði fyrst átta ára þegar ég hóf nám í Foldaskóla. Hún var síðan kennari minn næstu fjög- ur árin og hafði því umtalsverð áhrif á mig. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gustað af Sigríði. Hún var kraftmikil kona sem vílaði ekki fyrir sér að fara með bekkinn sinn á hveiju vori í heimahagana í Rangárvallasýslu svo að við borgarbörnin gætum kynnst ósvikinni sveitasælu. Það ríkti aldrei lognmolla í bekknum því að Sigríður skammað- ist og lét öllum illum látum á milli þess sem hún hældi okkur og hrós- aði. En þrátt fyrir skammir og læti fundum við alltaf að henni var annt um okkur og okkur var hlýtt til hennar. Sigríður lagði metnað sinn i að kenna okkur íslenska tungu, henni tókst með undraverðum hætti að lækna okkur af allri þágufalls- sýki og þjappaði inn í okkur grund- vallaratriðum í stafsetningu og málfræði sem við búum að alla ævi. liálfkák og hangs fór ógurloga í taugarnar á Sigríði. Hún brýndi fyrir okkur að taka þétt í höndina á fólki því fátt væri eins hvimleitt og losaralegt handatak og hún vildi að við drifum í hlutunum. Ég sé fyrir mér svipinn á foreldrum mín- um ein jólin þegar þau opnuðu pakkann frá mér. Nemendur Sigríð- ar gáfu foreldrum sínum nefnilega afar frumlega jólagjöf það árið. Við höfðum verið að bisast við að sauma rauðar filtmýs sveitt í höndunum og eitthvað virtist standa á árangr- inum. Sigríður tók sig þá til, skip- aði okkur að mynda röð og hefti mýsnar saman á ofsahraða líkt og þegar hún skreytti heimaverkefnin okkar stjörnum. Rauða filtmúsin er nú tekin upp um hver jól og glansandi heftin minna mig alltaf á árin hjá Sigríði. Kór Foldaskóla, sem Sigríður stjórnaði af miklum skörungskap, hefur að öllum líkindum verið vin- sælasti kór landsins — það vildu allir vera í honum. Enda engin furða P E R L A N Slmi S62 0200 TTiiiiiirif Ver hjá mér, Drottinn, ævi alla, þú einn veizt minna daga tal, og óviðbúinn ei mig kalla, þá eitt sinn heim ég kveðja skal. Á lífsins kvöldi líkna mér og lát mig sofna’ í höndum þér. (V. Briem.) Hrafnhildur Sveinsdóttir varð bráðkvödd á Spáni 26. maí sl. Mig langar að kveðja Stellu með nokkr- um orðum. Stella var gift móður- bróður mínum Óskari Sigurgeirs- syni, en hann lést á Spáni hinn 30. október 1987 og voru þau þá á leið heim úr fríi. Óskar og Stella voru mjög samrýnd hjón og eftir áratuga langt hjónaband fannst mér þau stundum eins og nýtrúlofuð. Það hefur ekki verið auðveld ákvörðun sem hún tók þegar hún ákvað að kaupa sér hús á Spáni og setjast þar.að ein. En Stella var kjörkuð kona og harðdugleg og með því að flytja var hún m.a. að uppfylla drauma sem þau Óskar áttu saman. Þeim leið hvergi betur en á Spáni. Og oft sagði hún mér að sér liði að öllu leyti miklu betur þarna úti í sólinni og hitanum og annað sem kannski skiptir meira máli, hún' hafði heil- mikinn félagsskap og átti þarna góða vini. Hún _ missti mikið þegar hún missti Óskar fyrirvaraþaust og var hún meira einmana á íslandi en á Spáni. Hún hafði ekki komið heim í tæplega tvö ár, en hafði ráðgert að koma til Islands í sumar. En ferðalagið varð annað en ráðgert hafði verið, og nú fær hún að hvíla við hliðina á Óskari sínum. Við Stella spjölluðum heilmargt, sér- staklega eftir að ég varð ekkja sjálf. Hún sýndi mér og börnunum mínum mikla hlýju og umhyggju sem mér er ljúft að þakka. Ég hafði svo sann- arlega hlakkað til að hitta hana aftur í sumar, en oft verðum við að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Ég og börnin mín sendum Diddu, Dóru, Möggu, Hröbbu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi Stella eiga friðsæla för yfir móðuna miklu. Guð blessi þig. Vilhelmína. því að það var leitun að fjörugri kór. Sigríður lagði áherslu á að við syngjum af öllum lífs- og sálar- kröftum. Það var ekki bara gaman, þetta var bráðsnjöll kennslutækni, þarna fengu raddböndin hæfilega útrás svo að það var mun friðsælla í kennslustund á eftir. Kórinn hélt á hveiju ári fjár- öflunarball þar sem Sigríður, Guðni og Þöll tróðu upp og kórmeðlimir seldu heimagerðar kókoskúlur og karamellur. Ágóðinn fór svo í tívolíferð til Hveragerðis, ferð sem beðið var með eftirvæntingu allan veturinn. Sigríður var ein litríksta og eftir- minnilegasta manneskja sem ég hef kynnst og ég á henni margt að þakka. Megi minning hennar lifa. Helga Margrét Skúladóttir. HÁALEITIS APÓTEK Hááleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitisapótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.