Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR ÁRNASON + Ólafur Árnason fæddist í Odd- geirshólum í Flóa 23. maí 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Selfoss 19. maí síð- astliðinn og fór út- förin fram frá Sel- fosskirkju 29. maí. Oddgeirshólar í Flóa eru með allra glæsileg- ustu bændabýlu'm á Is- landi. Bæjarstæðið er fagurt, stendur undir fallegum klettum sem veita skjól og skapa tignarlega umgjörð um reisuleg húsakynni, sem bera það með sér að góður búskapur er rekinn á jörð- inni. Hvítá rennur straumþung á landa- og hreppamörkum og hand- an við ána blasir Grímsnesið við. Mikið vatn hefur til sjávar runnið úr Hvítá frá því að Ólafur Ámason var í heiminn borinn. Straumþung skvettir hún sér við Skotaberg og minnir okkur á hraða lífsins; nið aldanna og að allt hefur sinn tíma; nýjar kynslóðir koma og þeir eldri hverfa á bak við tjaldið mikla. Alla þessa öld hefur verið rekinn góður búskapur í Oddgeirshólum. Foreldrar Ólafs, Árni árnason frá Hörgsholti og Elín Steindórsdóttir Briem frá Hmna, koma að Odd- geirshólum 1906. Þau vom um margt á undan sinni samtíð; hann búfræðingur frá Hólum, en hún prestsdóttir frá miklu menningar- heimili. Þau hjónin settu mikinn svip á mannlíf í Hraungerðishreppi. Ölafur í Oddgeirshólum var mik- ill reglu- og staðfestumaður í lífí sínu. Ungur tókst hann á við erfið- ar aðstæður, sem mótuðu hann og gerðu það að verkum að á æsku- skeiði axlaði hann ábyrgð fulltíða manns. Föðurmissirinn var sár. Einnig féil Steindór, elsti bróðir Ólafs, frá en systkinin þjöppuðu sér saman með móður sinni og ekkert var gefið eftir. Markið var eitt; að halda heimilinu saman, halda merk- inu á lofti. Gæfan var með fjölskyld- unni og í hálfa öld héldu þeir bræð- ur, Ólafur, Guðmundur og Jóhann, þannig á málum að þeir ráku mynd- arlegt félagsbú, sem hefur skorið sig úr sakir framsýni og búíjárræktar. Sauðfjárrækt þeirra bræðra er landsþekkt. Einníg náðu þeir langt í öðrum búgreinum. Þeir bræður iylgdust vel með öllu því helsta sem var að gerast í búskap og ræktunar- málum og kunnu betur en margur að nýta sér hina fremstu búvís- indamenn til leiðsagn- ar. Má þar nefna Hall- dór Pálsson og Hjalta Gestsson, sem voru góðir heimilisvinir. Ólafur var fastur fyrir og skoðan- ir hans afdráttarlausar. Hann skip- aði sér í fylkingu með vinnandi stétt- um og stóð með verkalýðnum í bar- áttunni fyrir bættum kjörum og mannréttindum. Hann var vinstri maður í stjómmálaskoðunúm og fylgdi Alþýðubandalaginu í lands- málum. Ólafur þoldi ekki órétt og væri hann eða vinir hans beittir órétti brást hann hart við og sagði meiningu sína umbúðalaust. Hann var ekki léttur á bámnni ef svo bar undir, en alltaf málefnalegur og drenglyndur í röksemdafærslu sinni. Oddgeirshólabúið bar vott um góða afkomu og betri en gerðist, en ekki breyttust viðhorf Ólafs fyrir það, eins og oft vill verða. Hann studdi réttindabaráttu, stóð með fá- tækum og lét þeim í té stuðning ef svo bar undir. Ólafur var málsvari litla mannsins og sýndi sjúkum og öldruðum mikla umhyggju. Ólafur var ekki allra, en þeir, sem hann bast vináttu við, þekktu hina tryggu lund hans og óvenjulegu ræktarsemi. Böm og unglingar bæði í Hraun- gerðishreppi og þau, sem nutu þess að starfa undir hans leiðsögn, nutu þess jafnan hversu áhugasamur hann var um þeirra velferð. Minnist sá, er þetta ritar, hversu Ólafur gerði hlaut ungiinga, sem hjá honum dvöldu, góðan og í því ríkti jafnrétti milli kynja. Margur býr að því ævi- langt að hafa starfað sumarlangt í Oddgeirshólum. Þar var strangur agi og virðing borin fyrir hveiju dagsverki, en jafnframt ríkti skiln- ingur á gildi hvfldar og góðra stunda t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, bróður og barnabarns, FRIÐRIKS GÍSLASONAR, Selvogsgötu 11, Hafnarfirði. Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Jónfna Gísladóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- konu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR ELÍNAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Reykjavíkur, deildar B4, fyrir góða umönnun og hlýhug. Ólafur Á. Jóhannesson, Jón Helgi Hjartarson, Halldóra Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Magnús Jónsson, Ólafur Jón Magnússon, Kristfn Sigrún Magnúsdóttir. milli stríða. Ekki þótti verra að nota stundina til að leggja hnakk á góðan hest og þeysa frjáls út í náttúruna. Mesta gæfa Ölafs var þó eigin- kona hans, Guðmunda Jóhannsdótt- ir, sem kom til hans 1956 með tvo unga syni, en saman áttu þau dótt- urina Kristínu. Guðmunda bjó manni sínum óvenju snyrtilegt og fallegt heimili. Oft var ég gestur í Oddgeirs- hólum á þeim árum, sem ég starf- aði hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Minnist ég þess, þegar ég kom þar í hádeginu og snæddi hádegisverð, að margt var skrafað og hlustað á fréttir, en síðan fleygðum við okkur á sitt hvom beddann í borðstofunni og fengum okkur blund í örfáar mínútur. Matartímanum lauk svo með molasopa og stuttu spjalli áður en haldið var til starfa á nýjan leik. Þetta sýndi í hversu föstum skorðum vinnudagurinn var og hvernig hús- bóndinn lagði rækt við hveija stund og lét ekkert raska sínu ætlunar- verki hvem dag, þótt alltaf fengju gestir sinn tíma. Árið 1985 brá Ólafur búi og lét sinn hlut í hendumar á Steinþóri, bróðursyni sínum. Ólafur og Guð- munda fluttu á Selfoss og hafa unað þar vel sínu hlutskipti. Mörgum kom þessi ákvörðun þeirra á óvart, að Ólafur skyldi hverfa í þéttbýlið, en þama var honum rétt lýst. Hann skildi að ungur má en gamali skal. Hann vildi sjá ævistarfið varðveitt í höndum nýrrar kynslóðar. Ólafur var góður gestur á heimili okkar hjóna, dvaldi stutt við í hvert sinn. Stundum kom hann færandi hendi með herta þorskhausa, sem þeim Stóru-Reykjasystrum þykri lostæti. Ég minnist Ólafs með þakklæti og eftirsjá. Hann var glaðlyndur og hnyttinn í tilsvömm og við yngra fólkið ræktaði hann trúnað og vin- áttu. Það er gott að minnast Ólafs og að honum er söknuður. Þessi fátæklegu orð eru mín lokakveðja til Ólafs. Við Margrét sendum Guð- mundu og bömum innilegar samúð- arkveðjur, en við emm stödd erlend- is. Guðni Ágústsson. Tíminn líður ár við ár ellin sýnir litinn: döpur augu, hrimgað hár, höndin kreppt og slitin. Ekki virðist leiðin löng, lítil þörf að kvíða, þegar ótal unaðsföng eftir manni bíða (Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson.) Nú hefur gangverk lífsklukku merks dugnaðar- og stórbónda í Hraungerðishreppi slegið sinn síð- asta slátt, manns sem var borinn og barnfæddur Árnesingur. Ólafur sýndi fljótt hvað í honum bjó því 21 árs tó_k hann við búi að Oddgeirs- hólum. Ámi, faðir hans, hafði átt við vanheilsu að stríða og andaðist vorið 1936, rúmlega 50 ára að aldri. Sigríður var elst systkina Ólafs, hún var þá um þrítugt, með kennara- menntun og kenndi í Vestmannaeyj- um. Steindór var 27 ára, mikill sjúk- lingur vegna hvítblæðis og varð að- eins tæpt ár á milli þeirra feðga. Katrín var 26 ára og var þá þegar farin að vinna með gæði og mögu- leika íslensku ullarinnar. Ólafur var 21 árs, eins og áður er sagt, Guð- mundur ári yngri, hann hafði verið á íþróttaskóla á Geysi, Jóhann var þremur ámm yngri, stundaði síðar sjómennsku á vetuma. Yngst var Ólöf, 16 ára. Hún nam síðar við Samvinnuskólann. Jóhann og Ólöf vora enn í heimahúsum þegar undir- rituð kom á heimilið. Ég, sem þessar línur rita, var svo gæfusöm að vera eitt af þeim mörgu bömum sem Elín Briem húsfreyja tók í fóstur í lengri eða skemmri tíma. Ég kom að Oddgeirshólum sex ára gömul, rúmum mánuði eftir frá- fall Arna, manns hennar. Áður höfðu þau Ámi og mamma (Elín) tekið nokkurra mánaða bróðurson Árna í fóstur. Hann hét Haukur Magnús- son og ólst upp hjá þeim til fullorð- insára. Hann lærði byggingaverk- fræði í Danmörku. Hann veiktist og andaðist árið 1957 aðeins 32 ára gamall. Nú var Óli orðinn elstur af bræðmnum. Þegar ég man fyrst eftir mér var Óli alltaf húsbóndinn. Hann hugsaði alla tíð um kýrnar, það var hans stolt að hafa mjólkina fyrsta flokks, mjólkurílátin urðu að vera vel þvegin, bæði að innan og utan og mjólkin vel kæld. Bústörfín vom auðvitað mikið öðm vísi í þá daga. í fyrstu var ekki rakstrarvél né sláttuvél og allt snúið í höndum. Heyið var bundið í bagga og reitt heim á hestum á klakk. Auðvitað engar mjaltavélar og allt handmjólk- að. Ólafur hafði mikið verkvit og hafði næmt auga fyrir því sem betur mátti fara í allri verkhagræðingu. Einnig vom hrútamir hans stolt enda fengu bræðumir verðlaun fyrir sína hrúta og gott fé. Ég minnist er ég var að trítla í kringum Óla í fjósinu að þá var heyið leyst úr hey- stakki í hlöðunni og hann bar fang sem hver kýr átti að fá. Þá átti hann til að segja, komdu nú að kveð- ast á, kappinn ef þú getur o.s.frv., og ef mig vantaði botn eða vísu var ekki vandi að hlaupa til systranna eða bræðranna, allir gátu búið til vísu. Á þessum tíma var mér gefín lambgimbur og skýrði ég hana Gjöf. Að sjálfsögðu kom heill ljóðabálkur um þetta atvik. Svona liðu dagar í leik og starfí, mikið kveðið og gert að gamni sínu. Arið 1955 hætti mamma að búa með drengjunum sínum, Óla, Gumma og Jóa, og bjó eftir það til skiptis hjá dætmm sínum, Ólöfu á Selfossi og Katrínu í Hlíð. Þá kom ráðskona að Oddgeirshólum, Guð- munda Jóhannsdóttur, og hafði með sér tvo litla drengi sem hún átti, Heiðar 2 ára og Hörð 7 ára. Heiðar er nú hótelstjóri á Hótel Selfossi og rekur það með miklum myndar- skap. Hörður er tölvutæknifræðing- ur, giftur Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eiga þijú börn _og búa nú í Danmöru. Munda og Óli felldu hugi saman og giftust. Þau eignuðust litla stúlku árið 1962 sem skírð var Kristín. Óli reyndist drengjum Mundu sem og öllum börnum sem dvöldy. að Oddgeirshólum í lengri eða skemmri tíma sem besti faðir og er undirrituð þar ekki undanskil- in. Kristín dóttir þeirra hjóna óx úr grasi, myndarstúlka og dugleg eins og hún á kyn til. Kristín hefur unnið af miklum krafti í Ung- mennafélaginu Baldri í Hraungerð- ishreppi og var mikið í íþróttum og vann að íþróttamálum. Hugur henn- ar beindist að gróðurrækt og reka þau Kristín og Kristján Gróðurstöð- ina Snæfell að Heiðmörk 29 í Hveragerði af miklum myndarbrag og er vaknað snemma til starfa þar á bæ! Afabörnin tvö, Eyrún og Hákon Fannar, vom miklir auga- steinar afa síns og stolt. Óli hélt sinni andlegu reisn fram á síðustu stund. Kristín kom með afabömin upp á spítala til að kveðja. Það var stoltur afí sem hélt sína síðustu afkvæmasýningu eins og hann ávallt orðaði það! Ólafur var meðalmaður á hæð, dökkhærður og skarpeygður. Hann var miklum gáfum gæddur, las mikið, var ljóðelskur og átti margt góðra bóka og vitnaði oft í fornbók- menntimar. Skólaganga hans var ekki löng, í þá tíð var farkennsla í sveitinni og var hann gjarnan feng- inn til að leiðbeina skólafélögum í lestri og reikningi, jafnvel þótt þeir væm eldri en hann sjálfur. Það var sama hvað maður spurði Óla um, maður fékk alltaf svar, annaðhvort í bundnu eða óbundnu máli, mér fannst Oddgeirshólasystkinin vita allt best. Ég leyfi mér að vitna í afmælis- grein Hjalta Gestssonar um Ólaf bónda fyrir ári. Hjaíti segir í grein sinni: „Haldið var áfram að bæta jörðina og búskaparaðstöðuna í Oddgeirshólum. Árið 1958 var byggt vandað fjós fyrir 40 naut- gripi og næstu árin voru endur- byggðar allar heygeymslur, byggt verkfærahús, skemma, hesthús, geldneytafjós og fjárhús yfír 300 fjár. Árið 1950 tóku svo bræðurnir þrír formlega við rekstri búsins.“ Og áfram segir Hjalti í grein sinni: „Með frábærri skarpskyggni í fjár- vali og skynsamlegri meðferð hefur þeim bræðrum tekist að rækta einn kostamesta fjárstofn á landinu, og á 20 ára starfsafmæli Sauðfjársæð- ingarstöðvarinnar var þeim úthlut- að heiðursskjali með eftirfarandi áletrun: „í tilefni 20 ára starf- rækslu Sf. Sæðingastöðvarinnar í Laugardælum hafa samtök sunn- lenskra sauðfjárbænda ákveðið að veita þeim bræðrum Guðmundi og Ólafí Ámasonum í Oddgeirshólum viðurkenningu fyrir frábært kyn- bótastarf í sauðfjárrækt á undan- förnum árum.“ Aðeins á einu sviði tók Ólafur að sér að starfa að fé- lagslegum verkefnum í sveitinni, en það var þegar hann tók að sér að vera formaður nautgriparæktar- félagsins, en því starfi gegndi hann með fádæma dugnaði og framsýni í 12 ár, frá 1942 til 1954. Eftir sýningarnar 1951 hlaut Ólafur eft- irfarandi viðurkenningu af aðal- dómara sýninganna: „Sá maður sem hefur haft mest að segja í Nautgriparæktarfélagi Hraungerð- ishrepps er formaður þess, Ólafur Árnason, bóndi í Oddgeirshólum. Hann er einhver allra áhugasam- asti kynbótafrömuður í nautgripa- rækt, og fylgist með öllum nýjung- um í nautgriparækt af stökustu árvekni. Honum má þakka fyrstum manna hve langt menn í Hraun- gerðishreppi hafa komist í kynbót- um síðasta áratug.““ Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Óli var ákaflega gestrisinn og gjafmildur, glaður heim að sækja, það sannaðist um hann, „þar sem hjartarými er nóg, er alltaf nóg húspláss". Bræðurnir bjuggu sam- an í Oddgeirshólum í hartnær 50 ár. Fyrir hartnær 11 árum eða árið 1985 fluttu þau hjón Óli og Munda með Kristínu dóttur sína á Selfoss, í Suðurengi 14. Óli og Munda hafa ekki setið auðum höndum frekar en fyrri daginn, lagað húsið og lóð- ina. ÓIi var með hesthús á Selfossi og hafði mikla ánægju af, átti allt- af góða hesta enda var hestastofn þeirra bræðra einnig talinn góður. Þar jeg kýs að eiga byggð og bú, blómgan völl og prúða hjörð í haga, þar sem jeg hef ást og tryggð og tní tállausastri kynnst um mína daga. (Gunnlaugur Sigurbjömsson.) Að leiðarlokum vil ég þakka Óla mínum bróður fyrir þau orð er hann sagði er ég hringdi austur og til- kynnti honum og Oddgeirshóla- heimilinu að sonur minn, Haukur, hefði farist í bruna í skipi sínu ásamt tveimur öðrum ungum mönn- um á hafi úti. Þá varð Olafi bónda að orði: „Eitt getum við verið viss um, að það er hrein og fögur minn- ing sem við höfum um þennan unga mann.“ Þetta voru ekki mörg orð og þótt ég vissi þetta var svo gott að heyra hann segja það og hafa þessi orð hughreyst mig síðan. Elsku Munda, ég votta þér, börn- um, barnabörnum og okkur gömlu Oddgeirshólasystkinum og niðjum mína dýpstu samúð. Ég sendi hjúkr- unarfólki á Sjúkrahúsi Selfoss og Landspítalanum mínar bestu þakkir fyrir frábæra hjúkrun. Óli minn, vertu kært kvaddur, Guði á hendur falinn. Ég þakka Guði enn einu sinni fyrir þá gæfu að fá að alast upp í faðmi móður okkar og með þér og undir þinni umsjá. Guð blessi þig. Ég lýk þessu kveðjuorðum á litl- um sálmi eftir afa þinn sem mamma hafði miklar mætur á. Eg þekki veg Hann viss og glöggur er, ei villist neinn sem eftir honum fer. En þymar vaxa þess:im vegi á hann þraungur er en samt hann rata má. Hann leiðir oss í frið, í frið og flytiír oss að Drottins hægri hlið. (Séra Steindór Briem.) Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.