Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Heiðar Júlíusson 60 ÁRA búfræðingar sem mættir voru við útskriftina, en þeir standa fyrir framan málverk af skólastjóra sínum, Halldóri Vilhjálmssyni, en þeir áttu þátt í því að málverkið kom aftur heim að Hvanneyri eftir langa fjarveru á Listasafni ríkisins vegna skemmda. I fremri röð f.v. Björn Loftsson, Guðmundur Pétursson og Sverrir Baldvinsson. í aftari röð f.v. Grímur Gísla- son, Hjalti Sigurbjörnsson og Halldór Klemensson. 24 búfræðingar frá Hvanneyri Kiðafelli. Morgunblaðið. Bifreiðastöðvar mega starfa með öryggisþj ónustufyrirtækjum Samstarf skaðar ekki samkeppni Vordag- ar kirkj- unnar á Hvamms- tanga VORDAGAR verða í kirkjunni í Breiðabólsstaðarprestakalli í Húnaþingi 10.-12. júní nk. Það er dagskrá fyrir börn yngri en 12 ára með söng, leikjum, fönduriðju, helgistund og fánahyllingu. Síðasta daginn fer hópurinn allur sem verið hefur á vordög- unum í ferðalag að Þingeyrar- kirkju og dvalið verður í Þór- dísarlundi í Vatnsdal. Ferða- lagið er opið fyrir alla þá sem verið hafa í sunnudagaskólan- um í vetur og foreldra þeirra. I ferð þessari verður uppskeru- hátíð vordaganna með viðeig- andi söng, leikjum og pylsu- máltíð. Dagskráin fer fram undir berum himni og innan- dyra í kirkju og skóla. Hún er liður í samstarfsverkefni Húnavatns- og Kjalamespróf- astsdæma sem stendur nú yfir. í sömu viku eru sambærileg- ir vordagar einnig haldnir í Melstaðaprestakalli í Miðfírði og á Hólmavík. Starf þetta er borið uppi af bamafræðurum kirkjunnar á hveijum stað en dagskrárefnin eru þau sömu á öllum stöðum, gefin út í vönd- uðum bæklingi af prófastdæm- unum. Prestur á Hvamms- tanga er sr. Kristján Bjömsson en prófastur Húnvetninga og Strandamanna er sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað. TUTTUGU og fjórir búfræðingar voru útskrifaðir frá Hvanneyri 10. maí sl. og hafði skólastjórinn, Magnús B. Jónsson, orð á í ræðu sinni við útskriftina að þessi hópur hefði hlotið mjög góðar einkunnir og margir væru með ágætiseinkunnir en engin með þriðju einkunn. Landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjamason, ávarpaði samkomuna og hvatti m.a. unga fólkið til að blanda sér í umræðu um landbúnaðarmál sem nú fer fram. Við útskriftina voru staddir 60 ára búfræðingar sem útskrifaðir voru árið 1936. Þeir höfðu á 50 ára útskriftar- afmæli sínu 1986 gefið verðlaun í Búnaðarhagfræði þeim sem bestan árangur sýndi ár hvert. Á þessum tímamótum gáfu þeir 10 bikara til áframhaldandi verðlauna í sömu grein næstu árin. Einn af þessum öldnu búfræðingum, Bjöm Loftsson, ávarpaði nemendur og afhenti bikarinn þeim er hæstu einkunn hlaut en vart mátti á milli sjá tveggja efstu. Sá er bikarinn hlaut er Haraldur Öm Reynisson frá Hólabaki. SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna erindis Securitas um meint ólögmætt sam- starf leigubifreiðastöðvarinnar Hreyfíls og sendibílastöðvarinnar Greiðabíla hvort við sitt öryggisþjón- ustufyrirtæki. Ráðið telur samstarf fyrirtækjanna ekki skaða samkeppni öryggisþjónustufyrirtækja, m.a. í ljósi yfirburðastöðu Securitas á sviði öryggisþjónustu. Securitas sendi stofnuninni erindi í fyrra þar sem því er haldið fram að bifreiðastöðvarnar fari inn á starf- svið öryggisþjónustufyrirtækja og nýttu sér með ólögmætum hætti þá aðstöðu sem akstur leigubifreiða njóti samkvæmt lögum. Samkeppn- isstaða öryggisþjónustufyrirtækja verði algerlega óviðunandi ef unnt sé að niðurgreiða öryggisþjónustu í skjóli opinbers einkaleyfis. Farið var fram á að þátttaka í umræddri starf- semi verði bönnuð en til vara að mælt verði fyrir um Ijárhagslegan aðskilnað milli einkaleyfisbundinnar starfsemi og þeirrar starfsemi sem væri í samkeppni á markaði fyrir öryggisþjónustu. í erindinu var ennfremur fullyrt að leigubifreiðastjórar geti ekki sinnt þeim skyldum sínum að veita góða og örugga þjónustu ætli þeir að sinna viðbragðsþjónustu fyrir öryggisþjón- ustufyrirtæki. Einnig er bent á að leigubifreiðastjórar séu ekki þjálfaðir til að sinna öryggisvörslu. Eru ekki öryggisverðir í umsögnum bifreiðastöðvanna er fullyrt að ekki sé litið á bifreiða- stjóra sem öryggisverði. í umsögn Öryggisþjónustunnar hf., sem starf- að hefur með Greiðabílum hf., segir að hugmyndin með því að kaupa þjónustu hjá sendibílastöðinni sé að sem allra skemmstur tími líði milli viðvörunar og þess að öryggisvörður komi á vettvang. Sendibílstjóra sé ætlað að koma mjög fljótt á staðinn og líta eftir á viðkomandi stað þar til öryggisvörður kemur. í umsögn Heiðmarkar, rekstrar- félags öryggisþjónustunnar Vaktar 24, samstarfsaðila Hreyfils, kemur m.a. fram að það komi neytendum til góða telji öryggisþjónustufyrir- tæki sig geta veitt ódýrari þjónustu með því að kaupa símsvörunarþjón- ustu af þriðja aðila. Jafn aðgangur að samstarfi Samkeppnisráð kemst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á markaði fyrir leiguakstur gefi bifreiðastöðv- unum ekki færi á að niðurgreiða þá þjónustu sem fyrirtækin veita örygg- isfyrirtækjunum. Ráðið telur að önn- ur öryggisfyrirtæki eigi jafnan að- gang að því að leita eftir samstarfi við leigu- og sendibifreiðastöðvar enda starfi sex fyrirtæki á hvoru sviði. I niðurstöðunum segir loks að ekki verði séð að samstarf hafi skaðleg áhrif á samkeppni á markaðnum. Því til stuðnings er vísað í fyrra álit ráðs- ins um samning dóms- og kirkju- málaráðuneytisins og Neyðarlínunn- ar hf. en þar kom fram að Securitas hefði yfirburðastöðu á öryggisþjón- ustumarkaðnum. ______________HESTAR Gæðingamót G u s t s Ilcstamót Andvara f umfjöllun Valdimars Kristinsson- ar um mót hjá hestamönnum sl. þriðjudag, féllu niður úrslit í ein- stökum mótum. Beðist er velvirð- ingar á mistökum þessum. Gæðingamót Gusts Haldið í Glaðheimum Kópavogi, 1.-2. júní. (Ein- kunnir úr forvali og fullnaðardómi). A-flokkur 1. Sálmur frá Stokkseyri, eigendur Bryndís Einars- dóttir og Einar Þ. Jóhannsson, knapi Einar, 8,56/8,50. 2. Lukka frá Víðidal, eigandi Kristinn Valdimars- son, knapi Steingrímur Sigurðsson, 8,54/8,63 3. Sjóli frá Þ/erá, eigendur Magnús Matthíasson og Magnús R. Magnússon, knapi Magnús R. Magn- ússon, 8,25/8,47. 4. Dugur frá Minni-Borg, eigendur Páll B. Hólmars- son og Hólmar Pálsson, knapi Páll, 8,23/8,32. 5. Sokka frá Bjarnastöðum, eigendur Victor Ing- ólfsson og Lára Sigurðardóttir, knapi Halldór Vict- orsson, 8,22/8,33. B-flpkkur 1. Ábóti frá Bólstað, eigandi og knapi Halldór Svansson, 8,81/8,40. 2. Eldur frá Hóli, eigandi Ásta Dögg Bjamadóttir, knapi Bjami Sigurðsson, 8,59/8,56. 3. Ádam frá Götu, eigandi Jón Styrmisson, knapi Erling Sigurðsson, 8,57/8,57. 4. Maístjarna frá Svignaskarði, eigandi Jón Þ. Bergsson, knapi Guðmundur Skúlason, 8,51/8,43. 5. As frá Syðri-Brekku, eigandi Bjarni Frímanns- son, knapi Sigrún Erlingsdóttir, 8,69/8,45. Ungmenni 1. Asta D. Bjarnadóttir á Hrannari frá Skeiðhá- holti, 8,41. 2. Þórir Kristmundsson á Villimey frá Hömluholti, 8,14. 3. Maríanna Bjarnleifsdóttir á Söru frá Hvammi, 7 95. 4. Karl Sigfúss. á Felix frá Stóra Sandfelli, 8,0. 5. Hörn Ragnarsd. á Hauki frá Bakkakoti, 7,96. Unglingar. 1. Asta Kristín Victorsdóttir á Nökkva frá Bjama- stöðum, 8,52. 2. Sigurður Halldórsson á Krapa, 8,31. 3. Hanna Heiður Bjarnadóttir á Lollypopp frá Enni, 8,37. 4. Pála Hallgrímsdóttir á Mozart, 8,31. 5. Birgitta D. Kristindsdóttir á Jötni frá Heiðarbæ, 8,40. Böm. 1. Sigríður Þorsteinsdóttir á Funa frá Akureyri, 8,39. 2. Bergiind Rósa Guðmundsdóttir á Fjöður frá Svignaskarði, 8,38. 3. Svandís D. Einarsdóttir á'Ögra frá Uxahrygg, 8,25. 4. Vala Dís Birgisdóttir á Rökkva frá Ögmund- arstöðum, 8,12. 5. Freyja Þorvaldsdóttir á Prins frá Svignaskarði, 7,88. Unghross. 1. Fluga frá Svignaskarði, eigandi og knapi Guð- mundur Skúlason. 2. Freisting frá Svignaskarði, eigendur Oddný og Guðmundur, knapi Guðmundur Skúlason. 3. Aldís frá Vindási, eigandi Þór Bjarka, knapi Siguijón Gylfason. 4. Dáð frá Minni-Borg, eigandi og knapi Hugrún Jóhannsdóttir. 5. Ösp frá Strönd, eigandi og knapi Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skeið 150 metrar 1. Sprengju-Hvellur frá Efstadal, eigandi og knapi Logi Laxdal, 15,29. 2. Kobbi frá Hæli, eigandi Reinhold Richter, knapi Erling Sigurðsson, 15,30. Stökk 250 metrar 1. Chaplin frá Skarði, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Siguroddúr Pétursson, 19,30. 2. Bangsi, eigandi Viðar Arnarsson, knapi Þórdís Guðmundsdóttir. 3. Skuggi frá Skeiðháholti, eigandi og knapi Guð- rún E. Þórsdóttir, 19,42. Hestamót Andvara Haldið 1.-2. júní. A-flokkur. 1. Hjörvar frá Ketilsstöðum, eigendur Kristján J. Agnarsson og Bergur Jónsson, knapi Atli Guð- mundsson, 8,55. 2. Skörungur frá Kálfholti, eigandi Haukur Eiríks- son, knapi Orri Snorrason, 8,38. 3. Rimma frá Kópavogi, eigandi og knapi Arnar Bjarnason, 8,19. 4. ísak frá Eyjólfsstöðum, eigandi Jónína Birg- isdóttir o.fl., knapi Orri Snorrason, 8,35. 5. Þróttur frá Árbakka, eigandi og knapi Orri Snorrason, 8,27. B-flokkur 1. Gjafar frá Hofsstöðum, eigandi María D. Þórar- insdóttir, knapi Orri Snorrason, 8,35. 2. Kiljan frá Sæfelli, eigandi Þórður Kristleifsson, knapi Guðmundur Jónsson, 8,37. 3. Kvika frá Hafnarfirði, eigandi og knapi Stefán Ágústsson, 8,35. 4. Þengill frá Lýsudal, eigandi og knapi Þór Gunn- arsson, 8,25. 5. Börkur frá Reykjavík, eigandi Davíð, Sunna og Eiríkur, knapi Orri Snorrason, í úrslitum Sigurður Halldórsson, 8,27. Ungmenni 1. Elfa Dröfn Jónsdóttir á Tjörva frá Syðri-Hofdöl- um, 8,21. 2. Margrét S. Sigmarsdóttir á Mána frá Miðhjá- leigu, 7,94. 3. Rúnar Stefánsson á Skjanna frá Stóreyjarnúpi, 7,60. Unglingar 1. Eiríkur Líndal á Messu frá Borgarfirði, 8,41. 2. Ingunn B. Ingólfsdóttir á Kröflu frá Kálftiolti, 8,07. 3. Hulda Jóhannsd. á Júpiter frá Miklholti, 8,18. 4. Þorbergur B.Jónss. á Kletti frá Hraunbæ, 8,01. Börn 1. Bylgja Gauksdóttir á Goða frá Enni, 8,13. 2. Hrönn Gauksd. á Hrefnu frá Þorleifsst., 8,31. 3. Margrét S. Kristjánsdóttir á Fjöður frá Krossa- nesi, 7,69. 4. Þórarinn Þ.Orrason á Silfurblesa frá Árbakka, 7,89. Unghross 1. Gildra frá Miðhjáleigu, eigendur Sigmar Ólafs- son og Margrét S. Sigmarsdóttir, knapi Jón Ó. Guðmundsson. 2. Ögn frá Árbakka, eigandi Halldór H. Sigurðs- son, knapi Sigurður Halldórsson. 3. Molda frá Steinum, eigandi og knapi Róbert Logi Jóhannesson. Skeið 150m. 1. Snarfari, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 14,19. 2. Melrós frá Framnesi, knapi Axel Geirsson, 14,84. 3. Frímann, knapi Auðunn Kristjánss., 15,65. Skeið 250 m. 1. Ósk frá Litla-Dal, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 22,22. (Vallarmet) 2. Hjörtur , knapi Ragnar Hinriksson, 23,87. 3. Erró frá Vík, knapi Ágúst Hafsteinsson, 26,70. Brokk 300 m. 1. Þiðrandi frá Álfsstöðum, knapi Þráinn Ragnars- son, 38,94. Glæsilegasta parið. Margrét S. Sigmarsd. á Mána frá Miðhjáleigu. Gæðingamót Sörla haldið 31.5. og 1.6.96. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur 1. Demantur frá Bólstað, eigendur Elsa Magn- úsdóttir og Pjetur N. Pjetursson, knapi Elsa Magn- úsdóttir, 8,56. 2. Dagfari frá Kjarnholtum, eigendur Atli Guð- mundsson og Gunnar Dungal, knapi Atli Guð- mundsson, 8,52. 3. Óskadís frá Hafnarfirði , eigandi Ágúst Odds- son, knapi Ragnar E. Ágústsson, 8,42. 4. Pistill frá Búlandi, eigendur Jón V.Hinriksson og Adolf Snæbjörnsson, knapi Adolf Snæbjörns- son, 8,48. B-flokkur 1. Mökkur frá Raufarfelli, eigandi Jón V. Hinriks- son, knapi Adolf Snæbjörnsson, 8,60. 2. Kolbakur frá Húsafelli, knapi og eigandi Elsa Magnúsdóttir, 8,51. 3. Sperra frá Akureyri, eigendur Sveinn Jónsson og Margrét Magnúsdóttir, knapi Sveinn Jónsson, 8,62. 4. Blakkur frá Bólstað, eigandi Fríða Guðmunds- dóttir, knapi Sævar Leifsson,m 8,48. Ungmennaflokkur. 1. Ragnar E. Ágústsson á Hrafni frá Hrafnagili, 8,49. 2. Sigríður Pjetursd. á Rómi frá Bakka, 8,57. 3. Jóhannes M. Ármannsson á Glóa 8,39. 4. Hrafnhildur Guðrúnardóttir á Blossa, 8,23. Unglingar. 1. Daníel I. Smárason á Seiði frá Sigmundarstöð- um, 8,55. 2. Hinrik Þ. Sigurðsson á Hug frá Skarði, 8,53. 3. Kristín Ó. Þórðardóttir á Síak frá Hæringsstöð- um, 8,25. 4. Brianne K. Hood á Sviðari frá Heinabergi, 8,35. Börn. 1. Perla D. Þórðardóttir á Blakk frá Þórisnúpi, 8,37. 2. Janelle K. Hood á Hraunari 8,24. 3. Eyjólfur Þorsteinsson á ísak frá Borgarfirði, 8,35. 4. Bryndís K. Sigurðard. á Styrmi frá Bólstað, 8,27. Pollaflokkur 1. Rósa B. Þorvaldsd. á Dímoni frá Brúsholti. 2. Ómar Á. Theodórsson á Óðni frá Bólstað. 3. Edda D. Ingibergsd. á Bóel frá Hafnarfirði. 4. Margrét F. Sigurðardóttir á Bangsa. Unghross. 1. Þokki frá Hrólfsstöðum, eigandi Hinrik Þ. Sig- urðsson, knapi Sigurður E. Ævarsson. 2. Grámann frá Mýlandi, eigandi Ágúst Oddsson, knapi Ragnar E. Agústsson. 3. Villimyy frá Norðtungu, eigandi og knapi Ingi- bergur Árnason. 4. Drottning frá Bjarnarhólma, eigandi Vigdís E. Cates, knapi Kristín Ó. Þórðardóttir. Skeið 150 m. 1. Hörður, knapi Atli Guðmundsson, 16,80. 2. Þeyr frá Akranesi, knapi Ragnar E. Ágústsson, 16,90. 3. Mósi, eigandi Gísli Þ. Kristjánsson, knapi Harald- ur F. Gíslason, 17,09. Skeið 250 m. 1. Hreggur frá Skollagróf, eigandi og knapi Þor- valdur H. Kolbeins, 25,36. 2. Jörfi frá Höfðabrekku, eigandi og knapi Atli Guðmundsson, 25,70. 3. Straumur frá Akranesi, eigandi og knapi Ragn- ar E. Ágústsson, 27,60. Brokk 300 m. 1. Skagfjörð frá Þverá, knapi Sigríður Pjetursdótt- ir, 48,50. 2. Stígur, eigandi Sindri Sigurðsson, knapi Brianne K. Hood, 51,60. 3. Þytur frá Hrólfsstöðum, eigandi Sigurður E. Ævarsson, knapi Hinrik Þór, 51,70. |l»i?T>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.