Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 53 FRÉTTIR Nýsköpunarsjóður námsmanna 25 milljónir veittar í styrki til 129 verkefna NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna styrkir að þessu sinni 129 verk- efni til nýsköpunar. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir til að ráða til sín námsmenn yfir sumartímann, en helstu skil- yrði fyrir styrkveitingu eru að verkefnin feli í sér nýsköpun á fræða- sviði og/eða fyrir atvinnulífið og að námsmennirnir vinni sjálfstætt að verkefnunum. Styrkveitingin felst í því að sjóðurinn borgar náms- manni laun en fyrirtæki eða umsjónaraðili sér fyrir aðstöðu og efnis- kostnaði. V opnf irðingafélagið Gróður- setning- arferð HIN árlega gróðursetningar- ferð brottfluttra Vopnfirðinga á vegum Vopnfirðingafélags- ins í Reykjavík verður farin laugardaginn 8. júní nk. kl. 14. í fréttatilkynningu segir: „Það var árið 1993 sem byijað var að gróðursetja í reit Vopn- firðingafélagsins í Heiðmörk sem staðsettur er við Grunn- vatn syðra og er reiturinn merktur Vopnfirðingafélag- inu. í ár er fyrirhugað að gróð- ursetja álíka margar plöntur og undanfarin ár og vonast er til að brottfluttir Vopnfirð- ingar fjölmenni til gróðursetn- ingar. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að koma sam- an úti í náttúrunni. Að verki loknu er áætlað að hittast við útigrillið með nesti eða eitt- hvað á grillið.“ Hólma- drangshlaup á Hólmavík HÓLMADRANGSHLAUPIÐ verður þreytt í fyrsta sinn laugardaginn 8. júní nk. Hlaupið hefst við hafnarvog- ina á Hólmavík kl. 14. Flokkaskipting verður sem hér segir: 3 km; 12 ára og yngri, 13-16 ára, 17-39 ára, 40 ára og eldri, 10 km; 13-16 ára, 17-39 ára og 40 ára og eldri. Verðlaun eru veittþrem- ur fyrstu í hveijum flokki auk þátttökuviðurkenninga. Framkvæmdaaðili hlaups- ins er Héraðssamband Strandamanna í samvinnu við Hólmadrang hf. Skráning á staðnum (við hafnai’vogina) kl.13-13.45. Hestaleiga í Viðey UNDAFNARIN sumur hefur verið rekin hestaleiga í Viðey. Það er Hestaleigan í Laxnesi sem þarna er með útibú og stjórnandi í Viðey verður Sig- rún Erlingsdóttir. Hestaleigan tekur til starfa föstudaginn 7. júní. ■ STOFNFUNDUR Félugs persónulegru ráðgjnfn verður haldið miðvikudaginn 12. júní að Hótel Borg kl. 16. Allir sem lokið hafa meistaranámi í grein- inni frá viðurkenndum háskól- um eru velkomnir. Umsóknir í ár voru frá tugum fyrirtækja, stofnana _og fulltrúum allra deilda Háskóla íslands en að auki færist í aukana að fulltrúar annarra skóla á háskólastigi sæki í sjóðinn. Hann var í ár sérstaklega kynntur fyrir forsvarsmönnum Há- skólans á Akureyri, Kennarahá- skóla Islands, Samvinnuháskólans að Bifröst og Tækniskólans. Um- sóknir bárust frá þessum skólum og fengu verkefni þaðan styrki. Meðal annars samskipti í sýndarveruleika og getuleysismælingar Haraldur Guðni Eiðsson umsjón- armaður Nýsköpunarsjóðsins segir að styrkirnir hafi runnið til fjöl- breyttra verkefna. Hingað til hafi Verkfræði- og raunvísindadeildir verið duglegastar að senda inn umsóknir en nú séu aðrar deildir að sækja í sig veðrið. Sem dæmi um verkefni sem nú eru styrkt eru; rannsóknir á hreistri sem síuefni, hugtakarannsóknir í bókmenntafræði, getuleysismæl- ingar, rannsóknir á lesstoli og rit- stoli hjá íslenskum málstolssjúkl- ingum, áhrif efna úr íslenskum fjallagrösum á bólgusvörun í mús- um, ræktun mýflugna, rannsóknir á sameiginlegri forsjá, samskipti í sýndarveruleika, umhverfismál fyr- irtækja, tölvuvædd markaðsstjórn- un, þróun lífhreinsis svo fátt eitt sé nefnt. Haraldur segir að verkefni síð- ustu ára hafi gefið góða raun. Sjö verkefni voru tilnefnd til Nýsköpun- arverðlauna forseta íslands frá síð- asta sumri og þau verkefni sem unnu eru forrit fyrir vinnslustjóra í fiskvinnsluverksmiðju, ferðaþjón- usta og þjóðmenning og breytt skömmtunarmynstur pensillíns. Hann segir að umsóknum hafi fjölgað jafnt og þétt síðan sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum og áhugi fyrirtækja og stofnana hefði greinilega aukist. „í ár bárust 330 umsóknir í sjóð- inn eða 70 fleiri en í fyrra. Af þess- um umsóknum þóttu 270 mjög svo verðugar og hefði stjórnin gjarnan viljað styrkja þær allar en fjármagn hamlaði því. Sjóðurinn hefur 25 milljónir króna til umráða, 15 millj- ónir á ijárlögum og 10 milljónir frá Reykjavíkurborg. Vandi stjórnar- innar var því mikill þegar kom að úthlutun og hafna þurfti fjölda góðra umsókna. Styrk fengu 129 verkefni og þar af leiðandi varð að hafna um 140 verðugum verkefn- um,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Silli STÚDENTARNIR sjö af bóknámsbraut ásamt Guðmundi Birki Þorkelssyni skólastjóra. Sextán nemendur brautskráðir Húsavík. Morgunblaðið. FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju 1. júní sl. Sextán nemendur voru brott- skráðir, sjö stúdentar af bóknáms- braut, fjórir af verknámsbraut, þrír með verslunarpróf, einn sjúkraliði og einn skiptinemi. AIls stunduðu 175 nemendur nám við skólann á skólaárinu, 30 voru í öldungadeild og 133 nem- endur tóku þátt í 18 námskeiðum Farskóla Þingeyinga. í skólaslitaræðu sinni sagði Guðmundur Birkir Þorkelsson meðal annars: „Framhaldsskólinn á Húsavík hefur frá stofnun lagt áherslu á að bjóða nemendum sínum starfs- nám og það hefur tekist á hverju ári fram undir þetta að halda úti hópi eða hópum í slíku námi.“ 1 sambandi við nýmæli í náms- framboði skólans sagði hann. „Með nýútkomnum og breyttum námsvísi var tekin ákvörðun um það í Framhaldsskólanum á Húsa- vík, að skólinn skyldi huga sér- staklega að því að kynna nemend- um sínum atvinnulif í Þingeyjar- sýslum og þá möguleika sem þar gæfust í atvinnulegu tilliti." I kveðjorðum til nemenda sagði skólameistari: „Þó að leiðir liggi ef til vill langt út í heim þá megið þið aldrei gleyma uppruna ykkar. Eg veit að til þesskemur ekki og þið verðið sannir Islendingar, en verið líka áfram Húsvíkingar og Þingeyingar og ekkert ann- að ... Leggið áherslu á að vera gefendur fremur en þiggjendur, það veitir ykkur lífsfyllingu. Verið stefnuföst og vinnið af alúð hvert verk sem ykkur er falið. Verið sanngjörn og sveigjanleg því eng- inn nær langt sem ekki kemst vel af við samferðarfólk sitt. Gleymið ekki að hvílast og gefa ykkur tíma til að njóta lífsins og sainveru við vini ykkar og fjölskyldur. Slíkar stundir verða ekki metnar til fjár, en þær eru fjársjóðir sem allir þurfa að eignast." Sættið þið ykkur við þessi viðhorf? „Þjóöin treystir engri konu til þess að feta í fótspor Vigdísar og það er mjög skiljanlegt vegna þess að ég held að engri konu sé það fært." Bragi Bergmann, yfirlýstur stuðningsmaður og talsmaður framboðs Péturs Kr. Hafstein a er svóoa a öur?. Stuðningsmerm Guðrúnar Pétursdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.