Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR I DAG Horfum til framtíðar Frá Sveini Guðjónssyni: GLÖGGT má merkja á lesenda- síðum dagblaða að vaxandi harka er að færast í kosningabaráttuna um embætti forseta íslands. Sumir bréfritara hafa tekið þann kost að beina spjótum sínum að einum frambjóðendanna í stað þess að benda á kosti hinna og þykir mér sú aðferð heldur lágkúruleg þótt vissulega megi segja að tilgangur- inn helgi hér meðalið eins og svo oft áður. Raunar hefur atgangurinn í sumum tilfellum verið svo yfir- gengilegur að einna helst minnir á McCarthy-tímabilið í Bandaríkjun- um, þegar menn sáu kommúnista í hveiju homi og saklausir borgarar gátu átt það á hættu að vera dregn- ir fyrir rétt fyrir þær sakir einar, að gjóa augunum í átt að sovéska sendiráðinu í gegnum baksýnis- spegla bifreiða sinna. Mér er engin launung á að ég styð Ólaf Ragnar Grímsson í emb- ætti forseta íslands. Ekki vegna andúðar á hinum frambjóðendunum heldur vegna þess að ég tel hann hæfastan frambjóðenda til að gegna embættinu. Fyrstu kynni mín af Ólafí voru fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ég settist á skólabekk í félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Hann var þá nýskipaður prófessor í stjóm- málafræði, en hafði árin á undan, frá því hann lauk doktorsprófi frá Manchesterháskóla, unnið við mótun kennslu og rannsókna í félagsvísind- um við háskólann. Ég hafði ekki setið lengi í tímum hjá Ólafi þegar mér varð ljóst að þar fór ekki aðeins afburða kennari og fyrirlesari, held- ur einnig víðsýnn og fjölfróður fræðimaður sem átti afskaplega gott með að miðla þekkingu sinni til annarra. Róttækir vinstrimenn voru atkvæðamiklir í stjómmála- fræðinni á þessum ámm og var lærdómsríkt að fylgjast með Ólafi halda uppi vömum fyrir borgaralegu lýðræði í rökræðum við þá um kreddukenningar kommúnismans. Ég hef ekki átt samleið með Ól- afi í íslenska flokkakerfinu, en hef þó oft fundið samhljóm með lífs- skoðunum hans og oftar en ekki dáðst að rökfimi hans og staðfestu í þeim málaflokkum sem hann hef- ur borið fyrir brjósti í stjórnmála- baráttu sinni. í grófum dráttum má segja að sú barátta hafi annars vegar miðað að því að jafna launa- kjör fólks í landinu og bæta hag þeirra sem minna mega sín í þjóðfé- laginu og hins vegar að uppræta bruðl og spillingu í íslenskri stjórn- sýslu og viðskiptalífi. í þeirri bar- áttu hefur Ólafur að mínu mati verið sjálfum sér samkvæmur þótt vissulega hafi hann sem stjómmála- maður orðið að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir, ekki síst þeg- ar hann gegndi embætti íjármála- ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Slíkt liggur í eðli stjórnmálanna og í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp varð- andi einstök mál liggur ef til vill kjarninn í stjórnmálabaráttu Ólafs. En forsetakosningar snúast ekki um dægurþras stjórnmála á öldinni sem nú er að renna sitt skeið á enda, heldur framtíðarmótun emb- ættisins á nýrri öld. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfí og notið þar virðingar og viðurkenningar. Vegna þessara starfa hefur hann m.a. veitt viðtöku friðarverðlaunum Indiru Gandhi, afvopnunarverðlaunum Better World Society og Josephine Pomer- ance verðlaunum samtaka Samein- uðu þjóðanna svo nokkrar séu nefndar. í dagrenningu nýrrar ald- ar, þar sem afvopnunar- og um- hverfismál verða í brennidepli, er augljóst að reynsla og viðurkenn- ingar Ólafs á alþjóðavettvangi munu reynast honum gott vegar- nesti í embætti þjóðhöfðinga fá- mennrar þjóðar, sem vill láta rödd sína heyrast í samfélagi þjóðanna. Ég vil því eindregið hvetja kjós- endur, ekki síst ungt fólk sem á framtíðina fyrir sér, að skoða hug sinn vel áður en gengið verður að kjörborðinu í lok þessa mánaðar. Látum ekki fordóma eða fortíðar- drauga úreltrar stjórnmálabaráttu villa okkur sýn. Horfum til framtíð- ar og veljum Ólaf Ragnar Grímsson næsta forseta íslenska lýðveldisins. SVEINN GUÐJÓNSSON, blaðamaður. Vakna þú þjóð Frá Nínu Björk Arnadóttur: HVERNIG er vitund þjóðar minnar komið? Sá sem hefur hæstar tölur í skoðanakönnunum varðandi for- setakosningar okkar er Ólafur Ragnar Grímsson. Ég hélt ég væri hætt að undrast. En svo er ekki. Mikið er þessi þjóð þá fljót að gleyma ef hún ætlar að láta blekkj- ast svo að Ólafur Ragnar verði hennar forseti og sitji að sjálfum Bessastöðum. Ég fyrir mitt leyti mun kjósa Guðrúnu Agnarsdóttur. Fyrst og fremst vegna þess að hún er gáfuð í og góð kona og að öllu leyti fram- bærileg og verðug þess að verða forseti og svo vegna þess að hún er perónulegur vinur minn. Eigin- maður minn styður Guðrúnu Pét- ursdóttur og ég verð að segja að hún er að mínu viti ágætlega til forsetastarfsins fallin. Svo tel ég líka vera um Pétur Hafstein. En Ólafur Ragnar er maður sem með athæfi sínu frá því hann fór fyrst að trana sér og ota í stjórnmál- um hér hefur að mínu viti verið fyrir neðan allar hellur. Hann vatt t sér úr Framsóknarflokknum á sín- um tíma og yfir til Alþýðubanda- lagsins til að grafa undan Svavari Gestssyni og ná völdum. Svavar Gestsson er hugsjónamaður á borð við Bjarna heitinn Benediktsson. Bjarni, segir mér frómur maður, hefði til dæmis aldrei eignast íbúð ef bróðir hans, hefði ekki séð til i þess að hann eignaðist húsnæði. Svavar hefur aldrei eignast neitt sjálfur né skarað eld að eigin köku á veraldarinnar vísu. Ég tala hér um menn en ekki flokka. Ólafur Ragnar hefur alla tíð séð vel um sig á veraldlegan hátt og nú heyrir maður jafnvel gamla íhaldsmenn stynja yfir því hvað hann búi fal- lega, eigi fallega konu og dætur og hlaupi í allavega litum jogging- göllum með dætrunum eftir Sel- tjarnarnesströnd. Og segjast bara vera að hugsa um að kjósa hann. En það sem gerir mig mest undr- andi á hvernig Ólafur kann við að nota gáfumar, en þær á hann nóg- ar, er að nú situr þessi maður, sem hefur margoft lýst yfir trúleysi, klökkur á kirkjubekkjum landsins og sjónvarpsmenn eru auðvitað reiðubúnir með myndavélarnar að mynda þessa hræsni. Ég bið þjóðina að vakna. Þessi maður var fjármálaráð- herra. Er þjóðin búin að gleyma hvernig hann reitti æruna af sumu fólki á meðan hann lét tapast millj- ónir, ef hans hjálparstrákar áttu í hlut? Og er þjóðin búin að gleyma því að hann talar götustráksmál — hann hefur sagt í þingsai okkar íslendinga, að forsætisráðherra okkar „hafi skítlegt eðli“. Ég bið þjóðina að vakna og hugsa sig vel um áður en hún leyfír slíkum manni að verða forseti sinn og sitja að Bessastöðum. NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR, skáld í Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakka ykkur fyrir ENA Snydal, áttatíu og þriggja ára gamall Vestur- Islendingur, var í Islands- heimsókn á dögunum ásamt sonum sínum þeim Bill og Charles Graveline. Hún hafði samband við Velvakanda og bað fyrir kærar kveðjur til allra ætt- ingja og vina á íslandi sem stuðluðu að ógleymanlegri og yndislegri ferð þeirra til hins fallega lands forfeðra þeirra. Ena, sem fæddist árið 1913 í Svold, Norður- Dakóta, er dóttir hjónanna Eiríks Guðmundssonar frá Helluvaði á Rangárvöllum sem flutti átta ára gamall til Norður Dakóta árið 1883 og Guðbjargar Krist- jánsdóttur frá Auraseli í Fljótshlíð, en hún flutti vestur um haf árið 1904 þá tvítug. Þetta er þriðja íslands- heimsókn Enu en hún kom fyrst hingað árið 1970. Synir hennar eru hins veg- ar hér á landi í fyrsta skipti og eru yfir sig hrifnir af landi og þjóð. Seinni maður Enu var Steini Snydal. Hann fædd- ist í Gardar, Norður- Dakóta og var sonur hjón- anna Skarphéðins Snydal og Kristínar Bjarnadóttur. Steini Snydal lést árið 1992. Til gamans má geta þess að Ena talaði einstaklega fallega íslensku. í dag lýk- ur íslandsheimsókn þeirra mæðgina og fljúga þau vestur um haf seinnipart dags í dag og óskar Vel- vakandi þeim góðrar ferðar og heimkomu. Kveðja EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda: „Góðan dag, mig langar að koma kærri kveðju til þeirrar Brynju Kristjáns- dóttur sem lýsti skoðun sinni á samskiptum stöðu- varðar og sendibílstjóra í Austurstræti nýverið undir fyrirsögninni „Stórundar- leg framkoma". Okkur starfsfólki Bíla- stæðasjóðs hlýnar um hjartaræturnar þegar við rekumst á fólk sem sýnir störfum okkar jafn mikinn skilning og Brynja gerði með því að koma skoðun sinni á framfæri. Þar sem umrædd kona á sér nokkrar ainöfnur í þjóðskrá get ég að svo stöddu ekki komið kveðj- unni til skila sjálfur. Virðingarfyllst," f.h. Bílastæðasjóðs Reykjavíkur Stefán Haraldsson framkvæmdastjóri, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Tapað/fundið Dýna fauk GUL og svört dýna úr sól- stól fauk af svölum í Hamraborg 16 fyrir þó- nokkru síðan. Ef einhver veit um afdrif dýnunnar er sá hinn sami vinsamleg- ast beðinn að hringja í Önnu í síma 554-6992. Úr fannst PIERRE Cardin úr fannst fyrir nokkrum dögum í Flétturima í Grafarvogi. Uppl. í síma 567-0681. Gæludýr Kettlingar FIMM kassavanir kettling- ar fást gefins á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 552-9082. Tobbier týndur „HANN Tobbi, græni páfa- gaukurinn minn, slapp út sl. sunnudag, þann 2. júní. Ef einhver hefur rekist á hann vinsamlegast hafið samband í síma 552-0601 eftir kl. 17 á daginn. Hrefna.“ Kettlinga vantar heimili ÞRÍR litir sjö vikna kett- lingar fást gefins. Þeir eru mjög fallegir og eru kassa- vanir. Uppl. í síma 551-9243. Vinsamlegast leggið skilaboð inn á símsvara ef enginn er heima. BRIDS Umsjón Guóniundur Páil Arnarson „ÉG taldi að mér væri óhætt að dobla með D10 fimmta í trompinu og ás til hliðar. Og makker búinn að opna á fjórum hjörtum á hætt- unni.“ Guðmundur Baldurs- son skrifaði upp þessa stöðumynd og rétti dálkar- höfundi. Hann var í vestur: Austur gefur; allir á hættu. Norður 4 Á8 V K983 ♦ ÁKD83 ♦ D3 Vestur Norður Austur Suður G.B. K.K. J.J. H.S. 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass Útspil: Hjartaás. Halldór var ekki lengi að innbyrða tólf slagi. Hann trompaði hjartaásinn og spil- aði strax spaða á áttuna! Síð- an spilaði hann tígli fiórum sinnum og trompaði þann fjórða. Þá voru þrír efstu í laufi lagðir inn á bók og síð- an spaðaás: Norður ♦ - V K8 ♦ 8 ♦ - Vestur 4 1)10632 y Á ♦ 10942 4 1064 Austur ♦ DGl 076542 Vestur 4 D106 y ■ ♦ 4 - Austur 4 - y dg 4 - 4 G llllll y 7 Suður ♦ G872 4 KG 4 y - Suður 4 - 4 KG9754 y - 4 9 4 G65 Halldór henti nú lauf- 4 ÁK95 níunni niður í rautt spil úr var í bikarleik milli borði og Guðmundur fékk sveita Sigmundar Stefáns- sonar og Halldórs Svan- bergssonar. Guðmundur og Jens voru í AV gegn Kristni Kristinssyni og Halldóri Svanbergssyni. Sagnir gengu: spaðasexu. NS spiluðu 4 spaða á hinu borðinu og unnu fimm, svo Halldór og félagar högnuð- ust vel á spilinu. Leiknum lyktaði hins vegar með naumum sigri Sigmundar. Með morgunkaffinu Ast er... ... að sætta sig við sárar varir. TM Reg U.S. Pat. Off. — all rights reserved (C) 1996 Los AngelesTimes Syndtcate ÉG veit satt að segja ekki hvort er verra, olían eða björgunarað- gerðir þessara manna. fyrir sig. i/'FPj m >T7, ÉG get útskýrt þetta fyrir þér. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI brá sér til New York nýverið og flaug með Flugleiðum eins og gefur að skilja. Hóflega margir farþegar voru á útleið en til baka var hvert sæti skipað. í báðum tilvikum var þó þjónustan með þeim hætti að ástæða er til að hrósa henni og sænskur rithöfundur, sem Víkverji tók tali í Bandaríkjafluginu, var á sama máli. Kvaðst hann hafa oft- sinnis ferðast með Flugleiðum og ekki síst vegna góðs viðmóts starfs- manna. Þetta er fagnaðarefni. Matur sá sem var fram borinn á bakaleiðinni var hins vegar ekki til að lofa í hástert og þó máltíðir í flugvélum séu sjaldnast mikið lostætij var þessi kostur með verra móti. Ymsir farþegar ýttu raunar honum frá sér ósnertnum, hveiju sem um er að kenna. Sennilegasta ástæðan fyrir því að maturinn var lítt girnilegur er sú að bakkarnir voru útbúnir vestan hafs, að minnsta kosti vonar Víkveiji að sú sé raunin, því engin ástæða var til að kvarta yfir því sem var á boð- stólum frá íslandi. Fyrir sælkera var hins vegar miður að lenda með galtóman maga á fóstuijörðinni xxx LJÓÐASAMKEPPNI var hald- in í tilefni Listahátíðar og bárust til hennar hvorki fleiri né færri en 525 ljóð frá 200 skáldum. Hvað sem öðru líður sýnir þessi ljóðafjöldi að fólk lætur sig ljóð skipta. En ljóðið lifir víðar en á Listahá- tíð. Og ekki eru öll skáld fullorðin fremur en Egill forðum. í frétta- bréfi Önfirðingafélagsins er kynnt til sögunnar tólf ára skáld sem hefur ort dijúgt ljóð, sem heitir „Ljóð um landvættina“. Ljóð þetta fjallar um landvætti íslands og hvernig þeir vörðu landið gegn sendimanni Noregskonungs. Vík- veiji getur ekki stillt sig um að birta hér upphaf þess: Haraldur var kóngur í Noregi um tíð. Bauð hann sínum þegnum að fara burt með lýð. Allir fengu á baukinn, ef sverðið hans var snert, hjó hann af þeim hausinn, með hægri hendi gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.