Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í5g> ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200 W Stóra svi&ið ki. 20.00: # TAKTU LAGIÐ LÓA eftir Jim Cartwritht Fim. 20/6 - fös. 21/6 - lau. 22/6 - sun. 23/6. Ath. aðeins þessar 4 sýningar í Þjóð- leikhúsinu. Leikferð hefst með 100. sýningunni á Akureyri fim. 27/6. # SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare Á morgun - fös. 14/6. Síðustu sýningar. # ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lau. 8/6 örfá sæti laus, næstsíðasta sýning - lau. 15/6 síðasta sýning. # KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner. Lau. 8/6 kl. 14 næstsíðasta sýning - sun. 9/6 kl. 14 síðasta sýning. Smíðaverkstaeðið kt, 20.30: # HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Fös. 7/6 uppselt - sun. 9/6 nokkur sæti laus - fös. 14/6 - sun. 16/6. Siðustu sýningar á þessu leikári. Ath. frjálst sætaval. Utla sviðið kl. 20.30: # / HVITU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragn- arsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Forsýningar á Listahátíð í kvöld uppselt - fös. 7/6. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf Miöasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig simaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Sími miðasölu 551 1200 - Sími skrifstofu 551 1204. 22 BORGARLEIKHUSID sími 56B 8000 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl 17: • ÓSKIN eftir Jóhann Sigurjónsson í leikgerð Páls Baldvins Baldvinssonar. Forsýning v. Norrænna leikhúsdaga lau 8/6. Miðaverð kr. 500,-. Aðeins þessi eina sýning! Stóra svið kl. 20.00: SAMSTARFSVERKEFNI VIÐ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: islenski dansflokkurinn sýnir á Stóra sviði kl. 20.00: • FÉHIRSLA VORS HERRA eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jó- hannsson. Sýn. fös. 7/6, sýn. sun. 9/6. Miðasala hjá Listahátíð i Reykjavík. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga, nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga frá kl. 10-12. Faxnúmer er 568-0383. Gjafakortin okkar — frábær tækifærísgjöf! ■CSRjlGI nÝ ÓPEILA EFtÍRjÓn ÁSCEÍRJSOn mÍÐASALftn OPÍn KL. I5-I9 nEmfl món. sími 55I-I475 ÍSLEnSKO ÓPERðn I, jOm UPPSELt OG 4. jOní UPPSELt nÆstu sÝnincöK7. júní s. júní n. júní oc 14. júní í R e y k i a v í k Li/sbaháti£ 1 Rejhjavik Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn, Loftkastalinn, 7. júní kl. 21.00 Drápa, Tunglið, 7. júní kl. 21.00 Stórviðburður: Dimitri Hvorostovsky, Olga Romanko, Keith Ikaia- Purdy, Rannveig Fnða Bragadóttir ásamt Heimskómum og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja perlur úr þekktum óperum. Laugardalshöll, laugardaginn 8. júní kl. 16.00 Voces Thules, Sundhöllin, 8. júní kl. 23.30 Philharmonia Quartett-Berlin, íslenska óperan 9. júní kl. 16.00 Ljóð og jass, Loftkastalinn, 9. júní kl. 21.00 jötunninn, Loftkastalinn, frumsýningu frestaö til 13. júní kl. 20.30 h á f í ó T wjr/ Miðasata: Upplýsingamiðstöð ferðamáia Bankastræti 2, Reykjavík, sími: 552 8588 & 562 3045 http://www.saga.is/artfest FÓLK í FRÉTTUM Sýrukóngnr hippa- hreyfingarinnar allur TIMOTHY Leary var 75 ára þegar hann lést á föstudag fyrir viku og átti að baki skrautlegan feril. Hann gekk í West Point-herskólann og gegndi herþjónustu, varð prófessor við Harvard, en gerðist á sjöunda áratugnum sérlegur talsmaður of- skynjunarlyfsins LSD, skoraði á fólk að snúa baki við þjóðfélaginu og fara sína eigin leið. Leary greindist með ólæknandi krabbamein í janúar 1995. Hann hugðist ganga þannig frá hnútunum að unnt yrði að fylgjast með andláti sínu á alnetinu, en þegar til kom var aðeins greint frá því að hann væri allur á heimasíðu hans. Leary verður brenndur. Sjö grömmum af ösku hans verður kom- ið fyrir i tveimur litlum hylkjum á stærð við varalit og skotið út í geim- inn um borð í gervihnetti ásamt ösku ýmissa annarra frægra manna, þar á meðal Genes Roddenberrys, höf- undar Star Trek-sjónvarpsþáttanna. Aðdáendur Learys settu hann á stall, en andstæðingar sögðu hann hættulegan loddara, sem boðaði fals- trú reista á tálsýn ofskynjunarlyfs- ins. Þegar yfirvöld ákváðu að láta til skarar skríða gegn eiturlyfjadýrkun sjöunda áratugarins var Leary meðal þeirra, sem spjótunum var einkum beint að. Á flótta frá Alsír til Afganistan Leary var stungið í fangelsi í Kali- fomíu fyrir eiturlyfjanotkun, en árið 1970 tókst honum að sleppa. Hann flúði til Alsír, hélt þaðan til Sviss, en náðist í Afganistan 1973 og var settur í fangelsi á ný. Leary var virtur sálfræðiprófessor við Harvard-háskóla þegar hann hóf að gera tilraunir með LSD eftir að hafa próf- að ofskynjunarsveppi í Mexikó. Hann var rek- inn frá Harvard árið 1963 þegar upp komst að hann hafði gefið stúdentum eiturlyf til að kanna viðbrögð þeirra. „Vandinn var sá að heimurinn var ekki undir okkur búinn, en ég fann aldrei til neinn- ar reiði við Harvard," sagði Leary síðar. Leary var á sínum tíma í innsta hring bandarískra menningarvita og umgekkst Aldous Huxley, Allen Gins- berg, William Burroughs og Charles Mingus, svo einhveijir séu nefndir. Frægð Learys jókst eftir því sem hippahreyfingin breiddist út, hann varð þekktur um allan heim og hlaut viðurnefnið „Messías sýrunnar". Milljónamæringur einn, William Hitchcock, ákvað að veita Leaty brautargengi og lét hann hafa 1600 hektara búgarð sinn í New York til afnota. Þangað streymdi fólk á öllum aldri til að bryðja sýru og var vitað til þess að níu ára barn hefði verið þar _á meðal. „Ohjákvæmileg markmið LSD- reynslunnar eru að uppgötva og njóta ásta við guð, uppgötva og njóta ásta við sjálfan þig og uppgötva og njóta ásta við kvenmann," sagði Leary eitt sinn í viðtali við tímaritið Playboy. Þegar hippatímabilið fjaraði út fór að fjara undan Leary. Hann var ýmist á flótta eða í fangelsi og þegar hann hafði afplánað síðasta dóminn ákvað hann að reyna fyrir sér í Holly- wood. Leiklistartilþrif hans þóttu hins vegar ekki beysin og litlum sög- um fór af tilraunum hans til að fara með gamanmál á sviði. Hann bauð sig fram til ríkisstjóra í Kali- forníu, en kjósendur létu sér fátt um finnast. Það var ekki fyrr en hann reyndi fyrir sér í fyrirlestrahaldi að sól hans fór að rísa á ný og var umtalað þegar hann fór í fyrirlestraferð með G. Gordon Liddy, sem var einn af höfuðpaurunum í Watergate- málinu og er nú meðal útvarpskjaft- aska yst á hægri væng stjórnmál- anna. Liddy var í bandarísku aln'k- islögreglunni, FBI, og handtók Leary að minnsta kosti tvisvar á sjöunda áratugnum. Þessir fomu fjendur urðu hinir mestu mátar og sagði Liddy síðar að sennilega mætti rekja það til þess að báðir væru „írskir uppreisn- armenn". Leary fæddist í Springfield í Massachusetts 22. október 1920. Hann var fjórgiftur og skildi við fjórðu konu sína 1995. „Eg veit að hægt er að mistúlka þetta, en þegar ég komst að því að ég væri með ólæknandi sjúkdóm fyllt- ist ég spennu,“ sagði Leary. „Hvern- ig maður deyr er það mikilvægasta, sem maður gerir. Það er útgangan, lokaþáttur stórkostlegrar sögu lífs manns. Það er þriðji þátturinn og allir vita að stígandin miðar að því að ná hámarki í þriðja þættinum. Eg hef beðið eftir þessu svo árum skiptir." Reuter TIMOTHY Leary Morgunblaðið/Helgi Foster dregur sig í hlé ALLT bendir nú til þess að Jodie Foster muni hætta við hlut- verk sitt í myndinni „Game“ á móti Michael Douglas. Heyrst hefur að ágreiningur hafi ris- ið milli hennar og framleiðenda myndar- innar. Er nú verið að ræða við Jeff Bridges um að taka að sér hlutverk hennar, en tökur áttu að hefjast í júlí. Ef Bridges tekur hlutverk Foster mun uppruna- lega handrit myndar- innar verða notað þar sem aðalpersónurnar eru tveir karlmenn. Söngkeppni Raufarhafnar ► SÖNGKEPPNI Raufarhafn- ar, sem notið hefur mikilla vin- sælda í gegnum tíðina, var hald- in í Hnitbjörgum þar í bæ fyrir skemmstu. Þrettán keppendur mættu til leiks og var þeim fagnað af fullu húsi gesta. Hljómsveitin Antik sá um framkvæmd keppninnar, en kynnir kvöldsins var Arnaldur Bárðarson. Það tók dómnefnd 55 mínútur að komast að niður- stöðu, en sigurvegari varð yngsti keppandinn, Rakel Björk Haraldsdóttir. Hún söng lagið „I’ll Stand By You“ og hlaut að launum ferð til Dublin á írlandi. í öðru sæti varð Þorbjörg Stefánsdóttir, með lagið „When You Tell Me That You Love Me“ og í því þriðja Reynir Þor- steinsson oddviti og starfandi sveitarstjóri, en hann söng lagið „My Way“, sem Frank Sinatra hefur gert vinsælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.