Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 B 3 Hollendingar taldir líkleg- ir til afreka Hollendingar eru af mörgum talið það lið sem einna líkleg- ast er til afreka á Englandi. Þjálf- ari Hollendinganna er hinn litríki Guus Hiddink og byggir hann lið sitt að mestu á ungum leikmönn- um, sem flestir koma frá Ajax. Atta ár eru síðan Hollendingar urðu síðast Evrópumeistarar og skartaði þá lið þeirra stórstjörnum á borð við Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ronald Koeman. í dag er tími þess- ara manna í herbúðum hollenska landsliðsins liðinn og rýmt hefur verið til fyrir nýjum nöfnum, nöfn- um eins og Patrick Kluivert, Edgar Davids, Michael Reizinger og Dennis Bergkamp. Kjarninn í liði Hollendinga sam- anstendur af leikmönnum úr röð- um Ajax frá Amsterdam, en leið Hollendinganna í úrslitakeppnina á Englandi var þyrnum stráð. Var það ekki fyrr en skömmu fyrir jóla- hátíðina, þegar Hollendingar léku hreinan úrslitaleik við íra á Anfiei Road í Liverpool um sæti í keppn- inni, að ljóst varð að þeir yrðu meðal þátttakenda á Englandi. Skýringin sem þjálfarinn, Guus Hiddink, gaf á slæmu gengi hol- lenska liðsins í riðlakeppninni, þar sem þeir töpuðu m.a. bæði fyrir Hvít-Rússum og Tékkum, var sú að tekið hefði tíma að innleiða leik- aðferð Ajax-liðsins inn í hollenska landsliðið. Nú virðist það hins veg- ar hafa tekist og spila Hollending- ar baneitraða sóknarknattspyrnu með hinn unga Patrick Kluivert fremstan í flokki. Hollendingar urðu fyrir miklu áfalli í desember þegar einn besti leikmaður þeirra, Marc Overmaas, meiddist illa og verður hann fjarri góðu gamni þegar Hollendingar mæta galvaskir til leiks í Eng- landi. Fleiri leikmenn hollenska liðsins hafa átt við meiðsli að stríða og nú fyrir stuttu urðu Hollending- ar fyrir annarri blóðtöku þegar einn öflugasti varnarmaður þeirra, Frank de Boer, tognaði á ökkla og er nú útséð um að hann geti leikið við hlið félaga sinna í keppn- inni. Það er því ljóst að vörnin ætti að verða mesta áhyggjuefni Hidd- inks þjálfara, en auk þess að missa de Boer út úr liðinu á elleftu stundu tekur fyrirliðinn, Danny Blind, út leikbann í fyrsta leik Hollendinga í keppninni vegna tveggja gulra spjalda. En ef Hiddink nær að stilla sam- an sterkri vörn og ungu stjörnurn- ar í hollenska liðinu, Kluivert, Davids, Reizinger og Seedorf, standast álagið sem á þeim hvílir er nokkuð öruggt að Hollendingar koma til með að blanda sér af krafti í baráttu efstu liða á Eng- landi og verða þeir ekki auðunnir. DENNIS Bergkamp lék mjög vel með Arsenal i vetur og segja má að hann verðl á heimavelli í Evrópukeppninnl. Bergkamp verður í fremstu víglínu hlns sterka landsliðs Hollands. Holland Markverðir: 1 Edwin van der Sar (Ajax) 16 Ed de Goey (Feyenoord) 21 Ruud Hesp (Roda JC) Varnarmenn: 2 Michael Reiziger (Ajax) 3 Danny Blind (Ajax) 15 Winston Bogarde (Ajax) 5 Jaap Stam (Eindhoven) 13 Arthur Numan (Eindhoven) 18 Johan de Kock (Roda JC) 22 John Veldman (Sparta) Miðjumenn: 6 Ronald de Boer 8 Edgar Davids (Ajax) 20 Philip Cocu (Eindhoven) 14 Richard Witschge (Bordeaux) 10 Dennis Bergkamp (Arsenal) 4 Clarence Seedorf (Sampdoría) 12 Aron Winter (Lazíó) Sóknarleikmenn: 11 Peter Hoekstra (Ajaxj 9 Patrick Kluivert (Ajax) 7 Gaston Taument (Feyenoord) 19 Youri Mulder (Schalke) 17Jordi Cruyff (Barcelona) Þjálfari: Guus Hiddink Skotland Markverðir: 1 Jim Leighton (Hibernian) 12 Andy Goram (Rangers) 22 Nicky Walker (Partick) Varnarmenn: 16 Craig Burley (Chelsea) 2 Stewart McKimmie (Aberdeen) 3 Tom Boyd (Celtic) 13 Tosh McKinlay (Celtic) 5 Colin Hendry (Blackburn) 4 Colin Calderwood (Tottenham) 6 Derek Whyte (Middlesbrough) Miðjumenn: 15 Eoin Jess (Coventry) lOGary McAllister (Leeds) 8 Stuart McCall (Rangers) 17 Billy McKinlay (Blackburn) 11 John Collins (Celtic) 21 Scot Gemmill (Nott. Forest) 19 Darren Jackson (Hibernian) Sóknarmenn: 9 Ally McCoist (Rangers) 14 Gordon Durie (Rangers) 20 Scott Booth (Aberdeen) 7John Spencer (Chelsea) 18 Kevin Gallacher (Blackburn) Þjálfari: Craig Brown. Altt kapp lagt á að sigra Englendinga Ekki reiknað með að íandslið Skota geri stóra hluti í EM Aundanförnum árum hefur skoska landsliðið valdið lönd- um sínum þó nokkrum vonbrigðum á sviði knattspyrnunnar og eru þeir fáir sem telja Skotana líklega til mikilla afreka á Englandi. Eitt er þó það lið í riðlinum sem Skotar leggja allt kapp á að leggja að velli, en það e'ru gestgjafarnir sjálfir, erkiíjendurnir Englendingar. Sjö ár eru liðin síðan Skotar og Englendingar mættust síðast í landsleik á knattspyrnuvellinum og sigruðu þá þeir síðarnefndu 2:0. Margt hefur breyst hjá báðum liðum síðan þá en eitt helst þó enn óbreytt, metnaður Skota til að sigra ná- granna sína frá Englandi. Árangur Skota í úrslitakeppni stóru mótanna tveggja, Evrópu- móts og heimsmeistaramóts, er heldur slakur ef á heildina er litið og flestir búast við að í þessari keppni verði lítil breyting á, jafnvel þjálfarinn Craig Brown hefur lýst því yfir að Skotar eigi undir högg að sækja. Brown hefur átt í miklum erfiðleikum með að finna hvaða uppstilling einstakra leikmanna gefur sterkustu liðsheildina og ekki auðveldar það störf þjálfarans að fjölmiðlar í Skotlandi sveima yfir honum árvökulum augum og kreij- ast árangurs. Brown hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir að halda varnar- manninum geysiöfluga hjá Glasgow Rangers, Richard Gough, fyrir utan landsliðshópinn, en Gough lét hörð orð falla í garð þjálfarans í bók nokkurri oir slíkt getur Brown ekki JIM Leighton, gamla brýnið sem búið var að afskrifa fyrlr nokkrum árum, stendur væntanlega í markinu hjá Skotum. fyrirgefíð. Það vakti því þó nokkra undrun þegar skoska knattspyrnu- sambandið lýsti því yfir á dögunum að Brown yrði þjálfari landsliðsins í að minnsta kosti tvö ár í viðbót, óháð gengi liðsins á Englandi. Hvort draumur Skota um að vinna erkifjendur sína, Englend- inga, rætist á Wembley-leikvangin- um þann 15. júní nk. ræðst mikið af því hvort Brown þjálfari nær að finna í tæka tíð þá liðsuppstillingu sem gefur sterkasta liðið. Hann verður að gera það upp við sig hvort hann lætur Jim Leighton eða Andy Goram standa í markinu og þá verð- ur hann að vona að Colin Calderwo- od verði búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafa hijáð hann und- anfarið. Brown ætti þó ekki að verða í miklum vandræðum með að stilla upp miðjuleikmönnum en allir geta þeir John Collins, Eoin Jess, Stuart McCall og Gary McAl- lister skapað hættuleg marktæki- færi fyrir framheijana-hverjir svo sem þeir verða. Skotar hafa mörg- um góðum framherjum á að skipa en helsti veikleiki þeirra er sá að þeir hafa einungis verið iðnir við kolann gegn slökum liðum á borð við Ástralíu og San Marínó, en átt í vandræðum með að koma knettin- um framhjá markvörðum sterkari liða. Einnig hafa meiðsli sett mark sitt á herbúðir Skotanna en bæði Alan McLaren hjá Glasgow Ran- gers og Duncan Ferguson hjá Ever- ton eru meiddir og verða ekki með á Englandi. Það verður þó fróðlegt að sjá hvoit Craig Brown þjálfari nær að koma saman liði sem nær að þagga niður gagnrýnisraddir heima fyrir og þá fyrst og fremst liði sem nær að uppfylla æðsta draum allra Skota, að leggja gestgjafana að velli á Wembley. FOLK ■ ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Thomas Hassler, sem hefur leikið með Karlsruhe, fer til Dortmund fyrir næsta keppnistímabil. ■ ANDREAS Köpke, landsliðs- markvörður Þýskalands, sem hefur varið mark Frankfurt, mun veija mark Stuttgart. ■ SIEGFRIED Held, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Leipzig. Held var síðast þjálfari í Japan, áður hjá Dinamo Dresden. ■ OTTO Rehhagel, sem var látinn fara frá Bayern Miinchen sem ojálfari, hefur fengið tilboð frá At- letico Bilbao. Ef hann tekur því fær hann andvirði 88 millj. króna í árs- laun, auk þess villu og glæsibifreið til umráða. ■ EINN besti knattspyrnumaður Spánar, miðvallarleikmaðurinn Jose Luis Caminero, tilkynnti í gær að hann myndi yfirgefa meist- aralið Atletico Madrid fyrir næsta keppnistímabil en greindi jafnframt frá því að hann væri ekki með neitt tilboð annars staðar frá upp á vas- ann. ■ CAMINERO, sem er 29 ara, sagðist vonast til að komast til ítal- íu og fullyrti að hann segði þetta ekki til að þrýsta á Atletico um betri samning; engin vandræði væru milli hans og forráðamanna félags- ins - ástæðan væri einfaldlega sú að hann gæti ekki hugsað sér að búa lengur í Madrid. ■ GIUSEPPE Signori skrifaði undir þriggja ára samning við Lazíó í Róm í gær og batt þar með enda á sögusagnir þess efnis að _hann væri á förum. Skv. fréttum á Ítalíu fær hann um 100 milljónir króna í árslaun. ■ AJAX er að ganga frá kaupum á Tijjani Babangida, landsliðs- manni Nígeríu, sem sem hefur ver- ið leikmaður með Roda JC Kerkrade. Babangida er 22 ára sóknarleikmaður, sem hefur leikip tíu landsleiki fyrir Nígeríu. Áður hefur liðið fengið bakvörðurinn John Veldman frá Spartak Rott- erdam og Richard Witschge frá Bordeaux. ■ MICHAEL Reizinger og Edgar Davids eru farnir frá Ajax til AC Milan og ekki er ákveðið hvort að Nígeríumennirnir , Finidi og Nwankwo Kanu verði áfram hjá liðinu. ■ VITOR Baia landsliðsmarkvörð- ur Portúgals og leikmaður Porto þykir líklegur til að vera milli stang- anna hjá Barcelona á næstu leikt- íð. Bobby Robsson þjálfari Barcel- ona og fyrrum þjálfari Porto hefur mikinn áhuga að fá kappan til liðs við sig en talið er að hann verði að punga út 380 milljónum króna hið minnsta verði af kaupunum. ■ NÚ er orðið öruggt að sænski landsliðsmaðurinn Martin Dahlin fari til Róma á Italíu. ■ TÉKKINN Pavel Kuka, sem skoraði bæði mörk Tékklands í Sviss, 1:1, fer frá Kaiserslautern til Gladbach. ■ DENNIS Bergkanip skoraði sitt fyrsta mark í landsleik í 14 mánuði er hann jafnaði fyrir Hollendinga í vináttulandsleik gegn írum í Rott- erdam á þriðjudagskvöldið. Hann kom félögum sínum á bragðið því í kjölfarið fylgdu tvö hollensk mörk og 3:1 sigur í síðasta leik liðsins fyrir Evrópukeppnina sem hefst á laugardaginn. ■ BERGKAMP hafði einnig hönd í bagga með öðru marki Hollend- inga í leiknum er hann lagði upp mark fyrir miðvallarleikmanninn Clarence Seedorf. ■ ÞETTA var í fyrsta sinn sem Hollendingar og Irar mætast á knattspyrnuvellinum síðan þeir mættust í úrslitaleik í Liverpool í desember um laust sæti í EM. Þá höfðu Hollendingar einnig betur, 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.