Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR | OPNA DILETTO kvennamótið í {Jolfi verður haldið á Grafarholtsvelli, sunnudaginn 9. júní. Leiknar verða 18 holur með fullri forgjöf í Jircmur forgjafarflokkum. A-flokkur: Forgjöf 0-22 B-flokkur: Forgjöf 23-27 C-flokkur: Forgjöf 28-36 Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og fyrir besta skor mótsins. Aukaverðlaun verða veitt fyrir að vera næst holu á 2. og 6. braut vallarius. Ræst verður út frá kl. 11.00. Skrámng fcr fram í Golfverslun Sigurðar Pcturssonar í sfma 587 2215 og Iýkur laugardaginn 8. júní kl. 16.00. Þátttökugjald er 1.800 kr. Athugiö aö framvfsa félags- og forgjafarskírteini þegarþið mætió til leiks. •J - i pökkunum með gylltu röndunum 1 : -- - - V-? fr. í-"-: • ' ' , Litli Iþróttaskólinn íþróttamiðstöð íslands t" j • Laugarvatní Laugarvatm Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka fyrir aðeins 16.900,- krónur. ATH. sérstakur systkina- og vinaafsláttur. /' 2. námskeið 9.-15. júní 3. námskeið 16.-22. júní Upplýsingar og skráning milli kl. 10:00 og 16:00 í símum: 581-3377 (ÍSÍ) 486-1151 fax: 486-1255. Abyrgðaraðilar eru ÍSÍ og UMFÍ. Siglingadagur- innfaukútí veður og vind SIGLINGADAGUR Siglinga- sambands íslands og íþrótta fyrir alia fórfram síðastliðinn laugardag hjá siglingaklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Dagskráin varð víða styttri en áætlað var þvi hvass- viðri setti strik í reikninginn. Siglingakiúbburinn Ýmir við Vesturvör i Kópavogi stóð fyrir kynningu á unglingastarfi sínu og i tilefni af þvileit Morgun- blaðið við á æfingu hjá Ými í vikunni. Siglingaklúbburinn Ýmir verður með byrjendanámskeið alla virka daga sumarsins og segir Valdimar Karlsson, þjálfari hjá Ými, að Rögnvaldsson «1*8» vonirt til skrífar pess að fleiri krakk- ar byiji að stunda siglingar í kjölfar námskeiðanna. Nú æfa 7 til 8 krakkar á aldrinum 8 til 15 ára hjá Ými en misjafnlega gengur að halda krökkunum við efnið þegar þau nálgast unglingsár- in. „Það er sama vandamálið og í öðrum íþróttum. Þegar þau verða fjórtán, fimmtán ára koma önnur áhugamál," segir Valdimar. Hápunkturinn í unglingastarfinu er íslandsmótið sem verður haldið á Skeijafirði helgina 16.-18. ágpíst. Einnig fara þrír unglingar til Sví- þjóðar á Norðurlandamót í júlí. Aðspurður um árangur íslands í Norðurlandamótunum segir Valdi- mar. „Við erum frekar neðarlega. Aðallega vegna þess að Norður- landaþjóðirnar eru sterkustu sigl- ingaþjóðir heims.“ Að sögn Valdi- mars eru siglingaiðkendur hér á landi innan við þúsund, en í Dan- mörku og hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum eru siglingar ákveðinn lífs- stíll. I röðum Ýmis eru tveir drengir sem fara á Norðurlandamótið í Sví- þjóð 20.-28. júlí. Það eru þeir Ólaf- ur Víðir Ómarsson og Snorri Valdi- marsson. Snorri keppir í Europe- flokki en Ólafur keppir á Optimist- bát. Þeir tveir fara til Svíþjóðar ásamt Jens Gíslasyni frá Akureyri, en hann keppir í Europe-flokki eins og Snorri. Morgunblaðið átti stutt spjall við tvo hrausta siglingakappa, Ólaf Víði Ómarsson og Ævar Hjartar- son. Ævar vildi lítið segja um kapp- siglingu þeirra á milli fyrr á æfíng- unni. „Hann er á betri bát og með stærra segl,“ sagði Ævar og bætti við, „ég er stærri og sterkari en hann.“ Ólafur vildi lítið segja um málið og bar því við að hann hefði engan áhuga á því að verða kaf- færður. Brugðið á leik eftir kappsiglingu ÞESSIR drengir hafa lagt hart aö sér viö æfingar und- anfarnar vlkur. Á myndinni tll vinstri sjáum við þá bregða á leik við Vesturvör í Kópavogi eftir innbyrðis kappsigllngu á voginum. Frá vinstri, Ólafur Víðir Ómars- son og Ævar Hjartarson. ÚRSLIT Golf Opið mót hjá GS Mótið var haldið á Hólmsvelli i Leiru um síðustu helgi og gildir sem stigamót til unglingalandsliðs. STIGAMÓT Piltar: Örn Ævar Hjartarson, GS......76-78-74 228 Friðbjöm Oddsson, GK.........78-76-78 232 Birgir Haraldsson, GA........81-77-76 234 Ottó Sigurðsson, GKG.........71-82-81 234 Þorkell Sn. Sigurðars, GR....82-80-75 237 Svanþór Laxdal, GKG..........77-83-84 244 Ófeigur Guðjónsson, GR.......77-85-82 244 Kristinn Árnason, GR.........84-78-83 245 PéturBergMatthíass, GKJ ....81-90-74 245 Haraidur Heimisson, GR.......86-80-82 248 Guðmundur Óskarsson, GR....77-84-87 248 Bjarni Hannesson, GL.........85-83-80 248 Stúlkur: Jóna Pálmadðttir, GH.....83-104-91 278 Helga Svanbergsdóttir, GKJ ..93-95-95 283 Kolbrún Ingólfsdóttir, GV ....88-97-101 286 Katrín Hilmarsdóttir, GKJ ...93-94-100 287 Halla Erlendsdóttir, GSS...101-95-93 289 Alda Ægisdóttir, GR.........98-94-98 290 Katla Kristjánsdóttir, GR..103-95-93 291 Kristín Eygióardóttir, GJÓ... 103-95-96 294 Snæfríður Magnúsd., GKJ .100-101-97 298 Nína B. Geirsdóttir, GKJ ..111-100-102 313 OPINN FLOKKUR MEÐ FORGJÖF Piltar: Sigurþór Jónsson, GK...................72 Vilhjálmur Vilhjálmsson, GS............75 Eysteinn Öm Garðarsson, GS.............85 Finnur Ólafsson, GS....................87 Martin Ágústsson, GR...................87 Drengir: Atli Elíasson, GS......................61 Tómas Peter Salmon, GR............... 62 Atli Þór Gunnarsson, GK................69 Arnar Freyr Jónsson, GS................69 ElmarGeir Jónsson, GS..................76 ■ Engin stúlka skráði sig til keppni í opna flokknum. •Morgunblaðið/Edwin VERT er að hafa hraðar hendur því ekkert er gefið eftir þegar út á sjóinn er komið. Hér má sjá Ævar Hjartarson á mikilli siglingu. KKÍ á hringférð um landið UM síðustu helgi hóf KKÍ hringferð sína um landið í þeim tilgangi að finna landsliðsmenn framtíðarinnar og jafnframt að kynna íþróttina fyrir æsku landsins. Undanfarna þrjá daga hefur hringferðin staldrað við í Kópavogi en að því loknu verður haldið norður til Akureyrar og er ætlun- in að vera þar yfir helgina. Næstkomandi mánudag mun KKI flytja sig til Raufarhafnar og kenna unglingum Norður-Þingeyjarsýslu réttu tökin í körfuknattleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.