Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UIMGLINGAR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 B 7 Efnileg- ir ung- lingar hjá Kili ÓHÆTT er að segja að ung- lingastarfið hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ sé í miklum blóma. Frá klukkan níu á morgnana til fjögur á daginn stunda kátir krakkar golf af miklu kappi undir handleiðslu Kára Jóhannssonar og er oft kátt á hjalla. Einnig æfðu krakkarnir innanhúss f vetur og höfðu Kára sértil trausts og halds. Morgunblaðið leit inn hjá þessum hressu krökk- um i síðustu viku og tók nokkra þeirra tali. Morgunblaðið/Edwin BLÓMARÓSIR á æfingapúttflöt Kjalar. Frá vinstri, Anna Kristín Ármannsdóttir, Eva Omarsdótt- ir, Nína Björk Geírsdóttir og yst til hægri stendur Helga Rut Svanbergsdóttir með pútterinn. Hverjir vinna EM í fótbolta? Sverrir Norland: „Ég held að Ítalía vinni Evrópukeppnina." ■ ■■i Hjörtur Ólafsson og Alexander Steinarsson: „Ítalía vinnur, Þýskaland verður í öðru sæti og Svíþjóð í þriðja.“ Eins og vera ber lá vel á krökkunum. Krakkarnir æfðu hin ýmsu högg en gáfu sér tíma til að ræða málin. „Ég reyni að mæta hingað á Edwin hverjum degi,“ Rögnvaldsson sagði Anna Kristín skrifar Ármannsdóttir. Hún hefur stundað golf í þrjú ár og hefur gaman af. Er hún var spurð að því hvort hún ætti sér einhvern uppáhalds kylf- ing sagði hún, „Ég veit það ekki, kannski Kára.“ Helga Rut Svánbergsdóttir er einnig dugleg við æfingar. „Ég er búin að spila golf í fjögur ár,“ sagði hún. Helga er með 21 í forgjöf og besti árangur hennar á heilum hring er 83 högg, sem verður að teljast góður árangur. Stúlkurnar í Kili eru efnilegar og þess má geta að fimm þeirra eru í stúlknalandsliðinu 14 ára og yngri. Kári Jóhannsson bindur miklar vonir við þær og telur að þær eigi eftir að skipa sér sess á meðal bestu kvenkylfinga landsins. „Strákarnir verða líka góðir en þeir fá meiri samkeppni." Há- punkturinn í unglingastarfinu er Sveitakeppni unglinga sem verður haldin á Hellu og Selfossi í ágúst. Reynir S. Atlason er einn strák- anna i hópnum. „Ég er ekki búinn að æfa mjög lengi, svona eitt og hálft ár,“ sagði hann og vildi upp- lýsa að Kári skuldar honum súkkulaðistykki fyrir að hafa kom- ið boltanum upp úr sandglompu á snilldarlegan hátt. Kári taldi óhætt að bjóða Reyni súkkulaði því bolt- inn lá grafinn við bakkann á glompunni. ÍSLENSKIR golfvellir hafa komið vel undan vetri. Hér púttar Örn Ævar Hjartarson úr Goifklúbbi Suðurnesja á einni af vel grónum flötum Hólmsvallar í Lelru á unglingastigamótinu. ÞESSIR snlðugu drengir vildu ólmir sýna leikni sína og munda kylfurnar. Frá vinstri Guðnl Birkir Ólafssgn, Reynlr S. Atla- son, Davíð Hlíðdal Svansson og Andrés Ásgeir Andrésson. Fyrsta unglingastigamótsumarsins ÖmÆvarog Jóna Björg unnu Fyrsta unglingastigamót sumars- ins fór fram á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Mótið gildir sem stigamót til unglingalandsliðs og er áætlað að fjögur slík mót verði haldin áður en Evrópumótið fer fram í Austurríki 7.-14. júlí. Lítill tími gefst til hvíldar því Norð- urlandamót verður haldið í Leirunni 18.-19. júlí. I stigamótinu voru leiknir þrír hringir - 54 holur. I piltaflokki sigr- aði heimamaðurinn Örn Ævar Hjartarson, en hann lék hringina þijá á 228 höggum, fjórum höggum betur en Keilismaðurinn Friðbjörn Od'dsson. í stúlknaflokki sigraði Jóna Björg Pálmadóttir frá Húsavík. Hún lék 54 holur á 278 höggum en Helga Rut Svanbergsdóttir þurfti fimm högg ti! viðbótar og hafnaði því í öðru sæti. Einnig var leikið í opnum flokki með forgjöf og voru leiknar 18 holur. I flokki pilta 15-18 ára sigr- aði Sigurþór Jónsson úr GK en í flokki drengja 14 ára og yngri varð Atli Elíasson úr GS hlutskarpastur. Engin stúlka skráði sig til keppni í opna flokknum. Næsta stigamót til unglinga- landsliðs verður haldið á Garðavelli á Akranesi 14. júní. Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, Linda Ósk Guðmundsdóttir og Marta Lena Ólafsdóttir: „Ítalía verður í fyrsta sæti, Svíþjóð í öðru og England í þriðja. Þýskaland verður svo í fjórða sæti og Dan- mörk númer fimm.“ EM-fiðringur í þeim yngstu EINS og allflestir knattspyrnu- áhugamenn vita hefst Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu næstkomandi laugardag. Margir bíða spenntir og hafa eflaust spáð fyrir um úrslit mótsins. Yngstu knattspyrnumennirnir eru engin . undantekning í þeim efnum og þeirra á meðal eru nokkrir ungir drengir sem Morgunblaðið hitti að máli. Ekki vantaði taktana hjá þeim og voru mörg glæsileg mörk skor- uð. Að þeirra mati munu ítalir standa uppi sem sigurvegarar eftir úrslitaleik við Þjóðveija. Á eftir koma Englendingar og Hollending- ar. Enskir knattspyrnumenn eru í uppáhaldi hjá drengjunum, sérstak- lega þeir David Seaman og Andy Cole. Þessir áhugasömu drengir hvíla sig á myndinni að neðan. Frá vinstri, Daníel Örn Hjartarson, Benedikt Halldórsson[Benni], Hall- dór Snær Óskarsson, Fannar Freyr ívarsson markvörður og Björgvin - Smári Kristjánsson. Þeir æfa knatt- spyrnu hjá Breiðabliki. Morgunblaðið/Edwin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.