Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8
BROm FRJALSIÞROTTIR Góður árangur á stigamótinu í Rómaborg þó engin heimsmet féllu Hissoufór 5.000 m á 12.50,80 FYRSTA stigamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem haldið er í Evrópu á þessu sumri fór f ram á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi. Engin heimsmet voru sett á mótinu en góður árang- ur náðist í nokkrum greinum. Meðai annars hljóp Marokkóbúinn Salah Hissou á öðrum besta tíma sögunnar r 5.000 m hlaupi en fyrrum heimsethafi, Moses Kiptanui frá Kenýja varð að láta sér lynda þriðja sætið. Flestir viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir einvígi Bretans Linfords Christies og Bandaríkjamannsins Dennis Mitchells í 100 m hlaupi og í 200 m hlaupinu þar sem þeir áttust aftur við ásamt Frankie Frederiks. Salah Hissou kom Kenýjumönn- unum í 5.000 m hlaupinu á óvart með miklum krafti og hélt sér í humátt á eftir þeim lengst af en þegar komið var undir lok á næst síðasta hring var hann kominn nærri Kiptanui og þeir vora svotil jafnir er einn hringur var eftir. Þá tók Marókkómaðurinn á sprett og sigldi fram úr án þess að Kenýjumaðurinn ætti nokkurt svar og fór svo að lok- um að hann varð að gefa eftir ann- að sætið til félaga síns Philip Mosima. En sigur Hissou var öragg- ur og tíminn 12.50,80 mínútur - besti tími ársins og annar besti tími í greininni frá upphafi. Mosima kom í mark á þriðja besta tíma til þessa 12.53,72. Kiptanui hljóp undir gamla heimsmeti sínu. Mikill fögnuður braust út á leik- vellinum í Róm er heimamaðurinn Giuseppe d’Urso kom fyrstur í mark í 800 m hlaupinu á besta tíma árs- ins 1.43,95 mínútum. Með ótrúleg- um endaspretti þar sem hann var í áttunda sæti er 150 metrar vora eftir skaut hann ýmsum stærri nöfn- um í greininni ref fyrir rass og bætti persónlega árangur verulega. Spenna Spenna var í loftinu er röðin kom að 100 m hlaupi karla en þar var komið að einvígi Dennis Mitchells og Linfords Christies en auk þeirra voru fleiri' sterkir hlauparar mættir tii ieiks, Olapade Adeniken frá Níg- eriu og Jamaíakbúinn Donovan Powell. Mitchell var greinileg fyrst- ur af stað eftir að skotið reið af en Christie var ekki langt undan. En ljóst var að Mitchell ætlaði að standa við stóra orðin og gaf hvergi eftir, en breski ólympiumeistarinn í grein- inni varð hins vegar að gera það eftir mitt hlaup en náði samt að tryggja sér annað sætið - sjónar- mun á undan Adeniken, báðir hlupu á 10,10 sekúndum. Mitchell sem hljóp í skærgulum búningi var hins vegar öruggur sigurvegari á 10,05 sek. en langt frá sínum besta tíma í ár, 9,93 sek. „Engin vafi leikur á að ég gat hlaupið hraðar að þessu sinni, en þess þurfti ekki með,“ sagði Mitcheli. Hann sagðist hafa náð markmiði sínu - vera á undan Christie og sigra í hlaupinu. „Christie er sá hlaupari sem ég Reuter DENNIS Mitchell var kokhraustur fyrir stigamótið í Róma- borg í gærkvöldi og stóð við stóru orðin; sigraðl heimsmeist- arann Linford Christie næsta auðveldlega. ar á 20,19, Christie þriðji og Mitc- hell fjórði Alsírmaðurinn óþreytandi Nou- reddine Morceli hljóp án nokkurrar samkeppni síðasta hringinn í 1.500 m hlaupinu og kom í mark á besta tíma ársins 3.30,93 mínútum sem er rúmum þremur sekúndum frá heimsmetinu. Hin síunga og fótfráa Merlene Ottey sýndi og sannaði að enn eitt árið ætlar hún að vera meðal spretthörðustu kvenna heims þrátt fyrir árin að baki séu orðin 36. Hún sigraði auðveldlega í 100 m hlaupi á 11 sekúndum sléttum sem er annars besti tími ársins. Aðeins „vinkona“ hennar Gwen Torrence hefur hlaupið hraðar á þessu ári. „Ég náði mér aldrei á skrið,“ sagði írski hlaupagikkurinn Sonia O’Sullivan og var óánægð með árangur sinn í 5.000 m hlaupinu. Hún sigraði reyndar örugglega en var fjarri sínu besta. Miklar vænt- ingar eru gerðar til hennar á Olymp- íuleikunum í sumar af löndum henn- ar og vildi hún meina eftir hlaupið að þessar kröfur væru farnar að vinna gegn sér að vissu leyti og hún næði ekki að einbeita sé sem skildi á mótum nú um stundir. Heima- menn bundu miklar vonir við að þeirra manneskja í langstökki kvenna, heimsmeistarinn í greininni myndi stökkva kvenna lengst að þessu sinni. var hún óspart hvött áfram, svo mikið um tíma að hún setti einbeitningu þátttakenda í 100 ALLEN Johnson, heims- melstari í 110 m grinda- hlaupi í fyrra, sigraði heims- methafann Colin Jackson. sækist eftir að keppa við, bæði er hann frábær hlaupari og góður vin- ur,“ bætt.i hann við. Ekki var að sjá á Christie að hann væri svekktur yfir úrslitunum því að hlaupi loknu föðmuðust þeir félagar og slógu á létta strengi. Christie var þó ófáan- legur til að veita blaðamönnum við- tal að keppni lokinni, sagði einung- is; „Ég er ekki til viðtais." Fredericks fljótur Tvö hundruð metra hlaupið sem var klukkutíma síðar varð aldrei eins spennandi og vonast hafði ver- ið eftir. Frankie Fredericks undir- strikaði þá staðreynd í annað skipt- ið í vikunni að hann er í hörkuformi og til alls líklegur að haida Michael Johnson við efnið í Atlanta í sumar. Hann fékk sáralítla keppni í 200 m hlaupinu í gærkvöldi en kom eigi að síður í mark á 19,96 sek. Þetta var í fyrsta sinni á þessu sumri sem Fredericks keppir í þessari uppá- haidsgrein sinni og lét hafa það eft- ir sér að því loknu að hann væri ánægður með hversu góðri æfingu hann væri í nú um stundir. Patrick Stevens frá Belgíu varð óvænt ann- m grindarhiaupi karla úr skorðum. En Fiona náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og varð að gera sér annað sætið að góðu á eftir Inessu Kravets frá Úkraínu. Edwards sigraði, en... Þrístökkskeppninnar var beðið með nokkurri eftirvæntingu því heimsmethafinn frá Bretlandi Jon- athan Edwars mætti til leiks. Hann stökk 17,19 m í fyrstu umferð en gerði ógilt í næsta stökki og missti í sömu umferð forystuna. Honum tókst að fá góðan byr í seglin að þessu sinni og var í vandræðum með atrennuna. í lokastökkinu tókst honum að stökkva 17,55 m og hreppa gullið. Hann var 24 sm frá sínu besta í ár og víðsfjarri heims- meti sínu. Heimsmethafinn í 110 m grinda- hlaupi, Bretinn Colin Jackson gekk ekki heill til skógar að þessu sinni en keppti eigi að síður. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Banda- ríkjamanninum Allen Johnson, en lét samt engan bilbug á sér finna. „Nú um stundir legg ég áherslu á að fínna réttan hlaupatakt. Aðal- vandi minn liggur í að ná meiri hraða á milli grindanna." Hann sagði að framundan væri hjá sér að vera undir handleiðslu Linfords Christies og laga þetta atriði meðal annars. „Það eru enn átta vikur þar til Ólympíuleikarnir í Atlanta hefj- ast og það er þá sem það gildir að vera á toppnurn, ekki nú.“ íþróttamiðstöð ís- lands á Laugarvatni ÍSÍog UMFÍ yfirtaka reksturinn REKSTRI iþróttamiðstöðvar ís- lands hefur verið breytt úr heiis árs rekstri í sumarrekstur eftir að menntamálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins gekk út úr rekstrin- umí yetur. _ ÍSÍ, UMFÍ og menntamála- ráðuneytið höfðu haft stamstarf um rekstur miðstöðvarinnar frá 1989 en á síðasta ári sagði ráðu- neytið upp stofnsamningi þess- ara aðila og tekur ekki lengur þátt í beinni stjórnun á rekstrin- um. Iþróttasamband íslands og Ungmennafélag íslands hafa gert með sér samning um að reka saman íþróttamiðstöðina á Laugarvatni yfir sumartímann. Aðalmarkmið miðstöðvarinnar er námskeiðshald ýmiss konar auk þess að vera aðsetur íþrótta- hópa til æfinga og undirbúnings fyrir keppni. íþróttamiðstöðin býður upp á gistiaðstöðu fyrir 60-100 manns í einu og frábæra möguleika til íþrótta og leikja. Nú þegar er fullbókað í júlímán- uð en verið er að bóka inn i júní og ágúst. Námskeið Litla íþrótta- skólans verða í gangi allan júni- mánuð, síðan eru námskeið á vegum KSÍ og sumarbúðir fatl- aðra í júlí. ípfémR FOLK ■ LUIS Olivera knattspyrnumaður sem á ættir sínar að rekja til Brasil- íu en er belgískur ríkisborgari og landsliðsmaður þar í landi hefur ákveðið að ganga til liðs við Fiorent- ína en hann hefur verið liðsmaður Cagliari ■ TOM Renney fyrrum landsliðs- þjálfari Kanadamanna í íshokki var í gær ráðinn aðalþjálfari Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Renney var þjálfari kanadíska landsliðsins er það vann til silfurverðlauna á HM í vor, bronsverðlana HM 1995 og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994. ■ PETER Ndlovu, sem leikur með Coventry í Englandi og bróðir hans, Adam, sem leikur í Sviss, hafa verið valdir í landsliðshóp Zimbabwe á ný, fyrir HM leik gegn Madagaskar. Landsliðsþjálfarinn hafði áður sagst ekki myndu velja þá því þeir mættu of seint til æfinga. ■ MIGEUL Indurain, Spánveijinn snjalli sem stefnir að sigri í sjötta sinn í Frakklandskeppninni (Tour de France) í hjólreiðum, sem hefst innan tíðar, sagði í gær að Frakkinn Laurent Jalabert yrði örugglega erfiður ljár í þúfu og erfiðasti mót- herjinn að þessu sinni. Hann væri í frábærri æfingu um þessar mundir, en þeir eigast nú við I Dauphine Libere keppninni í Frakklandi ■ HOWARD Clark frá Bretlandi, sem er í Ryder liði Evrópu, verður ekki með á opna bandaríska meist- aramótinu, sem hefst í næstu viku. Clark og kona hans eignuðust son, sem tekinn var með keisaraskurði, í síðustu viku og ætlar kylfingurinn að vera í faðmi fjölskyldunnar á næstunni. VIKINGALOTTO: 7 21 24 26 28 38 + 6 8 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.