Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI DNG-Sjóvélar með góðan byr /4 NIB ^Hiff ||| Banki sem brýtur múra /6 ferðjuwAl LTU vill öðruvísi áfangastaði /12 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 BLAÐ Byko . , SKULDABREFAUTBOÐ Byko er hafið. Heildarupphæð útboðsins er 100 milljónir króna og bera bréfin fasta vexti, 6,4%. Ávöxtun- arkrafa bréfanna í frumsölu er hin sama. Tilgangur þessa útboðs er fyrst og fremst endurfjármögn- un, samkvæmt upplýsingum Verð- bréfamarkaðar Islandsbanka. Þróunarfélagid Hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. voru skráð á Verðbréfaþingi Islands í gær. Gengi á hlutabréfum félagsins var 1,45 í viðskiptum á verðbréfamarkaði í gær og hefur það hækkað um 25% frá því að hlutafjárútboði félagsins lauk fyrir tveimur vikum, en tilgangur þess var að ná tilskildum fjölda hlut- hafa vegna skráningarinnar á VÞI. Hlutabréf Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hafa verið á mikilli sigl- ingu það sem af er þessu ári. Eins og sjá má á korti á bls. 2 höfðu hlutabréfin hækkað um 107% í verði frá áramótum og fram til loka maí. Þessi hækkun segir þó ekki alla söguna því síðan hafa hlutabréfin hækkað um 25% til viðbótar og nemur hækkunin frá áramótum 159%. SÖLUGENGIDOLLARS 1 Toyota 631 18,7 +9,5 2 Volkswagen 408 12,1 +30,8 3 Nissan 364 10,8 -12,5 4 Hyundai 248 7,3 -0,8 5 Mitsubishi 240 7,1 +83,2 6. Subaru 221 6,5 +33,9 7 Opel 193 5,7 +33,1 8. Suzuki 180 5,3 +200,0 9. Ford 174 5,2 +521,4 10. Renault 141 4,2 +42,4 11. Honda 82 2,4 +241,7 12 Mazda 70 2,1 +7,7 13. Scoda 65 1,9 -11,0 14 Volvo 62 1,8 -35,4 15. Lada 49 1,5 -35,5 Aðrar teg. 249 7,4 +20,9 Samtals 3.377 100,0 +24,1 Nýir fólksbílar í janúar til maí 1995 og 1996 3.377 Nýir bílar, aðrir 1995 1996 Nýskráningar bifreiða, mánaðarlegar, frá 1991 Fjórðungsaukn- ing í bílasölu Landsmenn kaupa dýrari fólksbíla en áður SALA á nýjum fólksbílum hélt áfram að aukast í maí og seldust rúmlega 14% fleiri bílar í mánuðin- um en á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin er enn meiri ef fyrstu fimm mánuðir þessa árs eru bornir sam- an við sama tíma í fyrra. Þannig hafa selst hátt í 3.400 bifreiðar það sem af er þessu ári og er það rúmlega 24% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Heldur hefur þó dregið úr aukn- ingunni frá því á fyrstu mánuðum ársins, en bílasala jókst t.a.m. um 70% í janúar sl. miðað við sama tíma í fyrra. Toyota er sem fyrr mest seldi bíllinn hér á landi og jókst sala á þeirri tegund um 9,5% fyrstu fimm mánuði ársins. Volkswagen virðist hins vegar vera sú tegund sem er í hvað mestri sókn. Mikið selst af bílum með 2 þúsund rúmsentimetra vélum Svo virðist sem landsmenn séu farnir að kaupa dýrari bíla en á síðasta ári ef marka má mikla aukningu á innflutningsverðmæti fólksbíla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þannig jókst innflutn- ingsverðmætið um 61% en á sama tímabili jókst Ijöldi seldra bíla um 36%. Þetta er mesta aukning í innflutningsverðmæti einstakrar vöru á þessu tímabili, en heildar- verðmætið nam rúmlega 1,4 millj- arði króna. Þorleifur Þorkelsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., segir það áberandi að einstaklingar kaupi sér dýrari bíla en áður. Þannig hafi t.a.m. mikið selst af bílum með 2 þúsund rúmsenti- metra vélar það sem af sé þessu ári og sé aukningin þar talsvert meiri en í öðrum flokkum. Áhrifa af lækkun vörugjalda lítið farið að gæta Fjármálaráðuneytið hefur sem kunnugt er lækkað vörugjöld á bifreiðum og tók lækkun gildi þann 1. júní sl. Þorleifur segir að hjá Ingvari Helgasyni hafi menn ekki orðið varir við neina markverða sölu- aukningu í kjölfar vörugjaldslækk- unarinnar, enda hafi salan fyrir breytingu verið mjög góð. Hins vegar hafi þegar orðið vart minnk- andi eftirspurnar eftir bílum með 1.300 til 1.400 rúmsentimetra vél enda hafi bílar með 1.600 vélar lækkað mikið í verði eftir breyting- una. Hann segist því reikna með því að innkaup á bifreiðum með smærri vélar muni dragast saman á næstunni. Marínó Björnsson, sölustjóri hjá Heklu hf., segir að þar hafi menn orðið varir við einhveijar breyting- ar hjá viðskiptavinum sínum. Þannig hafi fjórhjóladrifnir fólks- bílar og díseljeppar lækkað tals- vert í verði og fólk greinilega ver- ið að þreifa fyrir sér þar. Hins vegar sé ákaflega lítil reynsla komin á það enn. Marínó segist hins vegar reikna með því að bílar með 1.600 rúms- entimetra vélarstærð verði meira áberandi í sölu en áður enda hafi þeir nánast alveg verið horfnir af markaðnum. Hins vegar sé ekki útlit fyrir að bílar með smærri vélarstærð muni detta upp fyrir. 1 lf y LANDSBREF HF. Löggilt verðbrófafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SlfDURLAfiOSBP. AUT Til fyvivtakja ojy vekstvavadila: Hajjkvœm lán til \~25~ára~\ • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaóa Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í ölluni útibúum Landsbanka íslands. K J í V I K . S I M I 5 8 8 3 2 B R E F A S I M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.