Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 C 3 VIÐSKIPTI Vélsmiðja Orms og Víglundar með nýj- an háþrýstibúnað VÉLSMIÐJA Orms og Víg- lundar í Hafnarfirði hefur tek- ið í notkun nýjan háþrýstibún- að til hreinsunar á skips- skrokkum fyrir málningu. Hann getur náð upp mun meiri þrýsting á vatni en hægt hefur verið að ná með þeim búnaði sem hingað til hefur verið not- aður hér á landi og fyrir vikið þarf eingöngu vatn við þvott- inn í stað sandblásturs áður. Að sögn Guðmundar Víg- lundssonar, framkvæmda- stjóra vélsmiðjunnar, er mikil akkur í því að losna við sandinn úr þessum verkum því að hon- um fylgdu ýmsar skemmdir á kúlulegum og fleiri viðkvæm- um hlutum í skipum. Háþrýsti- búnaðurinn lækki einnig út- gjöld útgerðafélaga töluvert því málningin endist betur ef þessari aðferð sé beitt við und- irvinnuna. Að sögn Guðmundar er jafn- framt hægt að nota búnaðinn til þess að skera upp stál og steypta veggi sem eru allt að einn metri að þykkt og því hægt að nota hann m.a. við hreinsun á olíutönkum í skip- um. Hann segir að verð á há- þrýsti búnaðinum sé mjög hátt og það sé ástæðan fyrir því að hann hafi ekki verið tekinn í notkun hérlendis fyrr. CompuServe notar búnað frá Microsoft NewYork.Reuter. COMPUSERVE, önnur helzta beinl- ínuþjónustan, verður fyrst til að nota nýja „Normandy" Internet og beinlínu hugbúnaðartækni frá Mic- rosoft sem auðveldar notendum Windows 95 hugbúnaðar aðgang að upplýsingaþjónustu CompuServe. Packard Bell semur við NEC Sacramento, Kaliforníu. PACKARD BELL og NEC í Japan segjast ætla að sameina einkatölvu- rekstur sinn í nýtt fyrirtæki og er áætlað að tekjur þess muni nema 8 milljörðum dollara á ári. Einkatölvurekstur NEC utan Jap- ans sameinast einkafyrirtækinu Packard Bell með samningi, sem er metin á 300 milljónir dollara. Fyrir- tækið fær nafnið Packard Bell NEC og verður eitt öflugasta einkatölvu- fyrirtæki heims að sögn fyrirtækj- anna. Fokker heldur áfram framleiðslu Amsterdam. Reuter. FOKKER flugvélaverksmiðjurnar halda áfram rekstri í eitt ár með smíði 15 flugvéla þannig að alls verða framleiddar 30 vélar eftir gjaldþrot fyrirtækisins. Fokker mun ljúka við smíðlflug- véla sem höfðu verið pantaðar þeg- ar fyrirtækið varð gjaldþrota 15. marz og smíða vélar sem hafa ver- ið pantaðar síðan að sögn tals- manns fyrirtækisins. Talsmaðurinn sagði að nýlega hefðu borizt pantanir í sex nýjar F70 vélar frá hollenzka fiugfélaginu KLM og ein í F50 vél frá Formosa Airlines. Lokið verður við smíði átta ann- arra flugvéla — tveggja af gerðinni F70 fyrir víetnamska flugfélagið, einnar fyrir KLM, íjögurra F50 véla fyrir eþíópíska flugfélagið og einnar fyrir brasilíska flugfélagið TAM. Vegna smíðinnar halda 450 starfsmenn atvinnunni til apríl á næsta ári. lctt ft meðfærileRt tæknileg (ullkomnun lli)"StXtt verð innbysgðir hátalarar I’ínar lumimiulir 1 RÉTTU LÍOSl Ef þú vilt ná augum og cyrum fólks skaltu kynna þcr nýja LitcPro 210 margmiðlunarvarpann frá InFocus Systems. Þú varpar upp mynd- böndum og tölvugrafík mcð cin- stökum myndgæðum og innbyggðir JBL liátalarar tiyggja öflugt liljóð. Árangurinn læturckki á scr standa. LiteProHO myndvarpinn cr tækni- lcga fullkoniinn cn sarnt afar cinfaldurogþægilcgurí notkun. Og citt cnn - vcrðið cr ótrúlcga hagstætt. Ihi gctur því óliikað nýtt þcr tæknina ogvarpaö ljósi á málið - mcð vönduðu tæki frá virtum framleiðanda. RADÍÓSTOFAN'NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 569 7600 Alltaf skrefi á undart InFcaus Tæknival hf. býður út 20 milljóna hlutafé Hagnaður fyrsta ársfjórðungs um 21 milljón TÆKNIVAL hf. hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 20 milljónir króna. Bréfin verða boðin forkaups- réttarhöfum fram til 14. júní, en þau bréf sem eftir standa verða boðin á almennum markaði frá 18. júní. Út- boðsgengi verður 3,95 á fyrsta sölu- degi og er söluandvirði bréfanna því alls 79 milljónir. Umsjón með útboðinu hafa verð- bréfaviðskipti Búnaðarbankans og er það í fyrsta sinn sem sú deild í bank- anum tekur að sér slíkt verkefni. Hiutafé Tæknivals var fyrir útboðið alls um 100 milljónir króna og hafa viðskipti átt sér stað með bréfin á Opna tilboðsmarkaðnum. Óskað verður eftir skráningu á hlutabréfun- um á Verðbréfaþingi um leið og til- skildum lágmarksfjölda hluthafa er náð, að því er fram kemur í útboðslýs- ingu. Tæknival hefur vaxið hratt á und- anförnum árum. Fyrirtækið annast nú innflutning, sölu, viðhald og fram- leiðslu á tölvu- og rafeindabúnaði og öðrum skyldum búnaði þ.m.t. hug- búnaði. Rekstrartekjur félagsins á síðasta ári námu alls um 1.532 millj- ónum og jukust um tæplega 52% frá árinu á undan. Hagnaður ársins nam um 37 milljónum og var það heldur lakari afkoma en árið 1994 þegar hagnaðurinn nam um 40,5 milljónum. Eigið fé í árslok nam 141 milljón og eiginfjárhlutfall var 24,7%. Innra virði hlutafjárins var um síð- ustu áramót 1,41 og er Q-hlutfall þvi 2,8. V/H-hlutfall var tæplega 11. Betri afkoma í ár en áætlað var Samkvæmt árshlutareikningi fyrir fyrstu þijá mánuði yfirstandandi árs nam hagnaður Tæknivals af reglu- legri starfsemi um 31 milljón sem er um 20 milljónum betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltan nam um 505 milljónum og fór um 35 milljónum fram úr áætlun. Fyrirtæk- ið áætlar að velta ársins í heild verði um 1.964 milljónir og hagnaður nemi tæpum 86 milljónum fyrir skatta. Samkvæmt framtíðarsýn Tækniv- als sem birt er í útboðslýsingu stefnir það að því að verða eitt af öflugustu fyrirtækjunum í upplýsingaþjónustu hérlendis um aldamótin. Markmiðið er að viðhalda þeirri hlutdeild sem náðst hefur á markaði fyrir tækni- og rekstrarvörur og að styrkja stöðu sína enn frekar á sviði hugbúnaðar. í þessum efnum er gert ráð fyrir að árlegur vöxtur fyrirtækisins verði 25-30% næstu tvö árin, en 15-20% eftir það fram til aldamóta. Það er ennfremur markmiðið að arðsemi eigin fjár verði ekki lægri en 25% á ári. INTRANET Viltu bœta upplýsingamiðlun til starfsmanna á nýjan, einfaldan og hagkvæman hátt? Purveyor vefþjónninn er fáanlegur fyrir Windows NT og 95, Novell og UNIX/VMS og kostar frá 24.000 krónum án vsk. VSéMínúta • UPPLÝSINGAMIÐLUN OG RÁÖGJÖF VSÓ Minuto ehf. BORGARTUNI 20, 105 REYKJAVÍK. SÍMI: 562 10 99. SÍMBRÉF: 562 18 65. NETFANG: vso@vso.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.