Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÍSLENDINGAR voru fyrirferðarmiklir á aðalfundi NIB. Á myndinni eru m.a. Þorkell Helgason ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson aðalbankastjóri og Guðmundur Magnússon, stjórnarformaður NIB. Banki sem brýturmúra Norræni fjárfestingarbankinn er skýrt dæmi um árangur af norrænu samstarfi. Bankinn fagnaði metafkomu og útlánaaukningu á ársfundi sínum í síðustu viku með tuttugu ár að baki. Jafnframt voru boðuð frekari umsvif í lánveitingum víða um heim til að styðja við norræna hagsmuni. Kristinn Briem kynnti sér starfsemi bankans á þessum tímamótum og ræddi við Jón Sigurðsson aðalbankastjóra. FJÖLMARGIR gestir frá íslandi voru viðstaddir afmælishald Norræna fjárfesting- arbankans í síðustu viku. Á myndinni eru f.v. þeir Guðmundur Tómasson, svæðis- stjóri hjá NIB, Már Elísson, forstjóri Fiskveiðasjóðs, Þorkell Helgason, ráðuneytis- stjóri viðskipta- og iðnaðarráðuneytis, og Þorvarður Alfonsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarsjóðs. VIÐ gerð stofnsamnings Norræna íjárfest- ingarbankans fyrir réttum tuttugu árum var sérstaklega vikið að sérstöðu íslands vegna landfræðilegrar legu landsins og auðlinda þess. Þáverandi forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, sem leiddi samningagerðina af Islands hálfu vildi hafa skýrar línur í þessu tilliti frá upphafí, sérstaklega vegna þess að skjlyrðin fyrir samvinnu í atvinnumálum milli Islands og hinna Norðurlandanna voru ekki eins hagkvæm og milli annarra Norður- landa. Þessu var mætt af miklum skilningi af hálfu forsætisráðherra hinna landanna og hefur án efa haft mikil áhrif á lán bank- ans til íslands. Þessara staðreynda var sérstaklega minnst í ræðu Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra sem Þorkell Helgason, ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, flutti fyr- ir hans hönd á ársfundi Norræna fjárfesting- arbankans í síðustu viku. Þar fögnuðu full- trúar ríkisstjórna Norðurlandanna mjög ár- angursríku samstarfi í bankanum síðastliðin tuttugu ár. Þorkell minntist þess ennfremur að á fyrstu árum bankans hefðu lánveitingar hans til Islands einkennst af nokkrum stórum lánum til uppbyggingar á vatnsorkuverum þar sem norrænir framieiðendur komu við sögu og einu stóru láni, sem jafnframt var fyrsta lán bankans og var veitt til byggingar íslensk-norskrar járnblendiverksmiðju. Um það bil þriðjungur af lánunum fór til orku- geirans og nær helmingur til iðnaðar. Á þessu hefur hins vegar orðið breyting sem er merki þess að efnahagslegur samruni meðal Norðurlandanna fer vaxandi. Allt frá upphafi hefur ísland notið góðs af starfsemi bankans, en hlutur landsins í heildarútlánum er nú 9%. Útlánagetan allt að 830 milljarðar Það er óhætt að segja að efnahagsreikn- ingur Norræna Ijárfestingarbankans sé orð- inn nokkuð myndarlegur á íslenskan mæli- kvarða. Fram kom í ræðu Jóns Sigurðsson- ar, aðalbankastjóra NIB, á ársfundinum að um síðastliðin áramót voru heildareignir um 8 milljarðar ECU sem jafngildir um 664 milljörðum íslenskra króna og heildarútlán um 5 milljarðar ECU. Eigið fé nam samtals um 900 milljónum ECU. Svokallað grunnfé bankans nam alls um 2,8 milljörðum, en með því að margfalda þá tölu með 2,5 fæst út að lánageta bankans til hefðbundinna útlána nemur alls um 7 milljörðum ECU. Við það má bæta sérstakri 2 milljarða áætlun vegna verkefna- og fjár- festingarlána utan Norðurlanda og 60 millj- óna áætlun vegna Eystrasaltslandanna. Hafa ríkisstjórnir Norðurlandanna veitt sérstakar ábyrgðir að styðja við þessar áætlanir. Sam- tals nemur því útlánageta NIB um 9-10 milljörðum ECU sem jafngildir 750-830 milljörðum íslenskra króna, en aðeins liðlega helmingur hennar hefur verið nýttur. Bankann skortir því ekki svigrúm til hefð- bundinna útlána á allra næstu árum, en ábyrgðir á lánum til verkefna og Ijárfestinga utan Norðurlanda kunna að verða fullnýttar innan fárra ára. NIB hefur énnfremur notið hæstu mögu- legu lánshæfiseinkunnar matsfyrirtækjanna Standard & Poor’s og Moody’s samfellt frá árinu 1982 sem skipar honum í fremstu röð meðal lántakenda á alþjóðlegum lánamörk- uðum. Raunarðsemi eiginfjár um 10% Eigendur bankans gera kröfu um hæfilega arðsemi af eigin fé og hefur það markmið náðst, að því er fram kom hjá Jóni. Árlegur hagnaður í hlutfalli við eigið fé hefur að meðaltali numið um 9,7% meðan samsvar- andi tölur fyrir Iangtímavexti og verðbólgu hafa verið 8,6% og 5,3%. Undanfarin tvö ár hefur hagnaður numið 12-13% af meðal eiginfé þannig að raunarðsemi eiginfjár nem- ur um 10%. Heildarhagnaður NIB á árinu 1995 nam alls um 103 milljónum ECU og hefur aldrei verið meiri, en arðgreiðslur námu alls 30 milljónum ECU. Lánveitingar bæði innan og utan Norður- landanna hafa aukist hröðum skrefum á síð- ari árum. Á tuttugasta starfsári sínu voru útborgaðar lánveitingar bankans hærri en nokkru sinni eða um 1.080 milljónir ECU eða um 90 milljarðar. Að baki þessari aukn- ingu var aukin fjárfesting fyrirtækja á Norð- urlöndum, vaxandi fjárfestingarlán utan Norðurlandanna auk þess sem bankinn hefur fært út kvíarnar í svonefndum innviðafjár- festingum, á borð við samgönguframkvæmd- ir, í fjármögnun á rannsóknum og þróunar- starfsemi og verkefnaútflutningi. Jón sagði útlit fyrir að áframhaldandi vöxtur yrði í lánveitingum á árinu 1996. Á fyrsta ársþriðj- ungi hefðu lánveitingar og hagnaður aukist frá árinu áður þrátt fyrir heldur minnkandi vaxtamun. Kjarninn í alþjóðlegum útlánum NIB eru fjárfestingarlán til verkefnaútflutnings („Project Investments Loans“) sem eru veitt til þess að fjármagna verkefni í þágu Norð- urlandanna, einkum á vaxtarsvæðum Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu. Lán til svæða utan Norðurlandanna samsvara nú um fímmtungi af heildarútlánum bankans en þar af er meira en helmingur hjá iántak- endum í Asíu. Nýtt umhverfislánakerfi í farvatninu Meðal athyglisverðustu verkefna bankans um þessar mundir er undirbúningur að nýju lánakerfi til að fjármagna verkefni á sviði umhverfismála á grannsvæðum Norðurland- anna. Fyrirhugað er að ráðstöfunarfé til þessa verkefnis geti numið allt að ] 00 millj- ónum ECU sem jafngildir rúmum 8 milljörð- um króna. Einkum er horft til þess að styðja við fjár- mögnum á slíkum verkefnum sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Norðurlöndin í norð- vesturhluta Rússlands og á svæðinu kringum Eystrasalt og Barentshaf. Þetta mál var sérstaklega rætt á ársfundinum í síðustu viku og var Jón Sigurðsson spurður nánar um stöðu þess. „Þetta er mikið áhugamál okkar og nor- rænu fjármála- og efnahagsmálaráðherr- anna,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Mér þótti sérlega ánægjulegt að heyra það á afmælisfundi okkar hversu eindreginn stuðningur kom fram við þessa hugmynd, ekki eingöngu frá efnahags- og fjármálaráð- herrunum, heldur ekki síður frá Paavo Lipp- onen, forsætisráðherra Finnlands, sem er núna formaður í norræna forsætisráðherra- hópnum. Eg vona sannarlega að ráðherrarn- ir taki þetta upp þegar þeir hittast í byrjun júní í Vasa. Það er að sjálfsögðu ekki keppikefli okkar að hagnast sérstaklega á þessum lánum, því okkar hlutverk er einmitt að reka norræn erindi, sem einkabankar eða hlutafélaga- bankar eiga erfitt með að sinna, í krafti sterkra eigenda og okkar sterku fjárhags- stöðu. Auðvitað gerum við þetta jafnan með fullri fjárhagslegri ábyrgð, en vegna þess að við erum fjárhágslega öflugir og eigum öflugan bakhjarl í eigendunum þá getum við kannski brotið múr og byijað á verkefnum á svæðum þar sem einkafjármagnið hættir sér ekki. Þetta er markmiðið með þessari tillögu um umhverfislánaáætlun sem við gerðum reyndar í fyrra. Hugmyndin er sú að við fáum 100 miilj- óna ECU lánaramma til þess að fjármagna mikilvægar umhverfisframkvæmdir á grann- svæðum Norðurlandanna í austri sem aug- ljóslega eru beinlínis einnig í þágu Norð- urlandabúa því óþverrinn berst yfir Eystra- saltið. Á Kólaskaganum og Barentshafs- svæðinu er þetta mikið hagsmunamál fyrir Noreg_ og reyndar íslands sem á fiskislóðir víða. Á sama hátt fela hin löngu landamæri milli Finnlands og Rússlands í sér ákveðna þörf af Finnlands hálfu fyrir fjárfestingu af þessu tagi.“ Dregur að fjármagn frá öðrum lánastofnunum Útlánaáætlunin yrði hliðstæð Eystra- saltsáætlun Norræna fjárfestingabankans sem var sett upp 1992. Sú áætlun miðaði að því að efla Eystrasaltslöndin, koma af stað starfsemi smárra og miðlungi stórra fyrirtækja og stofna þeirra eigin fjárfest- ingabanka. Voru lánveitingarnar með ábyrgð Norðurlandanna. „Ég tel að eitthvað líkt þurfi að gerast í umhverfíslánunum fyrst um sinn til þess að bijóta múr, komast af stað og draga að fjármagn frá öðrum þátt- takendum inn á þetta svæði,“ sagði Jón Sig- urðsson ennfremur. „Ég held að einmitt dæmið um Eystrasaltsáætlunina sýni að þannig virkar þetta. Eftir að hún hefst komu fjármunir frá Evrópska íjárfestingabankan- um, Alþjóðabankanum, þýskum bönkum og öðrum fyrirtækjum til skjalanna. Þetta er einnig mikilvægt að mínu áliti fyrir íslendinga því við eigum umhverfis- hagsmuna að gæta í norðri í Barentshafinu. Okkar sameiginlega fiskislóð er norður- skautssvæðið og vatnið sem umiykur granna okkar er sami sjór.“ Vaxandi innviða- fjárfestingar „Ég tel að við þurfum að bregðast sérstak- lega við því, sem lánastofnun sem á að gæta norrænna hagsmuna, að geta tekið með skilvirkum hætti þátt í fjármögnun inn- viðafjárfestinga innan einkageirans í þróun- ar- og umbreytingarlöndunum í austri. Hann hefur í vaxandi mæli tekið að sér að reka vatnsveitur, rafveitur, samgöngutæki, síma- kerfi og þess háttar þjónustukerfi. Einka- væðingaralda ríður yfir heiminn og rekstrar- forminu hefur verið breytt, ekki síst á hrað- vaxtarsvæðinu í Asíu. Við erum kannski ekki alveg nægilega vel í stakk búnir til að styðja norrænu fyrirtækin sem í raun og veru standa þar ákaflega sterkt og hafa alla burði til að halda sínum hlut. Það er reynd- ar mjög mikilvægt fyrir atvinnu og framfar- ir á Norðurlöndum að þau haldi sínu á þess- um markaði þar sem hagvöxturinn er mest- ur. Þyngdarpunktur efnahagskerfis heimsins hefur færst austar yfir á Kyrrahafs- og Asíusvæðið. Þar höfum við reyndar lang- mest af okkar lánum utan Norðurlanda en við þurfum að geta stutt okkar lánastarfsemi með beinni þátttöku í fyrirtækjum af því tagi sem ég drap á. Þetta tel ég vera mikil- vægt og áhugayert verkefni og reyndar hagsmunamál ailra landanna vegna þess að samkeppnisaðilarnir beita þessum aðferð- um.“ En enginn banki er þó algjörlega óum- deildur og má þar nefna að íslenskar lána- stofnanir hafa haft horn í síðu NIB undanfar- ið fyrir vaxandi umsvif í viðskiptum við ís- lensk einkafyrirtæki. Jón Sigurðsson svarar því til að bankinn líti fyrst og fremst á það sem sitt hlutverk að vera viðbótarlánveitandi við innlendu lánastofnanirnar og fjárfesting- arlánasjóðina. „Við höfum lengi lánað fjár- festingarlánasjóðunum fé til endurlána en ég held að það sé hollt og skynsamlegt að við störfum eins á Islandi og í öðrum lönd- um. Þar erum við með bein sambönd við bestu fyrirtækin. Við lánum þar einnig í gegnum aðra aðila og sjóði, en viljum hafa beint samband við atvinnulífið. Ég tel það hollt fyrir okkur og okkar samstarfsaðila, að þannig sé þessu háttað. Það hafði verið öðruvísi á íslandi, en annarsstaðar að því leyti að lán tii fyrirtækja voru að mestu ieyti fyrir milligöngu innlendra sjóða. Þeir búa í breyttum heimi og eins og við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.